Fréttablaðið - 21.12.2004, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 21.12.2004, Blaðsíða 36
Pússaðu silfrið fyrir jólin því þá er rétti tíminn til að státa sig af safn- inu. Settu lítið af silfurpússefni á silfrið og nuddaðu það með mjúkum klút. Nuddaðu í beinni línu en ekki í hringi. Taktu svo hreinan klút og strjúktu af. Besta leiðin til að halda silfri fallegu er svo að þvo það reglulega í mildu sápuvatni og þurrka það vel á eftir.[ Jólin eru drengjakórar sem syngja ensk jólalög Mörtu Nordal finnst jólaundirbúningurinn ganga út í öfgar. Marta Nordal lét sig hafa það að skjótast í Kringluna þó að hún sé ekki sérstaklega gefin fyrir jólafárið. Marta Nordal leikkona er ekki hrifin af jólafárinu sem grípur um sig í þjóðfélaginu í desembermán- uði. „Þegar ég var lítil var ég jóla- barn vegna gjafanna en núna finnst mér jólin vera hálfgerð vit- leysa. Það verður allt svo ofhlaðið einhvern veginn, jólaskrautið er svo mikið úti um allan bæ, aldrei hægt að kveikja á útvarpi án þess að ofurhressileg jólalög hellist yfir mann og allir hringsnúast í leit að einhverjum jólagjöfum handa fólki sem á allt. Það sem kveikir í mér jólaandann er ofsalega einfalt. Jólin fyrir mér eru rjúpa og drengjakórar sem syngja ensk jólalög. Svo er hefð fyrir því í fjöl- skyldunni að lesa jólaguðspjallið saman á aðfangadag. Nú er búið að taka af mér það litla sem mér finnst jólalegt, rjúpuna, og þá er ekki mikið eftir,“ segir Marta. „Mér finnst markaðshugsjónin komin út í vitleysu og heilagleik- inn og friðurinn, sem ætti að vera það sem er eftirsóknarverðast við jólin, á hröðu undanhaldi. Ef þetta á að snúast um frelsarann þá situr hann örugglega þarna uppi og skil- ur ekkert í þessu.“ Marta gæti vel hugsað sér að fara í messu á jólanótt, hlusta á fal- lega tónlist og finna þar það sem raunverulega skiptir máli á jólun- um. „Ég gæti hugsað mér að sitja í fallegri kirkju og hlusta á Jóla- óratoríuna. Þar er jólastemmingin fyrir mér.“ ■ „Við fórum þessi sami hópur til Kaupmannahafnar í fyrra en í ár ákváðum við að fara ekki lengra en til Keflavíkur,“ segir Jóhanna Ein- arsdóttir, dósent við Kennara- háskólann, sem dreif sig ásamt leikfimihópnum sínum í helgarferð til Keflavíkur á aðventu. „Mörgum fannst það undarlegt að við ætluðum til Keflavíkur, og það á þessum tíma, en þetta var óskaplega gaman. Við nýttum okk- ur jólatilboðið á hótelinu og versl- uðum í bænum, en þá er gistingin frí. Fórum svo út að borða á Duus, sem matgæðingurinn í hópnum sagði að væri á heimsmælikvarða, og við vorum með kvöldvöku uppi á hótelherbergi. Þar var til dæmis upplestur úr bókinni Manstu eftir Þórarin Eldjárn, og hún kveikti í okkur að rifja upp ýmislegt frá því í gamla daga. Þá vorum við með happdrætti og fyrirlestur um heil- brigða lífshættti svo eitthvað sé nefnt.“ Jóhanna segist mæla með því að fólk taki sér tíma á aðventunni og geri eitthvað skemmtilegt og af- slappandi saman. „Við komum frískar og endurnærðar til baka,“ segir hún en kveðst annars leggja lítið í jólaundirbúning. „Ég vil hafa sem minnst tilstand, og legg áher- slu á góðar stundir með fjölskyldu og vinum. Við höldum þó fast í jóla- hefðirnar á mínu heimili, krakk- arnir vilja engu breyta og þetta er eins ár eftir ár. En aðalatriðið er að slaka á og njóta þess að vera með sínum nánustu.“ ■ Að gera sér glaðan dag á aðventu Vinkvennahópur eyddi frábærum sólarhring í Keflavík. Jóhanna, Gunnhildur, Friðný, Lilja, Ása, Ragnheiður og Anna létu fara vel um sig á Hótel Keflavík á aðventunni. Miðbæ Háaleitisbraut 58 - 60 Sími: 553 2300 Skóverslunin - iljaskinn Kuldaskór í miklu úrvali! Góðir skór! FALLEGAR JÓLAGJAFIR Sloppar, náttföt, bolir og slæður. Snyrtivörutilboð o.fl. GULLBRÁ, Nóatún 17 s. 562-4217 Þú getur komið í veg fyrir að barnið þitt fari í hitt liðið. Við eigum mikið úrval af búningum í settum fyrir minnstu börnin á enn betra verði. Ármúla 36 • 108 Reykjavík s. 588 1560 • www.joiutherji.is Mikið úrval af burstasettum og neistahlífa, ásamt ýmis konar aukahlutum. Opið laugardaga kl. 10-16 og sunnudaga kl. 12-16 til jóla. Arinbúðin Stórhöfða 17 v/Gullinbrú (fyrir neðan húsið) Sími 567 2133 · www.arinn.is Ítölsk náttföt - amerískir heimagallar. - íslenskar værðarvoðir og fleira fallegt í jólapakkan Diza • Ingólfsstræti 6 • S. 561-4000 Opið til kl. 22 öll kvöld til jóla Jólagjafir ] 36-37 (04-05) Jolin koma 20.12.2004 16.00 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.