Fréttablaðið - 30.12.2004, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 30.12.2004, Blaðsíða 30
Stundum er talað um gamlárskvöld sem vonbrigði ársins í skemmtanalífinu, enda kröfurnar gjarnan mikl- ar í hugum fólks fyrir þetta kvöld. Skemmtistaðirnir gera þó sitt til þess að hafa ofan af fyrir fólkinu sem vill fara út að skemmta sér og fagna nýju ári. Hér er dagskrá nokkurra af helstu stöðum höfuðborgarsvæðisins. Vegamót Plötusnúðarnir sívinsælu, Gullfoss og Geysir ætla trylla lýðinn á Vegamótum á gamlársdag. Það er nánast árviss við- burður að þeir snúa skífum þennan dag, svo að sumir ættu að geta haldið í hefð- ina. Vegamót er staður fyrir fólk á aldr- inum 20 til 25 ára, sem kýs að dansa frekar en að spjalla í fínum fötum. Það kostar 1.000 krónur inn og fylgir kampavínsglas með. Prikið Á Prikinu munu þrír plötusnúðar og tveir hljóðfæraleikarar halda uppi fjör- inu, en það eru þeir Gísli Galdur, KGB og Maggi Lego ásamt Drum and Base bræðrunum úr Ensími, Arn- ari og Guðna. Þeir sem koma á Prikið eru yfir- leitt þeir sem vilja losna úr jakkaföt- unum sem fyrst og dansa eins og þeir eiga lífið að leysa. Það er frítt inn en það á víst allt að vera fljótandi í kampavíni á barnum, hvað svo sem það þýðir. Broadway Á Broadway hefur yfirleitt verið skellt upp miklum dansleik, og er árið í ár engin undantekning. Ein elsta og vinsælasta hljómsveit landsins, Sálin hans Jóns míns mun stíga á stokk og trylla lýðinn, án þess að spila lög eftir aðra. Miðinn þar kostar 2.500 krónur og hefur ballið verið vinsælt meðal þeirra sem hafa nýlega lokið framhaldsskóla og vilja endurlifa stemninguna þaðan. NASA Skemmtistaðurinn Nasa hefur vakið verðskuldaða athygli sem frábær tón- leikastaður, en um áramótin verður honum breytt í diskótek, enda mun ókrýndur konungur diskósins stíga þar á stokk og þeyta skífum af alkunnri snilld. Miðaverð er 1.000 krónur en staðurinn er vinsæll meðal fólks sem komið er yfir þrítugsaldurinn. Players Ein vinsælasta ballhljómsveit okkar mun spila fyrir aðdáendur sína á Players í Kópavogi á gamlárskvöld. Staðurinn hefur hingað til verið þekkt- astur fyrir að vera sveitaballstaður fyrir þá sem nenna ekki að keyra út á land til þess að upplifa þá stemningu. Miðaverð er 1900 krónur. Áttan Áttan er nýr skemmtistaður í Hafnar- firði sem ætlar að bjóða upp á gamlárs- skemmtun fyrir íbúa bæjarins og eru það góð tíðindi fyrir gaflara sem eru þekktir fyrir glens sitt og grín. Plötu- snúðarnir eru báðir kvenkyns, en það eru heimamennirnir Erna og Ellen, sem hafa á undanförnum misserum verið að trylla lýðinn í Reykjavík. Þá mun leynigestur mæta á svæðið. Miðaverð er 2.500 krónur. Að halda upp á nýtt ár er fyrst og fremst gleðilegur atburður sem fólk fagnar um allan heim. En þó hver með sínu nefi. Við Íslendingar höfum skapað okkur mjög sterka hefð í kringum áramótin, því laust fyrir klukkan ellefu situr þjóðin límd fyrir framan imbakassann og horfir á Skaupið. Að því loknu klæða karlmennirnir sig upp og fara með börnin út að skjóta flugeldum. Stendur sú sýning til tólf á miðnætti þegar stærstu rakettunni er skotið á loft. Þá er farið inn og skálað í kampavíni. Það eru samt fleiri en rakettuóðir Íslendingar sem hafa sínar hefðir um áramótin. Í Danmörku er sterk hefð fyrir því að safnast saman fyrir framan sjón- varpstækin klukkan sex til þess að hlusta á áramótaávarp drottningarinn- ar, sem lýkur á orðunum „Gud bevare Danmark“. Margir Danir sem fagna nýja árinu í heimahúsum stíga upp á stól og hoppa inn í nýja árið. Þá þykir það einnig gott að vakna á nýju ári með mikið af brotnum diskum fyrir framan hurðina, en það þýðir að þú eigir marga vini. Fólk safnar þá saman skörðóttum og lúnum diskum sem það notar síðan til þess að brjóta fyrir framan hurðina hjá vinum sínum. Ítalir hafa þá hefð að vera í rauð- um nærföt- um þegar gengið er inn í nýtt ár og þá er það talið boða gæfu að vera með pening í vasanum þegar klukkan slær tólf á miðnætti. Í Bandaríkjunum þykir það boða gæfu að hafa einhvern til þess að kyssa þegar nýja árið er gengið í garð og hefur þessi hefð verið gerð ódauðleg í mörgum kvik- myndum. Í Englandi er gömul hefð fyrir því að sá sem stígur fyrstur inn í hús á nýju ári eigi að vera ungur karl- maður, sem líti vel út. Hann á að vera dökkhærður og á að vera með lítinn kolamola, pening, brauð eða salt. Á slíkt að boða velmegun á komandi ári. F2 4 30. desember 2004 FIMMTUDAGUR Cube blandarinn frá ViceVERSA á Ítalíu. Hannaður af Luca Trazzi. Verð kr.13.900. Tix blandarinn kemur líka frá VICE VERSA á Ítalíu. Hannaður af Luca Trazzi. Verð kr. 12.500. Öflugur blandari frá Waring Pro. Brýtur ísinn auðveldlega og er auðveldur í notkun. Sérlega auðvelt að þrífa blandarann, könnuna má setja í uppþvottavél Waring blandarinn er framleiddur í USA. Verð kr. 19.900. Hrist & hrært! CUBE TIX Fyrir nýja árið! Morgunmatur: Byrjaðu nýja árið á því að fá þér hafragraut í morgunmat því hann er meinhollur. Ekki setja sykur og mjólk út á hann, sjóddu frekar rúsínur og epli með grautnum til að fá smá sætubragð. Geisladiskurinn: Jólaboð með þremur systrum er ákaflega hugljúfur og falleg- ur diskur án þess að vera væminn og svo syngja systurnar gríðarlega vel. Það er vel hægt að hlusta á hann út árið. Kvöldhressing: Í 10/11 er kominn nýr bland í poka bar sem státar af íslensku sælgæti í bland við góðgætið frá Hari- bo. Ræktaðu barnið í þér og kauptu bland fyrir þúsund kall. Afþreying: Dulbúðu þig. Settu á þig húfu sem nær ofan í augu og vefðu tre- fli utan um hálsinn á þér. Spurðu eftir vini eða vinkonu og fáðu viðkomandi til að gera dyrabjölluat hjá nágrönnunum. Þetta framkallar mikla spennu en losar um leið um streitu og er frábær leið til að rækta barnið í sjálfum sér. Sjónvarp: Kvikmyndin Anger Manage- ment er sýnd á Stöð tvö á nýársdag klukkan 20.25. Hún fjallar um Dave Buznik, sem er hvers manns hugljúfi. Hann er sendur nauðugur á námskeið til að læra að hemja reiði sína. Dave þykir þetta hróplegt óréttlæti en ekki þýðir að malda í móinn. Adam Sandler, Jack Nicholson og Marisa Tomei eru í aðalhlutverkum. Kvöldgangan: Í Indjánagili við Elliða- árnar er þéttur skógur með þröngum göngustígum sem gaman er að labba í myrkri. Taktu vin, vinkonu eða maka í gönguferð. Vertu með kaffi á hitabrúsa meðferðis og bjóddu upp á hressingu í miðri göngunni. Síðdegiskaffi: Byrjaðu nýja árið á því að kalla í gamlar frænkur og frænda í gamaldags síðdegiskaffi með öllu til- heyrandi, kakói og pönnukökum. Íþróttir: Skráðu þig á Rope Yoga nám- skeið á nýja árinu. Það styrkir miðju lík- amans ásamt baki og bætir meltinguna. Flestar líkamsræktarstöðvar bjóða upp á slík námskeið. Myndbandið: Heimild- armyndin Blindsker um Bubba Mortens er komin á DVD. Ef þú misstir af myndinni í bíó skaltu leigja hana á næstu myndbanda- leigu. Ef þú ert hins- vegar annálaður Bubba aðdáandi þá fæst hún í næstu plötubúð. velurF2 F2 er vikurit sem fylgir Fréttablaðinu á fimmtudög- um. Útgefandi Frétt hf. Ritstjórn Jón Kaldal Höfundar efnis í þessu hefti Freyr Gígja Gunnarsson, Hafliði Helga- son, Kristján Hjálmarsson, Marta María Jónasdóttir, Sigríður D. Auðunsdóttir og Þórlindur Kjartansson. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Aðalsími: 550 5000 Netfang: f2@frettabladid.is Auglýsingar Auglýsingadeild Frétta- blaðsins, Jón Laufdal, Einar Logi Vignis- son, Ólafur Brynjólfsson. Forsíðan Sigurður Einarsson, stjórnar- formaður KB banka, sjá viðtal bls. 12 Ljósmynd: Páll Stefánsson Þetta og margt fleira 06 Göturnar í lífi Guðjóns Rúnarssonar framkvæmdastjóra Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja 08 Útrásina ber hæst: Sigríður Dögg Auðunsdóttir ræðir við Valgerði Sverrisdóttur viðskiptaráðherra 10 Viðskiptamenn ársins að mati sérfræðinga Fréttablaðsins, þeir sem enduði í sætum 10 til 2 16 VIÐTAL Fremstur í sókninni Sérfræðingar Fréttablaðsins völdu Sigurð Einarsson sem viðskipta- mann ársins. Hafliði Helgason ræðir við hann um umsvif KB banka heima og erlendis. 14 ANNÁLL Útrásarárið mikla. Viðburða- ríkasta ár íslenskrar viðskiptasögu er að baki. 22 Það sem gerist 2005 24 Áramótakampavín og matgæð- ingurinn Dröfn Þórisdóttir, útgáfustjóri Vöku-Helgafells 26 3 dagar: Það helsta sem er á seyði um áramótin Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra ■ Áramótahefðir Göturnar í lífi Guðjóns Rúnarssonar ■ Kampavín ■ Helgin framundan F28. TBL. 1. ÁRG. 30. 12. 2004 Sigurður Einarsson Í fararbroddi innanlands og utan Annáll Eitt viðburðaríkasta ár íslenskra viðskiptasögu er að baki Þungavigtin gerir upp árið og rýnir í framtíðina Viðskipta- maður ársins Gamlárskvöldsdagskrá skemmtistaðanna Nýju ári fagnað með stæl Áramótahefðir: Að hoppa inn í nýja árið 04-05-F2lesið 29.12.2004 14:52 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.