Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.01.2005, Qupperneq 43

Fréttablaðið - 14.01.2005, Qupperneq 43
31FÖSTUDAGUR 14. janúar 2005 ■ TÓNLIST ■ TÖLVULEIKIR Chris Martin, söngvari bresku hljómsveitarinnar Coldplay, seg- ir að gerð þriðju plötu sveitarinn- ar hafi verið eitt erfiðasta verk- efni sem hann hafi tekist á við. Sveitin er að leggja lokahönd á plötuna, sem er væntanleg í búð- ir í vor. Síðasta plata Coldplay, A Rush of Blood to the Head, kom út fyrir þremur árum og naut mikilla vinsælda. Meðlimir sveit- arinnar hafa játað að erfitt hafi verið að fylgja eftir svo góðri plötu. Hættu þeir meðal annars samstarfi við upptökustjóra sinn til langs tíma, Ken Nelson, og fengu Danton Supple í hans stað. Martin er ánægður með nýju lögin. „Við erum búnir að semja nokkur hrikalega góð lög. Ég held að við náum ekki að toppa þessa plötu. Ég segi þetta alltaf en núna meina ég það,“ sagði hann. Platan er sögð vera mikil framþróun frá þeirri síðustu. Þar má greina áhrif frá raftónlist átt- unda áratugarins, David Bowie, Bob Dylan og Brian Eno. ■ Fjölda nýrra laga eftir þekkta listamenn er að finna í tölvuleikn- um Gran Turismo 4, sem verður gefinn út á PlayStation 2 síðar á ár- inu. Lögin spanna samtals tvær klukkustundir og eru þau af ýms- um toga. Í opnunarmyndskeiði leiksins hljómar lagið Reason Is Treason með hljómsveitinni Kasabian, sem var nýverið tilnefnd til þriggja Brit-verðlauna. Einnig er þar að finna lagið Only I Want með hljóm- sveitinni Eagles of Death Metal. Einn af meðlimum þeirrar sveitar er Josh Homme, söngvari Queens of the Stone Age. Lagið Shatter með Feeder fær einnig að hljóma eins og í Gran Turismo 3. ■ JULIA ROBERTS Leikkonan Julia Roberts vill leika í kvikmynd eftir metsölubókinni The Family Way. Vill leika í fjöl- skyldumynd Leikkonan vinsæla Julia Roberts hafði svo mikla ánægju af því að eignast börn að hún hefur í hyggju að leika í kvikmynd sem mun fjalla um móðurhlutverkið og fjölskylduna. Roberts, sem eignaðist tví- burana Phinneaeus Walter og Hazel Patricia í nóvember, vonast til að fá réttinn til að gera kvik- mynd eftir metsölubókinni The Family Way eftir breska höfund- inn Tony Parsons. Samningavið- ræður standa nú yfir en ekkert er í hendi enn sem komið er. ■ NICOLE KIDMAN Er hrædd um að kannski sé henni bara ætlað að eyða ævinni ein. Nicole segist háð karlmönnum Nicole Kidman hefur viðurkennt að vera háð „líkamsvexti karlmanna“ en heldur að henni sé kannski ætlað að eyða ævinni ein. „Það væri mjög auðvelt að segja að ég óskaði að ég hrifist af konum, en ég geri það ekki. Ég meina ég elska konur en líkamlega gera þær ekki neitt fyrir mig. Ég elska hvernig karlmaður hugsar. Ég elska það hvernig karl- maður lyktar og hvernig hann lítur út. Ég er gjörsamlega ánetjuð lík- amsvexti karlmanna!“ segir Kidm- an í viðtali við Playboy. Hún neitar þar að ræða fyrrver- andi eiginmann sinn, Tom Cruise, sem hún kallar Thomas vegna mik- illar virðingar sinnar í hans garð. Hún segist aldrei munu koma fram á rauða dreglinum nema „með manneskju sem ég hef ákveðið að eyða ævinni með“ og lýsir hennar fullkomna manni sem „heillandi manneskju, þolinmóðum og ein- hverjum sem leitar að öðruvísi hlut- um.“ Hún bætir þó við: „Kannski er mér ætlað að eyða ævinni ein.“ Að- spurð hvort hún myndi aftur verða ástfangin af leikara segir hún: „Nei, aldrei nokkurn tíma!“ Kidman hef- ur nýlega verið orðuð við fyrrver- andi kærasta Liz Hurley, milljóner- ann Steve Bing. ■ COLDPLAY Hljómsveitin Coldplay gefur á næstunni út sína þriðju plötu. Kasabian og Homme í tölvuleik QUEENS OF THE STONE AGE Josh Homme, söngvari Queens of the Stone Age, er einnig í hljómsveitinni Eagles of Death Metal. Eitt erfiðasta verkefnið til þessa

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.