Fréttablaðið - 30.12.2004, Side 42

Fréttablaðið - 30.12.2004, Side 42
Vel heppnuð áætlun um kaup og yfir- töku á breska matvælafyrirtækinu Geest er kannski það sem stendur helst upp úr hjá Bakkavör Group á árinu. Nú í árslok náðum við sam- komulagi við stjórn Geest um verð og áreiðanleikakönnun sem vonandi leiðir til formlegs yfirtökutilboðs frá okkur í upphafi næsta árs. Þá erum við einnig mjög sáttir við góðan rekstrarárangur Bakkavarar á árinu en okkur hefur tekist þrátt fyrir erfitt umhverfi að auka veltuna um tæp 20% og skila methagnaði enn eitt árið en þess má geta að árið 2004 er þrett- ánda árið í röð sem Bakkavör skilar auknum hagnaði. Af öðrum minnis- stæðum atburðum vil ég nefna frá- bæran árangur KB banka og yfirtök- una á FIH og að sjálfsögðu yfirtöku Baugs á Big Food. Annars er af nægu að taka þegar maður veltir fyrir sér ár- inu 2004 en flest af stærri fyrirtækjum landsins og mörg smærri hafa gert frábæra hluti á árinu. Þá standa okkur einnig nærri þær breytingar sem við höfum unnið að á rekstrarfyrirkomulagi Meiðs ehf., en þangað höfum við ráðið forstjóra og fleira starfsfólk og væntum við mikils af aukinni starfsemi Meiðs á næsta ári. Hvað varðar næsta ár þá horfum við bjartsýn fram á við. Þegar við klárum yfirtökuna á Geest verður Bakkavör komið í hóp stærstu og öflugustu fyrirtækja í ferskum mætvælum í heiminum en áætluð velta verður um 150 milljarðar króna og verksmiðjur félagsins verða 42 í fimm löndum. Hvað varðar ís- lensk fyrirtæki almennt og íslenskt efnahagslíf á næsta ári held ég að út- litið sé bjart. Ég held að rekstur íslenskra fyrirtækja hafi sjaldan eða aldrei verið betri þrátt fyrir erfið skil- yrði að mörgu leyti fyrir íslenskan sjávarútveg. Í ljósi þess held ég að vel- gengni íslenskra útrásarfyrirtækja muni halda áfram og vonandi bætast fleiri í hópinn. Ef eitthvað veldur mér áhyggjum varðandi framtíðina er það helst ís- lenska krónan og þau óhjákvæmilegu neikvæðu áhrif sem fall hennar mun hafa og síðast en ekki síst sú áfram- haldandi ofurtrú Íslendinga á stór- iðjuframkvæmdir sem þeir virðast ekki gera sér grein fyrir að skilar litlum sem engum ávinningi og kost- ar fórnir á okkar verðmætustu auð- lindum sem aldrei verða bættar. Í nógu hefur verið að snúast hjá forystu- mönnum stærstu íslensku fyrirtækjanna á árinu sem er að líða. Þeir ætla þó ekki að láta þar við sitja og útlit er fyrir að árið 2005 verði ekki síður afdrifaríkt í íslensku viðskiptalífi. Við áramót er horft um öxl og fram á veginn. Fjárfestingar erlendis eru í kastljósinu. Hvert stórvirkið hefur rekið annað á árinu. Forsvarsmenn nokkurra stærstu og framsæknustu íslensku fyrirtækjanna horfa yfir sviðið um áramót. Gera upp árið og spá í framtíðina. Ágúst Guðmundsson, stjórnarformaður Bakkavarar: Í hóp stærstu í heimi Magnús Þorsteinsson, stjórnarformaður Avion: Stefnt á markað Stofnun Avion er það mikilvægasta sem gerðist á nýliðnu starfsári hjá mér. Aðdragandinn var langur. Kaup Air Atlanta á viðhaldsfyrirtæki fyrir flugvélar í Shannon á Írlandi á vor- dögum var stór áfangi og þá ekki síður yfirtaka félagsins á verðlaunafé- laginu Excel Airways en það er eitt stærsta leiguflugfélag á Bretlandseyj- um. Stærsta skrefið var þó ákvörðun- in um að sameina Air Atlanta á Íslandi og Íslandsflug undir merkjum Air Atlanta en í 100 % eigu Avion. Ég er afar sáttur við árangur ársins en ég hef mikla trú á Avion þar sem margvíslegur ávinningur verður af sameiningu félaganna og þeirri hag- ræðingu sem af henni hlýst. Langmikilvægasta verkefni ársins sem er framundan er að stilla strengi í rekstri Avion. Flugfélögin verða tvö, þ.e. Air Atlanta og Excel Airwa- ys og stoðfyrirtækin þrjú. Starfs- stöðvar fyrirtækjanna verða á þriðja tug í öllum heimsálfum og því í mörg horn að líta. Markmið okkar er ótví- rætt að búa til sterkt og arðbært flug- félag sem ætlunin er að skrá í Kaup- höll Íslands þegar þeim markmiðum er náð. Mikil stækkun Ágúst Guðmundsson mun, ásamt bróður sínum Lýð, leiða vinnu við kaup á Geest sem mun stækka Bakkavör til muna. Bakkavör hefur árvisst aukið hagnað sinn í þrettán ár. F2 16 30. desember 2004 FIMMTUDAGUR VIÐSKIPTAÁRIÐ GERT UPP Það hefur verið áhugavert að fylgjast með útrás íslenskra fyrirtækja síðustu misseri. Fyrirtækin hafa vaxið mikið erlendis á sama tíma og þeim fyrir- tækjum fer fjölgandi sem horfa út fyrir landsteinana í leit að tækifærum. Með þessu móti eru íslensku fyrirtæk- in að auka vaxtarmöguleika sína til muna sem skilar sér að lokum í öflugri fyrirtækjum ef vel er á málum haldið. Mikil orka fór í erlendar fjárfest- ingar hjá mörgum félögum hér heima á árinu. Næsta ár muni því líklega ein- kennast af því að þessi sömu fyrirtæki setji mikinn kraft í að ná sem mestu út úr fjárfestingum sínum og samþætta starfsemina. Því er ekki ósennilegt að eitthvað hægi á vexti þessara fyrir- tækja. Skráðum félögum í Kauphöll Íslands hefur fækkað á sama tíma og mörg þeirra hafa vaxið mikið. Útrás íslensku félaganna hefur án efa hleypt miklu lífi í hlutabréfamarkaðinn á ár- inu. Eflaust munu íslensk félög áfram sjá tækifæri í að nýta sér hagstæðar markaðsaðstæður og sækja aukið hlutafé og á sama tíma er ekki ólíklegt að ný félög komi inn á markaðinn. Árið 2004 var mjög viðburðaríkt hjá Actavis, líkt og fyrri ár. Þróunar- starf Actavis hefur aldrei verið öflugra en jafnframt hefur framleiðslugeta samstæðunnar verið aukin talsvert á árinu. Sótt var inn á nýja markaði á sama tíma og níu ný lyf voru sett á markað sem er það mesta í sögu fé- lagsins. Söluhæsta lyf félagsins, Ramipril, fór á markað í byrjun árs og önnur lyf fylgdu í kjölfarið. Einnig bættust við ný félög í samstæðuna en gengið var frá kaupum á einu stærsta lyfjafyrirtæki í Tyrklandi í byrjun árs og söluskrifstofur Pliva á Norðurlönd- unum yfirteknar nokkru síðar. Þá hefur farið töluverð vinna í að sam- þætta rekstur þessara félaga við starf- semi Actavis. Þá var nýtt nafn félagsins kynnt á fyrri hluta ársins og Actavis fór í gegn- um endurmörkun bæði innan sem utan fyrirtækisins. Markmiðið var að mynda sterkt sameiningartákn starfs- manna og tákn fyrir þau gildi sem við viljum hafa í heiðri auk þess að styðja við frekari útrás og vöxt félagsins með öflugu alþjóðlegu vörumerki. Actavis hefur sagt að það stefni á skráningu í erlenda kauphöll og sú vinna hefur bæði verið ánægjuleg og krefjandi. Verkefnið felur í sér mikinn undirbúning sem gengið hefur vel. Ákvörðun um hentuga tímasetningu til skráningar verður síðan tekin á næstu misserum. Með áframhaldandi sókn inn á nýja markaði, öflugri þróun og skýrum markmiðum teljum við að Actavis hafi sennilega aldrei verið jafn vel í stakk búið til að takast á við hina hörðu alþjóðlegu samkeppni og að nýta til fulls þau tækifæri sem bjóðast. Róbert Wessmann, forstjóri Actavis: Unnið að erlendri skráningu Áframhaldandi sókn Róberts Wessmann, forstjóra Actavis, bíður það krefjandi verkefni að skrá félagið í erlendri kauphöll. Félagið hefur vaxið hratt á undanförnum árum og hyggst sækja fram á erlendum mörkuðum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L Strengir stilltir Verkefni Magnúsar Þorsteinssonar, stjórnarformanns og aðaleiganda Avion er að stilla strengina milli flugfélaganna sem sameinast undir merkjum Avion. Avion er leiðandi leiguflugfélag í heiminum. 16-17-F2lesið 29.12.2004 14:13 Page 2

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.