Fréttablaðið - 14.01.2005, Síða 36

Fréttablaðið - 14.01.2005, Síða 36
Jón Reykdal listmálari er sextug- ur í dag. Tímamótin hringdu í hann og spurðu hvað hann hygð- ist gera á afmælisdaginn. „Ég verð heima. Ég segi ekki eins og einn sundfélagi minn sem sagðist mundu verða að heiman á afmælisdaginn en tekið væri á móti gjöfum í kjallaranum. Nei, ég verð heima og elda handa nán- ustu fjölskyldu. Dóttir mín sem búsett er í Bandaríkjunum hefur verið hérna undanfarið og maður hefur verið að snúast í kringum barnabörnin.“ Og hvað verðurðu með í matinn? „Smálúðu í saffransósu. Ég hafði hugsað mér að ná í nokkra stóra humra líka og kannski verð- ur líka smávegis af reyktum laxi í sósunni. Það er ekki alveg ákveðið hvort þetta verður fiski- tvenna eða fiskiþrenna. Þessi uppskrift var í Gestgjafanum fyrir nokkrum árum, einn af tutt- ugu bestu réttum ársins, og ég elda þetta alltaf nokkrum sinnum á ári, með tilbrigðum.“ Ertu eitthvað að sýna núna? „Já, ég er með sýningu þessa dagana í Hallgrímskirkju. Ég sýndi líka hjá Ófeigi í fyrra og við Jóhanna kona mín sýndum saman í ASÍ 2001.“ Ertu í olíu eða vatnslitum? „Olían á nú eiginlega hug minn allan um þessar mundir. En ég tek líka alltaf í vatnslitina. Þetta er svona í syrpum. Vatnslitirnir eru þannig að maður verður að stunda þá. Maður er eins og hljóð- færaleikari, verður að gera eitt- hvað á hverjum degi. Og stundum hef ég gert það. En núna er ég mest í olíunni. Og svo stunda ég kennslu. Við Jóhanna erum lekt- orar við Kennaraháskólann og það er gott skjól, sérstaklega þeg- ar markaðurinn fyrir myndlist er jafn þröngur og nú er hér. Íslend- ingar eru öfgafólk í þessu eins og öðru. Fyrir nokkrum árum var mikill markaður fyrir myndlist, grafíkin seldist vel en svo datt þetta alveg niður. Myndlistar- markaðurinn er afskaplega dapur hér um þessar mundir og þá er gott að hafa eitthvað annað að fást við og vera ekki algjörlega kominn upp á myndasölu. En maður er náttúrlega alltaf jafn glaður ef einhver kaupir af manni mynd.“ ■ 24 14. janúar 2005 FÖSTUDAGUR ALBERT SCHWEITZER (1875-1965) fæddist þennan dag. Smálúða í saffransósu JÓN REYKDAL LISTMÁLARI: ER SEXTUGUR Í DAG “Maður þarf ekki að vera engill til þess að verða dýrlingur.“ Margir töldu hann dýrling í lifanda lífi. timamot@frettabladid.is Þennan dag árið 1896 fluttist Ítal- inn Carlo Ponzi til Bandaríkjanna. Ponzi þessi fann upp á viðskipta- svikum sem síðan eru við hann kennd og hafa tíðkast allt fram á okkar daga. Í meira en tuttugu ár reyndi hann að afla sér viðurværis í Nýja heiminum, þvældist úr einu starfi í annað en gaf aldrei upp á bátinn drauminn um að efnast. Loks fann hann ráð til þess árið 1919. Hann sagði vin- um og fjárfestum að hann gæti tryggt þeim 50% ávöxtun á þrem mánuðum á fé sem honum væri treyst fyrir. Ef hann var spurður sagðist hann fjárfesta í alþjóðleg- um póstávísunum. Fáir kunnu skil á þeim fjárfestingarkosti. Ponzi stóð við fyrirheit sín við fyrstu fjár- festana og brátt tóku peningarnir að streyma inn. Þúsundir manna komu á skrifstofuna til hans og seðlum var troðið í allar hirslur og skúffur. Þegar lætin voru mest var Ponzi að taka á móti 200.000 dollurum á dag. Ponzi fór nú að eyða og njóta lífs- ins. Þrjár milljónir dollara notaði hann til kaupa á ráðandi hlut í Hanover Trust-fjármálafyrirtækinu. En nú var athygli fjármálaeftirlits- ins vakin. Í bókunum sást að ekki var um neinar raunverulegar fjár- festingar að ræða. Þúsundir fjár- festa heimtuðu fé sitt til baka og allt hrundi. Ponzi reyndi að afla fjár í spilavíti en var handtekinn og dæmdur í fangelsi fyrir svik. 1934 var hann rekinn úr landi til Ítalíu, þar sem hann átti skamm- vinna vist í fjármálaráðuneyti Mussolinis en flýði eftir fjárdrátt til Brasilíu og dó þar 1949. Píramídasvik að hætti Ponzis hafa viðgengist æ síðan. 14. JANÚAR 1896 Ponzi, sem fann upp píramídasvikin, kemur til Bandaríkjanna. ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR 1814 Danmörk lætur Noreg af hendi til Svíþjóðar með Kíl- arfriðargerðinni. 1914 Fyrsti T-Fordinn rennur af færibandinu. 1918 Læknafélag Íslands stofnað. 1923 Mikið tjón á hafnarmann- virkjum í Reykjavík og víðar um Vesturland í óviðri. Ell- efu manns farast. 1939 Noregur gerir tilkall til spildu á Suðurheimskaut- inu, „Lands Maud drottn- ingar“. 1960 Elvis Presley hækkaður í tign í hernum. Verður lið- þjálfi. 1976 Ólafur Jóhann Sigurðsson fær bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs, fyrstur Ís- lendinga. 1990 Simpson-fjölskyldan hefur göngu sína á Fox-sjón- varpsstöðinni. Ponzi-svikabragðið Tilkynningar um merkisatburði, stórafmæli, andlát og jarðarfarir í smáletursdálkinn hér að ofan má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5000. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, Eiríkur Einarsson bóndi Hallskoti, Fljótshlíð, Stefanía Guðmundsdóttir, Einar Eiríksson, Ásmundur Eiríksson, Júlía Adólfsdóttir, Kolbeinn Guðmannsson, Elísa Adólfsdóttir, Halla Bergmann, Brynjólfur Tómasson, Hólmfríður Ásmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. verður jarðsunginn frá Hlíðarendakirkju í Fljótshlíð laugardaginn 15. janúar og hefst athöfnin klukkan 14. Útför frænda okkar Gunnars Páls Björnssonar frá Grjótnesi, fer fram frá Snartastaðakirkju laugardaginn 15. janúar kl. 14. Aðstandendur. AFMÆLI Einar Hákonarson listmálari er sextugur í dag. Tryggvi Felixson, fram- kvæmdastjóri Land- verndar, er fimmtugur í dag. Halldór Gunnarsson, sóknarprestur í Holti undir Eyjafjöllum, er 64 ára. Jónína Michaelsdóttir blaðamaður er 62 ára. Stefán Örn Stefánsson arkitekt er 58 ára. Helgi Magnússon við- skiptafræðingur er 56 ára í dag. JARÐARFARIR 11.00 Kristín Sigurvinsdóttir Georges, Mentor, Ohio, Bandaríkjunum, verður jarðsungin frá Keflavíkur- kirkju. 13.00 Þuríður Axelsdóttir sjúkraliði, Marklandi 2, Reykjavík, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju. 13.00 Sigríður Bergsteinsdóttir, Hring- braut 23, Reykjavík, verður jarð- sungin frá Dómkirkjunni. 13.00 Jóhannes Ólafsson, Ásum 4, Hveragerði, áður Ásum í Staf- holtstungum, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju. 13.30 Jón Sigurðsson, fyrrv. bifreiðaeft- irlitsmaður, Austurvegi 31, Sel- fossi, verður jarðsunginn frá Sel- fosskirkju. 14.00 Ólöf Björnsdóttir, Garðvangi, Garði, áður Hringbraut 67, Kefla- vík, verður jarðsungin frá Keflavík- urkirkju. 15.00 Jóhann Ásmundsson, safnstjóri Minjasafns Egils Ólafssonar, Hnjóti, Örlygshöfn, verður jarð- sunginn frá Grafarvogskirkju. ANDLÁT Jóhann Oddsson, Hríseyjargötu 15, Ak- ureyri, lést miðvikudaginn 5. janúar. Ólafur Tryggvason, fyrrv. bóndi og org- anisti, Ytra-Hvarfi, lést fimmtudaginn 6. janúar. Jón Ingvarsson, Silfurtúni, Búðardal, lést sunnudaginn 9. janúar. Ragnar Örn, Fellsmúla 11, Reykjavík, lést þriðjudaginn 11. janúar. Sveinn Cecil Jónsson, Ólafsfirði, lést þriðjudaginn 11. janúar. Jórunn Karlsdóttir, Brúarási 7, Reykja- vík, lést þriðjudaginn 11. janúar. JÓN REYKDAL Íslendingar eru öfgafólk. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.