Fréttablaðið - 30.12.2004, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 30.12.2004, Blaðsíða 42
Vel heppnuð áætlun um kaup og yfir- töku á breska matvælafyrirtækinu Geest er kannski það sem stendur helst upp úr hjá Bakkavör Group á árinu. Nú í árslok náðum við sam- komulagi við stjórn Geest um verð og áreiðanleikakönnun sem vonandi leiðir til formlegs yfirtökutilboðs frá okkur í upphafi næsta árs. Þá erum við einnig mjög sáttir við góðan rekstrarárangur Bakkavarar á árinu en okkur hefur tekist þrátt fyrir erfitt umhverfi að auka veltuna um tæp 20% og skila methagnaði enn eitt árið en þess má geta að árið 2004 er þrett- ánda árið í röð sem Bakkavör skilar auknum hagnaði. Af öðrum minnis- stæðum atburðum vil ég nefna frá- bæran árangur KB banka og yfirtök- una á FIH og að sjálfsögðu yfirtöku Baugs á Big Food. Annars er af nægu að taka þegar maður veltir fyrir sér ár- inu 2004 en flest af stærri fyrirtækjum landsins og mörg smærri hafa gert frábæra hluti á árinu. Þá standa okkur einnig nærri þær breytingar sem við höfum unnið að á rekstrarfyrirkomulagi Meiðs ehf., en þangað höfum við ráðið forstjóra og fleira starfsfólk og væntum við mikils af aukinni starfsemi Meiðs á næsta ári. Hvað varðar næsta ár þá horfum við bjartsýn fram á við. Þegar við klárum yfirtökuna á Geest verður Bakkavör komið í hóp stærstu og öflugustu fyrirtækja í ferskum mætvælum í heiminum en áætluð velta verður um 150 milljarðar króna og verksmiðjur félagsins verða 42 í fimm löndum. Hvað varðar ís- lensk fyrirtæki almennt og íslenskt efnahagslíf á næsta ári held ég að út- litið sé bjart. Ég held að rekstur íslenskra fyrirtækja hafi sjaldan eða aldrei verið betri þrátt fyrir erfið skil- yrði að mörgu leyti fyrir íslenskan sjávarútveg. Í ljósi þess held ég að vel- gengni íslenskra útrásarfyrirtækja muni halda áfram og vonandi bætast fleiri í hópinn. Ef eitthvað veldur mér áhyggjum varðandi framtíðina er það helst ís- lenska krónan og þau óhjákvæmilegu neikvæðu áhrif sem fall hennar mun hafa og síðast en ekki síst sú áfram- haldandi ofurtrú Íslendinga á stór- iðjuframkvæmdir sem þeir virðast ekki gera sér grein fyrir að skilar litlum sem engum ávinningi og kost- ar fórnir á okkar verðmætustu auð- lindum sem aldrei verða bættar. Í nógu hefur verið að snúast hjá forystu- mönnum stærstu íslensku fyrirtækjanna á árinu sem er að líða. Þeir ætla þó ekki að láta þar við sitja og útlit er fyrir að árið 2005 verði ekki síður afdrifaríkt í íslensku viðskiptalífi. Við áramót er horft um öxl og fram á veginn. Fjárfestingar erlendis eru í kastljósinu. Hvert stórvirkið hefur rekið annað á árinu. Forsvarsmenn nokkurra stærstu og framsæknustu íslensku fyrirtækjanna horfa yfir sviðið um áramót. Gera upp árið og spá í framtíðina. Ágúst Guðmundsson, stjórnarformaður Bakkavarar: Í hóp stærstu í heimi Magnús Þorsteinsson, stjórnarformaður Avion: Stefnt á markað Stofnun Avion er það mikilvægasta sem gerðist á nýliðnu starfsári hjá mér. Aðdragandinn var langur. Kaup Air Atlanta á viðhaldsfyrirtæki fyrir flugvélar í Shannon á Írlandi á vor- dögum var stór áfangi og þá ekki síður yfirtaka félagsins á verðlaunafé- laginu Excel Airways en það er eitt stærsta leiguflugfélag á Bretlandseyj- um. Stærsta skrefið var þó ákvörðun- in um að sameina Air Atlanta á Íslandi og Íslandsflug undir merkjum Air Atlanta en í 100 % eigu Avion. Ég er afar sáttur við árangur ársins en ég hef mikla trú á Avion þar sem margvíslegur ávinningur verður af sameiningu félaganna og þeirri hag- ræðingu sem af henni hlýst. Langmikilvægasta verkefni ársins sem er framundan er að stilla strengi í rekstri Avion. Flugfélögin verða tvö, þ.e. Air Atlanta og Excel Airwa- ys og stoðfyrirtækin þrjú. Starfs- stöðvar fyrirtækjanna verða á þriðja tug í öllum heimsálfum og því í mörg horn að líta. Markmið okkar er ótví- rætt að búa til sterkt og arðbært flug- félag sem ætlunin er að skrá í Kaup- höll Íslands þegar þeim markmiðum er náð. Mikil stækkun Ágúst Guðmundsson mun, ásamt bróður sínum Lýð, leiða vinnu við kaup á Geest sem mun stækka Bakkavör til muna. Bakkavör hefur árvisst aukið hagnað sinn í þrettán ár. F2 16 30. desember 2004 FIMMTUDAGUR VIÐSKIPTAÁRIÐ GERT UPP Það hefur verið áhugavert að fylgjast með útrás íslenskra fyrirtækja síðustu misseri. Fyrirtækin hafa vaxið mikið erlendis á sama tíma og þeim fyrir- tækjum fer fjölgandi sem horfa út fyrir landsteinana í leit að tækifærum. Með þessu móti eru íslensku fyrirtæk- in að auka vaxtarmöguleika sína til muna sem skilar sér að lokum í öflugri fyrirtækjum ef vel er á málum haldið. Mikil orka fór í erlendar fjárfest- ingar hjá mörgum félögum hér heima á árinu. Næsta ár muni því líklega ein- kennast af því að þessi sömu fyrirtæki setji mikinn kraft í að ná sem mestu út úr fjárfestingum sínum og samþætta starfsemina. Því er ekki ósennilegt að eitthvað hægi á vexti þessara fyrir- tækja. Skráðum félögum í Kauphöll Íslands hefur fækkað á sama tíma og mörg þeirra hafa vaxið mikið. Útrás íslensku félaganna hefur án efa hleypt miklu lífi í hlutabréfamarkaðinn á ár- inu. Eflaust munu íslensk félög áfram sjá tækifæri í að nýta sér hagstæðar markaðsaðstæður og sækja aukið hlutafé og á sama tíma er ekki ólíklegt að ný félög komi inn á markaðinn. Árið 2004 var mjög viðburðaríkt hjá Actavis, líkt og fyrri ár. Þróunar- starf Actavis hefur aldrei verið öflugra en jafnframt hefur framleiðslugeta samstæðunnar verið aukin talsvert á árinu. Sótt var inn á nýja markaði á sama tíma og níu ný lyf voru sett á markað sem er það mesta í sögu fé- lagsins. Söluhæsta lyf félagsins, Ramipril, fór á markað í byrjun árs og önnur lyf fylgdu í kjölfarið. Einnig bættust við ný félög í samstæðuna en gengið var frá kaupum á einu stærsta lyfjafyrirtæki í Tyrklandi í byrjun árs og söluskrifstofur Pliva á Norðurlönd- unum yfirteknar nokkru síðar. Þá hefur farið töluverð vinna í að sam- þætta rekstur þessara félaga við starf- semi Actavis. Þá var nýtt nafn félagsins kynnt á fyrri hluta ársins og Actavis fór í gegn- um endurmörkun bæði innan sem utan fyrirtækisins. Markmiðið var að mynda sterkt sameiningartákn starfs- manna og tákn fyrir þau gildi sem við viljum hafa í heiðri auk þess að styðja við frekari útrás og vöxt félagsins með öflugu alþjóðlegu vörumerki. Actavis hefur sagt að það stefni á skráningu í erlenda kauphöll og sú vinna hefur bæði verið ánægjuleg og krefjandi. Verkefnið felur í sér mikinn undirbúning sem gengið hefur vel. Ákvörðun um hentuga tímasetningu til skráningar verður síðan tekin á næstu misserum. Með áframhaldandi sókn inn á nýja markaði, öflugri þróun og skýrum markmiðum teljum við að Actavis hafi sennilega aldrei verið jafn vel í stakk búið til að takast á við hina hörðu alþjóðlegu samkeppni og að nýta til fulls þau tækifæri sem bjóðast. Róbert Wessmann, forstjóri Actavis: Unnið að erlendri skráningu Áframhaldandi sókn Róberts Wessmann, forstjóra Actavis, bíður það krefjandi verkefni að skrá félagið í erlendri kauphöll. Félagið hefur vaxið hratt á undanförnum árum og hyggst sækja fram á erlendum mörkuðum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L Strengir stilltir Verkefni Magnúsar Þorsteinssonar, stjórnarformanns og aðaleiganda Avion er að stilla strengina milli flugfélaganna sem sameinast undir merkjum Avion. Avion er leiðandi leiguflugfélag í heiminum. 16-17-F2lesið 29.12.2004 14:13 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.