Fréttablaðið - 14.01.2005, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 14.01.2005, Blaðsíða 12
14. janúar 2005 FÖSTUDAGUR Loðnukvótinn: Útvegsmenn ánægðir LOÐNA Sjómenn og útgerðarmenn fagna tillögum Hafrannsókna- stofnunar um 780 þúsund tonna loðnukvóta til handa íslenskum skipum. Freysteinn Bjarnason, framkvæmdastjóri útgerðar Síld- arvinnslunnar í Neskaupstað, segir að mikill kvóti komi ekki á óvart miðað við fréttir síðustu daga um svartan sjó af loðnu. „Allir sem koma að þessum iðnaði hljóta að vera ánægðir og er ég alveg harðánægður. Það er hins vegar ljóst að langvarandi brælur mega ekki bresta á ef þetta magn á að nást“ segir Freysteinn. - kk Deilt um hagnað olíufélaga af samráði Hart var tekist á um það fyrir áfrýjunarnefnd sam- keppnismála á mánudag hver fjárhagslegur hagn- aður olíufélaganna hefði verið af verðsamráði. VERÐSAMRÁÐ Við málflutning fyrir áfrýjunarnefnd samkeppnismála á mánudag var hart deilt á skýrslu þeirra Tryggva Þórs Herbertssonar, forstöðumanns Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, og Jóns Þórs Sturlusonar, sérfræðings á stofnun- inni, sem þeir gerðu fyrir olíu- félögin og var lögð fram til varnar olíufélögunum í haust. Tvímenning- arnir fullyrtu í skýrslunni að mat S a m k e p p n i s - stofnunar á hagn- aði olíufélaganna af samráði væri órökstutt og líkur væru á að hagn- aðurinn ætti sér aðrar og eðlilegar skýringar. Sam- keppnisráð taldi f j á r h a g s l e g a n ávinning olíufé- laganna af sam- ráðinu hafa verið um 6,5 milljarða króna. Sam- keppnisstofnun gagnrýndi fræðileg vinnubrögð Tryggva Þórs og Jóns og töldu skýrsluna hafa verið unna að beiðni olíufélaganna og að yfir- bragð hennar væri líkara málflutn- ingi fyrir hönd félaganna en úttekt óháðra sérfræðinga. Stofnunin taldi gagnrýnina byggjast að mestu á al- mennum forsendum í hagfræði en að takmörkuðu leyti á þeim aðferð- um sem erlend samkeppnisyfirvöld hafa beitt við mat á ávinningi við sambærilegar aðstæður. Tryggvi og Jón sögðu þá að ásak- anirnar væru alvarlegar og bentu á að Samkeppnisstofnun hefði getað leitað eftir mati frá utanaðkomandi fræðimönnum frekar en að ráðast með aðdróttunum að heiðri þeirra. Þetta fræðilega mat liggur nú fyrir og við málflutninginn á mánudag lagði Samkeppnisstofnun fram greinargerð óháðra fræðimanna þar sem niðurstaða tvímenninganna frá Hagfræðistofnun var gagnrýnd harkalega. Gylfi Magnússon, deildarforseti viðskipta- og hagfræðideildar Há- skóla Íslands, segir að starfsmenn Hagfræðistofnunar megi taka að sér verk fyrir utan vinnu. Þetta leiði hins vegar til þess að erfitt sé að greina á milli skýrslna sem gerðar eru í nafni starfsmanna stofnana annars vegar og þeirra sem stofn- unin sjálf gerir hins vegar. Sérstak- lega sé erfitt að koma því á fram- færi í opinberri umræðu. Hann seg- ir að það sé stjórnar stofnunarinnar sjálfrar að taka ákvörðun um það hvort breytingar á þessu verði gerðar þannig að starfsmönnum hennar verði ekki eins frjálst að vinna sjálfstætt. ghg@frettabladid.is Starf skipulagsfulltrúa Fljótsdalshéraðs: Of fáar umsóknir SVEITARSTJÓRNARMÁL Meirihluti skipulags- og byggingarnefndar Fljótsdalshéraðs hefur lagt til að öllum umsóknum sem bárust um starf skipulagsfulltrúa sveitarfé- lagsins verði hafnað á þeim for- sendum að einungis einn þriggja umsækjenda uppfylli skilyrði um starfsgengi. Tveir af fimm nefndar- mönnum í skipulags- og byggingar- nefnd vildu ráða Þórhall Pálsson en hann var eini umsækjandinn sem uppfyllti skilyrði um starfsgengi og var samkvæmt greinargerð Eiríks Björgvinssonar, bæjarstjóra Fljóts- dalshéraðs, hæfastur umsækjenda. Í greinargerð með tillögunni um að hafna öllum umsóknum segir m.a: „Telja verður að umrætt starf eigi að vera eftirsóknarvert til að gegna. Skipulags- og byggingar- nefnd batt vonir við að nefndin gæti valið um fjölda umsókna og mæla hagsmunir sveitarfélagsins með því að við ráðningu standi val milli fjölda hæfra umsækjenda. Við þær aðstæður sem fyrir hendi eru telur skipulags- og byggingarnefnd rétt að hafna öllum framkomnum um- sóknum. Ráðningu í umrætt starf verði frestað ótímabundið.“ - kk FYRIR ÁFRÝJUNARNEFND SAMKEPPNISMÁLA Á MÁNUDAG Hart var deilt um skýrslu starfsmanna Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands fyrir nefndinni. FREYSTEINN BJARNASON. „Norðfjarðarhöfn iðar af lífi þessa dagana en hingað skiptast á að koma frystiskip, mjölskip, veiðiskip og vinnsluskip,“ segir Freysteinn. TRYGGVI ÞÓR HERBERTSSON Vann skýrslu fyrir olíufélögin sem Samkeppnisstofnun telur líkari málflutn- ingi en úttekt óháðs sérfræðings.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.