Fréttablaðið - 30.12.2004, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 30.12.2004, Blaðsíða 35
Samkeppnisstaða Íslands æ betri Valgerður er spurð hvernig íslenskt við- skiptalíf sé í samanburði við nágranna- löndin. „Samkeppnisstaða Íslands er alltaf að batna. Ef horft er tíu ár aftur í tímann erum við að sjá gríðarlegar breytingar. Mikil aðlögun hefur orðið að opnum markaði, alþjóðavæðingu og fleira þannig að við erum æ betur í stakk búin að standa okkur í samkeppni við aðrar þjóðir,“ segir hún. „Það er mikilvægt því við vitum að við höldum ekki okkar unga fólki hér á landi nema Ísland sé samkeppnishæft. Við eigum ótrúlega kraftmikið og vel menntað ungt fólk sem eru allir vegir færir. Það er mikill frumkvöðlakraftur í þjóðinni og stjórnvöld eru að bregðast við og aðlaga sig að breyttum aðstæð- um,“ segir hún. Kvikmyndaiðnaður í blóma „Ég má til með að nefna þá geysilegu grósku sem er í kvikmyndaiðnaðinum, þó svo að hann tengist ekki viðskiptun- um nema að hluta. Þau verkefni sem eru ýmist komin í gang eða búið er að gefa vilyrði fyrir á grundvelli laga um 12 prósenta endurgreiðslu kostnaðar velta líklega um 6 milljörðum, sem er ekkert lítið. Þrjú mjög stór verkefni hafa verið í gangi á árinu; Bjólfskviða, A Little Trip to Heaven og Latibær. Verkefnin hafa farið stækkandi frá því við hófum þetta endurgreiðslufyrir- komulag. Því verða lögin vonandi framlengd þegar þau ganga úr gildi 2006. Eins og stendur er nefnd að störfum sem er að skoða efnahagsleg áhrif þessa,“ segir Valgerður. Vill sjá fleiri konur í stjórnum fyrirtækja „Það er mikill vaxtarbroddur í hönnun á Íslandi og eitt af því sem stóð upp úr á árinu var sýningin í París. Hún vakti mikla athygli og sýndi hvers við erum megnug á sviði hönnunar. Við höfum hafið samstarf á sviði hönnunar sem er fyrsta skrefið í þá átt að til verði hönn- unarmiðstöð, en hún yrði eins konar samnefnari fyrir íslenska hönnuði þar sem allar upplýsingar er að finna um hönnun. Miðstöðin yrði jafnframt tæki til útrásar og sóknar út á við, sem er að sjálfsögðu markmiðið,“ segir hún. Eitt af því sem Valgerður hefur mikinn áhuga á að breytist í viðskiptalífinu hér á landi er hlutur kvenna í stjórnum fyrirtækja. „Þessi hlutur er allt of rýr. Í norrænni könnun kom nýlega í ljós að hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja er lægra hér á landi en á hinum Norður- löndunum,“ segir Valgerður. Hún hefur skipað nefnd sem falið hefur verið að skoða með hvaða hætti sé hægt að fjölga tækifærum kvenna í forystu íslenskra fyrirtækja. Hátækniiðnaður og vetni „Hátækniiðnaðurinn mun eflast mjög mikið á næsta ári. Hann var tímabund- ið í lægð en er virkilega að rísa aftur, sem er mjög ánægjulegt því það skapar mörg hálaunastörf. Ef nefna má eitt fyrirtæki sem vert er að taka eftir er það fyrirtækið GoPro sem hannar hugbún- að fyrir stjórnsýslu og er komið mjög langt á því sviði í heiminum í dag. Fyrirtækið er nú þegar komið með mjög góð sambönd og á eftir að eflast enn, ekki síst vegna samstarfs við lönd í Mið- og Austur-Evrópu sem eru ekki eins langt komin í þróun stjórnsýslu og geta nýtt þessa aðferð. Íslensk stjórn- völd hafa tekið þetta upp og unnið með fyrirtækinu sem notendur forrita,“ segir Valgerður. „Tilraunaverkefni okkar Íslendinga varðandi vetnisknúna strætisvagna hefur vakið mikla athygli víða um heim og jafnframt samþykkt ríkisstjórnar- innar frá 1998 þar sem segir að stefnt sé að vetnissamfélagi á Íslandi. Ég hef trú á því að við eigum eftir að ná langt á sviði vetnismála. Þó er alveg ljóst að við getum ekki gert stóra hluti nema í sam- starfi við aðra. Strætisvagnaverkefninu fer að ljúka og því þarf að taka ákvörð- un um næsta verkefni, hvort sem það verða skipin, einkabílarnir eða annað,“ segir Valgerður. Spurð hvort ekki geti komið til greina að vetnisknýja ráð- herrabílana segir hún að það sé aldrei að vita. „Það getur vel komið til greina,“ segir hún og hlær. F29FIMMTUDAGUR 30. desember 2004 „Ætli ég nefni ekki foreldra mína“ segir Kristín Jóhannes- dóttir, framkvæmdastjóri Fjár- festingafélagsins Gaums, þegar hún er spurð að því hverjir hafi verið mestu áhrifavaldarnir í lífi hennar. Foreldrar Kristínar eru Jóhannes Jónsson, sem þekkt- astur er sem Jóhannes í Bónus, og Ása Karen Ásgeirsdóttir. „Þau hafa stutt mig í einu og öllu sem ég hef tekið mér fyrir hendur,“ segir Kristín. Kristín er lögfræðingur að mennt og stefndi á það frá unga aldri að starfa sem slíkur. Hún fór þó að starfa hjá fjölskyldu- fyrirtækinu þegar hún kom til baka til Íslands að loknu námi í Dan- mörku. „Þetta er ekki endilega brautin sem ég hafði valið mér enda ætlaði ég mér alltaf að starfa sem lög- fræðingur. Það er einfaldlega þannig að fjölskyldan er í fyrirtækjarekstri og ég tek þátt í því eftir að hafa búið erlendis í nokkur ár. Þetta er mjög spenn- andi og skemmtilegt starf. Við erum lítil fjölskylda sem rekur stórt fyrirtæki ásamt frábæru sam- starfsfólki,“ segir Kristín. Aðspurð hvað sé það helsta í fari foreldra sinna sem hún taki sér til fyrirmyndar segir hún að vinnusemi og dugnaður sé einkennandi fyrir þau. „For- eldrar mínir búa einnig yfir áræðni og metnaði,“ segir hún. Áhrifavaldurinn Foreldrarnir fyrirmynd Kristín Jóhannesdóttir Kristín segir að foreldrar sínir séu helstu áhrifavaldarnir í lífi hennar, þeir hafi stutt sig í einu og öllu sem hún hafi tekið sér fyrir hendur Jóhannes Jónsson Kristín segir að vinnusemi og dugnaður einkenni foreldra sína, Jóhannes Jónsson og Ásu Karen Ásgeirsdóttur, ásamt áræðni og metnaði. 08-09-F2 lesið 29.12.2004 14:48 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.