Fréttablaðið - 30.12.2004, Page 61

Fréttablaðið - 30.12.2004, Page 61
Í stjórnartíð núver- andi valdhafa hefur tekjudreifing orðið mun ójafnari. Hún var ein sú jafn- asta í heimi en er nú ójafnari en á Norðurlöndunum og svipuð og í Bretlandi. Forðast að fjalla um umdeild mál Stjórnmálamenn virðast forðast að fjalla um umdeild mál. Ein- göngu þau mál gera okkur kjós- endum þó kleift að velja á milli þeirra. Núverandi ríkisstjórn er þar engin undantekning. Hún nýtur þess þó að hafa verið svo lengi að völdum að hægt er að dæma af verkum sínum í tveim- ur umdeildum málum sem stjórnarliðar vilja lítið fjalla um. Í stjórnartíð núverandi valdhafa hefur tekjudreifing orðið mun ójafnari. Hún var ein sú jafnasta í heimi en er nú ójafnari en á Norðurlöndunum og svipuð og í Bretlandi. Ef fram heldur sem horfir tekur það um 10 ár að ná svipuðum ójöfnuði og í Bandaríkjunum og eru fyrirhugaðar skattalækkan- ir fyrsta skrefið í þá átt. Þetta gerist þrátt fyrir innleiðingu markaðshagkerfis á seinustu árum sem á samkvæmt frjáls- hyggjumönnum að minnka ójöfnuð. Sérstakar aðgerðir hefur þurft til að auka ójöfnuðinn. Þær að- gerðir felast meðal annars í því að færa skattbyrði í auknum mæli á þá tekjulægri með lækk- un eignarskatts, rýrnun per- sónuafsláttar, lækkun hátekju- skatts, og með hinum ósýnilega tekjuskatti, tryggingagjaldi, sem leggst á öll laun hversu lág sem þau eru. Sú staðreynd að stjórnarliðar hafa oftast hand- valið kaupendur ríkisfyrirtækja í stað þess að selja þau hæst- bjóðanda hefur einnig aukið á ójöfnuð. Baráttan við gróður- húsaáhrifin hefur ekki farið hátt enda framlag Íslands umdeilan- legt. Á seinustu fjórum árum hefur t.d. meðaleyðsla nýs bíls aukist um 20% og er nú um 12 lítrar á hundraðið. Þannig eyða nýir íslenskir bílar tvöfalt meira en evrópskir og 20% meira en bandarískir. Það eru því sterkar líkur á því að Íslend- ingar séu á eyðslufrekustu bíl- um í heimi og leggi því umtals- vert til gróðurhúsaáhrifanna. Á meðan er t.d. hægt að knýja 2000 bíla með umhverfisvænu gasi frá sorphaugunum á Álfs- nesi,en aðeins 46 bílar nota það. Ástæður þessa má eflaust einnig rekja til stefnu stjórn- valda, en þau lækkuðu gjöld á eyðslufrekari bílum mun meir en á þá sparneytnari. Vonandi leggja stjórnarliðar áherslu á árangur sinn í ofangreindum málum í næstu kosningum, eins og í öðrum umdeildum málum. Þannig mun val okkar kjósenda síður byggjast á ímyndarauglýs- ingum. ■ 21FIMMTUDAGUR 30. desember 2004 Ekki gagnkvæm aðdáun Er fólk búið að lesa leikdóminn [eftir Pál Baldvin Baldvinsson] um Öxina og jörð- ina í DV í dag? Það er nú aldeilis bomb- an og hlýtur að vekja umræður. Þá er að finna í dómnum ansi eitraða pillu á Þröst Helgason sem fylgir verkinu úr hlaði í leikskrá, en eitthvað skortir víst á gagnkvæma aðdáun þessara tveggja manna. Ágúst Borgþór Sverrisson á agustborgthor.blogspot.com Vestrænt lýðræði Vissulega er þó til eitthvað sem heitir vestrænt lýðræði og afbrigði af því verð- ur stundað í Úkraínu í dag. Það er sá siður að endurtaka kosningar þangað til rétti maðurinn vinnur sigur. Í því skyni eru sendir á vettvang „alþjóðlegir eftir- litsmenn“ sem reynast allir halda með öðrum frambjóðandanum. Slíkir eftir- litsmenn virðast stundum bæði blindir og heyrnarlausir þegar kemur að því að þefa uppi misferli. Dæmi um það má sjá í forsetakosningunum í Afganistan í september síðastliðnum þar sem eftir- litsmennirnir virtust staðráðnir í því að sniðganga allar vísbendingar um gróft og víðtækt misferli þar sem forsetinn sem skipaður hafði verið af Bandaríkja- stjórn var að vinna kosningarnar, „rétt úrslit“ höfðu fengist. Sverrir Jakobsson á murinn.is Leiðist ofboðslega Mér leiðist ofboðslega. Hef nákvæm- lega ekkert gert skemmtilegt um hátíð- arnar, misst af fjölskylduboðum, ekki getað einbeitt mér að bóklestri né áti. Né hef ég getað notað dagana til grísku- náms eins og ég ætlaði mér. Náði að horfa á lengdu útgáfuna af The Return of the King, þriðja hluta Lord of the Rings. Einn gallinn við myndina er hvað hersveitir óvinarins eru álappalegar – það er engin von að manni finnist þetta lið óttalegt. Hetjurnar eiga ekki í nein- um vandræðum með að lumbra á ork- unum svokölluðu – þeir eru eins og fyrirbæri úr þriðja flokks fríksjóvi, kjaga um skakklappaðir, klaufskir og af- skræmdir. Svo er ótrúlega fyndið að í myndinni talar enginn saman – allir halda ræður. Myndin er öll í ávarpsfalli. Egill Helgason á visir.is Máttur auglýsinga Í kjölfar söfnunar um auglýsingu í New York Times hefur skapast nokkur um- ræða um auglýsingar og mátt þeirra. Inn í þá umræðu hefur spunnist umræða um alþingiskosningarnar seinustu og þá „sviknu vöru“ sem auglýsingastofur prönguðu inn á neytendur, í þessu tilviki kjósendur. Auglýsingastofurnar hafi ráð- ist í velheppnaðar lýtaaðgerðir og með miklum auglýsingaherferðum hafi tekist að lappa upp á gamaldags ímyndir úr- eltra flokka. Tómas Hafliðason á frelsi.is GUÐMUNDUR ÖRN JÓNSSON VERKFRÆÐINGUR UMRÆÐAN XXXXXÍ HASTÖFUM ,, BRÉF TIL BLAÐSINS SENDIÐ OKKUR LÍNU Við hvetjum lesendur til að senda okk- ur línu og leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Eingöngu er tek- ið á móti efni sem sent er frá Skoðana- síðunni á visir.is. Þar eru nánari leið- beiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum miðlunum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til að stytta efni. 20-61 (20-21) leiðari-viðskipti 29.12.2004 19:24 Page 3

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.