Fréttablaðið - 14.01.2005, Side 22

Fréttablaðið - 14.01.2005, Side 22
Lýðræðið á Íslandi er í kreppu. Yfirgangur og ófyrirleitni áhrifa- mikilla stjórnmálaforingja sem drottna yfir flokkum sínum hefur grafið undan raunverulegu lýð- ræði hjá þjóðinni einsog komið hefur fram með ýmsum hætti á síðustu árum. Hlutirnir gerast æ svæsnari líkt og ákvörðun tveggja jarðsambandslausra formanna stjórnarflokkanna um stuðning þjóðarinnar við ólögmætt innrás- arstríð í Írak er sorglegt dæmi um. Stuðningur sem hvorki var ræddur meðal þings eða þjóðar- innar og varpar nú djúpum skugga á forsætisráðherraferil Halldórs Ásgrímssonar. Öryrkjamálið, stuðningur við innrásina í Írak, virkjanamálin og fjölmiðlalögin, þar sem átti að setja sértæk lög til að koma til- teknu fyrirtæki á kné og um leið vegið að raunverulegu tjáninga- frelsi í landinu, eru allt dæmi um vonda meðferð á valdi þar sem raunverulegt lýðræði er snið- gengið með grófum hætti. Stærsta verkefni stjórnmálanna á næstu misserum er að snúa þess- ari vondu þróun við og endurreisa raunverulegt lýðræði í landinu. Til þess gefst t.d. kostur við stjórnarskrárbreytingarnar sem til standa. Að sjálfsögðu áttu þau mál sem hér eru nefnd að fara með einum eða öðrum hætti fyrir dóm þjóð- arinnar. Það á að vera sjálfsagt mál að við fáum að kjósa beint og milliliðalaust um stóru málin í þjóðfélaginu hverju sinni. Enginn er að tala um vikulegar þjóðarat- kvæðagreiðslur. Þróunin yrði lík- lega sú að einu sinni til tvisvar á ári kysi þjóðin um ákveðin mál. Þetta mega foringjar íhalds- flokkanna ekki heyra á minnst enda héldu þeir því fram að mál- skot forseta á fjölmiðlalögunum í fyrra væri aðför að borgaralegu lýðræði í landinu! Þvílík regin- firra en hugsunin er skýr og herfilega röng. Á meðal brýnustu breytinga sem gera þarf á stjórnarskránni eru þær að landið verði gert að einu kjördæmi, að þjóðin eigi auð- lindir hafs og lands og sett verði inn ákvæði um að tiltekinn hluti okkar geti kallað mál til þjóðarat- kvæðis. Þetta eru grundvallarat- riði og það á ekki að selja mál- skotsrétt forseta lýðveldisins fyr- ir það að við getum sjálf kallað mál til þjóðaratkvæðis. Saman tryggir málskotsréttur forseta og bein aðkoma okkar kjósenda að því að kalla mál til atkvæðis þjóð- arinnar raunverulegt lýðræði í landinu gagnvart vondum vald- höfum sem sniðganga raunveru- legt lýðræði. Margar aðrar meginbreytingar þarf að gera á lýðræðisumgjörð okkar til að endurreisa raunveru- legt lýðræði í landinu. Grundvall- aratriði er að landið verði gert að einu kjördæmi og atkvæðaréttur- inn jafnaður að fullu. Einn maður – eitt atkvæði er hornsteinn lýð- ræðisins, einsog Héðinn Valdi- marsson segir í greinargerð með frumvarpi sínu um málið frá 1927. Jafn atkvæðaréttur er mannréttindi og því verður að jafna hann til fulls. Fyrir því eru engin rök að atkvæðisrétturinn sé ójafn og til að bæta hag byggð- anna eru allt aðrar leiðir. Hér ræðir um mannréttindi og um þau á ekki að gera málamiðlanir. Í umræðunni um stjórnar- skrárbreytingarnar er mikilvægt að mínu mati að ræða hvort eigi að kjósa framkvæmdavaldið beinni kosningu. Margir kostir fylgja því einsog lesa má í skrif- um þeirra feðga Gylfa Þ. Gísla- sonar og Vilmundar Gylfasonar. Vilmundur flutti um það sérstakt þingmál sem vert er að draga fram í þessa rökræðu. Með beinni kosningu fram- kvæmdavaldsins er skilið í fullri alvöru á milli framkvæmdavalds- ins og löggjafans. Skilin á milli þessara tveggja þátta í stjórnskip- un lýðveldisins eru nú allt of lítil. Það er mikilvægt að auka eftir- litsvald Alþingis með fram- kvæmdavaldinu sérstaklega, t.d. með tilkomu rannsóknarnefnda þingsins. Í stað öflugs og virks löggjafarvalds er komin upp sú staða að Alþingi virðist gegna því hlutverki að vera stimpilstofnun fyrir framkvæmdavaldið í stað þess að hafa öflugt frumkvæði í lagasetningu og ríka eftirlits- skyldu með störfum fram- kvæmdavaldsins hverju sinni. Besta og áhrifaríkasta leiðin til að ná fram fullri aðgreiningu á milli löggjafarvalds og fram- kvæmdavalds er að forsætisráð- herra verði kosinn beinni kosn- ingu um land allt til fjögurra ára í senn. Þetta fyrirkomulag er að mínu mati mun betra en það sem við búum við og væri til þess fall- ið að efla raunverulegt lýðræði í landinu. ■ 14. janúar 2005 FÖSTUDAGUR22 Leiksoppar lýðræðisins Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra ■ Áramótahefðir Göturnar í lífi Guðjóns Rúnarssonar ■ Kampavín ■ Helgin fram undan F28. TBL. 1. ÁRG. 30. 12. 2004 Sigurður Einarsson Í fararbroddi innanlands og utan Annáll Eitt viðburðaríkasta ár íslenskrar viðskiptasögu er að baki Þungavigtin gerir upp árið og rýnir í framtíðina Viðskipta- maður ársins Sérhefti um viðskiptalífið 2004 Menningarsetrið Bæjarútgerð Hafnarfjarðar kveður ■ Göturnar í lífi Elvu Óskar leikkonu ■ Helgi Björns eldar ítalskt Matgæðingurinn Ellý Ármannsdóttir ■ Sjónlistahjónin Brian Griffin og Brynja Sverrisdóttir ■ Fótboltahatur F22. TBL. 2. ÁRG. 13. 1. 2005 Ásberg Pétursson Íslenskir nútímalistamenn - njóta ekki góðs af góðærinu SELUR 200 MILLJÓN KRÓNA HEIMILI SEM ER ÓÐUR TIL HÖNNUNAR OG ARKITEKTÚRS Fylgir Fréttablaðinu á fimmtudögum Tíska, stjórnmál og allt þar á milli... Er málskotsrétturinn í hættu? Arnþór Sigurðsson skrifar: Ég brá mér á fund um daginn þar sem Össur Skarphéðinsson, formaður Sam- fylkingarinnar, flutti ræðu sem fjallaði vítt og breitt um pólitíkina í dag. Össur fór um víðan völl í ræðunni en meðal annars kom hann inn á málskotsrétt forseta Íslands. Össur greindi frá því að það lægi í loft- inu að gera ætti atlögu að málskotrétt- inum og fjarlægja hann úr stjórnar- skránni. Össur sagði sjálfur að mál- skotsrétturinn væri ekki til sölu í hans huga en fór síðan að velta upp ýmsum hugmyndum um þjóðaratkvæða- greiðslur. Í mínum huga er málskotsrétturinn afar mikilvægur og hann má alls ekki nema burt úr stjórnarskránni. Það er vitað mál að málskotsrétturinn er þyrnir í augum stjórnarmeirihlutans á Alþingi enda segir það manni það að hann er þá að virka rétt fyrst hann er fyrir þeim. Það sem situr í huga mér eftir þennan fund er orð Össurar um að málskotsrétturinn sé ekki til sölu. Fyrir rétt rúmu ári síðan var samþykkt á alþingi eftirlaunafrumvarp til handa al- þingismönnum. Þar fór Össur á bak við þingflokkinn og reyndar flokkinn sinn í heild að mínu mati. Þar seldi Össur samþykki sitt á eftirlaunafrum- varpi Davíðs Oddsonar fyrir ríflega launahækkun og svo að sjálfsögðu betri eftirlaun en almenningur hefur fyrir sig og sína kollega. Það er ekki óeðlilegt að maður velti þessu fyrir sér í ljósi reynslunnar, ekki síst þegar hún er slæm. Það er óskandi að íslenskir stjórnmálamenn geri sér grein fyrir því að þeir eru ekki guðir þó svo að þeim sé treyst fyrir landstjórninni á milli kosninga. Rangfærslur um Bandaríkjamenn Skúli Helgason skrifar grein um nirfilshátt Bandaríkjamanna í Fréttablaðið síðastliðinn mánu- dag. Þar gerir hann að umtalsefni lág framlög Bandaríkjanna til þróunarhjálpar. Skúli telur Bandaríkin „skrapa botninn“ þeg- ar litið er á þróunaraðstoð þjóða í hlutfalli af landsframleiðslu. Hann segir Bandaríkin verja ein- ungis 0,14% af landsframleiðslu í þróunarmál og að framlag þeirra til þróunarmála á íbúa sé um fjórðungur þess sem meðal Kani eyði í gosdrykki ár hvert. Ef einungis er horft á framlög bandarísku ríkisstjórnarinnar til ríkisstjórna í þriðja heiminum er þetta rétt hjá Skúla. Vandinn er bara að þau framlög nema einung- is um 2% þess sem Bandaríkja- menn verja til líknar- og góðgerð- armála. Þau 98% sem eftir standa og Skúli gleymir að nefna (Nicholas D. Kristof, pistlahöf- undur hjá New York Times, gleymir því líka í grein sinni um sama málefni, 5. janúar síðastlið- inn) eru bein framlög einstaklinga og fyrirtækja til líknar- og góð- gerðarmála. Talið er að allt að 60% af öllum frjálsum fjárframlögum Banda- ríkjamanna til góðgerðarmála renni til kirkna og trúarhópa. Það er engin smáræðis upphæð þegar haft er í huga að Bandaríkjamenn gáfu á árinu 2004 um 240 millj- arða dala eða að meðaltali um 800 dali (um 55 þúsund krónur) á mann til líknar- og góðgerðar- mála. Vitað er að stór hluti þeirra fjármuna sem rennur til kirkna og trúarsamtaka fer beint í þróunar- aðstoð í þriðja heiminum. Ennfremur má nefna að tals- verður hluti frjálsra fjárframlaga einstaklinga og fyrirtækja til heil- brigðis- og menntamála er eyrna- merktur aðstoð í þriðja heimin- um. Jafnframt má geta þess að stór hluti þeirra 150 milljarða dala sem ríkisstofnunin „Overse- as Private Investment Cor- poration“ (OPIC) hefur fjárfest fyrir hefur farið í þróunarverk- efni í þriðja heiminum. Það er ávallt í höndum Bandaríkjafor- seta að skipa stjórn þeirrar stofn- unar. Í grein sem Dick Morris, fyrr- um ráðgjafi Clintons Bandaríkja- forseta, skrifar í bandaríska dag- blaðið New York Post þann 7. jan- úar síðastliðinn (þar sem hann gagnrýnir Kristof harkalega) bendir hann á að frjálsari við- skipti við þriðja heiminn séu mun vænlegri til árangurs heldur en samanlögð þróunarhjálp allra rík- isstjórna heimsins. Dæmi um það sé fríverslunarsamingur Banda- ríkjanna við Mexíkó, sem er ein stærsta þriðja heims þjóðin. Þá sé um fimmtungur af 500 milljarða dala fjárlagahalla Bandaríkjanna til kominn vegna viðskipta við Kína og séu þau viðskipti Kínverj- um mikil lyftistöng. Jafnframt bendir Morris á þá staðreynd, sem Skúli og Kristof gleyma, að Bandaríkin hafi haft frumkvæði að niðurfellingu hundraða millj- arða dala af lánum veittum af bandarískum bönkum og af bandarísku ríkisstjórninni til landa í þriðja heiminum. Skúli Helgason þarf að finna sér eitthvað heppilegra málefni en þetta til að gagnrýna Banda- ríkjamenn því sú staðreynd er bláköld að engin þjóð gefur meira til þróunarhjálpar. Höfundur er áhugamaður um Bandaríkin og sögu þeirra. JÓNAS SIGURGEIRSSON SKRIFAR UM BANDARÍKIN OG ÞRÓUN- ARHJÁLP BRÉF TIL BLAÐSINS Með beinni kosn- ingu framkvæmda- valdsins er skilið í fullri al- vöru á milli framkvæmda- valdsins og löggjafans. Skil- in á milli þessara tveggja þátta í stjórnskipun lýðveld- isins eru nú allt of lítil. BJÖRGVIN G. SIGURÐSSON ÞINGMAÐUR SAMFYLKINGARINNAR. UMRÆÐAN LÝÐRÆÐI ,, ALÞINGI Greinarhöfundur segir mikilvægt að auka eftirlitsvald Alþingis með framkvæmdavaldinu.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.