Fréttablaðið - 30.12.2004, Blaðsíða 61

Fréttablaðið - 30.12.2004, Blaðsíða 61
Í stjórnartíð núver- andi valdhafa hefur tekjudreifing orðið mun ójafnari. Hún var ein sú jafn- asta í heimi en er nú ójafnari en á Norðurlöndunum og svipuð og í Bretlandi. Forðast að fjalla um umdeild mál Stjórnmálamenn virðast forðast að fjalla um umdeild mál. Ein- göngu þau mál gera okkur kjós- endum þó kleift að velja á milli þeirra. Núverandi ríkisstjórn er þar engin undantekning. Hún nýtur þess þó að hafa verið svo lengi að völdum að hægt er að dæma af verkum sínum í tveim- ur umdeildum málum sem stjórnarliðar vilja lítið fjalla um. Í stjórnartíð núverandi valdhafa hefur tekjudreifing orðið mun ójafnari. Hún var ein sú jafnasta í heimi en er nú ójafnari en á Norðurlöndunum og svipuð og í Bretlandi. Ef fram heldur sem horfir tekur það um 10 ár að ná svipuðum ójöfnuði og í Bandaríkjunum og eru fyrirhugaðar skattalækkan- ir fyrsta skrefið í þá átt. Þetta gerist þrátt fyrir innleiðingu markaðshagkerfis á seinustu árum sem á samkvæmt frjáls- hyggjumönnum að minnka ójöfnuð. Sérstakar aðgerðir hefur þurft til að auka ójöfnuðinn. Þær að- gerðir felast meðal annars í því að færa skattbyrði í auknum mæli á þá tekjulægri með lækk- un eignarskatts, rýrnun per- sónuafsláttar, lækkun hátekju- skatts, og með hinum ósýnilega tekjuskatti, tryggingagjaldi, sem leggst á öll laun hversu lág sem þau eru. Sú staðreynd að stjórnarliðar hafa oftast hand- valið kaupendur ríkisfyrirtækja í stað þess að selja þau hæst- bjóðanda hefur einnig aukið á ójöfnuð. Baráttan við gróður- húsaáhrifin hefur ekki farið hátt enda framlag Íslands umdeilan- legt. Á seinustu fjórum árum hefur t.d. meðaleyðsla nýs bíls aukist um 20% og er nú um 12 lítrar á hundraðið. Þannig eyða nýir íslenskir bílar tvöfalt meira en evrópskir og 20% meira en bandarískir. Það eru því sterkar líkur á því að Íslend- ingar séu á eyðslufrekustu bíl- um í heimi og leggi því umtals- vert til gróðurhúsaáhrifanna. Á meðan er t.d. hægt að knýja 2000 bíla með umhverfisvænu gasi frá sorphaugunum á Álfs- nesi,en aðeins 46 bílar nota það. Ástæður þessa má eflaust einnig rekja til stefnu stjórn- valda, en þau lækkuðu gjöld á eyðslufrekari bílum mun meir en á þá sparneytnari. Vonandi leggja stjórnarliðar áherslu á árangur sinn í ofangreindum málum í næstu kosningum, eins og í öðrum umdeildum málum. Þannig mun val okkar kjósenda síður byggjast á ímyndarauglýs- ingum. ■ 21FIMMTUDAGUR 30. desember 2004 Ekki gagnkvæm aðdáun Er fólk búið að lesa leikdóminn [eftir Pál Baldvin Baldvinsson] um Öxina og jörð- ina í DV í dag? Það er nú aldeilis bomb- an og hlýtur að vekja umræður. Þá er að finna í dómnum ansi eitraða pillu á Þröst Helgason sem fylgir verkinu úr hlaði í leikskrá, en eitthvað skortir víst á gagnkvæma aðdáun þessara tveggja manna. Ágúst Borgþór Sverrisson á agustborgthor.blogspot.com Vestrænt lýðræði Vissulega er þó til eitthvað sem heitir vestrænt lýðræði og afbrigði af því verð- ur stundað í Úkraínu í dag. Það er sá siður að endurtaka kosningar þangað til rétti maðurinn vinnur sigur. Í því skyni eru sendir á vettvang „alþjóðlegir eftir- litsmenn“ sem reynast allir halda með öðrum frambjóðandanum. Slíkir eftir- litsmenn virðast stundum bæði blindir og heyrnarlausir þegar kemur að því að þefa uppi misferli. Dæmi um það má sjá í forsetakosningunum í Afganistan í september síðastliðnum þar sem eftir- litsmennirnir virtust staðráðnir í því að sniðganga allar vísbendingar um gróft og víðtækt misferli þar sem forsetinn sem skipaður hafði verið af Bandaríkja- stjórn var að vinna kosningarnar, „rétt úrslit“ höfðu fengist. Sverrir Jakobsson á murinn.is Leiðist ofboðslega Mér leiðist ofboðslega. Hef nákvæm- lega ekkert gert skemmtilegt um hátíð- arnar, misst af fjölskylduboðum, ekki getað einbeitt mér að bóklestri né áti. Né hef ég getað notað dagana til grísku- náms eins og ég ætlaði mér. Náði að horfa á lengdu útgáfuna af The Return of the King, þriðja hluta Lord of the Rings. Einn gallinn við myndina er hvað hersveitir óvinarins eru álappalegar – það er engin von að manni finnist þetta lið óttalegt. Hetjurnar eiga ekki í nein- um vandræðum með að lumbra á ork- unum svokölluðu – þeir eru eins og fyrirbæri úr þriðja flokks fríksjóvi, kjaga um skakklappaðir, klaufskir og af- skræmdir. Svo er ótrúlega fyndið að í myndinni talar enginn saman – allir halda ræður. Myndin er öll í ávarpsfalli. Egill Helgason á visir.is Máttur auglýsinga Í kjölfar söfnunar um auglýsingu í New York Times hefur skapast nokkur um- ræða um auglýsingar og mátt þeirra. Inn í þá umræðu hefur spunnist umræða um alþingiskosningarnar seinustu og þá „sviknu vöru“ sem auglýsingastofur prönguðu inn á neytendur, í þessu tilviki kjósendur. Auglýsingastofurnar hafi ráð- ist í velheppnaðar lýtaaðgerðir og með miklum auglýsingaherferðum hafi tekist að lappa upp á gamaldags ímyndir úr- eltra flokka. Tómas Hafliðason á frelsi.is GUÐMUNDUR ÖRN JÓNSSON VERKFRÆÐINGUR UMRÆÐAN XXXXXÍ HASTÖFUM ,, BRÉF TIL BLAÐSINS SENDIÐ OKKUR LÍNU Við hvetjum lesendur til að senda okk- ur línu og leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Eingöngu er tek- ið á móti efni sem sent er frá Skoðana- síðunni á visir.is. Þar eru nánari leið- beiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum miðlunum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til að stytta efni. 20-61 (20-21) leiðari-viðskipti 29.12.2004 19:24 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.