Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.12.2004, Qupperneq 86

Fréttablaðið - 18.12.2004, Qupperneq 86
70 18. desember 2004 LAUGARDAGUR Verkfræðinga-félag Íslands hefur gefið út bók- ina Afl í segulæð- um – Saga raf- magns á Íslandi í 100 ár. Höfundar bókarinnar eru Sveinn Þórðarson s a g n f r æ ð i n g u r ogSteinar Frið- geirsson formaður VFÍ. Afl í segul- æðum er annað bindið í tíu binda ritröð sem ljúka mun með 100 ára sögu VFÍ árið 2012. Í bókinni sem nú kemur út er sögð saga rafvæðingar- innar á Íslandi, bæði upphafsárin og á samveitutímabilinu sem og saga iðnaðaruppbyggingar seinni ára. Á þessu ári er liðin öld frá því lítil vatns- aflsvirkjun í Hamarskotslæk í Hafnar- firði hóf raforkuframleiðslu og var fyrsti vísirinn að rafmagnsveitu á Íslandi. Rafvæðing Íslands var hafin sem átti eftir að gjörbreyta afkomu og lífsskilyrðum í landinu. NÝJAR BÆKUR Bókaútgáfan Hólar óskar öllum landsmönnum gleðilegra jóla og leggur sitt af mörkum til að þau megi verða bæði ánægjurík og fróðleg. Hér eru kynntar þrjár bækur frá Hólum sem allar henta vel til lesturs uppi í rúmi og eru í senn fróðlegar og miklir ánægjuvakar: Í bókinni HVE GLÖÐ ER VOR ÆSKA – gamansögur af íslensk- um börnum – er að finna margan gullmolann. Lítum á dæmi úr nokkrum leikskólum: Leikskólinn Seljaborg: – Fyrst fær maður barnatennur, þá fullorðinstennur og þegar maður missir þær, þá fær maður FRANSKAR. Leikskólinn Iðavellir: – Við ætlum að veiða marbletti. Leikskólinn Dalur: – Ég er með laglausa tönn. Hún er alveg laglaus. Og þau eru margfalt fleiri gull- kornin í þessari bráðsmellnu bók sem Guðjón Ingi Eiríksson og Jón Hjaltason hafa tekið saman í sam- vinnu við starfsfólk á fjölmörgum leikskólum. ★ DÝRMÆT REYNSLA – ramm- íslenskar frásagnir af dulrænum atburðum – færir okkur heim sanninn um að ekki er allt sem sýnist. Fjölmargir sögumenn greina frá atburðum sem þeir hafa upplifað og engin raunvísindi geta skýrt. Anne Kristine segir frá ótrú- legri reynslu sinni og Una Sveins- dóttir fær að velja á milli lífs og dauða. Sverrir Hermannsson, fyrrum alþingismaður, er ekki svefn- styggur maður, en eina nóttina vaknaði hann og varð þá fyrir undarlegustu reynslu lífs síns. Lífi hans var bjargað en hver var þar að verki? Ragnheiður Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Rithöfunda- sambandsins og leikkona, fær vitneskju um óvæntan gest í saln- um á lokaæfingu Atómstöðvar- innar á Akureyri. Guðmundur Páll Ólafsson, náttúrufræðingur og rithöfund- ur, fær dularfulla heimsókn um nótt. Oddbjörg Sigfúsdóttir fær hugboð að næturlagi um það að læsa útidyrahurðinni og stuttu seinna er barið harkalega að dyr- um. Þá eru þarna einnig magn- þrungnar frásagnir Anne Kristine Magnúsdóttur, Ragnheiðar Hákonardóttur á Ísafirði, Unu Sveinsdóttur í Skagafirði, Árna Ibsen, Heiðbjartar Haðardóttur, Jennýjar Lind Valdemarsdóttur, Hjartar heitins Þórarinssonar á Tjörn, Bjarnfríðar Leósdóttur, Sigrúnar Björnsdóttur og Valgeirs Sigurðssonar, en hann ritstýrir þessari mögnuðu bók. ★ ALLTAF Í BOLTANUM – gull- korn úr knattspyrnuheiminum – fær örgustu knattspyrnuhatara til þess að öskra af hlátri – hvað þá hina. Í bókinni er að finna ótal gullkorn úr knattspyrnuheim- inum: frá framkvæmdastjórum stórliða, knattspyrnustjörnum og síðast en ekki síst knattspyrnulýs- endum út um allan heim verður oft fótaskortur á tungunni í hita og þunga dagsins. Hér eru nokkur gullkorn úr bókinni, öll ættuð frá knattspyrnu- lýsendum: – Rosenborgarmenn hafa sigrað í 66 leikjum og skorað í þeim öllum. Brian Moore. – Það var engu líkara en að boltinn væri helmingi lengur í loftinu þegar þetta var endursýnt á hálfum hraða. David Acfield. – Leikmenn ættu ekki að fara í fiftí- fiftí tæklingar nema líkurnar séu 80 á móti 20% að þeir vinni þær. Ian Drake. – Þetta er viturleg innáskipting hjá Terry Venables. Þrír varamenn koma inn á – þrír óþreyttir fætur. Jimmy Hill. – Maradona lét lítið fyrirfara sér þegar hann kom af spítalanum. Hörður Magnússon. – Guðni raðar sér inn í vítateiginn. Arnar Björnsson. Hóla-jól eru bókajól A u gl ýs in g Eyjólfur Jónsson sundkappi hefur átt viðburðaríka ævi. Hann fæddist árið 1925 og ólst upp í einu fátækasta hverfi Reykjavíkur þegar hún var varla meira en þorp. Hann vann sér til frægðar að vera helsti sjósundmaður landsins um langt árabil, gegndi lögreglustörfum í áratugi, kvæntist ungur en missti konu sína er hann var á áttræðisaldri. Þá tók hann sig upp og fluttist til Ástralíu fyrir fáum árum þar sem hann fann ástina á ný. Í endurminningum sínum fáum við ekki aðeins að fræðast um lífshlaup þessa merka manns, heldur og kynnast miklum umbrotatímum í sögu höfuð- staðarins Reykjavíkur. Frásögn Eyjólfs er sveipuð miklum hetjuljóma, hans persónulega saga sem og fjölskyldu hans. Þetta var fá- tækt fólk en heiðarlegt og dugmikið. Eyjólfur hefur verið með eindæmum jákvæður maður og ekki mátt vamm sitt vita, afreksmaður mikill fram eftir aldri. Umfjöllunin um líf Eyjólfs er að þessu leyti í anda Íslendingasagnanna – Eyjólfur er góður drengur og garpur sem stendur allt af sér. Eyjólfur er næsta fullkominn maður, þó að hann hafi reyndar stöku sinnum gripið til hvítrar lygi var það ævinlega í góðum tilgangi. Hann varð fyrir miklu áfalli þegar Kallý kona hans féll frá. Þá verð- ur söguhetjan blæbrigðaríkari, eðli- legri. Það er einmitt umhugsunarefni, hvort ævisögur verði ekki trúverðugri þegar drepið er á erfið og myrk mál, þannig að lesandi skynji bæði ljós og skugga í lífi fólks. Ævisögur höfða að sjálfsögðu með ólíkum hætti til kynslóða. Eyjólfur er af afakynslóð undirritaðrar þannig að fjarlægðin er talsverð. Ég þekki mann sem hefur þá tilgátu varðandi ævisög- ur að sama hversu vel eða illa þær séu skrifaðar, gegni þær mikilvægu hlut- verki. Ef ekki sem tækifæri til að spegla sig í annarri manneskju eða kynnast nýjum sjónarmiðum, þá sem heimild um annan tíma, þjóðfélagsþróun og tungutak. Það er margt gott í þessari ævisögu samkvæmt þessu sjónar- horni. Skemmtilegar eru nokkrar draugasögur og líflegar frásagnir af lögreglustörfum, sumar verulega fyndnar. En því er ekki að leyna sums staðar er dálítill skýrslubragur af frá- sögninni. Í bókinni er fjöldi nafna sam- ferðamanna Eyjólfs og áreiðanlega munu eldri kynslóðir lesenda þekkja persónur og leikendur á því sviði. Heimildagildi frásagnar þeirra Jóns Birgis og Eyjólfs er ótvírætt um þróun Reykjavíkur frá bæ til borgar. Eyjólfur lýsir af kunnáttu og áhuga lífinu í Reykjavík á fyrri hluta 20. aldarinnar. Samfélagið hefur verið ósköp smátt og sligandi fátækt setti mark sitt á bæjarbrag. Söguhetjan var komin til þroska á stríðsárunum og hélt dagbók á hernámsárunum. Frásagnir hans frá þeim tíma voru einkar forvitnilegar. Það er áhugavert að kynnast Eyjólfi sundkappa og lesa þessa víðfeðmu ævisögu – og þar er að finna eitthvað sem höfðar til allra kynslóða. Þessi sundfimi Grettir sterki samtímans er ugglaust meðal helstu kappa Íslend- inga, og saga hans er eins konar seinni tíma Íslendingasaga. Spænsk menningardagskrá Spænsk menningardagskrá verður haldin við Háskólann í Reykjavík laugardaginn 18. desember nk. kl. 16.00 í stofu 101. Ian Gibson, spænskufræðingur og rithöfundur, heldur fyrirlestur um spænska skáldið Federico García Lorca sem nefnist: „Federico García Lorca, Victim of the Spanish Right“. Bók Gibson um dauða Lorca, La Muerte de García Lorca, hlaut alþjóðlegu blaðamannaverðlaunin Prix Inter- national de la Presse. Ævisaga Gib- sons um skáldið, Federico García Lorca: A Life, vann einnig til fjölda verðlauna og var útnefnd bók ársins af New York Times og Boston Globe. Ian Gibson er spænskur ríkis- borgari en fæddist árið 1939 í Dublin á Írlandi. Hann hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir verk sín m.a. fyrir ritun ævisögu um málar- ann Salvador Dalí. Gibson skrifar reglulega í spænsku dagblöðin El País og El Periódico. Gibson kemur hingað til lands í boði spænska sendiráðsins og í til- efni af tvímálaútgáfu af Yermu eftir Federico García Lorca sem Stofnun Vigdísar Finnbogadóttir gefur út. Boðið verður upp á veitingar að fyrirlestri loknum. Menningar- félagið Hispánica, Háskólinn í Reykjavík, Spænsk-íslenska versl- unarráðið og Stofnun Vigdísar Finn- bogadóttur standa að móttöku Ian Gibsons. Aðgangur að spænsku menning- ardagskránni er ókeypis. Fyrirlest- urinn verður haldinn á ensku og eru allir velkomnir. ■ Skáldahátíð í Borgarleikhúsi Hátíð tileinkuð skáldunum Braga Ólafssyni og Kristínu Ómarsdóttur verður í Borgarleikhúsinu í dag og hefst klukkan 14.00 með því að höf- undarnir lesa upp úr nýjum skáld- sögum sínum. Auk þess verða leikrit þeirra kynnt með stuttum atriðum og nemendur leiklistardeildar LHÍ lesa ljóð eftir skáldin og bjóða upp á söngatriði úr væntanlegri leiksýn- ingu. Kynnt verða tvö ný leikrit eftir Kristínu Ómarsdóttur sem verða frumsýnd í janúar: Spítalaskipið í leiklistardeild Listaháskólans, í leik- stjórn Maríu Reyndal, og Segðu mér allt á Nýja sviði Borgarleikhúss- ins, í leikstjórn Auðar Bjarnadóttur. Þá verður metsölustykkið Belgíska Kongó, sem hefur gengið fyrir fullu húsi í Borgarleikhúsinu síðan síð- asta vor, kynnt stuttlega. Eggert Þorleifsson, sem hlaut Grímuverð- launin á þessu ári fyrir hlutverk Rósalindar í Belgísku Kongó, segir frá samskiptum sínum við þá gömlu. Veitingasala Borgarleikhúss- ins verður opin meðan á dagskránni stendur og einstök tilboð verða í miðasölu hússins. Seldir verða miðar á fyrstu fjórar sýningarnar á Segðu mér allt á 1.800 krónur (í stað 2.700, 33% afsláttur). Falleg gjöf fylgir miðum á Belgísku Kongó, sem gilda 2. og 7. janúar. Miðasalan er opin kl 12.00-20.00 og tilboðið gildir allan daginn. Nemendaleikhús Listaháskólans býður tvo leik- húsmiða á verði eins á sýningarnar á Spítalaskipi. Dagskráin er unnin í samstarfi Borgarleikhússins, Borgar- bókasafnsins og leiklistardeildar Listaháskólans. BRAGI ÓLAFSSON KRISTÍN ÓMARSDÓTTIR Sundfimur kappi segir frá BÓKMENNTIR HLYNUR PÁLL PÁLSSON Eyjólfur sundkappi - Ævintýraleg saga drengs af Grímsstaðaholtinu Höf. Jón Birgir Pétursson Útg. Almenna bókafélagið EYJÓLFUR JÓNSSON OG JÓN BIRGIR PÉTURSSON 86-87 (70-71) Menning 17.12.2004 19:03 Page 2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.