Fréttablaðið - 14.01.2005, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 14.01.2005, Blaðsíða 2
SPURNING DAGSINS Nei, rokkið er sko ekki dautt. Ég hélt einmitt að rokkið væri svoldið inn núna, þannig að ég held ekki að rokkið sé að drepa stöðv- arnar. Það er alltof mikil einhæfni sem er að drepa stöðvarnar. Andrea Jóns hefur lengi verið einn helsti boðberi rokksins í útvarpi. Síðustu vikuna hafa tvær út- varpsstöðvar, Skonrokk og Radíó Reykjavík, sem auglýstar voru sem rokkstöðvar, hætt starfsemi. Andrea, er rokkið dautt? 2 14. janúar 2005 FÖSTUDAGUR Vinnumálastofnun: Útgáfa atvinnuleyfa hefst eftir helgi ATVINNA Gissur Pétursson, for- stjóri Vinnumálastofnunar, seg- ir að nú eftir helgina verði hafin vinna til að veita atvinnuleyfi handa einhverjum af þeim Kín- verjum sem Impregilo hefur sótt um leyfi fyrir. Næstu mánuðina verði það stöðug vinna að fara yfir um- sóknir og samráðsferli sé hafið þar sem Vinnumálastofnun og Impregilo hittist hálfsmánaðar- lega til að yfirfara umsóknir og meta stöðuna varðandi áfram- haldandi ráðningar og útgáfu á leyfum. Tvöhundruð umsóknir um atvinnuleyfi hafi borist frá Impregilo og fleiri eigi eftir að koma. Því sé greinilega nokkuð um laus störf. „Við höfum verið að pressa á það að fyrirtækið leiti að íslensku eða evrópsku vinnuafli í þessi störf. Það hafa þeir gert og munu halda áfram á þeirri leið.“ Gissur segir að auglýsing í Morgunblaðinu hafi skilað um 18 umsóknum, af þeim hafi um tugur verið ráðinn. Þá hefur Vinnumálastofnun hafi farið yfir þær umsóknir sem Impreg- ilo bárust frá Evrópu. Þetta dugi ekki til að ráða í þessi 200 störf og því verði að leita til þriðju landa. Nánast ekkert sé um að ís- lenskir iðnaðarmenn sæki um störf. Íslenskir og evrópskir umsækjendur verði ráðnir, ef þeir uppfylla hæfisskilyrði. - ss Framkvæmdir raskast ekki Úrskurður um að Fjarðaál verði að gangast undir umhverfismat kemur forstjóranum á óvart. DÓMSMÁL Engin röskun verður á framkvæmdum við álverið í Reyð- arfirði þrátt fyrir úrskurð Héraðs- dóms Reykjavíkur um að Fjarðaál verði að gangast undir umhverfis- mat. Fyrirtækið hefur áfrýjað úr- skurðinum til Hæstaréttar og þangað til hann fellir úrskurð hefur það sömu réttarstöðu og fyrir úr- skurð héraðsdóms. Forsendur dómsins voru meðal annars þær að álverið sem hafði áður gengist undir umhverfismat var með annan mengunarbúnað og því þyrfti Fjarðaál að gangast undir annað. Tómas Már Sigurðsson, for- stjóri Fjarðaáls, segir að þessi niðurstaða komi sér á óvart. „Í grundvallaratriðum er um að ræða minna álver sem er ekki með raf- skautaverksmiðju, en það er einn mest mengandi þáttur í rekstri ál- vera. Við erum með þurrhreinsun- arbúnað og þau markmið sem við og starfsleyfið setur okkur eru það ströng að heildaráhrifin af verk- smiðjunni eiga að vera minni eða þau sömu og ef um vothreinsunar- búnað væri að ræða.“ „Þetta er jákvæður úrskurður og við eigum mikið að þakka þraut- seigju og elju Hjörleifs Guttorms- sonar að fara með þetta mál fyrir dómstóla,“ segir Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. Árni hefur fyrirvara á að Hæstiréttur á eftir að fjalla um málið en segir þó dóminn vera við- urkenningu á málstað náttúru- verndarsinna og staðfesta að um- hverfisráðherra hafi farið offari á sínum tíma við afgreiðslu málsins. Siv Friðleifsdóttir var umhverf- isráðherra í apríl 2003 og felldi þann úrskurð að álverið í Reyðar- firði þyrfti ekki að gangast undir annað umhverfismat þar sem slíkt mat hefði áður farið fram vegna álvers Norsk-Hydro sem aldrei reis. Hún telur ekki að úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur sé áfell- isdómur yfir ákvörðun hennar og er hissa á niðurstöðunni. „Það hafði áður farið fram umfangsmikið um- hverfismat fyrir mun stærra álver og þrátt fyrir öðruvísi mengunar- búnað nýja álversins töldu Um- hverfisstofnun og Skipulagsstofnun ekki þörf á nýju mati og ég var sam- mála því.“ bergsteinn@frettabladid.is Indónesía og Andamaneyjar: Stjórnvöld hamla hjálparstarfinu ASÍA, AP Sú krafa indónesískra stjórnvalda að hermenn fylgi hjálparstarfsmönnum á hamfara- svæðum í Aceh-héraði getur orðið til þess að grafa undan hjálpar- starfi í héraðinu, sögðu talsmenn hjálparsamtaka í gær. Þeir segja að þetta geti hvort tveggja orðið til að seinka ferðum hjálparstarfs- manna og einnig til að tengja hjálparstarfsmenn stjórnarhern- um í hugum heimamanna í hérað- inu þar sem borgarastríð hefur verið háð í þrjá áratugi. Indónesísk stjórnvöld segja nauðsynlegt að hermenn fylgi hjálparstarfsmönnum vegna hættu á árásum uppreisnarmanna. Uppreisnarmenn lýstu hins vegar yfir vopnahléi í kjölfar flóðbylgj- unnar og hafa ítrekað það boð sitt nokkrum sinnum síðan þá. Hjálparstarfsmenn segja nauð- synlegt að bregðast fljótt við og eitra fyrir moskítóflugum sem geti dreift malaríu, verði það ekki gert fljótlega segja þeir hættu á að sjúkdómurinn kunni að leggja tugi þúsunda að velli á komandi mán- uðum. Hjálparstarfsmenn á Anda- maneyjunum indversku kvarta undan því að yfirvöld komi í veg fyrir að þeir geti veitt þá hjálp sem þörf er á. Talsmenn ind- verskra og erlendra hjálparsam- taka segja yfirvöld hafa gert þeim erfitt fyrir að ferðast til eyjanna. Í gær kvartaði svo Basudev Dass, einn forystumanna Indverska rauða krossins, undan því að stjórnvöld hefðu stolið hjálpar- gögnum frá samtökunum. „Þeir vilja taka öll hjálpargögn og dreifa þeim. Við erum ákveðin í því að við ætlum að fara og dreifa þeim til þeirra sem þurfa nauð- synlega á þeim að halda. ■ LEIFAR JÓLANNA Starfsmenn Gatnamálastofu hafa hirt jóla- tré borgarbúa síðan 6. janúar. Gatnamálastofa: Hirðir jólatré í síðasta sinn JÓLATRÉ Starfsmenn Gatnamála- stofu munu annast hirðingu jólatrjáa í Reykjavík í dag í síð- asta sinn í ár en þeir hafa sinnt því verki síðan á þrettándanum. Þeir borgarbúar sem vilja nýta sér þessa þjónustu eru beðnir um að setja jólatrén út fyrir lóðamörk og þau verða þá fjarlægð. Eftirleiðis eru íbúar beðnir um að snúa sér til gámastöðva Sorpu til að losa sig við jólatré. Nánari upplýsingar um hirðingu í hverju herfi má nálgast í hverfabæki- stöðvum Gatnamálastofu. Þá hvetja starfsmenn stofunnar fólk til að hirða upp leifar af flugeld- um í nágrenni sínu. - bs 14 stöðvar Útvarp: Ný stöð í loftið FJÖLMIÐLAR Ný útvarpsstöð, X-fm hefur útsendingar á hádegi á dag á tíðninni 91,9. Það er Pýrit fjölmiðlun sem stendur að rekstri hennar, en hún hefur rekið Kiss fm og útvarpsstöðina Mix. Matthías Már Magnússon verður dagskrárstjóri stöðvarinnar, en auk hans munu útvarpsmennirnir Freysi og Búi, sem áður unnu á út- varpsstöðinni X-ið, starfa á nýju stöðinni. Á bak við Pýrit fjölmiðlun standa hinir kunnu útvarpsmenn Siggi Hlö og Valli Sport. - ss FRÁ REYÐARFIRÐI Engin röskun verður á framkvæmdum við Reyðarfjörð í bili. LEITAÐ SKJÓLS Fólk sem missti heimili sitt í flóðbylgjunni á annan í jólum hlýjar sér við bálköst nærri Marina-strönd í Madras á Indlandi. Staðfest hefur verið að 10.672 létu lífið á Indlandi. GISSUR PÉTURSSON Forstjóri Vinnumálastofnunar segir að Impregilo verði að auglýsa eftir vinnuafli á evrópska atvinnusvæðinu. Impregilo telji sér það ekki skylt, en muni ekki skirrast við að fara eftir óskum stofnunarinnar. SJÓNVARP Sigurjón Sighvatsson, Björn Steinbekk Kristjánsson og fleiri íslenskir fjárfestar hefja á næstunni sjónvarpsrekstur á hinum Norður- löndunum. Stefnt er að því að sjón- varpsstöðin Big TV nái til átta milljón nor- rænna heimila fyrir lok næsta á r s og hefur þegar verið gengið frá samningum um dreifingu útsend- inga stöðvarinnar til tæpra tveggja milljón heimila í Finn- landi og Noregi. Stöðin sérhæfir sig í fram- leiðslu sjónvarpsefnis fyrir fólk á aldrinum 12 til 24 ára og mun senda samtímis út í sjónvarpi, á netinu og í útvarpi. Einnig verð- ur áhorfendum boðið upp á niðurhal á lögum í tölvur og far- síma auk þess sem boðið er upp á niðurhal myndbanda í tölvur. Þá horfa aðstandendur sjónvarps- ins til að nýta möguleika sem farsímar gefa til leikja og keppna. Unnið hefur verið að undirbún- ingi stöðvarinnar í sextán mánuði og eru menn þegar farnir að horfa til dreifingar í austanverðri og suðaustanverðri Evrópu. Gert er ráð fyrir að kostnaður við að byggja upp stöðina nemi 750 milljónum króna næstu fimm árin. - bþg Sigurjón Sighvatsson og fleiri fjárfestar: Hefja sjónvarpsrekstur á Norðurlöndum BJÖRN STEINBEKK KRISTJÁNSSON Björn hóf að kanna möguleika á sjón- varpsrekstri með efni sem beindist að tólf til 24 ára Norðurlandabúum. SIGURJÓN SIGHVATSSON Sigurjón stendur í stórræð- um, jók hlut sinn í 66˚ Norður fyrir skemmstu og leggur nú í víking til Norðurlanda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.