Fréttablaðið - 30.12.2004, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 30.12.2004, Blaðsíða 26
6 30. desember 2004 FIMMTUDAGUR Látum ekki ginnast þótt gull sé í boði „Álfar og huldufólk eru öfl í umhverfinu,“ segir Björk sannfærandi. Björk Bjarnadóttir þjóðfræð- ingur segir álfa og huldufólk meðal verndarvætta landsins en varar fólk við að ganga í dans með þeim á nýársnótt. „Jólin og áramótin eru sá tími sem álfarnir eru hvað mest á stjái. Þá halda þeir samsæti með dansi og hljóðfæraslætti bæði í sínum húsum og mannabústöðum. Svo flytja þeir búferlum um ára- mótin því þá eru fardagar hjá þeim,“ segir Björk Bjarnadóttir þjóðfræðingur á Blönduósi og heldur áfram að lýsa því hvernig við eigum að búa okkur undir komu álfanna á nýársnótt. „Sam- kvæmt þjóðtrúnni á ljós að loga í hverju horni og hverju húsi, allt á að vera sópað og hreint svo hvergi sjáist sorp né ryk og síðan á hús- freyjan að ganga um húsin og segja: „Komi þeir sem koma vilja, fari þeir sem fara vilja, veri þeir sem vera vilja, mér og mínum að meinalausu.“ Björk varar fólk samt við að taka þátt í dansi álfa og huldufólks á nýársnótt því slíkt geti orðið afdrifaríkt. „Sagan segir okkur að láta ekki ginnast þótt gull og falleg klæði séu í boði því ef fólk fer í dansinn með álf- um getur það gengið af göflun- um,“ segir hún hin alvarlegasta. Björk hefur oft dvalið sem landvörður eða skálavörður fjarri mannabyggðum og heldur fast í trú á huliðsheimana. „Álfar og huldufólk eru öfl í umhverfinu. Landið er lifandi á svo margan hátt og okkur ber skylda til að bera virðingu fyrir því og þeim fyrirbærum sem í því lifa hvort sem þau eru sýnileg eða ekki,“ segir hún og látum það verða lokaorðin. ■ Drekkum í okkur áramótin Áramótin eru hátíðleg stund þar sem fólki leyfist allt og ekkert í þessar nokkru klukkustundir sem hátíðin lifir. Fréttablaðið tók saman nokkra drykki sem drekka í sig hin tilfinningalegu mót áranna 2004 og 2005. Fjaðraskúfur 2 hlutar trönu- berjasafi 1 1/2 hluti vodka eða gin Sletta af súraldinsafa Öllu er blandað saman með ís og hellt í kælt martini-glas. Hægt er að skreyta með súr- aldinsneið. Kakó fyrir fullorðna 1 1/2 hluti piparmintu- líkjör 1 bolli heitt kakó 1 góð teskeið af þeyttum rjóma Kakó og líkjör er hrært saman í könnu. Þeytti rjóminn er settur ofan á sem skraut. Brjáluð ýla (óáfengt) Sletta af salti og pipar Sletta af Tabasco-sósu Sletta af Worcester- shire-sósu 4 hlutar tómatsafi Settu tómatsafann í glas fullt af ísmolum. Bættu hinum hráefnunum við og skreyttu með selleríi í venjulegu, lágu eða háu glasi. Hanna handsprengja (óáfengt) 4 hlutar ananassafi 6 hlutar af pina colada mixi Allt sett í blandara með ís og blandað þangað til það verð- ur að krapi. Sett í venjulegt glas eða martini-glas og skreytt með regnhlíf eða fallegu skrauti. Ekki er verra að setja mat- arlit til að poppa drykkinn upp. Hjálpa þér að halda öllu í skorðum í skúffum.Einning sjálflímandi filt til að klæða skúffur og filt með verjandi efni svo ekki falli á silfur og silf- urplett.Við eigum líka fægilög,fægiklúta og ídýfulög til að hreinsa. SENDUM Í PÓSTKRÖFU. SJÁLFLÍMANDI HNÍFAPARASKORÐUR Gullkistan - Frakkastíg 10 - Sími: 551-3160. LJÓSMYNDANÁMSKEIÐ Fyrir stafrænar vélar og filmuvélar Námskeiðin eru haldin að Völuteigi 8, Mosfellsbæ. Leiðbeinandi Pálmi Guðmundsson 10. janúar 8 vikna Mánudaga kl. 17-19 ( Stafrænt) 10. janúar 8 vikna Mánudaga kl. 20-22 ( Stafrænt) 12. janúar 8 vikna Miðvikudaga kl. 17-19 ( Stafrænt) 12. janúar 8 vikna Miðvikudaga kl. 20-22 ( Stafrænt) 13. janúar 8 vikna Fimmtudaga kl. 17-19 ( Filma) 13. janúar 8 vikna Fimmtudaga kl. 20-22 ( Filma ) HELGANÁMSKEIÐ Fyrir stafrænar vélar 8. - 9. janúar 15. - 16. janúar 12. - 13. febrúar 19. - 20. febrúar FJARNÁMSKEIÐ Fyrir stafrænar vélar og filmuvélar Nánari upplýsingar og skráning á www.ljosmyndari.is Eða í síma 898-3911 Verslunin Kiss er orðin sautján ára gömul en hún hóf starfsemi sína í pínulitlu rými á þriðju hæð þegar Kringl- an var opnuð árið 1987. Síðan þá hefur mikið vatn runn- ið til sjávar í rekstri búðarinnar og vöruúrvalið hefur breyst þó nokkuð. Þrisvar sinnum hefur verslunin fært sig um stað vegna plássleysis en nú er hún komin í rúmt og gott húsnæði á annarri hæð í gömlu Borgar- kringlunni. Kiss sérhæfir sig í fatnaði og fylgihlutum á ungar skvísur og glamúrinn er í fyrirrúmi. Toppar, pils og kjólar eru það vinsælasta, að ógleymdu skartinu sem er afar áber- andi. Ungmeyjar á leið út á lífið láta Kiss ekki framhjá sér fara en konur á öllum aldri geta fundið sér eitthvað skemmtilegt að skoða í smávörunni. Fallegir og óvenju- legir skartgripir komu í hús fyrir jólin og úrvalið er ótrú- legt. Þarna má sjá lokka, nælur, hálsmen og armbönd í öllum litum, stærðum og gerðum sem tilvalið er að krækja í fyrir áramótin og skreyta sig svolítið í takt við tíðarandann. ■ Glamúrinn í fyrirrúmi Kjólar og nælur í Kiss Kanínuvesti 9.900 kr. Kúrekastígvél 9.900 kr.Gulltoppur 3.900 kr. Gullskór 9.900 kr. Snákabelti 3.900 kr. Snákaarmband 1.490 kr. Hálsmen og eyrnalokkar 3.900 kr. saman Armband 2.900 kr. Fiðrildi 12.900 kr. Kanínutaska 8.900 kr. Brúnn kjóll 8.900 kr. Bronsbelti 1.900 kr. Nælur frá 1.290 til 3.990 kr. 26-55 (06-07) Allt áramót 29.12.2004 15:13 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.