Fréttablaðið - 30.12.2004, Page 51

Fréttablaðið - 30.12.2004, Page 51
Hvernig á að opna kampavíns- flöskur með stæl! Hægt er að opna kampavínsflöskur á tvenns konar vegu. Er þá undan- skilin „Formúlu 1“ leiðin sem geng- ur út á að eyðileggja kampavínið með því að hrista flöskurnar ógur- lega! Við getum kallað leiðirnar tvær „gamlaársleiðina“ og „fagleiðina“. Fagleiðin Frumskilyrði er að kampavínið sé vel kælt, annars gýs það sjálfkrafa og er vont til drykkjar, eða verra skulum við segja. Hafa þarf viskustykki við hendina og losa hettuna af. Leggja stykkið yfir stútinn og styðja þumal- puttanum á tappann og losa vírinn af. Hafa þumalputtan allan tímann á tappanum. Taka svo utan um stykk- ið og snúa flöskunni varlega, Ekki snúa tappanum. Losa tappann var- lega úr þannig að ekki heyrist nokk- urt hljóð. Með þessu móti helst freyðingin fullkomlega í víninu og engin kolsýra tapast. Gamlársleiðin Undirbúa eins og að ofan nema að snúa ekki flöskunni heldur snúa tappanum upp úr til hálfs. Þrýsta svo tappanum upp úr með þumalputtan- um, við þetta heyrist fallegt hljóð og kampavínið rennur sjálfkrafa úr flöskunni. Um að gera er að hafa glösin nálægt og láta kampavínið renna beint í þau. Vissulega tapast freyðingin eilítið við þetta en á móti kemur að mikil stemning skapast. Í góðu lagi að kampavínið sullist að- eins á gamlárskvöld! Gleðilegt nýár! Saga Clicquot-kampavíns hófst árið 1772 er Philippe Clicquot kvæntist fröken Muiron en heimanmundur hennar var átta hektarar af vín- ekrum í grennd við Bouzy. Sonur hans, Francois, giftist Nicole Bar- be-Ponsardin árið 1799 og ungu hjónin keyptu vínekrurnar og stórjuku fram- l e i ð s l u n a . S k ö m m u síðar, eða árið 1805, lést Francois og eftir að hafa syrgt bónda sinn í fjóra mánuði ákvað ekkjan Clicquot-Pons- ardin að helga sig rekstri fyrirtækisins og nafn þess breyttist í „Veuve Cliquot-Ponsardin“ eða „Ekkjan Cliquot-Ponsardin“. Fljótlega fékk kampavínið viðurnefnið „gula ekkjan“ eftir miðanum á flöskunum. Ekkjunni tókst að afla kampavíni sínu vinsælda um alla Evrópu. Prúss- landskonungur drakk svo mikið kampavín að hann var stundum nefndur „Clicquot konungurinn“. Þekktust er þó ekkjan fyrir að hafa uppgötvað og þróað snúningsaðferð- ina „rémuage“, sem nú er notuð í allri kampavínsframleiðslu til að losna við botnfall er myndast við síðari gerjun vínsins. Enn í dag er Veuve Clicquot eitt vinsælasta og virtasta kampavín heims og vinsældir þess meðal kóngafólks hafa síður en svo dvínað. Brut Þetta er hið sígilda kampavín fyrirtækisins og auðþekkjanlegt á hinum gula miða sínum. Þrúgurnar pinot noir og ögn pinot meunier eru ríkjandi í blöndunni en chardonnay gefur þessu kampavíni jafn- framt ferskleika og fágun. Þurrt og göfugt kampavín með góðri bragðfyllingu og miklum krafti. La Grande Dame Toppurinn frá Veuve Clicqout og af mörgum sérfræðingum talið vera eitt af þremur bestu l ú x u s k a m p a v í n u m veraldar. Samanstend- ur af kampavínum frá átta bestu Cru-svæð- um fyrirtækisins og er einungis framleitt þegar árgangurinn er nær fullkominn. F225FIMMTUDAGUR 30. desember 2004 Hvert sem flú ætlar! Subaru Outback er glæsilegasti Subaru bíllinn, gæddur öllum bestu Subaru-eiginleikunum og meira til. Aldrif Subaru Outback gefur honum afl út í öll hjól, veggrip vi› erfi›ustu a›stæ›ur eins og á blautu malbiki, malarvegum, kröppum beygjum e›a hálum, snævi flöktum vegum. ABS hemlabúna›ur er sjálfsagt öryggisatri›i í Subaru. fiú upplifir lúxus og flægindi flegar flú situr í Outback, glæsilegar innréttingar og ótal úthugsu› smáatri›i gera aksturinn a› eftirsóknarver›ri upplifun, í hvert skipti, – hvert sem flú ætlar. Komdu og sko›a›u Subaru Outback hjá Ingvari Helgasyni. Tegund Dyr Hestöfl Ver› Legacy 2.5 Outback 5 dyra 165 hö. 3.515.000 kr. Legacy 3.0 Outback 5 dyra 245 hö. 4.415.000 kr. F í t o n / S Í A Sævarhöf›a 2 Sími 525 8000 www.ih.is Opi›: Mánudaga – föstudaga kl. 9:00–18:00 og laugardaga kl. 13:00–17:00 Subaru fjórhjóladrif – einfaldlega fla› besta. Grí›arleg flróun hefur átt sér sta› hjá Subaru vi› hönnun og framlei›slu fjórhjóladrifsins. Subaru fjórhjóladrifi› er fla› besta sem völ er á í fólksbílum og gerir Subaru bíla örugga og framúrskarandi til aksturs vi› allar a›stæ›ur. Veuve Clicquot – gula ekkjan 24-25-F2lesið 29.12.2004 14:57 Page 3

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.