Fréttablaðið - 14.01.2005, Síða 47

Fréttablaðið - 14.01.2005, Síða 47
Nýlega kom út hljómdiskur á vegum Óperukórsins í Reykjavík. Um er að ræða upptöku á tónleik- um Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Háskólabíói árið 1998, þar sem Ó- perukórinn söng ýmsar þekktar tónlistarperlur úr óperum undir stjórn Garðars Cortez. Einsöng syngja þau Ólöf Kolbrún Harðar- dóttir og Renato Francesconi. Þá kemur Karlakórinn Fóstbræður til liðs við Óperukórinn í nokkrum at- riðum. Viðfangsefnin eru að sjálfsögðu valin með tilliti til þess að kórinn fái að spreyta sig og þau eru ekki af verri endanum. Má þar nefna m.a. „ Freudig begrussen „ úr ó- perunni Tannhauser eftir Richard Wagner, „Una vela“ og „Fuoco di gioia“ úr óperunni Otello og „Gloria all’Egitto“ úr óperunni Aida, báðar eftir Giuseppe Verdi; valsinn og söng sveitastúlknanna úr óperunni Évgení Ónegín eftir Pjotr Tsjæ-kofskí og Polovetska dansa úr óperunni Ígór fursti eftir Alexander Borodín. Þessi verk eru ekki aðeins fögur og vinsæl heldur einnig rík og á köflum margslungin tónlist, sem ekki er heiglum hent að flytja. Stjórnandinn Garðar Cortez hefur lengi verið kunnur fyrir áræði og það sýnir hann hér. Hann staðfestir einnig að hann stendur undir því sem hann tekur sér fyrir hendur því að hljómsveitarstjórn hans á diskum er yfirleitt með miklum ágætum og ekki annað að heyra en hann hafi fullt vald á þessum kröfuhörðu viðfangsefn- um. Það er mikill fengur að Svítu Jóns Ásgeirssonar fyrir kór og hljómsveit úr Galdra-Lofti og Þrymskviðu. Þetta er vel samin og falleg tónlist og vekur til um- hugsunar um það sem verið gæti hér á landi ef tækist að vekja þjóð- ina af sínum lágmenningarlega doða. Jón Ásgeirsson er merkur frumkvöðull í miklu starfi sem óunnið er og bíður íslenskra tón- skálda. Það er að nýta bókmennta- arfinn til óperusmíði. Um þessar mundir eru Íslendingar svo ríkir að þeir vita ekki sitt rjúkandi ráð og eyða fé í hverja hugsanlega vit- leysu. Íslensk ópera virðist því mið- ur enn standa utan þess sem leyfi- legt er. Óperukórinn er greinilega vel skipaður raddfólki, einkum virðast kvenraddirnar í kórnum vera öfl- ugar. Kórinn hljómar mjög vel í at- riðunum úr Évgení Ónegín og Polovetsku dönsunum svo dæmi séu nefnd. Ekki má gleyma að minnast á framlag Ólafar Kolbrún- ar Harðardóttur í Inneggiamo eftir Pietro Mascagni. Rödd hennar er einstaklega falleg og sannkölluð guðsgjöf. Sinfóníuhljómsveit Ís- lands á stórt framlag á þessum diski og gott. Málmblásarar hljóm- sveitarinnar eru meðal þeirra sem fara á kostum í ýmsum stöðum. Ef til vill er það atriði sem best heppn- ast í heild kaflinn úr Tannhauser. Þar falla allir þættir saman í sann- færandi túlkun. ■ FÖSTUDAGUR 14. janúar 2005 35 Veisla óperukórsins TÓNLIST FINNUR TORFI STEFÁNSSON Veisla óperukórsins Óperukórinn/Sinfóníuhljómsveit Íslands/Ólöf Kolbrún Harðardóttir og Renato Francesconi, Karlakórinn Fóst- bræður/stjórnandi: Garðar Cortez ÓPERUKÓRINN Greinilega vel skipaður raddfólki. Áfram Ausa – Stólarnir hætta Síðasti möguleiki til að sjá þessar tvær leikhúsperlur á einu kvöldi verður á laugardagskvöldið 15. janúar. Eftir það verður haldið áfram sýningum á Ausu á Litla sviðinu í Borgarleikhúsinu. Verkið er samstarfsverkefni Leikfélags Reykjavíkur og Leik- félags Akureyrar. Það var frum- sýnt á Akureyri í haust, en sýning- ar hófust í Borgarleikhúsinu í des- ember. Ausa Steinberg er óvenjulegt leikrit um níu ára einhverfan of- vita sem sér lífið og dauðann í öðru ljósi en við flest. Hún er í senn heillandi, fyndin og ótrúlega skemmtileg. Ausa elskar óperu- tónlist. Hún er með krabbamein og þráir að deyja eins og dívan á sviðinu við dynjandi lófatak áhorfenda. Ausa Steinberg var uppruna- lega flutt sem útvarpsleikrit hjá BBC í Bretlandi. Fá verk hafa hlotið önnur eins viðbrögð og Ausa og var leikritið ítrekað end- urflutt. Hérlendis endurtók sagan sig þegar Útvarpsleikhúsið flutti verkið fyrir nokkrum árum, því flutningurinn kallaði á greinar- skrif og endurflutning. Höfundur- inn Lee Hall var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir kvik- myndahandritið af Billy Elliot. Hann er einnig höfundur Eldað með Elvis sem sýnt hefur verið á Íslandi undanfarið. ■ Síðasta sýningarhelgi Síðasta sýningarhelgi á Íslenskri myndlist; um veruleikann, mann- inn og ímyndina verður í Lista- safni Íslands 14. og 15. janúar. Á sýningunni gefur að sjá mikla fjölbreytni í verkum listamann- anna. Miðlun upplýsinga með nýstárlegum hætti, með notkun farsíma og nettengingar. ■

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.