Fréttablaðið - 14.01.2005, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 14.01.2005, Blaðsíða 34
Ljósaskipti í skammdeginu. Fréttablaðið/Vilhelm SJÓNARHORN Rólegheitaþeytingur Birta Guðjónsdóttir, myndlistarmaður og rekstrarkona sýningarýmisins Gallerí Dvergs, segist svo heppin að upplifa oft alls kyns draumahelgar og þarf því ekki að halla undir flatt og láta hugann reika til þess að geta lýst þeim. „Ég get í svipinn nefnt tvær helgar sem áttu sér stað fyrir ekki svo löngu og voru alveg eins og draumur í dós. Fyrri helgina var ég í útlöndum og hitti þar vinkonur mínar og samstarfskonur eftir nokkurra mánaða aðskilnað. Á daginn settum við saman upp sýningu en um kvöldið vorum við í frábærum matar- boðum og fórum á nokkra skemmtilega tónleika. Lukkunnar pamfíll sem ég er, þá kom góður vinur minn frá öðru landi daginn eftir, sérstaklega til að hitta mig en hann hafði frétt af mér á staðnum. Við fórum saman á fleiri tónleika og var svo boðið í partý í risastóra óperuhöll í barokkstíl, þar sem við dönsuðum fram á nótt við plötusnúninga og sérkennilegan grænlenskan koksöng og dans ínúítakvenna. Helgina strax á eftir stóð ég ásamt fleirum fyrir myndlistaropnun í sýningarým- inu Gallerí Dvergi sem var mjög skemmtilegt, drakk kaffi með góðum vinum í doppóttum kjólum, sem lét mér líða eins og það væri sumar, hitti aðra vini sem sögðu súra brandara þannig að allt sem við gerðum og sögðum var fynd- ið og skellti mér með þeim í karókí. Svo varði ég líka gæðatíma með fjölskyld- unni minni. Draumahelgarnar mínar byggjast yfirleitt upp á pínkulítilli streitu og þeytingi á laugardeginum en jafn miklum rólegheitum á sunnudegi og með- fylgjandi þarfri tiltekt í hausnum fyrir komandi vinnuviku.“ BIRTA Í GALLERÍ DVERGI ER ALLTAF AÐ UPPLIFA SKEMMTILEGAR HELGAR. DRAUMAHELGIN 14. janúar 2005 FÖSTUDAGUR12 Vissir þú ... ...að hæsta kona sögunnar hét Sen Jin- lian frá Kína en hún mældist 2,48 metr- ar þegar hún lést 13. febrúar árið 1982? ...að fyrsta árangursríka nýrnaígræðsl- an var gerð í Little Company of Mary Hospital í Chicago í Bandaríkjunum 17. júní árið 1950? ...að mesti hraði agna sem þrýstast út í hnerra sem mældur hefur verið er 167 kílómetrar á klukkustund? ...að Alfred West í Bretlandi náði að kljúfa mannshár sautján sinnum í átján hluta við átta tækifæri en allar skiptingar voru frá sama punkti? ...að Garry Hamilton í Bandaríkjunum ruggaði sér látlaust í ruggustól árið 1999 í 21 tíma á Hilton-hótelinu í Glasgow? ...að sú hæna sem lengst hefur lifað af hauslaus var ameríska varphænan Mike en hún lifði hauslaus í átján mánuði árið 1947? Dánarorsök henn- ar var köfnun á hnetukjarna. ...að kaldasti staður í Vetrarbrautinni er í bjúgverpilsstjörnuþokunni, ryk- og gasskýi fimm þúsund ljósár frá jörðu, en þar er kuldinn mínus 272 ˚C? ...að lægsta hitastig á jörðu mældist mínus 89,2˚C í Vostok á Suðurskauts- landinu í 3.420 metra hæð 21. júlí árið 1983? ...að stærsta kóraleyja í heimi er hið mjóa en 283 kílómetra langa kóralrif Kwajalein í Marshalleyjaklasanum? ...að górillan er stærsta dýr sem býr sér hreiður? ...að stærsta geitungabú í heimi fann Yoichiro Kawamura í Japan 18. maí árið 1999 en það reyndist vera 2,45 metrar að þvermáli og vó átta kíló? ...að hæsti og lengsti hundur í heimi er stórdaninn Harvey í Brelandi en hann er 105,41 sentimetrar á hæð og 231,14 sentimetrar að lengd frá nef- broddi að rófuenda? ...að þyngsta gúrka í heimi var ræktuð af Alfred J. Cobb í Bretlandi en hún vó 12,4 kíló? ...að stærsta vörumerki heims er Coca-Cola samkvæmt rannsókn AC Nielsen? Velta Coca-Cola árið 2002 var 936 milljarðar en vörumerkið er til í tvö hundruð löndum. Hvar ætlar þú að auglýsa? Á sunnudögum fylgja sérblöð bæði Morgunblaðinu og Fréttablaðinu sem fjalla um atvinnumál og eru atvinnuauglýsingar helsta efni þeirra. Bæði blöðin eru svokölluð innblöð, þ.e. þau eru í miðju aðalblaðanna þannig að lesendur þeirra rekast á atvinnublöðin og ákveða þá hvort þeir skoða þau eða ekki. En hverjir fá blöðin? Við leituðum svara í fjölmiðla- og neyslukönnunum Gallups. Fjölmiðlakannanir Gallups eru gerðar í samvinnu við alla stærstu miðla landsins, Samtök auglýsenda og Samtök íslenskra auglýsingastofa, og eru viðurkenndar af þeim sem eina rétta aðferðin til að bera saman fjölmiðlanotkun landsmanna. Kannanirnar eru kynntar á heimasíðu Gallups sem niðurstöður en ekki túlkun. Ertu að leita að góðum starfsmanni? 65% Íslendinga á aldrinum 20-40 ára fletta ekki sunnudagsblaði Morgunblaðsins né heldur 72% kvenna undir 35 ára aldri, sem getur varla hljómað vel fyrir fyrirtæki í leit að góðum starfsmönnum. Tvær spurningar: Hversu sennilegt er að fólk í atvinnuleit lesi ekki atvinnuauglýsingarnar í Fréttablaðinu (95% þeirra fá blaðið)? Er ekki kominn tími til að laga birtingar á atvinnuauglýsingum að nýjum veruleika á blaðamarkaði eins og öll stærstu fyrirtækin í landinu hafa gert með sínar venjubundnu auglýsingar? 1) Í árlegri neyslukönnun Gallups frá því í vor kemur í ljós að 95% heimila í Reykjavík og í nágrannasveitarfélögunum fá Fréttablaðið heim til sín á morgnana, sem þýðir að 95% þeirra sem eru í atvinnuleit fá atvinnublað Fréttablaðsins heim til sín á sunnudögum. 43% heimila á sama svæði fá bara Fréttablaðið en ekki Morgunblaðið á morgnana. 2) Samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallups í október síðastliðnum eru 48% heimila með áskrift að Morgunblaðinu, sem þýðir að 52% þeirra sem eru á aldrinum 12-80 ára í atvinnuleit þurfa að fara út í búð og ná sér í Moggann ef þeir vilja skoða atvinnublaðið sem honum fylgir. 3) Samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallups í október síðastliðnum búa 72% Íslendinga á aldrinum 20-40 ára á heimilum sem ekki eru með áskrift að Morgunblaðinu, sem þýðir að 72% landsmanna á aldrinum 20-40 ára sem eru í atvinnuleit ára þurfa að fara út í búð ef þeir vilja skoða atvinnublað Morgunblaðsins á sunnudögum. Samkvæmt neyslukönnuninni fá 95% sama hóps Fréttablaðið heim til sín á hverjum morgni. 4) Ungt fólk er í langflestum tilfellum markhópur atvinnuauglýsinga og svona les það sunnudagsblöðin, samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallups í október síðastliðnum: Nokkrar niðurstöður:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.