Fréttablaðið - 30.12.2004, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 30.12.2004, Blaðsíða 41
lega á árinu. Hlutbréf hækkuðu stöðugt fram eftir ári og urðu raddi þess efnis að eignabóla væri á ferðinni sífellt háværari eftir því sem leið á árið. Það fór svo að lokum að markaðurinn slóst í hóp hinna svartsýnu og verð hlutabréfa tók að lækka í lok október. Við tók samfelld ellefu daga lækkun sem er met í Kauphöllinni. Það fór um miðlara og fjárfesta. Enginn sá til botns og ýmsir óttuðust að skuld- settir eigendur hlutabréfa myndu nú súpa seiðið af dirfsku sinni og fá skell. Stærstu fjárfestarnir virtust þó halda að sér höndum og lækkunin staðnæmdist. Gengishagnaður og útrásarvon Mál manna var að smærri fjárfestar hefðu séð sitt óvænna og stokkið af vagninum þegar lækkunarferlið hófst. Á ellefta degi mátti heyra á nokkrum þeim sem höfðu talið verð hlutabréfa hátt og ástæðu til leiðréttingar að greina mætti kauptækifæri í nokkrum félögum eftir lækkunarhrinuna. Úrvalsvísitala Kaup- hallar Íslands náði hæsta gildi 3.947 þann 8. október. Hún er talsvert frá því gildi nú og enginn veit hvenær 4.000 stiga múrinn verður rofinn. Uppstokkun á eignarhaldi íslenskra fyrirtækja kynti undir hækkun hluta- bréfaverðs í upphafi árs. Við hækkanir myndaðist gengishagnaður í bönkum og fjárfestingarfélögum sem hvert á fætur öðru skiluðu methagnaði. Sá methagn- aður varð svo aftur til þess að auka kæti manna og hækkuðu bréf fjármálafyrir- tækja aftur sem aftur leiddi til gengis- hagnaðar. Þá er gaman að lifa. Valdabar- átta og væntingar um hagræðingu á fjár- málamarkaði ásamt trú manna á framtíð útrásar íslenskra fyrirtækja voru megin hreyfiöflin á markaðnum. Varðandi sameiningar og hagræðingar var helst horft til mögulegrar sameiningar Landsbankans og Íslandsbanka. Fram, fram virkir Þegar ljóst var að Alþingi hefði lokað leið til þess að sameina sparisjóðina og viðskiptabankana lögðu menn á ráðin. Burðarás, sem er stjórnað af eigendum Landsbankans, átti eina eign óselda af sjávarútvegshlutanum – breska fyrirtæk- ið Boyd Line. Það var selt Kaldbaki. Kaldbakur lét í skiptum hlutabréf í Ís- landsbanka. Ekki var sjáanleg rökleg nauðsyn þess að láta bréfin í skiptum fyrir Boyd Line. Kaldbakur átti nóg lausafé. Landsbankamenn voru augljós- lega að taka sér stöðu í Íslandsbanka. Heimildir úr þeirra herbúðum gengust enda við því að verið væri að kaupa hlut- inn til að koma af stað hreyfingu á sam- einingarhugmyndir bankanna. Ráðandi öflum í Íslandsbanka var ekki skemmt. Karl Wernersson, ásamt fjölskyldu sinni, hóf einnig að kaupa bréf í Íslandsbanka. Karl starfar með Björgólfsfeðgum í Act- avis og voru margir á því að hann væri í liði með Landsbankanum í áhlaupi til sameiningar bankanna. Annað kom þó á daginn. Karl hefur í framhaldinu staðið þétt við hlið Bjarna Ármannssonar og þeirra sjónarmiða sem hann hefur haft um framtíð bankans. Þegar leið að aðal- fundi Íslandsbanka seldu Landsbankinn og Burðarás hluti sína með framvirkum samningum til Helga Magnússonar og Orra Vigfússonar. Þeir héldu því báðir fram að þeir hygðust fá aðra fjárfesta til liðs við sig. Kaupin voru á gengi sem var talsvert yfir markaðsgengi. Úti á mark- aðnum var almenn skoðun sú að þessir hlutir væru í geymslu fyrir Landsbank- ann og Burðarás og ástæðan talin sú að Fjármálaeftirlitið hefði gert athuga- semdir við eignarhlutinn og hótað að fella niður atkvæðisrétt viðkomandi á aðalfundi. Eignarhlutir Helga og Orra sneru svo til síns heima síðar á árinu í faðm Burðaráss og Landsbankans sem ekki voru á því að ala krógann við brjóst sér og bjuggu honum varanlegra fóstur hjá Straumi fjárfestingarbanka. Íslendingaþættir hinir nýrri Burðarás eignaðist í þessum viðskiptum stóran hlut í Straumi sem aftur á stóran hlut í Íslandsbanka. Fjármálaefirlitið á enn eftir að gefa grænt ljós á eignarhlut- inn. Bjarni Ármannsson bjó við heimil- isböl í Íslandsbanka. Meirihluti banka- ráðsins var honum andsnúinn. Um tíma var útlitið talið ansi svart, en Bjarni reyndist seigur sem fyrr og tókst að byggja upp hóp í kringum sig. Fremstur í flokki fór Karl Wernersson sem hafði frumkvæði að því að hópur Bjarna meðal stærstu hluthafa bankans keyptu hlut Lífeyrissjóðs Verslunarmanna í Ís- landsbanka. Þar með var horfið bakland Víglundar Þorsteinssonar sem ekki situr lengur í bankaráðinu. Barátta Bjarna og Víglundar var langvinn barátta tveggja lífsseigra; báðir höfðu oftar en einu sinni verið taldir af í hildarleiknum, en náð vopnum sínum á ný. Bjarni er nú með gott bakland í bankaráðinu, hvað sem síðar verður. Endanleg niðurstaða á eftir að fást um hvort Straumur verður til lengdar í hluthafahópnum og hvert ráð- andi eigendur hans vilji stefna. Staða Bjarna hefur sjaldan verið sterkari. Íslandsbanki hafði verið talinn hæg- fara og lítt sókndjarfur. Um það leyti sem ró var að komast á í bankaráðinu bárust fréttir af tíðum Noregsferðum forstjórans. Íslandsbanki hafði keypt Kreditbankann í Álasundi sem ekki telst mjög stór. Hér áður fyrr sigldu íslensk skáld til Noregs og fluttu konungum drápur. Erindi Bjarna var að flytja bankastjóra fjórða stærsta viðskipta- banka Noregs þau tíðindi að Íslands- banki vildi kaupa bankann. Það gekk eftir og útrás Íslandbanka var staðreynd og kom sumum á óvart. Stórkaupin og hápunktarnir Útrásin var töfraorð viðskiptalífsins á árinu. Þess verður sennilega helst minnst fyrir stórkaup ársins. KB banki var enn sem fyrr fremstur í flokki og keypti danska bankann FIH. Íslands- banki og Landsbanki höfðu einnig áhuga á FIH. Veikur hluthafahópur var helsta hindrun Íslandsbanka og féll hann út snemma á ferlinu. Landsbank- inn kom síðastur og fór næstsíðastur. KB banki hafði unnið að verkefninu um nokkurt skeið og Landsbankamenn hafa haldið því fram að þeir hafi ekki vitað af KB banka. Innan KB banka er sú skýring ekki talin líkleg. Þar telja menn að aðkoma Landsbankans hafi kostað KB banka um sjö milljarða króna hærra verð sem greiða þurfti fyrir bankann. Landsbankinn hafi ekki átt raunhæfan möguleika, en seljend- urnir nýtt sér stöðuna til að hækka verðið. KB bankamenn kættust heldur ekki þegar verð bréfa Singer og Fried- lander, sem bankinn á fimmtungshlut í, tók að hækka. Skýringin var sú að Burðarás hafði fjárfest verulega í bank- anum. Flestir eru þeirrar skoðunar að KB banki munu ráðast í yfirtöku Singer og Friedlander, en hafi engan áhuga á að láta Landsbankamenn hækka verð- miðann eina ferðina enn. Kaup KB banka á FIH fyrir 84 milljarða eru meðal hápunkta ársins í viðskiptalífinu. Annar hápunktur eru kaup Baugs á Big Food Group. Bakka- vör er einnig á góðri leið með að kaupa Geest. Björgólfur Thor Björgólfsson og Magnús Þorsteinsson hafa einnig verið fyrirferðarmiklir í kaupum er- lendis. Latibær er að verða heimsborg og Íslendingar eiga Magasin de Nord. Framvarðasveit íslenskra kaupsýslu- manna situr ekki auðum höndum. Hún náði merkum áföngum á árinu og ekki er að efa að tíðindamikið verður áfram á vígstöðvum viðskiptanna enn um sinn. haflidi@frettabladid.is F215FIMMTUDAGUR 30. desember 2004 Stóð upp úr stólnum Beinum afskiptum Harðar Sigurgestssonar, fyrrverandi forstjóra Eimskipafélagsins, af viðskiptalífinu lauk þegar hann hætti sem stjórnarformaður Flugleiða. Hörður var um langt skeið einn áhrifamesti maðurinn í íslensku viðskiptalífi. Hann leit með stolti yfir farinn veg á aðalfundi Flugleiða í vor. Honum voru þökkuð gifturík störf fyrir félagið. Landnám á lánamarkaði KB banki vakti mikla athygli þegar bankinn tilkynnti að hann hyggðist lána 80 prósent af kaupverði íbúða á 4,4 prósenta vöxtum. Þar með hófst vaxtastríð á íbúðalánamarkaði sem leiddi til þess að vextir lækkuðu í 4,15 prósent. Hreiðar Már Sigurðsson, for- stjóri KB banka sagði bankann láta viðskiptavini njóta stærðar sinnar. Á hraðferð Kappakstursbíll gæti allt eins verið tákn Jóns Ásgeirs Jóhannessonar í Bretlandi þetta árið. Hamleys sem er í eigu Baugs styrkti formúlu 1 kappakstursbíl. Nafn Jóns Ásgeirs skaut sífellt oftar upp kollinum í breskum fjölmiðlum. Hann hoppaði úr 51. sæti í það 4. yfir áhrifamestu einstaklinga í tískuheimi Lundúnaborgar. Hann naut stuðnings Bank of Scotland við kaup á Big Food Group. Takist það verkefni vel er talið að Baugur komi hvergi að lokuðum dyrum í breskum fjármálaheimi. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /Þ Ö K FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M MIKLA 14-15-F2lesið 29.12.2004 13:44 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.