Fréttablaðið - 14.01.2005, Side 46

Fréttablaðið - 14.01.2005, Side 46
34 14. janúar 2005 FÖSTUDAGUR EKKI MISSA AF… Opnun tveggja sýninga í Lista- safni Kópavogs – Gerðarsafni. Í austursal sýnir Birgir Snæbjörn Birgisson verk úr tveimur myndröðum, Snertingar og Ljós- hærðar starfsstéttir, og Elías B. Halldórsson opnar sýninguna Olíuljós í vestursal... Svikum eftir Harold Pinter í Borgarleikhúsinu í kvöld klukkan 20.00. Sýning sem hlotið hefur frábær viðbrögð gagnrýnenda sem annarra áhorfenda... Sýningu Hlyns Helgasonar í Nýlistasafninu. Í desember auglýsti Borgarleikhúsið eftir hugmyndum í árlega dansleikhús-samkeppni sem Leikfélag Reykjavíkur og Íslenski dans- flokkurinn standa saman að. Nú fer hver að verða síðastur að skila inn hugmyndum í keppnina, því fresturinn rennur út 15. janúar en keppnina á að halda í þriðja sinn í júní 2005. Óskað var eftir hugmyndum að stuttum dans- leikverkum fyrir blandaðan hóp leikara og dansara. Tilgangur keppni af þessu tagi er að gefa listafólki tækifæri til að koma á framfæri hugmyndum sínum um dansleikhús, sem er ungt og spennandi listform. ÍD og LR vilja með þessu leggja sitt af mörkum til að efla dansleikhús og þróa. Markmið dansleikhús-samkeppni er að leita að nýjum höfundum, stuðla að þróun dans- leikhússformsins og láta reyna á samruna listrgreinanna. Útlistun á hugmynd ásamt upplýsingum um höfund/höfunda skal merkja „Dansleikhús“ og senda í Borgarleikhúsið, Listabraut 3, 103 Reykjavík fyrir 15. janúar. ■ Kl. 20.00 í Þjóðleikhúsinu: Þetta er allt að koma. Ath. að aðeins þrjár sýningar eru eftir á þessu vinsæla leikriti. menning@frettabladid.is Frestur að renna út Saumastofan – þrjátíu árum síðar í Borgarleikhúsinu. Saumastofan – þrjátíu árum síðar er heitið á leikriti sem frumsýnt verður á Litla sviði Borgarleikhúss- ins sunnudagskvöldið, 12. janúar. Leikritið er eftir Agnar Jón Egils- son og er samstarfsverkefni Leik- félagsins Tóbíasar og Borgarleik- hússins. Það þarf ekki að koma á óvart að leikverkið er unnið upp úr og byggt á hinu gríðarlega vinsæla leikriti Kjartans Ragnarssonar, Sauma- stofunni, sem skrifað var í tilefni af kvennafrídeginum 1975. Leikritið sló í gegn á sínum tíma og var sýnt yfir tvö hundruð sinnum á þriggja ára tímabili. Verkið gerðist á vinnu- stað þar sem konur voru í meiri- hluta og áhrofendur fengu að sjá þær á óvenjulegum vinnudegi. Saumastofan þrjátíu árum síðar segir frá viku í lífi starfsfólks saumastofu. Það hefur ýmislegt breyst í þjóðfélaginu, bæði áhersl- ur og viðhorf. Höfundurinn Agnar Jón segir týpurnar vera svipaðar og í fyrra verkinu – bara þrjátíu árum síðar. „Þetta er ekki leikrit um týpurnar sem voru í fyrra verk- inu. Það er ekki til nóg af leik- konum um sjötugt til þess að það sé gerlegt. Í þessari nýju útfærslu eru nýju týpurnar í sömu aðstæðum og þær sem voru í fyrra verkinu. Það muna, til dæmis, allir eftir óléttu unglingsstúlkunni og það muna allir eftir þessari sem er að byggja og heldur því fram að lífið sé vinna – og þeirri þreyttu sem hefur verið þjónn alla sína tíð. Þessar týpur eru inni í nýja verkinu – og fleiri til. Við höldum að meiri- hluta strúktúrnum frá Kjartani, sem og lögunum hans, þótt við breyttum textunum vegna þess að tímarnir eru aðrir. Annað sem skipti máli er að saumastofur eru að byrja að hverfa og í staðinn eru komnar nýríkar, smart hönnunargellur sem eru með þræla í kringum sig.“ Agnar Jón segir nýju sauma- stofuna hafa verið lærdómsríka reynslu. „Þetta hefur verið merki- legur rannsóknarleiðangur allan tímann. Þær konur sem við töluðum við voru svo opnar að tjá sig, meira að segja um kynlíf. Konur eru svo allt öðruvísi en þær voru fyrir þrjátíu árum. Þær hafa frelsast á þessum tíma. Þetta endaði með því að við spunnum bara og ég skrifaði nýtt leikrit – fyrir daginn í dag, því tíðarandinn er annar.“ Leikarar í sýningunni eru Alexía Björg Jóhannesdóttir, Bjartmar Þórðarson, Bryndís Ásmundsdóttir, Elma Lísa Gunnarsdóttir, Guðjón Þorsteinn Pálmarsson, Ísgerður Elfa Gunnarsdóttir og María Pálsdóttir. Tónlistarstjóri er Franz Gunnarson, ljósahönnuður Jón Þorgeir Kristjánsson, um bún- inga sjá Harpa Einarsdóttir og Lára Guðnadóttir, sviðsmynd Marta Macuga. Leikstjóri og handritshöf- undur er Agnar Jón Egilsson. ■ Konur hafa breyst ! F Y N D I Ð • F E R S K T • F J Ö R U G T • F A R S A K E N N T „Það er mikill uppgangur í Borgarleikhús- inu þessa daga og sýningin á Héra Héra- syni er dæmi um hve leikhópurinn í húsinu mætir gríðarlega sterkur til leiks.“ Valgeir Skagfjörð / Fréttablaðið „Brilljant leikhús!“ Valgeir Skagfjörð / Fréttablaðið „Stefán Jónsson hefur, ásamt Berki Jónssyni og hinum, í stuttu máli sagt, gert farsann að listrænum viðburði. Geri aðrir betur.“ María Kristjánsdóttir / Morgunblaðið „Ég hef sjaldan séð Hönnu Maríu gera betur.“ María Kristjánsdóttir / Morgunblaðið „..sýningin var ekki bara skemmtileg og gletti- lega sett saman heldur komst grafalvarlegur boðskapur hennar mjög vel til skila.“ Elísabet Brekkan / DV LÉTTBJÓR SAUMASTOFUR ERU AÐ HVERFA Í staðinn eru komnar nýríkar smart hönnunargellur sem eru með þræla í kringum sig. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M G U N N AR SS O N Burstabæir og álagablettir Tvær ljósmyndasýningar verða opnaðar í Þjóðminjasafninu á morgun klukkan 15.00. Önnur sýningin, Hér stóð bær, fjallar um stærstu búsetubreytingar Íslandssögunnar, flutningi úr sveitinni á mölina. Um 1920 voru 6.063 sveitabæir í byggð á Íslandi en undir aldarlok voru 4.754 bæir í byggð og eyðibýli voru 1.714. Ljósmyndir sem berast mynda- safni Þjóðminjasafnsins eru mis- vel skráðar og þangað berast söfn af filmum sem eru alveg óskráð. Þar á meðal eru margar bæjar- myndir. Á þessari sýningu er brugðið upp á þriðja hundrað ljós- myndum af óþekktum sveitabæj- um. Myndirnar eru allar frá 20. öldinni og flestar teknar um mið- bik hennar, á árunum frá 1930-60. Nú leitar í smiðju safngesta og þeir beðnir um að hjálpa til við að nafngreina bæina á myndunum. Ljósmyndasýningin Átján á- lagablettir varpar samtímaljósi á ævaforna þjóðtrú Íslendinga. Fátt hefur staðist jafn vel tímans tönn og trú Íslendinga á helgi álaga- blettanna sem finna má í hverri sveit og skipta hundruðum í land- inu öllu. Enn þann dag í dag njóta staðir þessir friðhelgi og til eru bæði gamlar og nýjar sögur af óhöppum og slysförum sem tengj- ast brotum á bannhelginni. Sýn- ingarnar standa til 27. febrúar og eru opnar 11-17 alla daga nema mánudaga. ■

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.