Fréttablaðið - 21.12.2004, Side 36

Fréttablaðið - 21.12.2004, Side 36
Pússaðu silfrið fyrir jólin því þá er rétti tíminn til að státa sig af safn- inu. Settu lítið af silfurpússefni á silfrið og nuddaðu það með mjúkum klút. Nuddaðu í beinni línu en ekki í hringi. Taktu svo hreinan klút og strjúktu af. Besta leiðin til að halda silfri fallegu er svo að þvo það reglulega í mildu sápuvatni og þurrka það vel á eftir.[ Jólin eru drengjakórar sem syngja ensk jólalög Mörtu Nordal finnst jólaundirbúningurinn ganga út í öfgar. Marta Nordal lét sig hafa það að skjótast í Kringluna þó að hún sé ekki sérstaklega gefin fyrir jólafárið. Marta Nordal leikkona er ekki hrifin af jólafárinu sem grípur um sig í þjóðfélaginu í desembermán- uði. „Þegar ég var lítil var ég jóla- barn vegna gjafanna en núna finnst mér jólin vera hálfgerð vit- leysa. Það verður allt svo ofhlaðið einhvern veginn, jólaskrautið er svo mikið úti um allan bæ, aldrei hægt að kveikja á útvarpi án þess að ofurhressileg jólalög hellist yfir mann og allir hringsnúast í leit að einhverjum jólagjöfum handa fólki sem á allt. Það sem kveikir í mér jólaandann er ofsalega einfalt. Jólin fyrir mér eru rjúpa og drengjakórar sem syngja ensk jólalög. Svo er hefð fyrir því í fjöl- skyldunni að lesa jólaguðspjallið saman á aðfangadag. Nú er búið að taka af mér það litla sem mér finnst jólalegt, rjúpuna, og þá er ekki mikið eftir,“ segir Marta. „Mér finnst markaðshugsjónin komin út í vitleysu og heilagleik- inn og friðurinn, sem ætti að vera það sem er eftirsóknarverðast við jólin, á hröðu undanhaldi. Ef þetta á að snúast um frelsarann þá situr hann örugglega þarna uppi og skil- ur ekkert í þessu.“ Marta gæti vel hugsað sér að fara í messu á jólanótt, hlusta á fal- lega tónlist og finna þar það sem raunverulega skiptir máli á jólun- um. „Ég gæti hugsað mér að sitja í fallegri kirkju og hlusta á Jóla- óratoríuna. Þar er jólastemmingin fyrir mér.“ ■ „Við fórum þessi sami hópur til Kaupmannahafnar í fyrra en í ár ákváðum við að fara ekki lengra en til Keflavíkur,“ segir Jóhanna Ein- arsdóttir, dósent við Kennara- háskólann, sem dreif sig ásamt leikfimihópnum sínum í helgarferð til Keflavíkur á aðventu. „Mörgum fannst það undarlegt að við ætluðum til Keflavíkur, og það á þessum tíma, en þetta var óskaplega gaman. Við nýttum okk- ur jólatilboðið á hótelinu og versl- uðum í bænum, en þá er gistingin frí. Fórum svo út að borða á Duus, sem matgæðingurinn í hópnum sagði að væri á heimsmælikvarða, og við vorum með kvöldvöku uppi á hótelherbergi. Þar var til dæmis upplestur úr bókinni Manstu eftir Þórarin Eldjárn, og hún kveikti í okkur að rifja upp ýmislegt frá því í gamla daga. Þá vorum við með happdrætti og fyrirlestur um heil- brigða lífshættti svo eitthvað sé nefnt.“ Jóhanna segist mæla með því að fólk taki sér tíma á aðventunni og geri eitthvað skemmtilegt og af- slappandi saman. „Við komum frískar og endurnærðar til baka,“ segir hún en kveðst annars leggja lítið í jólaundirbúning. „Ég vil hafa sem minnst tilstand, og legg áher- slu á góðar stundir með fjölskyldu og vinum. Við höldum þó fast í jóla- hefðirnar á mínu heimili, krakk- arnir vilja engu breyta og þetta er eins ár eftir ár. En aðalatriðið er að slaka á og njóta þess að vera með sínum nánustu.“ ■ Að gera sér glaðan dag á aðventu Vinkvennahópur eyddi frábærum sólarhring í Keflavík. Jóhanna, Gunnhildur, Friðný, Lilja, Ása, Ragnheiður og Anna létu fara vel um sig á Hótel Keflavík á aðventunni. Miðbæ Háaleitisbraut 58 - 60 Sími: 553 2300 Skóverslunin - iljaskinn Kuldaskór í miklu úrvali! Góðir skór! FALLEGAR JÓLAGJAFIR Sloppar, náttföt, bolir og slæður. Snyrtivörutilboð o.fl. GULLBRÁ, Nóatún 17 s. 562-4217 Þú getur komið í veg fyrir að barnið þitt fari í hitt liðið. Við eigum mikið úrval af búningum í settum fyrir minnstu börnin á enn betra verði. Ármúla 36 • 108 Reykjavík s. 588 1560 • www.joiutherji.is Mikið úrval af burstasettum og neistahlífa, ásamt ýmis konar aukahlutum. Opið laugardaga kl. 10-16 og sunnudaga kl. 12-16 til jóla. Arinbúðin Stórhöfða 17 v/Gullinbrú (fyrir neðan húsið) Sími 567 2133 · www.arinn.is Ítölsk náttföt - amerískir heimagallar. - íslenskar værðarvoðir og fleira fallegt í jólapakkan Diza • Ingólfsstræti 6 • S. 561-4000 Opið til kl. 22 öll kvöld til jóla Jólagjafir ] 36-37 (04-05) Jolin koma 20.12.2004 16.00 Page 2

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.