Fréttablaðið - 14.01.2005, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 14.01.2005, Blaðsíða 13
9:30 Ávarp menntamálaráðherra, Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur 9:40 Reikningsskil þekkingar Hvernig eflir og samræmir fyrirtæki þekkingu og færni starfsfólks? Beita má þekkingarreikningsskilum til að rækta og varðveita mannauð og þekkingarauð. Eggert Claessen, framkvæmdastjóri hjá Tölvumiðlun hf 10:15 Kaffihlé 10:30 Starfsmenn læra og kenna Magna Fríður Birnir, starfsþróunarstjóri SKÝRR Skóli í fyrirtæki Auður Þórhallsdóttir, fræðslustjóri Alcan á Íslandi Mannauður skili arði (ROI) Leifur Geir Hafsteinsson, lektor við viðskiptadeild HR Að nýta leynda og ljósa þekkingu, framlag háskóla og fyrirtækja Ingi Rúnar Eðvarðsson, prófessor við viðskiptadeild Háskólans á Akureyri 11:30 Pallborðsumræður Þátttakendur: Framsögumenn. Stjórnandi pallborðs: Bogi Ágústsson, forstöðumaður fréttasviðs RÚV Fundarstjóri: Vilmundur Jósefsson, formaður SI Egilsstaðir: Keyrt á hreindýr LÖGREGLUMÁL Flutningabíll keyrði á fjögur hreindýr í umdæmi lög- reglunnar á Egilsstöðum í fyrri- nótt. Dýrin drápust. Bíllinn er töluvert skemmdur. Lögreglan segir mikið af hrein- dýrum við vegi á Jökuldalsheiði og Fljótdalsheiði. Erfitt sé að sjá þau þegar þau hlaupi yfir vegi í myrkri þar sem þau séu samlit þeim. Hreindýr hafa ekki valdið slysum á fólki í vetur, en einnig hafði verið ekið á tvö hreindýr, tarf og kálf, á Háreksstaðaleið í byrjun desember. Aflífa þurfti þá annað dýrið. - gag Edda útgáfa: Breytt skipurit ÚTGÁFA Á stjórnarfundi á miðviku- dag samþykkti stjórn Eddu útgáfu breytingar á skipuriti sínu. Helstu breytingar eru að útgáfustjórar verða ekki lengur tengdir ákveðn- um forlögum, heldur verða útgáfu- stjórar ákveðinna sviða. Með þess- ari breytingu verða þau forlög sem heyra undir Eddu að vörumerkjum fyrirtækisins. Meðal þess sem sögð er ástæða breytinganna er að „efla heildarvitund um Eddu á meðal starfsfólks og losa um viðjar ein- stakra forlaga frá fyrri tíð“ auk hagræðingar í rekstri og að tryggja samræmdar útgáfuákvarðanir hjá félaginu. Verkum útgáfustjóra er skipt á milli almennra rita, skáld- verka og barnabóka. - ss Vegabréfasvindl: Tveir dæmdir DÓMSMÁL Tveir Eþíópíumenn voru í gær dæmdir í 30 daga fangelsi hvor um sig í Héraðs- dómi Reykjaness. Þriðji maður- inn, sænskur ríkisborgari af eþíópískum uppruna, var úr- skurðaður í gæsluvarðhald fram á miðvikudag í næstu viku. Þremenningarnir voru hand- teknir þegar þeir reyndu að fara um borð í flugvél til Bandaríkj- anna og í ljós kom að þeir tveir sem voru dæmdir í gær voru með vegabréf annarra. Maður- inn sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald hafði séð þeim fyrir vegabréfum og áður farið með mann til Bandaríkjanna. Vonast er til að rannsókn á máli hans ljúki fyrir helgi svo hægt verði að gefa út ákæru á hendur honum. - bþg Sameining sveitarfélaga: Breyttar tillögur SVEITARSTJÓRNARMÁL Nefnd um sameiningu sveitarfélaga hef- ur nú lokið við að kynna sínar tillögur um sameiningu fyrir sveitarstjórnarmönnum. Að sögn Hjálmars Árnasonar, for- manns verkefnisstjórnar um eflingu sveitarstjórnarstigsins og sameiningu sveitarfélaga, verða skoðaðar þær breyting- arhugmyndir sem komið hafa upp á þeim fundum. Meðal þeirra breytinga sem verið er að skoða, er að Vatnsleysu- strandarhreppur muni sam- einast Hafnarfirði, en ekki Reykjanesbæ, Grindavíkurbæ, Sandgerðisbæ og Sveitarfélag- inu Garði, eins og nefndin lagði til. Hjálmar segir ekki ólíklegt að einhverjar breyt- ingar verði á upphaflegri tillögu nefndarinnar. - ss BENSÍNSTÖÐ TIL SKIPULAGS- STJÓRA Bæjarráð Kópavogs vís- aði umsókn Atlantsolíu um lóð að Vallarkór 6 til skipulags- stjóra bæjarins. Atlantsolía hyggst reka þar bensínstöð. Fyrirtækið sótti um lóðina 10. janúar. Málið er á byrjunarstigi og á eftir að fara fyrir bygging- arnefnd, samkvæmt upplýsing- um bæjaryfirvalda. ■ ATLANTSOLÍA HELSTU BREYTINGAR Bjarni Þorsteinsson: Var: Útgáfustjóri Almenna bókafélagsins Er: Starfar við almenna ritstjórn Dröfn Þórisdóttir: Var: Útgáfustjóri Vöku-Helgafells Er: Markaðsstjóri Eddu og útgáfustjóri Páll Valsson: Var: Útgáfustjóri Máls og menningar Er: Útgáfustjóri fyrir skáldverk og fræðirit Sigurður Svavarsson: Var: Útgáfustjóri Iðunnar Er: Útgáfustjóri fyrir almenn rit. Er einnig staðgengill forstjóra í útgáfumálum Sigþrúður Gunnarsdóttir: Var: Ritstjóri barnabókadeildar Máls og menningar Er: Útgáfustjóri fyrir barna- og unglinga- bækur EDDA ÚTGÁFA Með breyttu skipuriti eru útgáfustjórar ekki tengdir ákveðnum bókaforlögum fyrirtækisins. SAUTJÁN BÍLAR ÚR UMFERÐ Skráningarmerki voru tekin af sautján bifreiðum sem ekki höfðu verið færðar til skoðunar eða voru ótryggðar. Lögreglan í Keflavík var þar að verki á miðvikudag. Þetta kemur fram á vef lögreglunnar. ■ LÖGREGLUFRÉTTIR 13FÖSTUDAGUR 14. janúar 2005
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.