Fréttablaðið - 14.01.2005, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 14.01.2005, Blaðsíða 38
Sigling á gullna eplinu Nú stendur yfir í San Fransisco í Bandaríkjunum ár- leg vörusýning tölvufyrirtækisins Apple. Sýningin kemur í kjölfar annarrar stórrar sýningar sem haldin er í Las Vegas. Svo virðist sem nýjungar frá Apple ætli algjörlega að stela senunni í ár en ein markverðasta nýjungin er ný gerð heimilistölvu sem er í senn agnarsmá og hræódýr. Mac mini verður seld fyrir fimm hundruð Bandaríkjadali – um þrjátíu þúsund krónur – og hægt er að tengja hana við öll hefðbundin lyklaborð og skjái. Mac mini er aðeisn um fimmtán sentimetrar á lengd og breidd og einungis fimm sentimetra há. Þrátt fyrir þetta er í tölvunni 1,4 GHz örgjörvi og allt að 80 gígabæta minni. Vonir Apple standa til þess að með þessari ódýru tölvu takist félaginu að ná til sín stórri sneið af einkatölvu- markaðnum. Mark- aðssetning iPod hefur rutt braut Apple inn á stærri markaði og fjárfestar lýstu trú sinni á framtíð fé- lagsins í gær þegar hlutabréfaverð hækkaði um tíu prósent skömmu eftir opnun markaðar. Þekkingarfyrirtæki ársins Félag viðskipta- og hagfræðinga mun afhenda ís- lensku þekkingarverðlaunin á ráðstefnu 10. febrú- ar. Þema íslenska þekkingardagsins verður Leiðtog- inn og verður aðalræðumaður Paul Claudel sem er kunnur ráðgjafi og hefur unnið fyrir fyrirtæki eins og Nestlé, Nokia og KB banka við að innleiða leið- togahugsun og þróa leiðtogahæfileika. KB banki er einmitt tilnefndur til þekkingar- verðlaunanna, en auk bankans eru Baugur og Össur tilnefnd sem þekkingarfyrirtæki ársins. Þá mun félagið ekki gleyma að líta sér nær og verður hagfræðingur eða við- skiptafræðingur ársins valinn á ráðstefnunni. MESTA HÆKKUN ICEX-15 3.521 KAUPHÖLL ÍSLANDS [ HLUTABRÉF ] Fjöldi viðskipta: 409 Velta: 4.486 milljónir +1,35% MESTA LÆKKUN MARKAÐSFRÉTTIR … Samherji hefur fest kaup á skipi sem ber 2.200 tonn af upp- sjávarfiski. Skipið er keypt frá Fær- eyjum. Þetta er vegna mikillar aukningar á aflaheimildum í loðnu. Skipið er væntanlegt til Eskifjarðar í dag. Englandsbanki tilkynnti eftir fund stjórnar í gær að stýrivextir þar í landi yrðu óbreyttir um sinn. Þeir eru 4,75 prósent. FTSE í Lundúnum hækkaði um 0,35 prósent í gær. DAX í Þýska- landi hækkaði um 0,08 prósent en japanska Nikkei-vísitalan lækkaði um 0,83 prósent. Gengi Krónunnar styrktist um- talsvert í viðskiptum í gær og var gengisvísitalan 112,60 stig við lok viðskipta. 26 14. janúar 2005 FÖSTUDAGUR vidskipti@frettabladid.is Peningaskápurinn… Actavis 38,80 +0,26% ... Atorka 5,76 +0,52% ... Bakkavör 25,60 -0,78% ... Burðarás 12,60 +2,02% ... Flugleiðir 12,20 +7,49% ... Íslandsbanki 11,35 +0,89% ... KB banki 474,50 +0,85% ... Kögun 47,40 +0,85% ... Landsbankinn 12,60 +3,28% ... Marel 52,00 +5,05% ... Medcare 6,05 – ... Og fjarskipti 3,52 +2,03% ... Samherji 11,30 +1,35% ... Straumur 9,65 +2,12% ... Össur 81,50 +2,52% Verðbólgan að sprengja þolmörkin Verðbólgan er hærri en búist var við og er komin í þolmörk markmiðs Seðlabankans. Miklar líkur á að forsendur kjarasamninga bresti að mati ASÍ sem gagnrýnir að opin- berir aðilar hækki gjaldskrár við þessar kringumstæður. Tólf mánaða verðbólga er komin að þolmörkum verðbólgumarkmiðs Seðlabankans og mælist nú fjögur prósent horft til síðustu tólf mán- aða. Hún hefur ekki mælst hærri síðan í júlí 2002. Vísitala neyslu- verðs hækkaði um 0,08 prósent milli desember og janúar, en búist var við því að hún lækkaði lítillega. Nær öruggt er talið að verð- bólgan fari yfir efri þolmörk Seðlabankans á næstu mánuðum. „Þetta er háalvarlegt,“ segir Ólafur Darri Andrason, hagfræð- ingur ASÍ. Hækkun á verði húnæðis var 2,9 prósent og skýrir að mestu frávik frá spám um vísi- töluna. „Við gerðum ekki ráð fyrir að húsnæði myndi hækka þetta mikið,“ segir Björn Rúnar Guð- mundsson, hagfræðingur grein- ingardeildar Landsbankans. Björn segir að lækkandi húsnæðislána- vextir og framboð húsnæðislána hafi greinilega mikil áhrif. „Spurningin er hvort dragi úr hækkunum á verði húsnæðis á næstunni,“ segir Björn og telur það líklega þróun. „Hins vegar er alveg ljóst að það er styrking krónunnar sem heldur aftur af verðbólgunni.“ Hann gerir ekki ráð fyrir að krónan veikist í bráð, en hún muni að öllum líkindum lækka þegar fram líða stundir. Ólafur Darri tekur undir það að styrkur krónunnar haldi aftur af verðbólgunni en gagnrýnir harð- lega að opinberir aðilar hækki gjöld sín við núverandi kringum- stæður og óttast að forsendur kjarasamninga bresti. „Það er sér- kennilegt að opinberir aðilar noti fortíðarverðbólgu sem forsendu fyrir því að kynda undir framtíðar- verðbólgu. Við munum mæla hvort kjarasamningar haldi í nóvember en því miður bendir allt til þess að forsendur samninganna muni bresta.“ Samkvæmt samkomulagi ríkis- stjórnarinnar og Seðlabankans ber bankanum að skrifa ríkisstjórninni bréf þegar verðbólga fer í eða yfir þolmörk verðbólgumarkmiðsins. Björn Rúnar segir ljóst að Seðla- bankinn skrifi nú bréf þar sem lýst er ástæðum og bent á leiðir til úrbóta. ASÍ segir í yfirlýsingu að fróð- legt verði að sjá ráð Seðlabankans, þar sem stjórnvöld beri ábyrgð á verðbólgunni, meðal annars með gjaldskrárhækkunum. haflidi@frettabladid.is Flugleiðir 7,49% Marel 5,05% HB Grandi 4,73% Nýherji -5,13% Tryggingamiðstöðin -1,36% Bakkavör -0,78% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: nánar á visir.is 5 690691 2000 08 Lífsreynslusagan • Heilsa • • Matur • Krossgátur 2. tbl. 67. árg., 11. janúar 2005. Aðeins 599 kr. g•á~t Persónuleikaprófið Fylgistmeð fráupphafi Íátak Kristín Ottósdóttir s leppir magaminnkun fyrir einka- þjálfun og breyttan lífsstíl FYRIR OG EFTIR 3 konur fengu andlitslyftingu Sjónvarpskokk ar elda fitandi ma t! Hefðarhundar fara í hunda-sp a Bumbubanar komnir úr tísku! Líkamsrækt vinnur vel á þunglyndi með Vikunni og Hreyfingu Það má borða í Rosendale-kúrnum 00 Vikan02. tbl.'05-1 29.12.2004 17:06 Pag e 1ný og fersk í hverri viku Aðeins 599 kr. Náðu í eintak á næsta sölustað Markaðsvirði fyrirtækja rýkur upp á fyrstu dögum ársins. Verðmæti Flugleiða hefur aukist um 6 milljarða. Það sem af er ári hefur verð á hlutabréfum í Flugleiðum hækkað um 23,9 prósent í Kauphöll Íslands. Markaðsverðmæti fé- lagsins var tæplega 31 milljarður í gær og hefur hækkað um sex milljarða frá áramótum. Hlutabréfamarkaðurinn byrjar mjög hressilega í ár og hefur Úrvalsvísitalan hækkað um tæp fimm prósent frá áramótum. Mestu munar um hækkun stærsta félagsins, KB banka, en bréf í bankanum hafa hækkað um 7,24 prósent sem þýðir að markaðs- verðmæti hans er nú 21 milljarði meira en fyrir tveimur vikum. Meðal þess sem kyndir undir hækkun hlutabréfa í Flugleiðum er góð ávöxtun á bréfum félagsins í EasyJet. Þó nemur verðmæta- aukning Flugleiða hærri upphæð en sem nemur gengishagnaði af þeirri fjárfestingu. - þk RÍKISSTJÓRN SENT BRÉF Seðlabankanum ber að senda ríkisstjórninni bréf og gera grein fyrir ástæðum verðbólgu og leiðum til úrbóta þegar verðbólga fer í þolmörk verð- bólgumarkmiðs Seðlabankans. Verðbólgan síðustu tólf mánuði er nú á þolmörkunum. Gangur í Kauphöll KAUPHÖLL ÍSLANDS Árið 2005 byrjar vel fyrir fjárfesta. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L. TÓLF MÁNAÐA VERÐBÓLGA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.