Fréttablaðið - 14.01.2005, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 14.01.2005, Blaðsíða 14
14 14. janúar 2005 FÖSTUDAGUR PÍLAGRÍMSFÖR HELGS MANNS Helgi maðurinn Ram Baba situr hér á skrautlega skreyttu hjóli sínu á leið sinni til Sagar-eyju í Rajasthan-fylki í Indlandi. Hann er meðal hundraða þúsunda hindúa sem fóru í pílagrímsför til að taka þátt í Makar Sankranti, helgiathöfn þar sem hindúar vonast ýmist eftir því að þvo af sér syndir sínar eða tryggja sér maka. Lögmaður Impregilo: Ný málsástæða hjá ríkisskattstjóra KÁRAHNJÚKAR Garðar Valdimars- son, lögmaður Impregilo og fyrr- verandi ríkisskattstjóri, segir að tvísköttunarsamningur við Portúgala hafi tekið gildi þann 11. apríl 2002 og komið til fram- kvæmda 1. janúar 2003, ekki á þessu ári eins og ríkisskattstjóri hafi sagt í Fréttablaðinu í gær. Þetta hafi verið staðfest af fjár- málaráðuneytinu. Það sé því ný málsástæða hjá ríkisskattstjóra sem hafi ekki heyrst áður að samningurinn hafi ekki tekið gildi á þessu ári. Hvað varðar áfrýjun Impreg- ilo til Yfirskattanefndar vegna álagningar skatta fyrir árið 2003 segir Garðar það vera túlkun lögmanna Impregilo að portú- galskir leigustarfsmenn sem starfi hér 183 daga eða skemur á ári eigi samkvæmt tvísköttunar- samningnum ekki að greiða skatta hér heldur í Portúgal. Von er á niðurstöðu Yfir- skattanefndar síðar í þessum mánuði. - ghs Góð afkoma Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri: Sértekjurnar skipta sköpum REKSTUR Samkvæmt rekstrarupp- gjöri Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri (FSA) fyrir tímabilið janúar til nóvember í fyrra er af- koman í heildina í samræmi við fjárlög. Gjöld umfram tekjur í lok tímabilsins nema 3,5 milljónum króna en áætluð velta spítalans á árinu öllu er um þrír milljarðar króna. Launakostnaður er um 72 pró- sent af heildargjöldum spítalans og hækkaði um 1,9 prósent milli ára. Þá jukust sértekjur um 19 prósent. Þar var fyrst og fremst um að ræða aukna þjónustu við útlendinga en einnig hækkuðu komugjöld sjúklinga nokkuð. Sértekjur spítalans voru um fimmtungi umfram áætlun. Sjúklingum fjölgaði um 1,2 prósent milli ára en legudögum fækkaði um 3,3 prósent. Fæðing- um fækkaði um 5 prósent en kom- um á slysadeild fjölgaði um 355 eða 4,2 prósent. - kk Færeyskur sjómaður: Með brotna augnumgjörð LANDHELGISGÆSLAN Slasaður skip- verji á færeyska rækjutogaranum Sólborgu TN-245 var sóttur inn í grænlensku lögsöguna. Skipverjinn fékk stóran spilkrók í höfuðið og missti meðvitund. Vakt- hafandi læknir á Landspítala-há- skólasjúkrahúsi sagði manninn með meðvitund. Augnumgjörð hans hafi brotnað og hann hlotið augnmeiðsl. Björgunarstöð í Grönnedal í Grænlandi hafði samband við Land- helgisgæsluna. Stuttu síðar var til- kynnt um danskt eftirlitsskip á svæðinu. Þyrla af skipinu sótti manninn. Hún lenti í Reykjavík um kvöldmatarleytið. - gag RÓSTUR Í MOSUL Fimm íraskir þjóðvarðliðar létust í tveimur árásum í Mosul í gær og fyrradag. Þrír mannanna létust þegar skotið var á þá úr mosku, hinir tveir lét- ust í bílsprengjuárás. SEX HANDTEKNIR Bandarískir hermenn hafa handtekið sex menn sem eru grunaðir um aðild að morðinu á fylkisstjóra Bagdad. Vopnaðir menn skutu á bílalest fylkisstjórans 4. janúar og myrtu hann og sex lífverði hans. Tveir hinna handteknu eru grunaðir um að vera í hópi þeirra sem skutu. ■ SIGLUFJÖRÐUR FULLUR BÆR AF RJÚPU Óvenju- mikið ber á rjúpu á Siglufirði. Sjást rjúpurnar í runnum bæjarins og görðum íbúanna. Lögreglan á staðnum segir rjúpuna spaka. Greinilegt sé að fuglarnir hafi ekki verið áreittir. Skýringin á því hve mikið rjúpan sæki í bæinn geti verið mikið fannfergi til fjalla. ■ ÍRAK■ ÚR UMFERÐINNI BJÖRGUNARSVEITIR AÐSTOÐA Björgunarsveitin á Bakkafirði aðstoðaði fjóra bíla niður af Sandvíkurheiði við Vopnafjörð. Björgunarsveitin á Vopnafirði var í viðbragðsstöðu. Lögreglan segir snjókófið hafa verið mik- ið á staðnum. Sandvíkurheiði var lokuð fyrir allri umferð um kvöldmatarleytið í gær. BÍLAR Í VANDRÆÐUM Fjórir bílar fengu aðstoð lögreglunnar til að ferðast um Biskups- tungnabraut um klukkan hálf átta í miðvikudagsmorgun. Mjög blint var sem kallaði á að- stoðina. ÚTAF Á REYKJANESBRAUT Þrír fólksbílar fóru útaf Reykjanes- brautinni milli klukkan sjö og átta á miðvikudag. Engin meiðsli urðu á fólki en eitt- hvert eignatjón. Lögreglan í Keflavík segir hálku hafa leitt til óhappanna. GARÐAR VALDIMARSSON Lögmaður Impregilo segir að tvísköttunar- samningur við Portúgala hafi komið til framkvæmda í ársbyrjun 2003. FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á AKUREYRI Lyfjakostnaður lækkaði um 15 milljónir á milli ára, eða sem nemur 13 prósentum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /K K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.