Fréttablaðið - 14.01.2005, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 14.01.2005, Blaðsíða 10
UMFERÐARÖRYGGI Lögreglan í Keflavík hefur orðið vör við ranga notkun bílbelta meðal öku- manna og er algengast að beltið sé ekki látið liggja yfir öxl heldur sett undir vinstri handarkrika. Samkvæmt upplýsingum frá Umferðarstofu eru það í flestum tilfelli ungar stúlkur sem nota beltin með þessum hætti og bera því við að beltin meiði eða angri viðkomandi. Umferðarstofa varar við notk- un af þessu tagi þar sem hún eyk- ur líkur á rifbeinsbroti og háls- eða höfuðmeiðslum. Auðvelt sé að klæð sig þannig að bílbeltið meiði ekki og brýnt er að láta tískuna ekki verða sér að fjörtjóni. Aftur á móti virðist almenn notkun bílbelta hafa aukist um níu prósent árið 2004 miðað við árið áður, samkvæmt upplýsing- um frá lögreglunni í Keflavík. Árið 2003 reyndust um 77 pró- sent ökumanna í þéttbýli nota bíl- belti en 86 prósent í fyrra. Á hverju ári hafa að meðaltali fjórir til sex manns látist í slys- um sem eru rakin til þess að ökumenn notuðu ekki bílbelti, sem er um fjórðungur þeirra sem látast í umferðinni árlega. - bs 10 14. janúar 2005 FÖSTUDAGUR LEIKIÐ MEÐ DÚKKU Hin sex ára gamla Deepa lék sér með dúkku á meðan fullorðnir þorpsbúar í Karukalacheri í Tamil Nadu-héraði í Ind- landi brenndu rusl og muni sem eyðilögð- ust í flóðbylgjunni á annan dag jóla. Ökumenn á Suðurnesjum: Ungar konur spenna beltin rangt Bush enn kokhraustur Bandaríkjamenn hafa hætt leit að efnavopnum í Írak. Meint efnavopnaeign var meginrök Bandaríkjaforseta fyrir innrásinni. Sjónvarpsviðtal við Bush verður sýnt í bandarísku sjónvarpi í kvöld. WASHINGTON, AP Eftir að hafa lagt milljarða króna í leit að gereyð- ingarvopnum í Írak tilkynnti bandaríska ríkisstjórnin á mið- vikudaginn að leitinni hefði verið hætt. Þar með er ljóst að fullyrðingar George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, um gríð- arlega vopnaeign Íraka áttu ekki við rök að styðjast. Meint gereyðingarvopnaeign Íraka var meginrök Bush fyrir innrásinni í Írak. Í sjónvarps- viðtali við fréttakonuna Bar- böru Walters sem tekið var upp á miðvikudaginn en sýnt verður á ABC-sjónvarpsstöðinni í kvöld varði Bush ákvörðun sína. „Líkt og margir aðrir Banda- ríkjamenn og fólk víðs vegar um heiminn hafði ég það á tilfinn- ingunni að við myndum finna gereyðingarvopn,“ sagði Bush. „Við verðum að komast að því hvað fór úrskeiðis þegar verið var að safna leynilegum gögn- um. Saddam var hættulegur og heimurinn er öruggari nú þegar hann er ekki við völd.“ Nancy Pelosi, leiðtogi demókrata á bandaríska þing- inu, sagði að Bush þyrfti nú að útskýra það almennilega fyrir fólki hvers vegna hann hefði haft svo rangt fyrir sér í allan þennan tíma. Allt að 1.500 bandarískir her- menn og starfsmenn leyniþjón- ustunnar hafa síðustu tvö ár leitað að gereyðingarvopnum um allt Írak. Helst hefur verið leitað í verksmiðjum, rann- sóknarstofum og á herstöðvum íraska hersins. Bush hefur þegar þakkað Charles Duelfer, yfirmanni bandarísku vopna- leitarinnar, fyrir hans störf. Duelfer mun skila lokaskýrslu um málið í næsta mánuði. Ekki er búist við því að hún muni bæta miklu við bráðabirgða- skýrsluna sem kynnt var síðasta haust, en í henni stóð að engin vopn hefðu fundist. ■ Áfangi hjá deCode: Vilja prófanir VÍSINDI Íslensk erfðagreining til- kynnti í gær að hún hefði lagt inn umsókn um leyfi til að hefja klín- ískar lyfjaprófanir í Bandaríkjun- um. Lyfið sem um ræðir heitir DG0401. Því er ætlað að vinna á æðakölkun í fótum. Þetta er í fyrsta sinn sem deCode sækir um leyfi til að hefja prófanir á lyfi sem alfarið hefur verið þróað innan fyrirtæksins. Í frétt frá fyrirtækinu er haft eftir Kára Stefánssyni forstjóra að þetta sé fyrsta lyfið sem þróað sé út frá niðurstöðum erfðarannsókna á algengum sjúkdómi. Hann sagði að verkefnið sýndi fram á hve fljótt unnt er að beita niðurstöðum grunn- rannsókna í erfðafræði til þróunar á lyfi. - þk RÖNG NOTKUN Algengast er að ungar konur spenni beltin rangt og beri því við að beltin meiði þær. – hefur þú séð DV í dag? Systkinin í Síld og fisk berjast um föðurarfinn Hatrammar deilur eftir fráfall móður þeirra Skrifstofuvörur á tilboði í janúar Ljósritunarpappír, bréfabindi, töflutúss og gatapokar Mán udag a til föstu daga frá k l. 8:0 0 til 18:00 Laug arda ga fr á kl. 10 :00 t il 14: 00 Nýr o pnun artím i í ver slun RV: R V 20 26 Mopak ljósritunarpappír 500 blöð í búnti 278.- m.v sk Bréfabindi A4 8cm kjölur A4 5cm kjölur 148.- m .vsk Töflutúss 2mm 4 lita sett 298.- m.v sk LÍFEYRISMÁL Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, styður það að allir fái sambærileg lífeyrisrétt- indi, hvort sem þeir starfa á al- mennum markaði eða hjá hinu op- inbera, og segir það viðhorf al- mennt ríkjandi innan BSRB að styrkja beri og efla lífeyriskerfið í þágu allra. „Það verður hins vegar ekki liðið að grafið verði undan líf- eyrisréttindum starfsfólks í al- mannaþjónustu eins og því miður örlar á nú um stundir,“ segir hann og telur það verkefni komandi kjarasamninga að koma svipuðu fyrirkomulagi á hjá öðrum. Ögmundur telur ekki að það hljóti að vera eitthvert val milli þess að vera með há laun og venjuleg lífeyrisréttindi eða góð lífeyrisréttindi og lægri laun eins og Pétur Blöndal alþingismaður hefur haldið fram. „Við látum að sjálfsögðu ekki skerða þessi réttindi og ég furða mig á yfirlýsingum sem fram hafa komið innan verkalýðshreyf- ingarinnar hvað þetta snertir. Mér finnst að við eigum frekar að snúa bökum saman og bæta réttindi allra,“ segir hann. - ghs ÖGMUNDUR JÓNASSON „Mér finnst að við eigum frekar að snúa bökum saman og bæta réttindi allra,“ segir formaður BSRB. Formaður BSRB: Sömu réttindi til allra EKKERT SINNEPSGAS Jónas Þorvalds- son og Adrian King, sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar, fundu fyrir ári síðan sprengju sem þeir töldu við fyrstu grein- ingu að innihéldi sinnepsgas. Halldór Ásgrímsson, þáver- andi utanríkisráðherra, sagði þá fund íslensku sprengjusérfræðinganna það merkilegan að hann gæti vakið heims- athygli. Nokkru seinna kom í ljós að engin efnavopn voru í sprengjunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.