Fréttablaðið - 14.01.2005, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 14.01.2005, Blaðsíða 40
28 14. janúar 2005 FÖSTUDAGUR Tími til að vakna og lykta af kaffinu … ... Landsliðsnefnd HSÍ hefur á ný tekist að komast í blöðin vegna slælegra vinnubragða. Skemmst er að minnast þess að þeir sváfu Þyrnirósarsvefni í landsliðsþjálfaramálum eftir Ólympíuleikana. Sá sofandaháttur gerði það að verkum að ekki reyndist unnt að ganga frá landsleikjum hér heima á Íslandi fyrir HM í Túnis. Íslendingar verða því að bíða marga mánuði í viðbót til þess að sjá „strákana okkar“ leika á heimavelli undir stjórn Viggós Sigurðssonar. Nú á að draga hælana í máli Jaliesky Garcia og þess í stað þarf landsliðsþjálfarinn að standa í eldlínunni í fjölmiðlum þegar kraftar hans ættu allir að fara í að undirbúa liðið sem best fyrir HM. sport@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 11 12 13 14 15 16 17 Föstudagur JANÚAR HANDBOLTI Íslenska handboltalands- liðið fór til Spánar í gær þar sem lokaundirbúningurinn fyrir HM í Túnis fer fram. Þar mun liðið æfa og spila þrjá æfingaleiki – gegn Spánverjum, Frökkum og Egypt- um – áður en haldið verður til Afríku þar sem Ísland spilar fyrsta leik sinn í heimsmeistara- mótinu gegn Tékkum 23. janúar. Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari gengur hreint til verks. Þrátt fyrir að vera með nýtt og lítt reynt landslið setur hann stefnuna hátt. Það á að vera meðal sex efstu, sem yrði ekki ónýtur árangur. „Vissulega hefði ég getað keyrt niður allar væntingar fyrir mótið ef ég vildi,“ sagði Viggó. „Ég er ekki sammála slíkum vinnubrögð- um. Ég aftur á móti hef trú á mér og landsliðshópnum og tel okkur tvímælalaust geta endað á meðal sex efstu á mótinu.“ Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Viggó notar þessa taktík því hann gerði slíkt hið sama þegar hann tók við þýska félaginu Wuppertal fyrir tæpum áratug síðan. Þá sagðist Viggó ætla að fara beint upp með liðið, sem hafði innan sinna raða leikmenn sem voru að stíga sín fyrstu spor í atvinnumennsku – Ólaf Stefáns- son og Dag Sigurðsson – í bland við reynda refi eins og Geir Sveinsson. „Það var hlegið að mér í Þýska- landi. Það skipti mig engu því við kláruðum mótið með stæl og fór- um beint upp í úrvalsdeild. Þessi taktík virkar tvímælaust og menn verða að hafa trú á því sem þeir eru að gera,“ sagði Viggó, sem tók við landsliðinu af Guðmundi Guð- mundssyni eftir Ólympíuleikana. Mörgum fannst rétt að stokka liðið upp eftir ÓL og Viggó var einn þeirra. Hann sagði stjórn HSÍ frá sínum fyrirætlunum með landsliðshópinn og stjórn Hand- knattleikssambandsins sagði við það tilefni að rétt væri að stefna á góðan árangur á HM árið 2007. Það vildi Viggó ekki hlusta á. „Ég sagði bara við þá að ég væri að fara til Túnis eftir tvo og hálfan mánuð til þess að ná ár- angri. Ég er það metnaðarfullur að ég vil ekki þykjast vera að byggja upp í einhvern tíma bara svo ég fái vinnufrið. Ég held líka að þetta sé rétta leiðin. Það var orðin allt of mikil svartsýni í gangi. Ég hef trú á þessu liði og að við náum góðum árangri í Túnis,“ sagð Viggó Sigurðsson landsliðs- þjálfari. henry@frettabladid.is HVERGI SMEYKUR Viggó Sigurðsson fagnar hér sigri gegn heims- og Ólympíumeist- urum Króatíu. Hann ætlar sér stóra hluti í Túnis. Hef trú á mér og liðinu Viggó Sigurðsson er hvergi smeykur fyrir HM í Túnis. Hann ætlar að rífa handboltalandsliðið upp og koma því í fremstu röð á nýjan leik.■ ■ LEIKIR  19.15 ÍA og Þór Þorlákshöfn mætast á Akranesi í 1. deild karla í körfubolta.  19.15 Stjarnan og Breiðablik mætast í Ásgarði í 1. deild karla í körfubolta.  19.15 Höttur og Drangur mætast á Egilsstöðum í 1. deild karla í körfubolta. ■ ■ SJÓNVARP  17.45 Olíssport á Sýn.  18.00 Upphitun á Skjá einum.  19.00 Gillette-sportpakkinn á Sýn.  19.30 Motorworld á Sýn.  20.00 World Supercross á Sýn.  21.00 World Series of Poker á Sýn.  01.00 NBA-boltinn á Sýn. Bein útsending frá leik San Antonio Spurs og Dallas Mavericks í NBA- deildinni í körfubolta. ÚR ÍÞRÓTTAHEIMINUM S M Á R A L I N D Sími 517 7007 ÚTSALA – 30-70% LEIKIR GÆRDAGSINS Intersportdeildin: FJÖLNIR–KFÍ 122–83 Stig Fjölnis:Nemanja Sovic 29, Pálmar Ragnarsson, 21 (6 frák, 6 stoðs, 6 stolnir, 4 varin á 22 mínútum), Hjalti Vilhjálmsson 20, Jeb Ivey 18 (8 stoðs.), Darrel Flake 15 (12 frák.) Stig KFÍ: Joshua Helm 46 (19 frák.), Tom Hull 13 (7 stoðs.), Baldur Ingi Jónasson 12 (5 stoðs.). TINDASTÓLL–HAUKAR 79–74 Stig Tindastóls: Svavar Birgisson 28 (7 frák.), Bethuel Fletcher 18 (11 stoðs.), Brian Thompson 18 (12 frák, 6 stolnir). Stig Hauka:Mirco Virijevic 21 (15 frák.), Michael Manciel 17 (20 frák.), John Waller 15. HAMAR/SELFOSS–GRINDAVÍK 106–97 NJARÐVÍK–ÍR 87–91 SKALLAGRÍMUR–KR 93–72 DHL-deild kvenna: STJARNAN–GRÓTTA/KR 26–20 Mörk Stjörnunnar: Anna Bryndís Blöndal 7, Kristín Guðmundsdóttir 6, Elzbieta Kowal 5, Ásdís Sigurðardóttir 4, Elísabet Gunnarsdóttir 2, Hekla Daðadóttir 2. Mörk Gróttu/KR: Arna Gunnarsdóttir 6, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 5, Eva Margrét Kristinsdóttir 3, Inga Dís Sigurðardóttir 2, Íris Ásta Pétursdóttir 2, Kristín Þórðardóttir, Ragna Karen Sigurðardóttir 1. Bikarkeppni Evrópu í körfuknattleik: FRIBOURG-KEFLAVÍK 103-95 Stig Keflavíkur: Anthony Glover 46 (12 frák.), Jón N. Hafsteinsson 18 (8 frák.), Nick Bradford 16, Magnús Þór Gunnarsson 8, Arnar F. Jónsson 4, Gunnar Einarsson 3, Sverrir Sverrisson 2. Þó svo að Utah Jazz hafi ekkifláð feitan gölt í NBA-körfu- boltanum í vetur, þá tókst lið- inu að leggja San Antonio Spurs og Phoenix Suns að velli í vikunni en liðin tvö eru í tveimur efstu sætum deildarinnar. Leikurinn gegn Suns var með fjörugra móti og má geta þess að varamannabekk- ur Jazz skoraði 67 stig á móti 6 stigum hjá Suns. Lokatölur urðu 115-08 og fimmta tap Suns staðreynd. Mehmet Okur var stiga- hæstur Jazz með 21 stig og tók 17 fráköst. Quentin Richardson skoraði 24 stig fyrir Phoenix Suns sem held- ur toppsæti vesturdeildarinnar, þrátt fyrir tapið. Jayson Williams, sem lék meðNew Jersey Nets í NBA-boltanum en þurfti frá að hverfa vegna hné- meiðsla, skrifaði undir samning við CBA-liðið Idaho Stampede og mun leika sinn fyrsta leik á miðvikudaginn kemur. Williams, sem er 37 ára gamall, vonast til að CBA geti nýst honum sem stökkpallur inn í NBA- deildina. Williams varð manni að bana 14. febrúar árið 2002 með voðaskoti og reyndi að hylma yfir at- burðinn. Réttað verður í málinu á nýjan leik í mars. Adrian Mutu, sem fékk7 mánaða keppnis- bann fyrir kókaínneyslu, hefur skrifað undir fimm ára samning við Juvent- us. Hinn 25 ára gamli Mutu var rekinn frá Chelsea eftir að hann féll á lyfjaprófi í októ- ber á síðasta ári. Hann verður ekki leikfær með Juventus fyrr en að banninu loknu 18. maí nk. Mutu er ekki ókunnugur ítalskri grundu því hann lék á sínum tíma með Inter- nazionale, Verona og Parma áður en hann var seldur til Chelsea í ágúst 2003 fyrir 15,8 milljónir punda. Sam Allardyce hjáBolton hefur stað- fest að hann hafi mikinn áhuga á að klófesta Senegalann Amdy Faye frá Portsmouth. Faye, sem er 27 ára gamall, var nálægt því að ganga til liðs við Aston Villa en liðin tvö náðu ekki samkomulagi og því féll samningurinn um sjálfan sig. Willie Mackay, umboðsmaður Faye, sagði kappann tilbúinn að semja á sínum eigin forsendum. „Það þýðir þó ekki að hann sé tilbúinn að segja skilið við Portsmouth,“ sagði Mackay. Í tilkynningu frá Millwall kemur framað forráðamenn liðsins hafa bætt Dave Bassett við í hóp þjálfara liðs- ins. Bassett, sem hefur verið viðloð- andi knattspyrnuþjálfun síðan 1981 og verið á mála hjá Wimbledon og Sheffield United, mun starfa sem að- stoðarmaður Dennis Wise og Ray Wilkins. Ryan Giggs snýr aftur á leikvöllinn með félögum sínum í Manchester United þegar liðið sækir Liverpool heim á Anfield Road á morgun í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Giggs varð fyrir meiðslum á fæti þeg- ar United mætti Totten- ham fyrir rúmri viku. Alex Ferguson, knattspyrnu- stjóri United, sagði Giggs hafa æft með liðinu í fyrradag og hann vænti þess að vera tilbúinn gegn Liverpool. Þá mun varnarjaxlinn Rio Ferdinand einnig leika með liðinu á ný eftir að hafa misst af tveimur leikjum. Austuríski skíðamaðurinn HansKnauss á yfir höfði sér tveggja ára keppnisbann eftir að hann féll á lyfjaprófi. Steralyfið nandrolone fannst í blóði hans. Knauss, sem er 33 ára, segist saklaus af þessum ásökunum. „Ég hef aldrei tekið inn lyf og mun aldrei gera það. Ég er sanngjarn íþróttamaður,“ sagði Knauss. Jóhann Ingi Gunnarsson, formaður landsliðsnefndar HSÍ, um mál Garcia: Fær tækifæri til að skýra mál sitt HANDBOLTI „Ég vil nú ekki líta svo á að hann hafi kallað mig lygara heldur frekar að íþróttafrétta- maðurinn hafi lagt honum orð í munn,“ segir Viggó Sigurðsson, landsliðsþjálfari í handknattleik. Í viðtali við Jaliesky Garcia í þættinum Olíssporti í fyrrakvöld vísaði hann því alfarið á bug að hann hafi flúið til Púertó Ríkó í því skyni að losna við skyldur sínar gagnvart handknattleikslandslið- inu en framundan er heimsmeist- arakeppnin í handbolta. Jaliesky Garcia var hluti af þeim hóp sem þangað átti að fara en eftir að hafa horfið sjónum til Kúbu án þess að láta kóng né Viggó Sigurðsson vita situr hann eftir með sárt ennið og vildi meina að um misskilning hefði verið að ræða. Sagði hann Viggó Sigurðsson ljúga þegar hann talaði um að hann hefði farið til síns heima með það að markmiði að sleppa þáttöku með landsliðinu á HM í Túnis. Jóhann Ingi Gunnarsson, íþróttasálfræðingur og formaður landsliðsnefndarinnar í hand- knattleik, vill meina að öll sú um- ræða sem skapast hafi um García undanfarna daga hafi verið of til- finningarík og vill ekki draga dóm um mál hans fyrr en það verði skoðað ofan í kjölinn að loknu mótinu í Túnis. „Þetta verður skoðað eftir mótið en á þessari stundu vil ég ekki draga of sterkar ályktanir af þessari fjarveru hans. Nú er stað- an hins vegar sú að það er nóg að gera fyrir heimsmeistaramótið og ekki gefst tími til að fara yfir málin fyrr en síðar. Ég vil meina að García hafi staðið sig vel fyrir Íslands hönd í fortíðinni og hann fær tækifæri til að skýra mál sitt þegar þar að kemur.“ - aöe FR ÉT TA B LA Ð IÐ /T O M M Y H O LL Fundað um framtíð fótboltans í febrúar: Breytingar ekki útilokaðar FÓTBOLTI Tvær breytingar sem varða framtíð knattspyrnunnar verða hvað mest ræddar þegar sérstök nefnd Alþjóða knatt- spyrnusambandsins kemur saman í febrúar. Annars vegar verður rædd sú tillaga að breyta rang- stöðureglum í boltanum á þann hátt að ekki sé um rangstöðu að ræða nema sóknarmaður sé fyrir innan vítateig andstæðinga sinna. Yrði það mikil breyting frá nú- verandi kerfi þar sem sóknar- maður getur verið dæmdur rang- stæður hvar sem er á vallarhelm- ingi mótherjans. Hins vegar á einnig að ræða mál málanna þessa dagana sem er hvenær bolti er inni í marki og hvenær ekki. Eins og komið hefur fram í kjölfar atviksins í leik Manchester United og Tottenham hafa þær raddir gerst háværari sem vilja nýta tæknina til að skera úr um hvort boltinn hefur farið inn fyrir línuna eður ei og munu menn á fundinum taka það mál alvarlega. - aöe BREYTTAR ÁHERSLUR Í næsta mánuði verður fundað um reglur og mögulegar breytingar á fótboltanum. M un d/ AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.