Fréttablaðið - 14.01.2005, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 14.01.2005, Blaðsíða 16
Héraðsdómur Reykjavíkur hef- ur ómerkt úrskurð Skipulags- stofnunar um að mat á umhverf- isáhrifum sem gert var fyrir álver sem Norsk Hydro hugðist reisa gilti einnig fyrir álver Alcoa. Það var Hjörleifur Gutt- ormsson, náttúrufræðingur og fyrrverandi ráðherra, sem kærði úrskurðinn og á hans sjónarmið hafa dómstólar nú fallist. „Ekki gat ég vitað neitt með neinni vissu í þeim efnum, það er náttúrlega aldrei þegar maður fer með mál fyrir dóm- stóla,“ svarar Hjörleifur að- spurður hvort hann hafi verið sannfærður um að héraðsdómur dæmdi honum í vil. „Ég taldi mig hins vegar hafa gott mál að flytja og lögmaður minn var sama sinnis.“ Tímamótadómur Þetta er í fyrsta sinn sem dóm- stólar snúa við stjórnvalds- ákvörðun í þessum málaflokki með jafn afgerandi hætti þótt áður hafi þeir gert athuga- semdir við ákveðna þætti Kára- hnjúkavirkjunar. „Þetta er tíma- mótadómur,“ segir Hjörleifur því hróðugur. Búið er að áfrýja dómnum til Hæstaréttar en að sögn Hjörleifs þarf Fjarðaál að undirgangast nýtt umhverfis- mat. Það ferli getur tekið nokkra mánuði. „Ég skal ekki fullyrða um stöðu þessa starfs- leyfis sem var gefið út í mars í fyrra en það er alveg ljóst að það gildir ekki í reynd úr þessu, það er ekki virkt sem slíkt fyrst það þarf að gera nýtt mat ef þessi dómur stendur.“ Hjörleif- ur býst við að dómur- inn blási umhverf- isverndar- s i n n u m b a r á t t u - aanda í brjóst. „Það er stór hóp- ur manna sem hefur verið í mjög virku andófi gegn þessum framkvæmdum af sannfæringu og staðið sig vel í þeim efnum. Allur þessi málarekstur er hins vegar byggður á mjög gildum rökum, tilfinningar einar saman nægja ekki þótt þær séu góðar og gildar sem slíkar.“ Nákvæmur eða smámunasamur? Hins vegar er ekki víst hvort Austfirðingar séu jafn ánægðir með þessar lyktir málsins. Hjörleifur telur reyndar að stuðningur íbúa svæðisins við stóriðju sé ekki eins mikill og stundum er látið í veðri vaka. „Það sem hefur verið tóngefandi í þessu er að mikill meirihluti sveitarstjórnarmanna hefur tekið undir með stjórnvöldum og haft að því er virðist trú á því að þetta færi Austurlandi gósentíð sem ég hef ekki sannfæringu fyrir,“ segir hann en játar þó að ekki hafi allir kunnað honum þakkir fyrir baráttu sína. „Auðvitað koma alltaf ein- hverjar tilfinningar inn í þetta, það hefur engin áhrif á mig í afstöðu minni til fólks eða umgengni við það. Ég hef ekki orðið fyrir ónotum eða hótunum nema í fáum tilvikum, en auðvitað hefur það borið við. Það gerist í hita leiksins, því miður.“ Hjörleifur er þekktur fyrir að vera fastur fyrir og vinna mál sín af stakri nákvæmni, sem sumir kalla r e y n d a r þ r j ó s k u o g smámunasemi. Hjörleifur er tregur til að leggja mat á það. „Nú er það ekki rétt að vera dómari í eigin sök. Viðhorf mitt og nálgun er þannig að ég reyni að fá gleggsta sýn yfir mál sem ég er að fást við. Margt smátt gerir eitt stórt og þú getur kannski ekki alveg vitað fyrir- fram hvað skiptir mestu í til- teknu máli. Þannig að það hefur gildi að gefa því sem virðist við fyrstu sýn aukaatriði einnig gaum. Kannski er þetta kallað smámunasemi en þetta er nú mín vinnuaðferð.“ Mörg járn í eldinum Næstu skref í málinu verða að undirbúa það fyrir Hæstarétt og bregðast við greinargerðum þeirra sem áfrýja. „Þetta er hins vegar algert hliðarmál í mínum verkahring, ég er með mörg járn í eldinum,“ segir Hjörleifur en hann vinnur þessa dagana að ritun tveggja bóka. Í vor kemur út Árbók Ferðafélags Íslands, þar er fjallað um Austfirði frá Reyðarfirði til Seyðisfjarðar en hitt verkið sem þessi hamhleypa er með í smíðum er um Hall- ormsstað og nágrenni en þar er Hjörleifur uppalinn. „Það er ekki skortur á viðfangsefnum, ég sé ekki út úr því. Það er hins vegar listin að ætla sér ekki um of.“ sveinng@frettabladid.is 16 SVONA ERUM VIÐ? „Það skiptir máli hvort keypt er merkja- vara eða ekki, merkjavara er svo dýr í dag,“ segir Sigurjón Sverrir Sigurðsson, í 10. bekk Árbæjarskóla, en fregnir herma að fölsuð merkjavara sé seld á Íslandi. Sverrir segir að hann yrði sáttur fengi hann gallabuxur á góðu verði sem litu út fyrir að vera ekta: „En ef sagt væri við mig að þær væru ekta og ég fengi þær á svona góðu verði og svo myndi ég fatta að þær væru falsaðar, þá yrði ég ekki sáttur.“ Sverrir segir það skipta margt fólk máli að vera í réttu merkjunum. Það sé ansi dýrt. „Ef maður fer í Deres og ætlar að fá sér Diesel eða Levi's gallabuxur kostar það um fimmtán þúsund kall. Ef þú færð þér einhverjar gallabuxur sem enginn þekkir merkið á, en eru kannski geðveikt flottar, þá kosta þær þrjú til fimm þúsund.“ Sverrir segist einmitt hafa verið að skoða föt fyrir stuttu og var tíu þúsund króna verðmunur á buxum: „Ég keypti nú bara þær ódýrari. Mér fannst þær flottar.“ SIGURJÓN SVERRIR SIGURÐSSON Velur síður merkjavöru FÖLSUÐ MERKJAVARA SJÓNARHÓLL Eftir brunann í Hringrás við Sundahöfn í nóvember í fyrra fengust þær upplýs- ingar frá slökkviliði að brunavörnum 236 fyrirtækja á höfuðborgarsvæðinu væri ábótavant. Sum fyrirtækjanna höfðu dagsektir hangandi yfir sér og meðal þeirra var endurhæfingamið- stöðin Reykjalundur. Miklu lokið Björn Ástmundsson, forstjóri Reykja- lundar, segir að þegar fréttir að bruna- vörnunum bárust í nóvember hafi úr- bótastarf þegar verið hafið á Reykja- lundi og það hafi verið í fullum gangi síðan. „Hér er um sjúkrahús á föstum opinberlegum fjárlögum að ræða og það verður að dreifa framkvæmdum á sínum vegum,“ segir Björn. „Við lögðum þó fram nýja framkvæmdaáætlun í fyrra og erum komnir langt á veg með hana.“ Meðal þeirra úrbóta sem þegar hafa verið gerðar nefnir Björn útiljós á veggj- um sem leiðbeina fólki út, búið sé að tryggja flóttaleiðir í vinnuskálum og brunaviðvörunarkerfi hefur verið endur- nýjað. Næst á dagskrá Björn segir að það sem vaxi mönn- um mest í augum séu brunalokur í loftræstikerfi, en byggingar á Reykja- lundi eru 50 til 60 ára gamlar. „Við höfum verið að gera úttekt á því hvar mögulegt er að koma þeim fyrir og hvar við getum lokað loftræsti- kerfum og opnað glugga í staðinn.“ Björn segir að verið sé að koma fyrir sex nýjum eldvarnarhurðum og næsta árið liggi fyrir að setja upp þéttilista. „Þetta er sem sagt mjög lifandi mál hérna og hefur aldeilis hreyft við okkur, en ég held við séum komin í fullt samráð við for- varnadeild og það er engin hætta á að það komi til beitingu dagsekta í okkar tilviki.“ Miklar úrbætur verið gerðar EFTIRMÁL: BRUNAVARNIR Á REYKJALUNDI 14. janúar 2005 FÖSTUDAGUR Listin er að ætla sér ekki um of LESIÐ ALLT U M STJÖR NURNA R TÍU Hildu r Vala Lise bet Aðal heið ur Ylfa Lind Helg i Þór Valg erðu r Daví ð Sm ári Bryn ja Nann a Krist ín Marg rét Lára 10 ST JÖRNU R EFTI R Í IDO L - ALL T GETU R GER ST! Ljós myn dun: Ari Mag g • S tílist i: Al da B . Gu ðjós dótt ir • F örðu n: F ríða Mar ía • Hár: Jói og f élag ar L AU KABL A‹-1 10.1 .200 5 1 3:33 Page 1 NR. 2 - 20 05 • Verð kr. 599 RISA-IDOL A UKABLAÐ FYLGIR FRÍTT MEÐ 13.-19.jan. ÉG ER RÍKU R PABBI!Geir Ólafs: KLEIP KIEFER Í RASSINN Hannes Hólmsteinn Hemmi G unn rækt ar samband ið við bö rnin sín: Bara í KYSSTI INGIBJÖRG U SÓLRÚN U! Tvíburarnir Arnar og Bjarki: KAUPA LÚXUSBLOK KIR Í HAFNARFI RÐI! NEFBROTINN ME Ð GLÓÐARAUGU ! 9 771025 956009Heiðar Austmann tala r út: NÝTT ÚTLIT 01 S&H F ORSÍ‹A3 704 TBL -2 10.1 .2005 1 7:00 Pa ge 2 Gerir lífið skemmtilegra! Gerir lífið skemmtilegra! Ge rir lí fið sk em mt ile gr a! Ge rir lí fið sk em mt ile gr a! Idol aukab lað fylgir frítt með! NÝTT ÚTLIT HildurVala Lisebet Aðalheiður Ylfa Lind Helgi Þór Valgerður Davíð Smári Brynja NannaKristín Margrét Lára 10 STJÖRNUR EFTIR Í IDOL - ALLT GETUR GERST! Ljósmyndun: Ari Magg • Stílisti: Alda B. Guðjósdóttir • Förðun: Fríða María • Hár: Jói og félagar 3 Page 1 Orkusparnaður: Réttir pottar þyngja pyngjuna RAFMAGN Boðaðar hafa verið gjaldskrárhækkanir á rafmagni víða um land. Sporna má við áhrif- um hækkananna á budduna ein- faldlega með því að spara raf- magn. Orkuveita Reykjavíkur birtir nokkur góð ráð á heimasíðu sinni or.is, hér eru nokkur þeirra. Örbylgjuofninn Tími og orka sparast þegar mat- reitt er í örbylgjuofni. Það tekur sjö mínútur að matreiða 250 grömm af kartöflum í örbylgju- ofni, en 25 mínútur á eldavél. Sjóðið eða hitið matinn í lokuðum ílátum, þannig helst hitinn betur á matnum og orka sparast. Með því að nota lítið vatn þarf styttri suðu- tíma. Oft er hægt að sleppa vatn- inu alveg þegar matreitt er í ör- bylgjuofni. Eldavélin Gætið þess að pottur- inn sé hæfilega stór á helluna. Til dæmis fara tuttugu prósent orkunnar til spillis ef potturinn er tveimur sentimetrum minni í þvermál en hellan. Ósléttur botn á potti eða pönnu getur valdið fjörtíu prósent meiri rafmagns- notkun. Notið þétt lok á pottinn og takið það ekki af meðan soðið er. Ef lokið er ekki á pottinum þarf tvöfalt meiri orku en ella. Það þarf tvisvar til þrisvar sinnum meiri orku að glóðarsteikja í ofn- inum en að steikja á hefðbundinn hátt. Ísskápurinn Hæfilegt hitastig í kæliskápnum er 4-5 gráður. Raf- m a g n s n o t k u n eykst um fjögur prósent fyrir hvert stig sem hitinn er lækkað- ur. Gætið þess að loftræsting sé nægjanleg bak við kæliskápinn. Léleg loftræsting getur valdið allt að tíu prósent meiri rafmagnsnotkun. Kaffivélin Það sparast um þrjátíu prósent af orkunni með því að laga kaffið í kaffivél í stað þess að nota hraðsuðuketil og hella upp á á gamla mátann. Notið hitakönnu til að halda kaffinu heitu, en ekki hitaplötu kaffivélarinnar. - shg 203.093 GESTIR heimsóttu Fjölskyldu- og húsdýragarðinn í Laugardal á síðasta ári. HJÖRLEIFUR GUTTORMS- SON Hjörleifur Guttormsson fékk úrskurði Skipu- lagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum ál- vers Alcoa í Reyðar- firði hnekkt, í bili í það minnsta. Ekki er öllum jafn mikið um baráttu Hjörleifs gefið og hefur honum jafnvel verið hótað af sveitungum sínum eystra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.