Fréttablaðið - 14.01.2005, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 14.01.2005, Blaðsíða 26
Hvítlaukur flysjaður Einföld og fljótleg leið til að flysja hvítlauk er að leggja hnífsblað á breiðum hníf á hliðina og ofan á hvítlaukslauf og þrýsta svo með hnefanum á hnífsblaðið. Þannig kremur maður hvítlaukinn og húðin losnar auðveldlega frá, auk þess sem auðveldara er að skera laukinn í litla bita.[ ] SÓMABAKKAR Nánari uppl‡singar á somi.is *Gildir a›eins ef panta› er fyrir meira en 3.000 kr. PANTA‹U Í SÍMA 565 6000 / FRÍ HEIMSENDING* sími 568 6440 ÚTS ALA Sverðfiskur í bland við smjörfisk og risarækjur Fiskbúðin Vör er með mikið úrval af óvenjulegu fiskmeti. „Það hefur verið mitt aðal í gegn- um árin að bjóða upp á öðruvísi fisk,“ segir Kristján Berg, eigandi fiskbúðarinnar Varar. „Það er til dæmis gaman að segja frá því að í hitteðfyrra fékk ég tvo sportkafara til að kafa eftir öðuskel í Hvalfirð- inum. Þetta kunni fólk vel að meta þannig að við endurtókum leikinn núna, sem þýðir að vonandi get ég boðið upp á öðuskel eitthvað fram á árið. Svo er ég auðvitað að flytja inn mikið af framandi fiski og finn vel hvað fólk er opið fyrir spenn- andi nýjungum.“ Kristján mælir sérstaklega með risarækjum, sem hann segir að séu „hrikalega góðar“. „Þetta eru engar salatrækjur heldur rækjur til að þræða upp á grill- spjót eða pönnusteikja með hvít- lauk og engifer. Þetta er líka kjör- ið á útigrillið, og sniðugt að blan- da saman grænmeti, túnfiski og risarækjum. Ef fólk vantar ráð um meðhöndlun fisksins veitum við þau að sjálfsögðu, en Íslendi- ingar eiga reyndar ótrúlegt úrval af uppskriftabókum. Ég er líka með bækur hér sem fólk getur gluggað í.“ Af framandi fiskum hjá Krist- jáni má nefna sverðfisk sem fæst árið um kring, og smjörfisk, sem er hvítur og safamikill fiskur frá Indónesíu, en Kristján flytur hann inn í gegnum Danmörku. „Svo er ég með hámeri og Nílarkarfa, að ógleymdum búranum sem veidd- ist hér við land fyrir tíu árum en veiddist upp. Ég kaupi hann á sumrin, flaka hann og frysti svo fólk geti alltaf gengið að honum vísum. Þar að auki er ég með allan hefðbundinn ferskan fisk.“ Kristján segir að orðrómur um að Íslendingar borði ekki mikinn fisk sé mjög ýktur þó neyslan hafi vissulega breyst. „Ég er alltaf með opið á laugar- dögum og finn að fólk er farið að líta á fisk sem hátíðarmat sem það kaupir um helgar. Ef fólk er með matarboð vill það líka bjóða upp á eitthvað öðruvísi. Svo erum við hér með fullkomið eldhús og fyrir þá sem vilja erum við með mikið af tilbúnum réttum beint í ofninn eða á pönnuna.“ edda@frettabladid.is Hvítlauks- edik án kólesteról Í húsgagnaverslun Virku fæst náttúrulegt hvítlauksedik frá Bandaríkjunum. Mjög sérstakt og gott edik sem heitir Garlic Expressions fæst nú í versluninni Virku húsgögn- um í Mörkinni. Edikið er laust við kólesteról og er 100% nátt- úrulegt. Garlic Expressions er framleitt í Bandaríkjunum og hefur þegar fengið ýmsar viður- kenningar en sala þess í Evrópu er nýhafin. Edikið hentar vel á salat og jafnvel pítsur og pasta eða til marineringar á lax eða kjúklingi. Það telst til tíðinda að vara af þessu tagi skuli vera til sölu í húsgagnaverslun en eig- endur Virku höfðu kynnst edik- inu erlendis og hrifust það mik- ið að þeir vildu bjóða það til sölu. ■ Morgun- kornabar Í Bandaríkjunum hafa verið opnuð morgunkorna- kaffihús. Morgunkornabar og kaffihús var opnað í Fíladelfíu á dögunum en það er annað kaffihúsið sem opn- að er í Bandaríkjunum. Kaffihús- ið er hannað til að gera morgun- kornsát utan veggja heimilisins að sérstakri upplifun. Hægt er að velja um þrjátíu mismunandi morgunkornsteg- undir frá öllum helstu framleið- endum heims eins og Kellogg's og General Mills. Einnig er að hægt að velja um ýmsar tegund- ir af mjólk, þar á meðal soja, og bæði er hægt að fá heita og kalda drykki með. Allt andrúms- loftið er einstaklega heimilis- legt og er einnig hægt að fá ýmsa morgunkornsrétti, ekki bara hefðbundið morgunkorn með mjólk. ■ Kristján Berg hjá fiskbúðinni Vör leggur metnað í að eiga óvenjulegan fisk í bland við þann hefðbundna. Sjálfhitandi kaffi Kaffihúsakeðjan Starbucks finnur upp á nýjum kaffileiðum. Starbucks-kaffihúsið er þekkt úti um allan heim þó það hafi ekki enn borist til Íslands. Nú hefur kokkur staðarins, Wolfgang Puck, fundið upp á nýrri kaffitegund ef svo má segja. Það er sjálfhitandi kaffi latte sem verður hægt að kaupa í matvörubúðum á næstunni. Kaffið er hitað með því að ýtt er á hnapp á ílátinu. Puck hyggur einnig á sjálfhitandi súpur, te og kakó og mun væntanlega prófa tæknina á mat um mitt næsta ár. Nú er bara spurning hvort Star- bucks tapi á þessari snilldarlegu uppfinningu eða græði ennþá meira. ■ Starbucks-kaffihúsin eru mjög vinsæl úti í hinum stóra heimi. Buxur- jakkar Stærðir 44-50 Mikið úrval ÚTSALA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.