Fréttablaðið - 14.01.2005, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 14.01.2005, Blaðsíða 35
23FÖSTUDAGUR 14. janúar 2005 AF NETINU Létt & laggott er vi›bit me› litlu fituinnihaldi og brag›ast líkt og smjör. Nú á 20% afslætti í næstu verslun. E N N E M M / S ÍA Kjalar vogi • 104 Reykjav ík • S ími 535 8000 • Fax 535 8008 • www.jonar. is Í dag taka Jónar Transpor t t i l star fa í ný ju og stórglæsi legu húsnæði v ið Kjalar voginn. Öl l aðstaða er e ins og best verður á kosið enda er star f semin t i l húsa í fu l lkomnustu vörumiðstöð landsins. Sama s ímanúmer 535 8000 Fluttir í Kjalarvoginn! ar gu s 05 -0 01 4 Aðalbaráttumálið Undirrituðum er spurn hvers vegna það virðist aðalbaráttumál sumra Sjálfstæðis- manna að leggja Forsetaembættið niður og hvort sá ákafi sé sprottinn af sparnað- arhugmyndum, fagurfræðilegum stjórn- skipunarrökum eða frumstæðri þörf manna, sem eru á góðri leið með að þurrausa sinn pólitíska höfuðstól, fyrir að búa til sameiginlegan óvin flokks og þjóð- ar? Er það ekki þversögn að hreykja sér af ávinningi minnkandi ríkisafskipta en heyja um leið „heilagt stríð“ gegn einstökum kaupsýslumönnum, frjálsum fjölmiðlum og fyrrum kosningastjóra fyrrum sameign- arsinna (sem virðist í seinni tíð hafa tekið sönsum)? Í hræringum frjáls viðskiptalífs var hinn bersyndugi fyrrum kosningastjóri og nú fyrrverandi áróðursmeistari látinn fjúka. Er það til marks um átök innan „Mafíu Íslands“ eða var hún kannski aldrei til? Hvort virðast mafíur annars þrífast bet- ur í skjóli ríkisafskipta eða frelsis? Kári Allansson á frelsi.is Börn og gamalmenni Þegar ég var að læra félagsfræði var kall tímans að skipuleggja borgir og bæi þannig að fólk byggi innan um hvert ann- að. Ekki sér hverfi fyrir unga, gamla, ríka, fátæka og svo framvegis. Það er langt síð- an og hugmyndir hafa verið uppi margs- konar. Nú er hins vegar í Evrópu að dúkka upp þetta gamla sjónarmið að farsælast sé að ungir séu með öldnum. Nú er aug- ljóst að oft er rétt að gamlir menn og gamlar konur búi í þjónustuíbúðum eða á hjúkrunarheimilum. Jafnaugljós er sú lausn sem Frakkar eru byrjaðir að innleiða að byggja þá barnaheimili eða skóla eða húsnæði fyrir barnafjölskyldur rétt hjá. Þessi hugmynd var líka til í gamla daga en því miður hefur hún lítt verið útfærð hér- lendis. Það nærir nefnilega sálina að vera í námunda við börn og við verðum að búa þannig um hnútana að börn verði ekki hrædd ef þau sjá hrukkótta manneskju. Það er nákvæmlega það sem hefur víða gerst þar sem tíðarandinn hefur dregið alla sem hafa elst út úr hverfunum í sér hverfi. Baldur Kristjánsson á baldur.is Samúðin með Pinochet Ástæðan fyrir því að Pinochet nýtur sam- úðar sumra manna er væntanlega eink- um sú að sá sem hann velti úr sessi, Salvador Allende, vildi koma á sósíalísku hagkerfi en tókst það ekki fyrir vikið. Í staðinn var komið á hagkerfi sem byggð- ist á hugsjónum frjálshyggjumanna. En hvort skiptir meira máli: Hagfræðiprinsípp eða lýðræði? Hægrimennirnir, sem taka málstað Pinochets, virðast ekki vera í neinum vafa um það – já, þrátt fyrir að þeir tali gegn forræðishyggju ristir það ekki dýpra en svo að þeir styðja mann sem beitti ofbeldi til að hafa vit fyrir al- menningi og svipti hann lýðræðislegum rétti sínum til að kjósa forseta í landi sínu. Er hægt að ímynda sér meiri tvöfeldni? Þórður Sveinsson á mir.is Hvernig væri að vakna? Þessi spurning vaknar hjá mér þegar ég heyri sögur um það að á einu ári, frá desember 2003 til desember 2004 hafi Seyðfirðingum fækkað um 26 og þannig sé íbúafjöldi bæjarins kominn niður fyrir 700. Þannig er þessi minnsti kaupstaður landsins orðinn enn minni. 110 ár eru síðan hann hlaut kaupstaðarréttindi, s.s. árið 1895 bjuggu þar yfir 1000 manns. Hækkaði sú tala fyrstu áratugi 20. aldar en sá fyrsti á þessari öld virðist vera á góðri leið með að ganga frá bænum. Stefán Ómar Stefánsson á politik.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.