Fréttablaðið - 14.01.2005, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 14.01.2005, Blaðsíða 44
– Amazon.com – Amazon.com – Amazon.com 50 fyrstu sem kaupa einhverja af bókunum úr Bálki Hrakfalla í Pennanum-Eymundsson fá miða fyrir tvo á Lemony Snicket's Unfortunate Events, kvikmynd sem byggir á fyrstu þremur bókunum. Væntanlegí janúar Taktu þátt í skemmtilegum leik á www.edda.is – Fullt af skemmtilegum vinningum, dregið vikulega. Hrakfallatilboð 2 fyrir 1 Ef þú kaupir aðra færðu hina fría B íómiði fylgir Skelfilega skemmtilegar hrakfallasögur um þrjú indæl en óheppin systkini og óstjórnlega ósvífinn frænda þeirra – nú líka í bíó. Ekki missa af þeim! Vinsælasti bókaflokkur heims – milljónir eintaka seldar um allan heim! 32 14. janúar 2005 FÖSTUDAGUR Gamanmyndin Lemony Snicket’s A Series of Unfortunate Events með Jim Carrey í aðalhlutverki verður frumsýnd í dag. Myndin fjallar um þrjá munaðarlausa krakka; Violet, Klaus og Sunny, sem missa foreldra sína í dular- fullum eldsvoða. Fjarskyldur ætt- ingi þeirra, Ólafur greifi, tekur þá að sér en er ekki allur þar sem hann er séður. Hann vill hrifsa frá þeim auðæfi sem foreldrar þeirra létu eftir sig og beitir til þess öllum brögðum. Frændi þeirra Monty og frænkan óttaslegna Josephine koma einnig við sögu í myndinni. Með önnur hlutverk fara Meryl Streep, Jude Law, Emily Browning, Liam Aiken, Kara Hoffman og Shelby Hoffman. Leikstjóri er Brad Silberling og Rick Heinrichs er maðurinn á bak við sérstakt útlit myndarinnar. Hann hefur áður séð um útlit mynda á borð við Sleepy Hollow eftir Tim Burton. Myndin er byggð á þremur bókum eftir Lemony Snicket, sem er dulnefni rithöfundarins Daniel Handler. Tvær þeirra hafa komið út í íslenskri þýðingu og er sú þriðja, sem nefnist Stóri glugg- inn, á leiðinni. ■ SKELFIRINN ÓLAFUR Jim Carrey og Meryl Streep í hlutverkum Ólafs greifa og Josephine. Ólafur greifi vill auðæfin Ómissandi á DVD Cabin Feaver: Leikstjórinn Eli Roth sýnir með þessu byrjandaverkefni sínu að hann er til alls líklegur þegar kemur að hryllingsmyndum. Hug- myndina að þessari fékk hann á Íslandi árið 1991 en það er langt síðan það hefur tekist jafn vel að blanda saman gríni og viðbjóði í mynd af þessu tagi. Frábær skemmtun fyrir þá sem fíla góðan hroll. „Make a married woman laugh and you’re halfway there.“ - Michael Caine var með allt á hreinu í Alfie árið 1966. Frönsk kvikmyndahátíð hefst í Háskólabíói í dag og lýkur 31. janúar. Alls verða níu kvikmyndir sýndar en það eru Alliance Française, Háskólabíó, Bergvík og Eff ehf sem hafa veg og vanda af hátíðinni og leggja henni til myndirnar. Opnunarmyndin verður sýnd klukkan 19.30 í kvöld og nefnist hún Un long dimanche de fian- cailles, eða Langa trúlofunin. Hún er eftir hinn virta leikstjóra Jean- Pierre Jeunet, sem síðast gerði hina eftirminnilegu Amelie fyrir þremur árum. Myndin er byggð á samnefndri metsölubók eftir Sebastien Japrisot sem út kom í Frakklandi árið 1994. Audrey Tautou fer með aðal- hlutverkið í þessari mynd rétt eins og í Amelie. Hún leikur unga baráttukonu, Mathild, sem leitar að unnasta sínum í lok fyrri heimsstyrjaldarinnar. Hún leggur allt í sölurnar og hefur hún eld- móðinn, vonina og ástina að vopni enda staðráðin í að endurheimta ást lífs síns. Myndin hefur fengið lofsamlega dóma og þykir Jean- Pierre Jeunet hafa tekist einstak- lega vel að sýna stríðshryllinginn á raunsæjan hátt. Kvikmyndin Les choristes, eða Kórinn, er framlag Frakka til Óskarsins í ár. Sagan gerist 1948 og fjallar um atvinnulausan tón- listarkennara sem fær vinnu við heimavistarskóla þar sem harður agi og harðræði ríkir. Hann getur engan veginn sætt sig við þetta harðfylgi og ákveður að safna saman nemendum og kynna fyrir þeim mátt og fegurð tónlistarinn- ar. Gamanmyndin Tais toi, eða Grjóthaltu kjafti, skartar hinum heimsfrægu leikurum Jean Reno, sem sló í gegn í Leon, og Gérard Depardieu. Titilpersónurnar eru gjörólíkir afbrotamenn sem verða fyrir gráglettni örlaganna, klefa- félagar í rammgirtu fangelsi. Marie-Jo og ástirnar tvær seg- ir frá því er Marie-Jo reynir að svifta sig lífi í lautarferð. Hún elskar Daniel, eiginmann sinn út af lífinu en finnur fyrir sömu ástríðu í garð Marcos, ástmanns síns. En það er ekki hægt að elska tvær persónur í einu... Son frère, eða Bróðirinn, fjall- ar um Thomas sem veikist af ólæknandi blóðsjúkdómi. Skelf- ingu lostinn kemur hann við hjá bróður sínum Luc sem hann hefur ekki séð lengi og skýrir honum frá veikindum sínum. Þegar veikindi Thomasar ágerast fyllast þeir báðir örvæntingu og ekkert annað kemst að. Le coeur des hommes, eða Hjartans mál, segir frá vinunum Alex, Antoine, Jeff og Manu sem allir standa á tímamótum í lífinu. Þeir hittast reglulega til þess að spjalla saman, rífast eða hlæja. Röð atburða verður til þess að tengja þá enn sterkari böndum. A la petite semaine, eða Frá degi til dags, fjallar um Jacques sem eyðir fyrstu vikunni sinni sem frjáls maður eftir fimm ára fangelsisvist í félagsskap gamalla kunningja í Saint-Ouen í útjaðri Parísar. Þessi mynd lýsir daglegu lífi smákrimma og er laus við allar klisjur um undirheimana. Filles uniques, eða Einkadætur, segir frá dómaranum Carole sem er svolítið stíf. Tina er aftur á móti óforbetranlegur þjófur sem á að baki tveggja mánaða fanga- vist og er langt frá því að vera stíf. Þessar tvær konur hittast í dómshúsinu og verða óaðskiljan- legar. Spennumyndin Le convoyeur, eða Peningabíllinn, fjallar um peningaflutningafyrirtæki sem á í miklum vandræðum. Þrír pen- ingabílar þess hafa verið rændir á árinu. Allir starfsmenn voru drepnir á hroðalegan hátt. Grunur er á að maður sem vinnur hjá fyrirtækinu tengist þjófunum. Meðlimir Alliance française geta keypt sérstakan kvik- myndapassa fyrir 2500 krónur á allar níu myndirnar. Til að sjá nánari dagskrá má slá inn netslóð- ina: http://af.ismennt.is/ ■ Níu myndir á franskri kvikmyndahátíð Finding Neverland Internet Movie Database 8,3 af 10 Rottentomatoes.com 84% = Fersk Metacritic.com 67 af 100 Lemony Snicket’s A Series of Unfortunate Events Internet Movie Database 6,7 af 10 Rottentomatoes.com 69% = Fersk Metacritic.com 62 af 100 FRUMSÝNDAR UM HELGINA (DÓMAR Í ERLENDUM MIÐLUM) LANGA TRÚLOFUNIN Audrey Tautou fer með aðalhlutverkið í Un long dimanche de fiancailles. Hún lék einnig í hinni eftirminnilegu mynd Amelie. MYNDIRNAR NÍU Á FRÖNSKU KVIKMYNDAHÁTÍÐINNI: Langa trúlofunin – Un long dimanche de fiançailles eftir Jeunet Frá degi til dags – A la petite semaine eftir Sam Karmann Hjartans mál – Le cúur des hommes eftir Marc Esposito Grjóthaltu kjafti – Tais toi eftir Francis Veber Einkadætur – Filles uniques eftir Pierre Jolivet Marie- Jo og ástirnar tvær – Marie Jo et ses deux amours eftir Robert Guediguian Kórinn – Les choristes eftir Christophe Barratier Bróðirinn – Son frère eftir Patrice Chéreau Peningabíllinn – Le convoyeur eftir Nicolas Boukrief
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.