Fréttablaðið - 30.12.2004, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 30.12.2004, Blaðsíða 43
Horft út Sigurjón Þ. Árnason býst við að meira verði að frétta af íslenskum fjármálafyr- irtækjum á erlendri grund en hér innan- lands. Landsbankinn ætlar sér hlut í er- lendum vexti og útrás. Sigurjón Þ. Árnason bankastjóri Landsbankans: Kraftur í útrás og vexti Mikill vöxtur og góður árangur Landsbankans hér heima og erlendis er það markverðasta í starfsemi okkar á árinu. Í mikilli samkeppni á árinu varð Landsbankinn á ný stærsti bankinn á íslenskum fjármálamarkaði. Hörð og hröð samkeppni hefur á einu ári breytt þjónustuframboði banka varanlega og mun Landsbankinn hér eftir sem hingað til hafa forystu í fjölbreyttri og traustri fjármálaþjónustu við Íslendinga. Starfsemi Landsbankans hefur vax- ið og eflst á árinu, einkum í einka- bankaþjónustu í Lúxemborg og með þátttöku Landsbankans í stórum verk- efnum í London, bæði sem ráðgjafi og fjármögnunaraðili. Ég lít björtum augum til framtíðar- innar og sé tækifæri víða. Kraftur íslenskra fyrirtækja er gríðarlegur og við munum áfram taka þátt í útrás þeirra og vexti. Mig grunar að á næsta ári verði ekki síður að vænta frétta af íslenskum fjármálafyrirtækjum á erlendri grundu en innlendri. Helst hef ég áhyggjur af styrk krónunnar enda getur hann gengið nærri útflutn- ingsfyrirtækjunum sem lagt hafa grunninn að velmegun okkar. Mark- aðsvæðing fjármálakerfisins hefur leyst úr læðingi mikinn kraft og við munum áfram upplifa áhrif þessa. Það er spennandi að starfa í slíku umhverfi. F217FIMMTUDAGUR 30. desember 2004 www.oddi.is „ÞAÐ ÞEKKJA OKKUR ALLIR“ Það hefur mótað starfsemi okkar hjá Odda í yfir 60 ár að við viljum vera ábyrgt fyrirtæki í íslensku samfélagi og koma fram af heilindum og virðingu gagnvart viðskiptvinum okkar. Ánægðir viðskiptavinir vita af reynslunni að góð og persónuleg þjónusta við einstaklinga og fyrirtæki, lítil og stór er meginmarkmið okkar sem vinnum hjá Odda. L7 50 4 O DD I H ÖN NU N FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Þrennt einkennir þróun viðskiptalífs á Íslandi á árinu 2004. Í fyrsta lagi áfram- haldandi endurskipan fjármálamarkaðarins í kjölfar einkavæðingar bankanna fyrir tveimur arum, í öðru lagi hækkun verð- bréfavísitölunnar langt umfram það sem sást í nágrannalöndum og í þriðja lagi vax- andi fjárfestingar íslenskra fjárfesta erlend- is Allt eru þetta vísbendingar um að ís- lenskt viðskiptalíf eflist og styrkist jafnt og þétt og að við sem þjóð erum að skipa okk- ur fastan sess í hinu alþjóðlega viðskiptalífi. Af mínum málum er mér efst í huga fjárfestingar á fjarskiptamarkaði í Austur Evrópu - fyrst í búlgarska landssímanum, BTC, í janúar og CRa í Tékklandi í ágúst. Tækifærin á þessum markaði í Austur- Evrópu eru óþrjótandi og má segja að þessir samningar undirstriki breyttar áherslur hjá mér eftir að hafa einbeitt mér að fjárfestingum í fjármálafyrirtækjum á Íslandi í tvö ár þar á undan. Á vettvangi Burðaráss stendur hæst ákvörðun stjórnar að beina þremur fjórðu hlutum sinna fjár- festinga til útlanda og þá til samræmis kaupa félagsins á hlutabréfum í fjármála- fyrirtækjunum Singer & Friedlander á Bretlandseyjum og Carnegie í Svíþjóð. Í Actavis hefur athyglin beinst að innri vexti og bættum rekstri og undirbúningi að skráningu félagsins á markað í London. Fyrir eigendur fyrirtækja á markaði skiptir miklu hversu verðbréfamarkaður- inn á Íslandi hefur tekið vel í það sem fyrirtækin hafa verið að gera. Ég er raunar í hópi þeirra sem ganga hægt um þær gleðinnar dyr því hagnaður af bréfum í skráðum fyrirtækjum er aldrei innleystur fyrr en við sölu. Á árinu 2005 verður skráning Actavis hér ytra fyrirferðarmikil enda er þar um sögulegan viðburð að ræða í viðskiptalífi Íslendinga þegar fyrsta íslenska fyrirtækið er skráð í Kauphöllinni í London. Búast má við frekari fjárfestingum Íslendinga á þeim erlendu mörkuðum sem þeir hafa verið að þreifa fyrir sér, eins og í fjármála- þjónustu, fjarskiptum og væntanlega smá- sölu þó svo ég sé ekki til frásagnar þar. Hins vegar er best að segja sem minnst um framtíðina en hugsa þeim meira um hana. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Stuðningur verðbréfamarkaðar Björgólfur Thor Björgólfsson segir stuðning verðbréfamarkaðar skipta miklu. Hagnaður af hlutabréfum verði þó ekki til fyrr en við sölu. Björgólfur Thor Björgólfsson fjárfestir og stjórnarformaður í Burðarási og Actavis: Óþrjótandi tækifæri í austri 16-17-F2lesið 29.12.2004 14:14 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.