Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.01.2005, Qupperneq 15

Fréttablaðið - 14.01.2005, Qupperneq 15
15FÖSTUDAGUR 14. janúar 2005 Íbúðalánasjóður segir banka og sparisjóði hafa þrýst fasteignaverði upp: Vill að sveitarfélög auki lóðaframboð FASTEIGNIR Með því að auka lóða- framboð geta sveitarfélögin, sérstaklega á höfuðborgar- svæðinu, minnkað þrýstinginn sem verið hefur á fasteigna- verð. Þetta kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs. „Í áformum Íbúðalánasjóðs um hófsama hækkun hámarks- lána og 90 prósenta veðsetning- arhlutfall var tillit tekið til fast- eignamarkaðarins og stöðu ís- lensks efnahagslífs,“ segir í skýrslunni. „Innkoma banka og sparisjóða á fasteignalána- markað hefur hins vegar leitt til hækkunar á fasteignaverði og aukið þrýsting á verðbólgu.“ Edda Rós Karlsdóttir, for- stöðumaður greiningardeildar Landsbanka Íslands, segir alveg rétt að innkoma banka á fast- eignalánamarkað hafi haft áhrif á fasteignaverð. Hins vegar megi ekki gleyma því að Íbúða- lánasjóður hafi sjálfur átt upp- tökin þegar hann tilkynnti að boðið yrði upp á 90 prósenta lán. Edda Rós segist taka undir með Íbúðalánasjóði hvað aukna lóða- úthlutun snertir. „Það er mikilvægt að einblína ekki bara á aukna eftirspurn eft- ir húsnæði heldur líka framboð- ið. Það er mikilvægt að greiða fyrir aukinni uppbyggingu. Það myndi án efa hafa áhrif á fast- eignaverðið.“ - th Miltisbrandurinn í Reykjavík: Umhverfisráð ræðir þörf aðgerða HEILBRIGÐISMÁL Umhverfisráð Reykjavíkurborgar hefur kallað eftir upplýsingum frá yfirvöldum dýralækninga um þá staði í höfuð- borginni þar sem grunur leikur á að skepnur sem drápust af miltis- brandi hafi verið grafnar, að sögn Katrínar Jakobsdóttur, starfandi formanns ráðsins. „Við ætlum að ræða þessar upplýsingar á fundi og láta kanna hvort ástæða sé til að- gerða,“ sagði hún. Vitað er að kýr sem drápust af miltisbrandi voru huslaðar undir Hlemmi og á svæðinu sem Austur- bæjarapótek stendur á, eins og fram kom í blaðinu í gær. Miltis- brandsgróin geta lifað í jörðu í að minnsta kosti tvö hundruð ár, lík- lega lengur að því er fram hefur komið hjá vísindamönnum. Vágest- urinn barst hingað til lands vel fyrir aldamótin 1900 með ósútuðum húðum frá Afríku. Katrín sagði nauðsynlegt að vita hvar miltisbrandsveikar skepnur hefðu verið grafnar. Þær upplýs- ingar yrðu hafðar til hliðsjónar ef raska þyrfti jarðvegi í borginni vegna framkvæmda eða bilana. - jss Manndráp: Drápu barn með salti BRETLAND, AP Bresk hjón hafa verið dæmd til fimm ára fang- elsisvistar fyrir að verða þriggja ára dreng að bana. Þau íhuguðu að ættleiða drenginn. Úr því varð ekki en þau drápu hann þess í stað með því að eitra fyrir honum með salti og veita honum banvænan höfuðáverka. Hjónin fengu drenginn til sín í þrettán vikur til reynslu áður en til formlegrar ættleiðingar kæmi. Eftir fimm vikna dvöl hjá hjónunum var hann fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fundist í dauðadái á heimili sínu. Í ljós kom að hjónin höfðu neytt þrjár til fjórar teskeiðar af salti ofan í hann til að refsa honum fyrir óþekkt. Hjónin voru ósátt við að hann uppfyllti ekki vonir þeirra um þægilegt fjölskyldulíf. ■ Of mikill hávaði: Kvartað yfir ástarleikjum SVÍÞJÓÐ, AP Íbúum fjölbýlishúss í Borlänge í norðvesturhluta Svíþjóð- ar varð ekki að ósk sinni þegar leigusali þeirra neitaði að flytja út hávært par sem býr í húsinu. Nágrannarnir kvörtuðu sáran undan því að ástarleikjum þeirra fylgdi svo mikill hávaði að það truflaði þá í erli dagsins. Leigusal- inn sagðist ekkert geta gert svo lengi sem parið iðkaði ástarleiki sína á daginn þar sem ekkert bann- aði hávaða sem bærist milli íbúða á daginn, öðruvísi væri farið ef fólkið iðkaði ástarleikina, með tilheyrandi hávaða, á kvöldin eða að næturlagi, það væri bannað með lögum. ■ UPPBYGGING Í NORÐLINGAHOLTI Framkvæmdir við nýtt hverfi í Norðlingaholti hófust árið 2003. Samkvæmt skipulagi er gert ráð fyrir 929 íbúðum í hverfinu. KATRÍN JAKOBSDÓTTIR Umhverfisráð tekur miltisbrandinn í Reykjavík fyrir á fundi þegar umbeðnar upplýsingar liggja fyrir.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.