Fréttablaðið - 14.01.2005, Síða 8

Fréttablaðið - 14.01.2005, Síða 8
8 14. janúar 2005 FÖSTUDAGUR Um 71 lítri af áfengum drykk á ári á hvern landsmann yfir sextán ára: Sala áfengis eykst um átta prósent milli ára ÁFENGISNEYSLA Sala áfengis jókst um tæp átta prósent í verslun- um ÁTVR milli áranna 2003 og 2004. Nær sext- án milljónir lítra af áfengi seldust í fyrra í verslununum. Þar selst um 75 prósent af á- fengi sem neytt er í landinu. Samdráttur er í sölu sterkra vína en léttvín vegur um 93 prósent af allri sölu vínbúðanna í lítrum talið. Hver landsmaður, sextán ára og eldri, drekkur um 71 lítra af áfengum drykk á ári. Höskuldur Jónsson, forstjóri ÁTVR, segir að þrátt fyrir um átta prósenta aukningu sölumagns hafi tekjurnar einungis aukist um fjögur prósent. „Það þýðir að við erum að selja meira af ódýrari drykkjum en áður var.“ Þegar horft er í hreinan vínanda sem hver landsmaður yfir fimmtán ára neytir sést að neysla áfengis- magns hefur aukist. Árið 1990 drakk hver þeirra 5,24 lítra af alkó- hóllítra árið 1990 en 6,14 lítra árið 2000 og 6.52 árið 2003, samkvæmt tölum Hagstofunnar. – gag AKRASKJANNI Sjaldséð fiðrildi á Íslandi berast hingað einkum með ávaxtasendingum, blómum og trjám. Fiðrildi: Óvæntur jólagestur FERÐALÖG Fáséð fiðrildi á Íslandi fannst í íbúðarhúsi á Hornafirði 8. janúar síðastliðinn og er talið að það hafi borist til landsins með jólatré af erlendum uppruna, Norðmanns- þin. Björn Arnarson, fugla- og fiðr- ildaáhugamaður á Höfn, fékk fiðr- ildið í hendur og segir hann að um sé að ræða akraskjanna eða Pieris rapae. „Fiðrildið er enn lifandi en ég held að það eigi ekki langt eftir. Ég hef verið að bera í það sykur og fleira en það virðist ekki nærast,“ sagði Björn. - kk 1Hvaða leikkona hefur verið valin semupprennandi stjarna? 2Hvað er lagt til að loðnukvótinn auk-ist um mörg tonn? 3Hvað er stórt hlutfall Íslendinga taliðþjást af skammdegisþunglyndi? SVÖRIN ERU Á BLS. 30 VEISTU SVARIÐ? Göngur fiska og hrygning: Ræðst af sjávarhita eða tunglstöðu SJÁVARÚTVEGUR „Ef raunin er sú að hrygningarfiskur sé fyrr á ferð- inni hefði mér nú fundist nær- tækast að tengja það skilyrðum í hafinu, svo sem sjávarhita,“ segir Björn Ævarr Steinarsson, fiskifræðingur og sérfræðingur Hafrannsóknastofnunar í þorski og botnfiskum, en greint var frá því í byrjun vikunnar að smá- bátasjómenn í Reykjavík teldu fisk koma fyrr inn til hrygningar en áður. Þá þótti sjómönnum rauðmagi vera snemma á ferð- inni, en hann kemur á undan grá- sleppunni til að helga sér svæði áður en hann frjóvgar egg henn- ar. Björn segir sýnatökur í jan- úar að hefjast, en lauslegar fyrir- spurnir bendi til að göngur kunni að vera eitthvað fyrr á ferðinni. „Þær geta hins vegar verið breytilegar um einhverjar vikur frá ári til árs. Sumir sjómenn eru með þá skýringu að þetta tengist páskum, sem hlýtur þá aftur að tengjast tunglstöðu. Að óathug- uðu vil ég ekki fullyrða um það, en finnst þó líklegra að þetta tengist öðrum breytingum í haf- inu,“ sagði hann. - óká BJÖRN ÆVARR STEINARSSON Björn Ævarr segir suma sjómenn tengja göngur fiska við páskana, þannig að ef páskar séu snemma á árinu, eigi það sama við um fiskinn. FÍKNIEFNI Kókaínið sem fannst um borð í Hauki ÍS í Bremerhaven var allt í ferðatösku yngri Íslendings- ins sem situr nú í gæsluvarðhaldi í Þýskalandi. Hassið var falið í far- angri þess eldri en mennirnir hafa báðir verið úrskurðaðir í sex mán- aða gæsluvarðhald. Robert Dütsch, upplýsingafull- trúi hjá tollinum í Hamborg, segir að rannsókn málsins miðist meðal annars að því að finna seljendur fíkniefnanna í Þýskalandi. Hann vill því ekkert segja frekar um málið eins og t.d. upplýsingar sem leitt gætu til handtöku seljendanna því þannig gæfi hann þeim upplýs- ingar um leið. Enn er þó verið að rannsaka efnin á rannsóknarstofu þar sem fingrafara og annarra vísbendinga er leitað á pakkning- unum. Í samtali við Nordsee Zeit- ung í Bremerhaven segir Dütsch að talið sé að Íslendingarnir hafi borgað rúmar átta milljónir fyrir fíkniefnin. Robert Dütsch segir þýska toll- inn fylgjast sérstaklega með ferð- um skipa og flugvéla til Íslands, Noregs, Svíþjóðar og Finnlands þar sem verðlag sé almennt mjög hátt í þessum löndum. Hann segir að til þessara landa sé reynt að smygla tóbaki, áfengi og fíkniefnum. Skipstjóri Hauks ÍS í Þýska- landsferðinni hlaut fangelsisdóm í Suður-Ameríku árið 1997 fyrir að vera með fjórtán kíló af kókaíni. Hann fékk tuttugu mánaða dóm og þurfti að sitja inni í tíu mánuði. Þá átti að þingfesta ákæru á hendur honum, í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, fyrir að hafa tæplega 180 kannabisplöntur í sinni vörslu. Hins vegar tókst ekki að birta honum ákæruna og var mál- inu því frestað. Dütsch sagð- ist aðspurður ekki hafa haft hugmynd um að skipstjórinn hefði setið inni fyrir kóka- ínsmygl en hann fékk að sigla skipinu heimleið- is til Íslands eftir að leitað hafi verið í Hauki ÍS. Fram kemur í Nordsee Zeitung að Íslendingarnir virðist ekki hafa átt von á því að leitað yrði í skipinu þrátt fyrir að mjög gjarnan sé leitað í fiskiskipum. Það hafi mátt sjá á því hversu illa efnin voru fal- in. Heimildarmaður Fréttablaðsins segir hæpið að mennirnir hafi fjár- magnað kaup efnanna sjálfir. Eins vill hann meina að nokkur hluti áhafnarinnar hafi áður komið við sögu lögreglu. Eiríkur Böðvarsson, eigandi Hauks ÍS, segist hafa vitað um dóminn sem skipstjórinn hafi hlotið í Suður-Ameríku fyrir kókaínsmyglið. Eiríkur segir hann þó aðeins vera afleysinga- skipstjóra í þessum túr en að öllu jöfnu sé hann stýrimaður. hrs@frettabladid.is HÖSKULDUR JÓNSSON Segir alla umfjöllun um vín hafa áhrif á söluna. Hún aukist ekki en fólk velji það sem auglýst sé. 2004 2003 % Breyting Þús. lítra Þús. lítra Lagerbjór 12.263 11.295 8,6% Rauðvín 1.628 1.468 10,9% Hvítvín 602 512 17,7% Rósavín 107 112 -4,5% Freyðivín 107 101 5,3% Styrkt vín 65 67 -4,3% Romm 63 69 -8,2% Brennivín og vodka 285 299 -4,7% Snafs 33 36 -7,2% Líkjör 99 103 -3,5% Annað: 692 707 Samtals: 15.939 14.770 7,9% Heimild: Vefur ÁTVR Annar með hass og hinn með kókaín Íslendingarnir tveir sem sitja í gæsluvarðhaldi í Þýskalandi eftir að sjö kíló af hassi og kókaíni fundust um borð í Hauki ÍS eru taldir hafa keypt efnin fyrir rúmar átta milljónir. Kókaínið var í tösku annars mannanna en hassið í farangri hins. FÍKNIEFNIN Í HÖNDUM LÖGREGLUNNAR Í BREMERHAVEN Wolfgang Harlos, upplýsingafulltrúi lögreglunnar í Bremerhaven, sýnir hér hassið og kókaínið sem fundust um borð í Hauki ÍS. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /N O R D SE E ZE IT -

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.