Fréttablaðið - 30.12.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 30.12.2004, Blaðsíða 14
14 Óttast er að í það minnsta sjö þúsund manns hafi týnt lífi á Andaman- og Ník- óbareyjum í Indlandshafi eftir að hinar mannskæðu flóðbylgjur riðu þar yfir. Eyjarnar eru afskekktar og íbúar margra þeirra ósnortnir af nútímasiðum og venjum. Staðhættir Eyjaklasarnir tveir eru um 300 kílómetra suður af Mjanmar og liðlega þúsund kílómetra austur af Indlandi en þeir til- heyra síðarnefnda ríkinu. 200 kílómetra breitt sund skilur klasana að, Tíundu gráðu sundið sem dregur nafn sitt af breiddargráðunni sem sker það í tvennt. Andamaneyjar eru ríflega 300 og þekja þær 6.500 ferkílómetra en Níkóbareyjar eru aðeins tuttugu og ein. Undirlendi er afar lítið á eyjunum og þær eru skógi vaxnar. Saga Tilvist eyjanna hefur verið kunn frá önd- verðu enda liggja siglingaleiðir nálægt þeim. Rúmlega þúsund ára mannvistar- leifar hafa fundist á Níkóbareyjum sem raktar eru til Cola-keisaraættarinnar en þar er eyjarskeggjum lýst sem „hinum nöktu“. Danskir trúboðar voru þarna á ferð fyrir 250 árum en öld síðar settu Bretar á fót fanganýlendu á eyjunum. Japanir hernámu klasana í síðari heims- styrjöldinni en í kjölfar hennar komust þeir í hendur Indverja. Íbúar Lítið er vitað um íbúa Andaman- og Níkóbareyja vegna þess hve afskekktar þær eru. Á Andamaneyjum búa um 240.000 manns en á Níkóbareyjum að- eins 40.000 manns. Flestir búa í höfuð- stöðunum Port Blair og Car Nicobar. Stór hluti íbúanna er frá Bangladess og Mjanmar en innfæddir tilheyra ýmsum ættbálkum. Á Andamaneyjum eru Jarawa- og Onge-bálkarnir fjölmennastir en á Níkóbareyjum eru Shompenar og Níkóbarar. Margir þessara ættbálka lifa enn mjög frumstæðu lífi og eru nánast ósnortnir af vestrænum lifnaðarháttum. Þannig vilja þeir líka hafa það enda eru þeir mjög tortryggnir í garð ferðamanna sem leggja leið sína til eyjanna og heilsa þeim jafnvel með boga og örv- um. Flestir íbúanna starfa við landbúnað enda vex þar gnótt jurta af ýmsu tagi. Kókóshnetur, korn, ávextir og krydd eru meðal þess sem þeir rækta. Engir flugvellir eru á eyjunum og sam- göngur við nágrannaríkin eru mjög stopular. Því reiða eyjarskeggjar sig á skipaferðir til Indlands, sem taka nokkra daga. Vegir eru víðast hvar af skornum skammti. Þetta gerir allt hjálparstarf vegna flóðanna mjög örðugt. ■ Þar sem nútíminn hefur ekki numið land HVAÐ ERU? ANDAMAN- OG NÍKÓBAREYJAR 30. desember 2004 FIMMTUDAGUR Afleiðingar jarðskjálftans: Jörðin snýst hraðar JARÐSKJÁLFTINN Svo kann að vera að jarðskjálftinn sem átti upptök sín við Súmötru hafi varanleg áhrif á snúning jarðar. Samkvæmt banda- rískum jarðeðlis- fræðingi hefur snúningshraði jarðarinnar auk- ist og dagarnir þar af leiðandi styst sem nemur þremur milljónasta úr sekúndu, auk þess sem jörðin hefur hallast um tvo og hálfan sentímetra á snúningsásn- um. Þessar breytingar telur hann af- leiðingu samþjöppunar massa jarð- arinnar við það að annar jarð- skorpufleki á mótunum þar sem upptök skjálftans voru ýttist undir hinn. ■ FLÓÐBYLGJUR Flóðbylgjan í Ind- landshafi sem dró hátt í hundrað þúsund manns til dauða á annan dag jóla er langmannskæðasta alda sinnar tegundar. Slíkar bylgjur hafa grandað hundruðum þúsunda í gegnum aldirnar, sér- staklega í vestanverðu Kyrrahafi þar sem jarðskjálftar eru tíðir. Flóð til forna Eðli málsins samkvæmt eru frá- sagnir af flóðbylgjum fyrri alda óljósar og óáreiðanlegar. Vera má að goðsögur á borð við Nóaflóðið eigi rætur að rekja til raunveru- legra hamfaraflóða af völdum jarðskjálfta en slíkar sögur eru afar algengar í fornum trúar- brögðum. Goðsagnakenndar sagnir eru um gífurleg flóð í Eyjahafi um 1500 f.Kr. eftir að eyjan Santorini sprakk en sam- kvæmt þeim eyddust menningar- samfélög á Krít og við austanvert Miðjarðarhafið. Fyrstu áreiðan- legu heimildir um flóðbylgjur eru úr Eyjahafinu þúsund árum síðar en ekki er vitað hversu marga þær lögðu að velli. Gera má ráð fyrir að þúsundir hafi týnt lífi í flóðbylgjum í kjölfar Lissabon- skjálftans 1755. Án efa hafa svo orðið hættuleg flóð í fjarlægum heimshornum fyrr á öldum sem enginn hefur verið til frásagnar um. Indónesar verst úti Flestar mannskæðar flóðbylgjur síðustu tvær aldir hafa orðið til á svæðinu á mótum Kyrrahafs og Indlandshafs enda mætast marg- ir jarðflekar á þessum slóðum. Áður en hörmungarnar á sunnu- daginn dundu yfir fólki við Ind- landshaf var Japan það land sem orðið hafði fyrir mestu mannfalli af völdum þessa ófögnuðar en síðustu 1.500 árin hafa tæplega 70.000 manns farist þar af völd- um flóðbylgja. Árið 1896 dóu 27.000 manns í einu vetfangi þeg- ar risaalda skall á Honshu-eyju en margir íbúar höfðu ákveðið að gera sér dagamun með strand- ferð einmitt þennan dag. Af öllum þjóðum heimsins eru það hins vegar Indónesar sem harðast hafa orðið fyrir barðinu á flóðbylgjum. Ríflega 45.000 Indónesar eru taldir hafa týnt lífi í hamförunum á sunnudag en fram til þess dags höfðu 50.000 íbúar landsins látist í flóðbylgj- um síðastliðnar aldir. Krakatá Ein mannskæðasta flóðbylgja sögunnar varð á Jövuhafi árið 1883 þegar eldfjallaeyjan Kraka- tá sprakk í tætlur í einhverjum mestu hamförum sögunnar. Tæp- lega þrjátíu metra háar öldurnar þurrkuðu út alla byggð á nálæg- um eyjum með þeim afleiðingum að 36.000 manns fórust. Af öðrum mannskæðum flóðum má nefna þau sem urðu í Suður-Kínahafi árið 1782 þar sem 40.000 manns týndu lífi og talsvert nær okkur í tíma eru hörmungarnar við Moroflóa á Filippseyjum þar sem tæplega 8.000 manns létust í flóð- um eftir að stór jarðskjálfti varð á Mindanaoeyju. Að lokum má nefna gífurlegar flóðbylgjur sem ollu þó ekki miklu manntjóni þar sem þær urðu á afskekktum stöðum. Þannig myndaðist tröllaukin alda eftir jarðskjálfta við Aljúteyjar undan ströndum Alaska árið 1946. Bylgjan sópaði um koll vita úr járnbentri steinsteypu sem stóð 27 metra yfir sjávarmáli á Unimak-eyju en í honum voru fimm manns. Fimm klukkustund- um síðar náði aldan til Hawaii og grandaði 159 manns. sveinng@frettabladid.is Mannskæðustu flóð mannkynssögunnar Hamfarirnar í Indlandshafi eru þær mannskæðustu sem orðið hafa af völdum flóðbylgna. Mörg dæmi eru þó um hrikaleg flóð sem hafa dregið tugþúsundir til dauða. Inni í Fréttablaðinu í dag Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra ■ Áramótahefðir Göturnar í lífi Guðjóns Rúnarssonar ■ Kampavín ■ Helgin fram undan F28. TBL. 1. ÁRG. 30. 12. 2004 Sigurður Einarsson Í fararbroddi innanlands og utan Annáll Eitt viðburðaríkasta ár íslenskrar viðskiptasögu er að baki Þungavigtin gerir upp árið og rýnir í framtíðina Viðskipta- maður ársins Sérhefti um viðskiptalífið 2004 FLENSA Mjög skæð inflúensa herjar nú á landsmenn og er víst að marg- ir liggja í bælinu á milli jóla og nýárs. Þúsundir Íslendinga létu bólusetja sig í haust en í mörgum tilvikum dugar það ekki til, bólu- settir leggjast samt í flensu. Sveinn Rúnar Hauksson heimil- islæknir segir bólusetningu ekki vera örugga vörn heldur dragi hún einungis úr líkunum á smiti. Hann giskar á að 20-30 prósent þeirra sem láti bólusetja sig geti samt smit- ast af flensunni. Fyrir því eru þrjár ástæður: hversu skæð veiran er, hversu mikill kraftur er í sýk- ingunni sjálfri og hvernig sá sem verjan herjar á er á sig kominn. Með þetta í huga hljóta margir að spyrja sig hvort skynsamlegt sé að láta yfirleitt bólusetja sig og seg- ir Sveinn það vissulega vera álita- mál þar sem bólusetningunni geti tengst aukaverkanir. „Þetta er nán- ast hagfræðilegt atriði, atvinnurek- endur standa fyrir bólusetningunni. Þeir meta einfaldlega kostnaðinn við bólusetninguna lægri en veik- indadaga starfsfólksins, jafnvel þótt þær skili ekki árangri í öllum tilvikum.“ - shg SÚ LU R IT /A P Bólusetning gegn flensu: Engin trygging fyrir heilsu SVEINN RÚNAR HAUKSSON STUNGAN ER SÁR Bólusetningar gagnast 70-80 prósentum fólks. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R 14-15 360 gr 29.12.2004 20:11 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.