Fréttablaðið - 14.01.2005, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 14.01.2005, Blaðsíða 27
Víking gylltur er kominn í nýjar og nútímalegar umbúðir sem endurspegla ferskleika og gæði bjórsins. Engar breytingar hafa verið gerðar á sjálfum bjórnum, sem um árabil hefur verið mest seldi bjórinn á Íslandi. Ámundi Sig- urðsson, hönnuður hjá Góðu fólki McCann, hannaði nýju umbúðirnar. Ámundi segir að hugsunin með útlits- breytingunni hafi verið sú að einfalda umbúðirnar og draga fram einkenni og gæði bjórsins með gullnum litum auk þess sem erlendar viðurkenningar sem bjórinn hefur fengið njóta sín nú betur á umbúðunum. Víking gylltur hefur fengið fjölda al- þjóðlegra verðlauna, þar á meðal þrenn gullverðlaun frá alþjóðlegu gæðastofnuninni Monde Selection. Þau verðlaun undirstrika að Víking gylltur stenst fyllilega samanburð við bestu bjóra heims. Víking gylltur er í flokki sterkra lagerbjóra. Í hann er not- að nokkuð mikið af humlum, sem gefa bjórnum biturleika sem er mjög eftir- sóttur af bjóráhugamönnum. Víking gylltur er gullinn úrvalsbjór sem sækir fyrirmynd sína til evrópskra Pilsen- bjóra. Víking gylltur fæst í 0,5 lítra dós- um og 0,33 lítra flöskum og dósum. Alkóhólmagn bjórsins er 5,6%. Víking gyllt- ur er bruggaður í brugghúsi Víking á Akureyri. ■ VÍKING: Kominn í nýjar umbúðir 5FÖSTUDAGUR 14. janúar 2005 Til hnífs og skeiðar GUÐRÚN JÓHANNSDÓTTIR ELDAR HANDA MINNST FJÓRUM FYRIR 1000 KR. EÐA MINNA. Sikileyjarpasta Hollusta matarmenningarinnar við Miðjarðarhaf er margrómuð. Þessi réttur er innblásinn af þeirri hefð. Hér er gott gert betra og ennþá hollara með því að notast við spelt spagettí og rómverskt kál, sem gerir réttinn fyllri og fjölbreyttari. Magnifico! Sjóðið spagettíið. Setjið hvítlauk, ansjósur, lárviðarlauf og olíu saman í matvinnsluvél eða mortél og maukið vel. Setjið maukið svo á stóra pönnu og bætið tómötunum við. Látið krauma í 20 mínútur. Setjið heitt pastað á djúpann disk, hellið sósunni yfir og stráið kál- inu í kring. Ólífum og sjávarsalti er svo sáldrað yfir. Kostnaður um 850 kr. 1 pakki spelt spagettí kr. 336 4 msk. ólífuolía 2 lárviðarlauf 8 hvítlauksgeirar 1 dós ansjósur kr. 200 2 dósir niðursoðnir tómatar kr. 150 um 12 steinlausar svartar ólífur 1 höfuð rómverskt kál kr. 160 Sjávarsalt Nýtt kaffihús á Laugavegi. Nýlega var opnað nýstárlegt kaffihús á Laugavegi 21, þar sem hljómplötuverslunin Hljómalind var áður til húsa, en kaffihúsið hefur einmitt hlotið nafnið Hljómalind. Áhersla er lögð á grænmetisrétti úr lífrænt rækt- uðu grænmeti, kaffi og hollt og gómsætt meðlæti. „Hugmyndin er að vera með allskonar uppákomur, meðal ann- ars bíósýningar þar sem við sýn- um öðruvísi myndir og höfum svo umræður á eftir,“ segir Arn- ar Steinn Friðbjarnarson, einn eigendanna. „Við sjáum þetta fyrir okkur sem menningarat- hvarf fyrir fólk sem vill gera eitthvað uppbyggilegt fyrir sam- félagið og vonumst til að þarna verði grundvöllur fyrir tónleika og fundi.“ Níu manns standa að stofnun Hljómalindar en meiningin er að reka fyrirtækið eins og samyrkjubú þar sem allir eiga jafnt í því. „Kaffihúsið er ekki rekið í hagnaðarskyni heldur verður ágóðanum, ef einhver verður, varið til hjálparstarfs víða um heim. Við höfum fengið til liðs við okkur indverskan jógameistara og hagfræðing sem hefur komið að stofnun hlið- stæðra fyrirtækja og verður okk- ur innan handar við að koma þessu í fast form.“ Arnar Steinn segir að í fram- tíðinni sé draumur margra innan hópsins að fara út á land og vera með lífrænan búskap, en enn sé þetta allt á byrjunarstigi. „Kaffi- húsið er áfengis- og reyklaust og við bjóðum yngra fólk sérstak- lega velkomið.“ ■ Hluti hópsins sem stendur að opnun Hljómalindar. Allt öðruvísi kaffihús Arnar Steinn var að leggja lokahönd á undirbúning opnunar Hljómalindar þeg- ar ljósmyndara bar að garði. Piper-Heidsieck kampavínið á Icelandair Business Class hlaut nú í byrjun desember viðurkenningu hins virta Business Traveller Magazine sem besta kamapvínið um borð í flugvélum í alþjóðlegu áætlunarflugi. Icelandair var jafnframt í öðru sæti ásamt British Airways og American Airlines fyrir gæði allra víntegunda sem í boði eru fyrir far- þega í viðskiptaerindum. Þessi viðurkenning Business Tra- veller Magazine er vitnisburður um gæði þjónustunnar á Icelandair Business Class. Þótt kampavín sé oftast drukkið eitt og sér er það einnig afbragð í kokkteila. Til að toppa upplifunina er fátt betra en að fá sér gott súkkulaði með. Mímósa heitir einn einfaldur og góður kampavínskokkteill. Blandið Piper-Heidsieck kampavíni og appel- sínusafa í könnu. Hellið í kæld kampavínsglös og skreytið hvert glas með einu frystu jarðarberi. PIPER-HEIDSIECK: Besta kampavínið á Business Class Mímósa 8 glös: 1 flaska Piper-Heidsieck 1/2 l ferskur appelsínu- safi 8 frosin jarðarber
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.