Fréttablaðið - 14.01.2005, Síða 6

Fréttablaðið - 14.01.2005, Síða 6
6 14. janúar 2005 FÖSTUDAGUR Stöðumælar: Fljótlega greitt með farsímum BÍLASTÆÐASJÓÐUR Eftir nokkra daga eða vikur verður hægt að borga í stöðumæla og miðamæla. Sam- keppni er milli tveggja fyrir- tækja, Góðra lausna og Farsíma- greiðslna, um hvort þeirra verður fyrri til að koma þjónustunni á markað. Bæði fyrirtækin ætla að reka gsm-, greiðslu- og eftirlits- kerfi fyrir stöðumæla Bílastæða- sjóðs. Framkvæmdastjórar beggja fyrirtækja segja að kerfi þeirra sé fullsmíðað og prófað. Þó er ljóst að rekstur kerfanna hefst ekki alveg strax. Prófun þjónustunnar er að hefjast hjá Farsímagreiðslum og verður fyrirtækið með kynningu fyrir starfsmenn Bílastæðasjóðs í byrjun næstu viku. Í framhaldi af því fer markaðssetning í gang. Fyrirkomulagið farsíma- greiðslna í stöðumæla er þannig að neytendur skrá sig í þjónust- una og fá miða til að setja í bílinn. Þeir nota síðan símann til að stimpla sig inn og út. Greiðslur eru teknar af debet- eða kredit- korti. Góðar lausnir eru einkahluta- félag í eigu starfsmanna. Far- símagreiðslur ehf. eru í eigu Símans og bankanna. - ghs Impregilo ætlar að sanna sitt mál Forystumenn Impregilo útskýrðu sín sjónarmið á fundi með félagsmála- ráðherra í gær. Þeir telja sig fara fullkomlega eftir Virkjanasamningnum og ætla að leggja sannanir sínar fyrir ráðherra. KÁRAHNJÚKAR Árni Magnússon fé- lagsmálaráðherra átti í gær fund með fulltrúum ítalska stórfyrir- tækisins Impregilo til að kynna sér allar hliðar málsins en farið var yfir gagnrýni verkalýðshreyf- ingarinnar frá sjónarhóli Impreg- ilo. Ítalarnir tala um rangar ásak- anir verkalýðshreyfingarinnar. Gianni Porta, verkefnisstjóri Impregilo, segir að fundurinn með ráðherra hafi verið mjög jákvæður. „Við gátum gefið útskýringar á ásökunum í fjölmiðlum og erum vissir um að málið skýrist, að minnsta kosti frá okkar hlið séð. Það er ekkert satt í þessum ásökun- um og við erum tilbúnir að sanna það fyrir hverjum sem er, hvar sem er og hvenær sem er,“ segir hann. Sannanir Impregilo verða lagð- ar fyrir ráðherra og aðra þá sem það vilja. Porta sagði að blaða- maður fengi að sjá þær ef þær yrðu gerðar opinberar hjá yfir- völdum, annars ekki. Stjórnvöld séu samningsaðili Impregilo og fyrirtækið fari eftir íslenskum lögum og reglum. „Samningar eru fyrir hendi við verkalýðshreyfinguna en því miður er það ekki virt. Impregilo hefur þegar skrifað undir alþjóð- legt samkomulag en því miður er mikið af röngum upplýsingum í umræðunni,“ sagði hann. „Tilgangurinn er að átta sig á því um hvað málið snýst. Við höfum í höndunum umfangsmikla greinargerð ASÍ og mér finnst mikilvægt að horfa til allra hluta,“ sagði Árni Magnússon félags- málaráðherra eftir fundinn í gær. „Forsvarsmenn Impregilo fóru yfir málið. Eins og þeir hafa rakið er veruleg starfsmannavelta á Kárahnjúkum, sem þeir rekja ekki síst til aðstæðna á staðnum. Þá skortir vinnuafl. Auglýst hefur verið eftir því og niðurstöður þeirrar leitar auka ekki bjart- sýni,“ segir Árni, sem mælir með því að verkalýðshreyfingin fari með málið fyrir félagsdóm ef deiluaðilar ná ekki saman. Ráðherra hitti einnig forystu- menn Samtaka atvinnulífsins í gær. ghs@frettabladid.is Netvafrinn Opera: Ókeypis í skólana UPPLÝSINGATÆKNI Norska vafra- fyrirtækið Opera Software til- kynnti í gær að æðri mennta- stofnanir gætu fengið ókeypis hugbúnaðarleyfi fyrir netvafra fyrirtækisins. Þetta er sagt gert til að mæta kröfum nemenda og háskóla um öruggt netvafur. „Þetta eru viðbrögð fyrirtækis- ins við áhyggjum skólastofnana af öryggisveilum sem plagað geta nemendur þegar síður ör- uggir vafrar eru notaðir,“ segir í tilkynningu fyrirtækisins. „Opera er kjörinn vafri í há- skólaumhverfið,“ segir Jón S. von Tetzchner, íslenskur forstjóri Opera Software. „Vafrinn er not- endavænn, með hjálp fyrir fatlaða og hann er hægt að nota á velflest- um tölvum og tækjum, auk þess að sérsníða má hann að þörfum hvers og eins.“ - óká KEPPNISSUNDLAUG Tölvumynd af sundlauginni sem nú hefur verið opnuð í Laugardalnum. Sundmiðstöðin: Ódýrari en búist var við NÝBYGGING Kostnaður við Sund- miðstöðina í Laugardal var sjö prósentum undir frumáætlun. Guðmundur Pálmi Kristinsson, forstöðumaður Fasteignastofu, segir á vef Umhverfis- og tækni- viðs að mikil vinna hafi verið lögð í kostnaðarstýrða hönnun. Á verk- tíma hafi verið gerðar útgöngu- spár og ýmsir liðir endurnýjaðir á grundvelli þeirra. Húsið hafi meðal annars verið lækkað svo áætlanir stæðust. Sundlaugin er hönnuð í sam- ræmi við alþjóðlegar kröfur um keppnislaugar. Hún var opnuð í upphafi árs. - gag Ætlar þú í leikhús á árinu? SPURNING DAGSINS Í DAG: Hefur þú áhyggjur af verðbólgu? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 40,48% 59,52% Nei Já Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun KJÖRKASSINN VIÐSKIPTI Einkafyrirtæki koma í auknum mæli að leiksýningum. Um tólf milljónir hafa runnið til Leikfélags Akureyrar frá því í sumar vegna markvissrar vinnu félagsins að auknu samstarfi við fyrirtæki. Upphæðin er meiri hjá Borg- arleikhúsinu, segir Guðjón Ped- ersen leikhússtjóri. Hve há hún sé vill hann ekki nefna. Leikhússtjórinn Magnús Geir Þórðarson hjá Leikfélagi Akur- eyrar telur samstarf við fyrir- tæki geta skilað allt að fimmtán milljónum á þessu ári. Það sé umtalsverð aukning. „Þátttaka atvinnulífsins get- ur skipt sköpum og við getum farið í eitt stórt verkefni á hverju leikári,“ segir Magnús. Grunnkostnaður við leiksýning- ar sé alltaf álíka mikill og við- bótarfé frá fyrirtækjunum breyti því miklu. Í Þjóðleikhúsinu eru engar sýningar styrktar en Tinna Gunn- laugsdóttir Þjóðleikhússtjóri segir það verða skoðað. - gag ÓK Á HROSS Ökumaður á sendibíl keyrði inn í hóp hrossa í Víðidal í Austur-Húnavatnssýslu gær- morgun. Tvö hross drápust. Öku- maður og farþegi sluppu ómeidd- ir. Sendibíllinn skemmdist. Girð- ingar liggja undir snjó og sluppu því hrossin út fyrir þær. EINN STÚTUR Í KÓPAVOGI Maður var tekinn grunaður um ölvunarakstur í austurbæ Kópa- vogs í fyrrakvöld. Ökumaður- inn er um þrítugt og var að koma af öldurhúsi. Sýni blóð- rannsókn of hátt áfengismagn verður hann sviptur ökuréttind- um, að sögn lögreglu. MIKIL HÁLKA Á LANDINU Hálka er á vegum landsins. Lögreglan í Borgarnesi var við radarmæling- ar. Hún segir hálku vel sjáanlega á vegum. Bílar hafi því farið var- lega. Mikil hálka er einnig innan- bæjar og utan við Patreksfjörð, samkvæmt lögreglu þar. Í frétt í blaðinu í gær sagði að Reyðarál þyrfti að gangast undir umhverfismat eftir úrskurð Hér- aðsdóms Reykjavíkur. Hið rétta er að það er Fjarðaál sem þarf að gangast undir umhverfismat. ■ LEIÐRÉTTING ■ LÖGREGLUFRÉTTIR ÚR SÝNINGUNNI ÓLIVER Leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar segir að ekki hefði verið hægt að setja upp sýninguna Óliver með þeim föstu styrkjum sem félagið fái. Samstarf við fyrirtæki geri það kleift auk þess sem ímynd fyrirtækja batni. Þjóðleikhúsið íhugar fjármögnun fyrirtækja: Leikhúsin leita samstarfs við fyrirtæki MANNLÍF á nýju ári FRIÐRIK ÞÓR FRIÐR IKSSON SEGIR FRÁ GJALDÞROTI ÍSLENSKU KVIKMY NDASAMSTEYPUNN AR OG HVAR HONUM MISTÓKST. HANN LÝSIR ÁRÁS INNI Á ÖLSTOFUNNI ÞAR S EM VITNUM VAR ÓG NAÐ. LÍFRÓÐUR LEIKSTJÓRANS TENÓRINN SEM VIL DI HEIMSFRÆGÐ NÆRMYND AF KRIS TJÁNI JÓHANNSSYN I MÓÐIR BERST VIÐ MND Á LOKASTIGI SÉRBLAÐ UM HEILSU EINKAVIÐTAL ÞÓRA Í ATLANTA FLUGRÍ K OG FRJÁLS Janúar 2005 01. tbl. 22. árg. 899 kr. m.vsk. á 899 kr m vsk M ANNLÍF IMPREGILO HJÁ FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA Tveir fulltrúar Impregilo hittu félagsmálaráðherra og starfsfólk hans á fundi í ráðuneytinu í gær og svöruðu þar „ásökunum“ verkalýðshreyfingarinnar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA GUÐJÓN HALLDÓRSSON Framkvæmdastjóri Góðra lausna segir að þjónustu fyrirtækisins verði fljótlega komið á markað en kerfið sé löngu tilbúið. MAGNÚS SALBERG ÓSKARSSON Framkvæmdastjóri Farsímagreiðslna segir að fyrirtækið verði með kynningu á kerfinu í næstu viku.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.