Fréttablaðið - 21.12.2004, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 21.12.2004, Blaðsíða 24
24 21. desember 2004 ÞRIÐJUDAGUR Óvíst um lyktir Evrópudraums Tyrkja Leiðtogar ESB ákváðu í vikulokin að bjóða Tyrkjum að hefja formlegar viðræður á næsta ári um aðild að sambandinu. Þar með er hafið ferli sem gæti gerbreytt Evrópusambandinu. Hvernig því lyktar er þó opið, eins og Auðunn Arnórsson rekur hér. Þ ótt leiðtogar Evrópusam-bandsins hafi á misser-islokafundi sínum í Brussel fyrir helgina náð sögulegu sam- komulagi um að bjóða Tyrkjum til aðildarviðræðna er ekki þar með sagt að hægt sé að slá því föstu að af fullri aðild þeirra að samband- inu verði. Að minnsta kosti er óhætt að fullyrða að enn líði all- mörg ár, jafnvel tveir áratugir, áður en Evrópudraumur Tyrkja rætist. Reyndar er það söguleg stað- reynd að í hvert sinn sem farið hefur verið út í formlegar viðræð- ur um ESB-aðild umsóknarríkis hafa þær endað í aðildarsamningi (og inngöngu í framhaldi af því, nema í Noregi þar sem aðildar- samningur hefur tvívegis verið felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu). En sérstaða Tyrklands sem um- sóknarríkis er það mikil að ekki er hægt að ganga út frá því sem vísu að viðræðurnar um aðild þess endi með fullri inngöngu í sam- bandið. Þetta hefur komið fram bæði hjá evrópskum stjórnmála- leiðtogum – þar á meðal Jacques Chirac Frakklandsforseta – og sérfræðingum í samrunaþróun- inni í Evrópu. Enda er kveðið á um það í skilyrðum fyrir upptöku aðildarviðræðnanna, að þær séu opnar, niðurstaðan sé ekki fyrir- fram gefin og engar tryggingar fyrir því að viðræðunum lykti með aðildarsamningi. 40 ára gömul fyrirheit Yfir 40 ár eru síðan tyrknesk stjórnvöld lýstu fyrst yfir vilja til inngöngu í Evrópusambandið. Í samstarfssamningi Tyrklands og Efnahagsbandalags Evrópu, eins og ESB hét þá, frá árinu 1963, var kveðið á um að samningurinn gæti í fyllingu tímans þjónað sem undirbúningur fyrir aðild að bandalaginu. Tyrkir hafa þyngt róðurinn að þessu takmarki til muna á síðustu árum og hafa nú uppskorið þann árangur að vera boðið til formlegra aðildarvið- ræðna sem eiga að hefjast 3. októ- ber 2005. Leiðin að þessum áfanga hefur verið löng og ströng (sjá rammagrein). Reyndar hafa fulltrúar Tyrkja lýst það mikilli óánægju með skil- yrðin sem ESB-leiðtogarnir setja fyrir því að viðræður hefjist næsta haust – aðallega að því er varðar viðurkenningu á lýðveldi Kýpur-Grikkja – að ekki er einu sinni öruggt að tyrkneska þingið muni staðfesta samkomulagið um að hefja viðræðurnar. Of stór biti? Meðal Evrópubúa hafa skoðanir verið mjög skiptar um það hvort þessi fjölmenna þjóð, sem býr að langmestu leyti utan eiginlegra landamæra Evrópu, er mjög mót- uð af íslamskri menningu og er auk þess mun fátækari en nokkur þeirra þjóða sem nú eru í sam- bandinu, eigi erindi í raðir þess. Margir hafa áhyggjur af því að vinnumarkaður heimalanda þeirra yrði fyrir skakkaföllum ef Tyrklandi, með sína 71 milljón íbúa, yrði hleypt inn í sambandið og reglur innri markaðarins um frjálst flæði launþega tækju gildi fyrir þá. Það veldur sumum jafn- framt áhyggjum að samkvæmt spám um mannfjöldaþróun er lík- legt að eftir þau 10-15 ár sem nú er talað um að aðildarsamning- arnir kunni að taka muni Tyrkland vera orðið fjölmennara en það ríki Evrópusambandsins sem nú er fjölmennast, Þýskaland. Einnig óar sumum við þeim geópólitísku afleiðingum sem það hefði fyrir Evrópusambandið að eiga landa- mæri að löndum eins og Íran, Írak og Sýrlandi. Aðrir, sem líta aðild Tyrklands jákvæðari augum, telja að það myndi styrkja stöðu ESB sem veldis í alþjóðastjórnmálum að teygja anga sína með þessum áþreifanlega hætti inn að kjarna Mið-Austurlanda. Í þessu sam- bandi er athyglisvert að Banda- ríkjastjórn hefur stutt ESB-aðild- aráform Tyrkja með ráðum og dáð (við misjafnar undirtektir í ESB- ríkjunum). Efasemdir um að Tyrkland sé „ESB-tækt“ hafa jafnvel komið fram hjá meðlimum fram- kvæmdastjórnar ESB, þótt sú stofnun mæli sem slík með því að aðildarviðræðurnar við Tyrki fari fram með fulla aðild að markmiði. „Frelsunin árið 1683 hefði ver- ið til einskis,“ sagði Hollendingur- inn Frits Bolkestein, sem þar til fyrir einum mánuði fór með mál- efni innri markaðarins í fram- kvæmdastjórninni. Vísaði hann þar til umsáturs hers Tyrkjasold- áns um Vínarborg, sem ekki tókst að hrinda fyrr en pólski konung- urinn Jan Sobieski kom Austur- ríkismönnum til aðstoðar í fylk- ingarbrjósti fyrir fjölþjóðlegum her (kristinna) Evrópumanna. Aðrir benda á, að Evrópusam- runinn snúist einmitt um það að gleyma ekki sögunni, heldur yfir- vinna þann klofning sem hún getur valdið í nútímanum. Meginlandsbúar neikvæðir Í skoðanakönnunum hefur komið í ljós mikill munur á viðhorfum íbúa ESB-landanna til aðildar Tyrk- lands. Víða mælist mjög lítill stuðningur við hana. Meirihluti Breta er fylgjandi, en á megin- landinu er viðhorfið víðast hvar öllu neikvæðara. Í Frakklandi og Austurríki styður aðeins um fjórði hver kjósandi inngöngu Tyrkja í sambandið. Í Þýskalandi er líka meirihluti almennings mótfallinn henni, en ríkisstjórn jafnaðar- manna og græningja styður hana afdráttarlaust. Kristilegir demó- kratar, sem eru í stjórnarandstöðu á þýska þinginu, hafa markað þá stefnu að beita sér gegn fullri aðild Tyrkja en að þeim skuli þess í stað boðið „forréttindasamstarf“ við ESB. Helmut Kohl, fyrrverandi kanslari sem leiddi kristilega demókrataflokkinn CDU í nær ald- arfjórðung, hefur lýst því sem hreinu ábyrgðarleysi af hálfu nú- verandi ráðamanna í ESB-löndun- um að gefa Tyrkjum skuldbindandi fyrirheit um aðild eftir 10-15 ár, vitandi að kjósendur í þeirra eigin löndum muni aldrei samþykkja hana. Þegar þar að kæmi yrðu aðr- ir að súpa seyðið af því að ekki yrði unnt að standa við þessi fyrir- heit. Enn dýpra í árinni en Kohl tek- ur þó Valerie Giscard d'Estaing, fyrrverandi forseti Frakklands, sem fer fremstur í flokki landa sinna sem berjast gegn ESB-aðild Tyrkja. Að hans mati myndi hún stefna evrópskri sjálfsímynd ESB í voða og raska jafnvæginu innan sambandsins þannig að í óefni stefndi. Neyðarhemill innbyggður Á leiðtogafundinum í Kaupmanna- höfn fyrir tveimur árum höfðu ríkisstjórnaleiðtogar ESB-land- anna ákveðið frest til að komast að niðurstöðu um það hvenær hefja skyldi aðildarviðræður við Tyrki, á grundvelli úttektar fram- kvæmdastjórnar sambandsins á því hvort landið teldist uppfylla hin pólitísku skilyrði fyrir aðildar- viðræðum, eins og þau eru skil- greind í „Kaupmannahafnarskil- yrðunum“ svonefndu frá árinu 1993. Þau voru ákveðin sem eins konar leiðarvísir fyrir kommún- istaríkin fyrrverandi í Mið- og Austur-Evrópu, sem nú hafa flest fengið inngöngu, um þær umbæt- ur sem þau yrðu að gera til að telj- ast aðildarhæf. Í skýrslu framkvæmdastjórn- arinnar, sem birt var 6. október síðastliðinn, er komist að þeirri niðurstöðu að framkvæmd um- bótastefnu Tyrklandsstjórnar síð- ustu árin sé það sannfærandi, að hún verðskuldaði að því yrði ekki slegið lengur á frest að taka ákvörðun um að hefja aðildarvið- ræður. Í skýrslunni er Tyrklands- stjórn reyndar ekki veitt nein syndakvittun. Hún tengdi með- mælin með upptöku viðræðna við skilyrði um eftirlit með fram- kvæmd frekari umbóta. Jafnframt var mælt með því að eins konar TYRKIR KÆTAST Mikil gleði ríkti í Tyrklandi í síðustu viku þegar ljóst var að Tyrkjum yrði boðið til viðræðna um Evrópusambandsaðild. RECEP TAYYIP ERDOGAN OG JOSE MANUEL BARROSO Ekki er kálið sopið þótt í ausuna sé komið. Tyrkir þurfa að leysa ýmis mál áður en aðild þeirra verður raunhæfur möguleiki, til dæmis deilurnar um Kýpur. ÁFANGAR Á EVRÓPUFÖR TYRKJA 1949: Tyrkir fá aðild að Evrópuráðinu á stofnári þess 1952: Tyrkir fá aðild að Atlantshafsbandalaginu 1963: Samstarfssamningur við EBE gengur í gildi 1987: Tyrkir sækja formlega um ESB-aðild 1996: Tyrkland fær aðild að tollabandalagi ESB 1999: Leiðtogar ESB skilgreina Tyrkland sem tilvonandi aðildarríki 2002: Leiðtogar ESB setja sér frest til að ákveða hvenær teknar skuli upp aðildarviðræður 2004: Leiðtogar ESB ákveða að aðildarviðræður skuli hafnar við Tyrki hinn 3. október 2005 24-25 (360) 20.12.2004 21:06 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.