Fréttablaðið - 21.12.2004, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 21.12.2004, Blaðsíða 30
Aðstaða mótar afstöðu, um það er víst engum blöðum að fletta. Sú var tíðin að ég bjó á Reynimeln- um, ég rölti yfir Suðurgötuna í há- skólann á morgnana og Reykja- víkurflugvöllur angraði mig. Hann lúrði þarna í Vatnsmýrinni engum til ánægju á meðan borgin teygði sig til fjalla og miðpunktur hennar fluttist sífellt lengra frá miðbænum. Það var líka óttaleg hljóð-, sjón- og loftmengun af hon- um, gott ef ekki slysahætta líka. Auk þess hefði hann verið í vegi fyrir mér ef ég hefði spilað keilu og viljað fara fótgangandi í Keilu- höllina í Öskjuhlíð. Á þeim tíma hefði verið rakið að flytja innan- landsflugið til Keflavíkur, og í Vatnsmýrinni hefði eflaust risið vistvænt og krúttlegt háskóla- hverfi, borginni minni til heilla. Síðar flutti ég norður í land og Reykjavíkurflugvöllur varð skyndilega með eindæmum frá- bært og vel staðsett umferðar- mannvirki. Vegna flugvallarins get ég lokið við morgunkaffið mitt heima í eldhúsi á Oddeyrargöt- unni klukkan hálfníu að morgni og samt verið kominn niður í Póst- hússtræti í Reykjavík fyrir tíu. Ef ég er mættur í Vatnsmýrina fyrir klukkan fimm get ég verið kom- inn aftur heim til Akureyrar um sexleytið. Væri innanlandsflugið í Keflavík myndi slík bæjarferð kosta mig fjögurra tíma ferðalag báðar leiðir. Nú dreymir mig um iðandi mannlíf í nýrri flugstöðvar- byggingu í miðbænum í Reykja- vík, líkt og Hovedbanegården í kóngsins København. Reykvíkingar þurfa ekki eins mikið á flugvellinum sínum að halda og þeir sem borgina sækja heim, svo einfalt er það. Þegar Reykvíkingar eiga erindi til út- landa fara þeir um Keflavíkur- flugvöll, og í fljótu bragði finnst sumum að þeir sem erindi eiga til borgarinnar séu heldur ekkert of góðir til þess taka rútuna frá Keflavík. Nýráðinn borgarstjóri Reykjavíkur skapaði sér því nokkrar vinsældir í borginni með yfirlýsingum sínum um að flug- vellinum í miðbænum skyldi lok- að og svæðið nýtt í þágu borgar- innar. Óþægindin af þeirri ráð- stöfun myndi fyrst og fremst bitna á fólki sem ekki hefur at- kvæðisrétt í borginni, enda er borgarstjóri ekki kjörinn fulltrúi þeirra. Sú einangrun höfuðborgarinn- ar sem fylgja myndi lokun Reykjavíkurflugvallar yrði þó ekki að öllu leyti slæm fyrir landsbyggðarfólk. Með beinu flugi til Keflavíkur yrðu til dæmis ferðalög frá Akureyri til stór- borga á borð við London, Kaup- mannahöfn og New York mun greiðari, og þar með yrði kannski færra að sækja til Reykjavíkur. Með sama hætti myndi ferða- mannaþjónusta víða á lands- byggðinni styrkjast við flugsam- göngur um Keflavík, án þess að ferðamenn og pyngjur þeirra hefðu viðkomu í Reykjavík. Fleiri kosti mætti eflaust finna við slíka einangrun Reykjavíkur frá dag- legu lífi fólks annars staðar á landinu. Lokun flugvallarins hefði þannig kosti og galla, en hún getur varla talist vera einkamál Reyk- víkinga. Æðsta yfirstjórn landsins er staðsett í borginni, og þar eiga einnig helstu stofnanir og fyrir- tæki landsins höfuðstöðvar sínar. Það sveitarfélag sem hefur tekið að sér það ábyrgðarhlutverk að vera höfuðborg landsins ætti ekki að geta tekið einhliða ákvörðun um að flugsamgöngur þangað séu til óþurftar. Fólkið í landinu hlýt- ur að eiga rétt á greiðum sam- göngum við höfuðborgina, og sú væna flís af miðbænum sem nú er lögð undir flugvöll ætti að ein- hverju leyti að vera sameign þjóð- arinnar. Deilan um framtíð Reykjavík- urflugvallar stendur í vegi fyrir eðlilegu viðhaldi við þær loftbrýr sem enn tengja miðborgina við ýmsa stærri byggðarkjarna lands- ins. Flugstöðin í Reykjavík er löngu orðin úr sér gengin, áætlun- arstöðum í innanlandsflugi hefur fækkað og samkeppni hefur að mestu lagst af. Fullt verð frá Ak- ureyri til Reykjavík með Flugfé- lagi Íslands er til dæmis svipað og fullt verð frá Keflavík til Kaup- mannahafnar með Iceland Ex- press. Engu að síður er fullskipað í flestar vélar dagsins og farþeg- um í innanlandsflugi fjölgar ár frá ári. Mikilvægt er að finna sam- göngum við höfuðborgina varan- legan farveg í góðri samvinnu við sveitarstjórnir um land allt. End- anleg ábyrgð í því máli hlýtur þó að liggja hjá Alþingi og ríkis- stjórn landsins, ekki hjá borgar- stjórn Reykjavíkur. Þar hljótum við því að treysta á kjörna fulltrúa okkar á Alþingi að standa vörð um sameiginlega hagsmuni lands- byggðar og höfuðborgar í sam- göngumálum, bæði þá sem þegar hafa kvatt sér hljóðs og hina sem enn virðast halda sér til hlés í þessu mikilvæga máli. Höfundur er prófessor í félags- fræði við Háskólann á Akureyri. 21. desember 2004 ÞRIÐJUDAGUR30 Flugvallarmálið: Höfuðborg í einangrun? Norðmenn eru ekki á leið í ESB Talið er afar ólíklegt að Evrópu- sambandsaðild verði tekin á dag- skrá í Noregi á næstu árum. Ástæðan er ekki sízt stjórnmála- landslagið í landinu, en þrátt fyrir að tveir stærstu stjórnmálaflokk- ar Noregs, Verkamannaflokkurinn og Hægri flokkurinn, séu fylgj- andi aðild þá eiga þeir ekki sam- leið í neinum öðrum stórum mála- flokki. Því er talið útilokað að þeir myndi ríkisstjórn saman og fyrir vikið ekki í kortunum að mynduð verði ríkisstjórn í Noregi að óbreyttu sem sett gæti aðild að Evrópusambandinu á dagskrá, enda allir hinir flokkarnir meira eða minna andsnúnir aðild. Þing- kosningar verða í Noregi á næsta ári en flestir virðast þó sammála um að Evrópumálin verði ekki eitt af aðalmálunum í kosningabarátt- unni, þ.á.m. Kjell Magne Bondevik, forsætisráðherra lands- ins. Norskir Evrópusambands- sinnar hafa raunar lýst því yfir að þeir muni ekki mæla með því að Norðmenn sæki um aðild að Evr- ópusambandinu í þriðja skiptið nema það sé nokkuð öruggt að hún verði samþykkt. Það yrði ekki gott fyrir þeirra málstað að þurfa að fara með þriðja nei-ið til Brussel, en eins og kunnugt er hafa Norð- menn tvisvar hafnað aðild að Evr- ópusambandinu í þjóðaratkvæði, 1972 og 1994. Raunar virðist það vera nokkuð almenn skoðun í Nor- egi að ekkert vit sé í að sækja um aðild að sambandinu að nýju nema það endi örugglega með aðild. Stuðningsmenn aðildar að Evrópu- sambandinu hafa yfirleitt verið í meirihluta í skoðanakönnunum upp á nokkur prósentustig í gegn- um tíðina. Sjálfstæðissinnar hafa þó alltaf komizt með reglulegu millibili í meirihluta inn á milli, síðast í ágúst sl. Hafa stjórnmála- skýrendur sagt í því sambandi að fylgi við aðild sé hvorki nógu mik- ið í Noregi nú né nógu stöðugt til þess að hægt sé að hugleiða nýjar aðildarviðræður af einhverri al- vöru. Oft áður hafi verið mun meiri og stöðugri stuðningur við aðild en nú. Aðrir hafa bent á að í raun sé spurning hversu mikið skoðanakannanir, sem gerðar eru þegar engin sérstök barátta er í gangi á milli stuðningsmanna og andstæðinga Evrópusambandsað- ildar, segi til um niðurstöðu hugs- anlegrar þjóðaratkvæðagreiðslu um málið komi einhvern tímann til hennar. Í því sambandi hefur t.a.m. verið bent á það hvernig leikar fóru í Svíþjóð á síðasta ári þegar kosið var um það hvort taka ætti upp evruna þar í landi eða ekki. Þegar sænska ríkisstjórnin ákvað að setja málið í þjóðarat- kvæði höfðu skoðanakannanir ít- rekað sýnt að mikill meirihluti Svía styddi upptöku evrunnar. Síð- an hófst barátta andstæðra fylk- inga og niðurstaðan varð, eins og kunnugt er, að sænskir kjósendur höfnuðu evrunni með afgerandi hætti. Fleiri dæmi væru um slíka þróun mála. Það sé því full ástæða til að fara varlega í það að draga of miklar ályktanir af skoðanakönn- unum sem gerðar eru þegar ekki er virkilega verið að takast á um málið. Höfundur er stjórnarmaður í Heimssýn, hreyfingu sjálfstæðis- sinna í Evrópumálum. Epli eru oft rauð Eiríkur Bergmann ryðst fram á rit- völlinn fullviss um eigið ágæti og fullyrðir m.a. að hér á landi sé vit- lausasta landbúnaðarkerfi á vestur- löndum! Ég vil í stuttu máli reyna að skýra málin aðeins betur fyrir Eiríki þar sem hann virðist ekki skilja mig eða þá að hann er haldinn einhverskonar athyglisbresti. Verð á bílum í Danmörku og verð á lambakjöti eiga ekkert sameigin- legt sem er rétt hjá Eiríki. Þar hef- ur hann ekki skilið samanburðinn hjá mér. Almennt eru skattar í Dan- mörk hærri en hér, þ.m.t. á bílum. Ekki veit ég til þess að sauðfjár- bændur hafi lagt það til að banna út- lensku á Íslandi en þar virðist Eirík- ur alveg tapa þræðinum aftur; það sem átt var við er að Íslendingar njóta ákveðinna forréttinda um ýmsa hluti umfram aðrar þjóðir í lífsgæðum almennt. Varðandi ensk- una og íslenskuna þá sannarlega kostar okkur miklar fjárhæðir að halda úti þessu sérstaka tungumáli en það er líka sá hluti sem m.a. ger- ir okkur að sjálfstæðri þjóð. Eiríkur hamrar enn á því að við eigum að flytja inn ódýr matvæli og vil ég aftur vara við því og nefni því til stuðnings, almennt heilbrigði. Al- varleiki búfjársjúkdóma er það stór áhættuþáttur bæði fyrir skepnur og menn að enginn ætti að hvetja til þess að innflutningur á landbúnað- arvörum sé alveg gefinn frjáls. Líka má benda á að það er fjöldi fjöl- skyldna úti um allt land sem hefur lífsviðurværi sitt af úrvinnslu land- búnaðarafurða auk bænda. Aðrar þjóðir öfunda okkur af því öryggi sem við búum við í matvælafram- leiðslu. Íslenskur bústofn er mjög sérstakur bústofn sem þarf að vernda og hafa afurðir þeirra verið rannsakaðar mikið bæði hér heima og erlendis. Niðurstaðan úr þeim rannsóknum er öll á einn veg sem er sérstaða hvað varðar gæði og holl- ustu þannig að eftir er tekið. Eiríkur virðist treysta tölum Hagstofu Íslands illa þar sem hann vill ekki ræða þær frekar en bendir í staðinn á kannanir sem Baugur og Samtök atvinnulífsins létu gera hér á árum áður. Staðreyndin er sú að Hagstofan notar tölur Eurostat þannig að hann á að geta treyst þeim líka! Ég benti Eiríki á að kjöt væri aðeins 8,3% dýrara hér heima en í Danmörk. Sú tala breytist tölu- vert til hækkunar þegar allar mat- vörur eru teknar inn í en þá erum við ekki lengur aðeins að tala um landbúnaðarvörur heldur margfalt fleiri vöruflokka sem margir eru innfluttir. Ef við tökum t.d. Amer- íku, þá eru þeir að hverfa í stórum stíl frá svokallaðri verksmiðju- framleiðslu, þeir eru að stórauka stuðning við sinn landbúnað og styðja það sem kallast meðalstór fjölskyldubú. Af hverju? Jú, verk- smiðjubúin svokölluðu sem hafa þá ótvíræðu kosti að búa til ódýr mat- væli eru orðin hættuleg umhverf- inu. Framleiðsla við slíkar aðstæður stórauka hættu á sjúkdómum, land- nýting er afleit og umhverfismál engin, heilbrigði líður fyrir það og dýravelferð er á mjög lágu plani. Einnig hafa þessir búskaparhættir þær aukaverkanir að byggð til sveita hverfur að stórum hluta. Enn og aftur vil ég benda Eiríki á að al- menn velmegun og verðlag hjá hverri þjóð haldast í hendur. Við hér á Íslandi búum sem betur fer við nokkuð góð kjör. Portúgalar t.d. hafa kost á því að kaupa ódýrara í matinn en við, en að sama skapi þá eru laun þeirra almennt langtum lægri og „lífsgæði“ mun lægri en hjá okkur. Líka er það þannig eins og ég hef áður bent á að við erum fámenn þjóð á eyju langt norður í hafi þannig að varla er hægt að tala um magninnkaup miðað við milj- ónaþjóðir og flutningur er langur. Svo læt ég þessum skrifum lokið og vona að Eiríkur eigi gleðileg jól og fái nóg af eplum og appelsínum; eplin eru oft rauð. ■ Eiríkur hamrar enn á því að við eigum að flytja inn ódýr matvæli og vil ég aftur vara við því og nefni því til stuðnings, almennt heilbrigði. ÖZUR LÁRUSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI UMRÆÐAN LANDBÚNAÐUR ,, Mikilvægt er að finna samgöngum við höf- uðborgina varanlegan far- veg í góðri samvinnu við sveitarstjórnir um land allt. Endanleg ábyrgð í því máli hlýtur þó að liggja hjá Al- þingi og ríkisstjórn landsins, ekki hjá borgarstjórn Reykjavíkur. ÞÓRODDUR BJARNASON PRÓFESSOR UMRÆÐAN REYKJAVÍKURFLUG- VÖLLUR ,, REYKJAVÍKURFLUGVÖLLUR Reykvíkingar þurfa ekki eins mikið á flugvellinum sínumað halda og þeir sem borgina sækja heim, svo einfalt er það. HJÖRTUR J. GUÐMUNDSSON SAGNFRÆÐINEMI UMRÆÐAN EVRÓPUSAMBANDIÐ 30-31 Umræðan 20.12.2004 15.41 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.