Fréttablaðið - 14.01.2005, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 14.01.2005, Blaðsíða 18
18 Hætt er við að verð á grænmeti stór- hækki vegna verðhækkunar á rafmagni til garðyrkjubænda um næstu mánaða- mót sem rekja má til nýrra raforkulaga. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra hefur unnið að því að lækka verð á grænmeti í landinu. Hafa áhrif raforkuverðsins á græn- metisverð verið skoðuð í ráðuneytinu? Við höfum átt fund með bændum sem lýstu sinni hlið á málinu. Þeir telja að ef ekkert verði að gert og þessi niður- greiðsla sem þeir hafa fengið fellur niður verði rekstur gróðurhúsa mjög erfiður. Ég hef þess vegna tekið þetta til umræðu í ríkisstjórninni og ég vona að það liggi fyrir á næstu dögum hvernig málið er vaxið. Þá verður tekin ákvörð- un um hvernig brugðist verði við. Er niðurgreiðsla á raforkuverði til grænmetisbænda mikil? Já. Í samningi við garðyrkjubændur um verðlækkun á gúrkum, tómötum og papriku var kveðið á um að peningi yrði veitt í niðurgreiðslur. Hversu mikilvægt telurðu að koma í veg fyrir verðhækkanir á grænmeti? Það er mjög mikilvægt að grænmetis- verð hækki ekki. Við höfum náð þeim árangri að koma því niður í heimsmark- aðsverð. Í kjölfarið lækkaði verð á öðrum ávöxtum. Það er mikilvægt fyrir neytendur að ekki komi til verðhækk- ana. GUÐNI ÁGÚSTSSON Grænmetisverð hækki ekki HÆKKUN RAFORKUVERÐS SPURT OG SVARAÐ Árið 2000 voru samþykkt lög um mat á umhverfisáhrifum. Vegna þeirra þurfa ýms- ar framkvæmdir að standast ítarlega skoð- un hagsmunaaðila, almennings og Skipu- lagsstofnunar til þess að hljóta samþykki. Hvað er umhverfismat? Mat á umhverfis- áhrifum er ferli þar sem metin eru þau áhrif sem framkvæmd kann að hafa á um- hverfið. Markmiðið með umhverfismati er að áður en lagt er út í framkvæmdir á borð við lagningu vegar eða byggingu virkjana sé búið að tryggja að viðkomandi framkvæmd hafi ekki í för með sér um- talsverða röskun á umhverfinu. Hver gerir umhverfismat? Skipulags- stofnun úrskurðar um mat á umhverfisá- hrifum framkvæmda. Fyrst metur hún hvort tiltekin framkvæmd sé matsskyld. Ef svo er heldur ferlið áfram með því að sá sem ætlar að framkvæma leggur fram til- lögu að matsáætlun til Skipulagsstofnunar. Í henni koma fram upplýsingar um það hvernig staðið verður að mati á umhverfis- áhrifum viðkomandi framkvæmdar. Eftir að Skipulagsstofnun hefur gert athuga- semdir við tillöguna er sjálf matsáætlunin lögð fram. Framkvæmdaraðilinn sér því næst um að umhverfisáhrifin séu metin samkvæmt matsáætluninni. Að því loknu gerir hann skýrslu um mat á umhverfisá- hrifum framkvæmdarinnar. Hún er lögð fyrir Skipulagsstofnun, sem úrskurðar um málið. Tillögu að matsáætlun, matsáætl- unina sjálfa og matsskýrsluna þarf að kynna fyrir hagsmunaaðilum og almenn- ingi, sem geta komið með athugasemdir hvenær sem er í ferlinu innan ákveðins frests. Hvaða framkvæmdir þurfa að fara í um- hverfismat? Í lögum um mat á umhverfis- áhrifum er skýrt tilgreint hvers konar fram- kvæmdir eru ávallt háðar umhverfismati. Sem dæmi er bygging olíuhreinsunar- stöðva, stórra virkjana og flestra tegunda verksmiðja alltaf háð umhverfismati. Einnig eru ýmiss konar landbúnaður, skóg- rækt og fiskeldi oftast háð umhverfismati, sem og stofnbrautir í þéttbýli og vegir utan þéttbýlis sem eru lengri en 10 kíló- metrar, svo einhver dæmi séu tekin. Hver getur niðurstaðan verið? Ef Skipu- lagsstofnun telur að framkvæmd hafi ekki í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif veitir hún þeim sem hyggst leggja út í framkvæmdirnar, sem getur til dæmis verið sveitarfélag, ríki, stofnun, fyrirtæki eða einstaklingur, leyfi til að hefja fram- kvæmdir. Skipulagsstofnun getur veitt leyfið án skilyrða eða með ákveðnum skil- yrðum sem sá sem hyggst framkvæma þarf að uppfylla áður en hann hefur fram- kvæmdir. Ef stofnunin telur hins vegar að framkvæmd hafi umtalsverð umhverfisá- hrif í för með sér leggst hún gegn henni. Úrskurð Skipulagsstofnunar má kæra til umhverfisráðherra innan fjögurra vikna frá því hann var birtur. Öllum er heimilt að kæra til ráðherra. Allir geta gert athugasemdir HVAÐ ER: UMHVERFISMAT 14. janúar 2005 FÖSTUDAGUR Skuldunum slegið á frest Indónesía, Srí Lanka og Seychelleseyjar hafa þekkst boð lánardrottna sinna um að fá skuldir sínar frystar um sinn svo að þær geti einbeitt sér að uppbyggingu eftir hamfarirnar miklu. Aðrar þjóðir hafa afþakkað aðstoðina. FJÁRHAGSAÐSTOÐ Lánardrottnar ríkjanna sem verst urðu úti í hamförunum við Indlandshaf á dögunum hafa ákveðið að frysta skuldir þeirra um sinn svo þau geti einbeitt sér að uppbygg- ingarstarfi. Þessi ríki eru þó langt í frá skuldugustu lönd heims. Ýmsar ástæður eru fyrir þessum himinháu skuldum sem margir telja að ríkari þjóðirnar innheimti fullfreklega. Svonefndur Parísarklúbbur ákvað á fundi sínum á miðviku- daginn að frysta skuldir þeirra ríkja sem fyrir mestu mannfalli og búsifjum urðu vegna flóð- anna á annan dag jóla. Klúbbur- inn er óformlegur félagsskapur helstu iðnríkja heims en þau eiga svimandi háar skuldir útistandandi hjá þeim sem fá- tækari eru. Klúbburinn fundar 10-12 sinnum á ári og ræðir stöðu og horfur í þessum efnum. Fljótlega eftir að hamfarirn- ar miklu dundu yfir fóru ráða- menn á Vesturlöndum að huga að því að létta undir með þeim ógæfusömu þjóðum sem fyrir flóðunum urðu. Gordon Brown, fjármálaráðherra Breta, stakk upp á skuldafrystingu strax á fyrstu dögum ársins og benti á að það skyti skökku við að þjóðirnar á Vesturlöndum gæfu söfnunarfé með hægri hendi til þess eins að innheimta það síðan með þeirri vinstri. Ráðamenn helstu iðnríkja heims tóku vel í þessar hugmyndir og nú hefur þetta verið ákveðið. Frystingin tekur strax gildi og er án sérstakra kvaða. Ekki er þó búist við að öll ríkin sem eiga kost á þessari aðstoð muni þiggja hana. Taílendingar hafa þegar afþakkað frystinguna og vilja heldur borga af sínum lán- um sem fyrr og Indverjar hafa tekið í svipaðan streng. Ástæða þessa er einfaldlega sú að skuld- ir þessara ríkja eru ekki tiltak- anlega miklar eins og sjá má á meðfylgjandi töflu en jafnframt lækkar lánshæfismat þeirra til frambúðar. Indónesía, Srí Lanka og Seychelleseyjar hafa hins vegar tekið hjálpinni fegins hendi enda er staða þeirra mun verri en hinna þjóðanna. Þorri ríkja þriðja heimsins er skuldum vafinn. Stór hluti lán- anna var veittur á sjöunda ára- tugnum með milligöngu alþjóða- stofnana og áttu þau að fara í þróunarstarf og efnahagsupp- byggingu. Á áttunda áratugnum snarhækkuðu vextir en um svip- að leyti ríkti efnahagskreppa í heiminum. Því eru mörg ríki enn í þeirri aðstöðu að erlendar skuldir þeirra eru hærri í dag en þegar til þeirra var stofnað þrátt fyrir að þau hafi greitt af lánun- um um áratugaskeið. Á Vesturlöndum vex þeirri skoðun stöðugt fiskur um hrygg að rétt sé að slá verulega af skuldum þróunarlandanna og jafnvel gefa þær með öllu upp. Öðruvísi geti þau ekki komið efnahag sínum á réttan kjöl. Til þess eru lánardrottnar ríkjanna hins vegar afar tregir og ólík- legt er að sú verði nokkurn tíma raunin. Alþjóðabankinn stendur að vísu fyrir sérstöku verkefni þar sem ríku þjóðirnar greiða af skuldum þriðja heimsins og leggur Ísland fé til þessa verk- efnis. Þessi aðstoð er þó háð ýmsum skilyrðum, til dæmis að einhvers konar markaðsbúskap verði komið þar á. Þótt flestir fagni ákvörðun Parísarklúbbsins frá því á mið- vikudaginn er hún ekki óum- deild. Mannúðarsamtök segja að með henni sé ekki nógu langt gengið en aðrir hafa bent á að þjóðirnar sem njóta góðs af frystingunni séu langt í frá þær skuldugustu í heiminum. Nær væri að einbeita sér að Afríku- ríkjunum í þessu sambandi. sveinng@frettabladid.is F l o k k u r Innlausnartímabil Innlausnarverð* á kr. 10.000,- 1989 2.fl. A 10 ár 15.1.2005 til 14.1.2006 37.642kr. Auglýsing um innlausnarverð verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs Innlausnarverð er höfuðstóll vextir, vaxtavextir og verðbætur.* Reykjavík, 13. janúar 2005 Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Lánasýslu ríkisins, Borgartúni 21, 2. hæð, Seðlabanka Íslands, Kalkofnsvegi 1 og bönkum og sparisjóðum um land allt. HLJÓMLIST Skemmdarvargar fara víða um og skilja eftir sig sviðna jörð. Breskir verslunareigendur hafa náð að stemma stigu við eignaspjöllum með því að láta klassíska tónlist hljóma fyrir utan fyrirtæki sín. Þannig tvístra þeir unglingaklíkum sem safnast saman utandyra og hyggjast brjóta og bramla það sem á vegi þeirra verður. Að sögn breska tímaritsins The Economist þola margir unglingar klassíska tónlist illa einfaldlega vegna þess hve ókunnugir þeir eru henni. Því er oftast nóg fyrir búðarloku að setja Mozart í há- talarana þegar mannsöfnuður gerir sig líklegan til skemmdar- verka. Stundum þarf þó að grípa til framúrstefnulegri tónverka. - shg Klassísk tónlist: Spornar við skemmdarverkum WOLFGANG AMADEUS MOZART Spornar við skemmdarverkum. SKULDIR RÍKJANNA SEM VERST URÐU ÚTI Í HAMFÖRUNUM Land Skuldir* Indónesía 90 Indland 59 Taíland 47 Malasía 45 Srí Lanka 105 SKULDUGUSTU RÍKI HEIMS Land Skuldir* Líbería 526 Gínea-Bissá 354 Máritanía 243 Vestur-Kongó 241 Sierra Leone 207 *sem hlutfall af lands- framleiðslu (í prósentum) ÞEIR HAFA ÖRLÖG ÞJÓÐA Í HENDI SÉR Herve Gaymard, fjármálaráðherra Frakklands, og Jean Pierre Joueyt, stjórnarformaður Par- ísarklúbbsins, takast í hendur fyrir fund klúbbsins á miðvikudaginn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.