Fréttablaðið - 19.02.2005, Side 9

Fréttablaðið - 19.02.2005, Side 9
19. febrúar 2005 LAUGARDAGUR Magni Magnússon, kaupmaður við Lauga- veg, sest í helgan stein í haust eftir rúmlega 40 ára verslunarrekstur. Hann hyggst þá selja búðina sína og hlakkar til að verja tíma sínum við spilaborðið með Steinunni sinni. „Í haust verð ég sjötugur og vil hafa einhvern tíma til að leika mér sjálfur, þannig að í október eða nóvember ætla ég að sjá hvort einhver vill kaupa búðina og halda áfram að vera jókerinn við Laugaveg,“ segir Magni Magnússon kaupmaður, sem hef- ur ákveðið að setjast í helgan stein. Magni hefur verið lengi að, rekið frímerkja- og spilabúðina Hjá Magna á Laugavegi síðan 1979 ásamt eiginkonu sinni, Steinunni Guðlaugsdóttur. Áður hafði hann rekið Frímerkjamið- stöðina að Skólavörðustíg sem var opnuð árið 1964. „Frímerki og mynt stóðu ekki undir rekstr- inum og þá bættust spilin við,“ segir Magni um ástæður þess að hann leiddist út í spilabransann. Áður en Magni fór út í verslun vann hann hjá Landsbankanum og þó honum hafi líkað vel við samstarfsfólk sitt og yfirmenn ákvað hann að venda kvæði sínu í kross. „Ég bara fílaði ekki að vera þarna til lengdar og þegar mér var boðin útibússtjórastaða hafði ég vit á að stofna minn eig- in spilabanka.“ Allar götur síðan 1979 hefur Magni verið órjúfan- legur partur af Laugaveginum og orðið nánast tákngervingur kaup- mannsins. „Það þekkja mig allir hérna og ég get hvergi skandalís- erað, það er mínusinn við þetta,“ segir hann og hlær. Þegar hann opnaði verslunina á sínum tíma gerði hann djarfa tilraun og ákvað að hafa opið á laugardög- um. „Þá komu til mín tveir lög- reglumenn, kurteisir og elskuleg- ir, og sögðu að ég mætti ekki hafa opið þar sem þetta væri ekki blómabúð eða minjagripaversl- un. Ég skrifaði borgarráði bréf út af þessu en hef enn ekki fengið svar. En þegar Kringlan kom mátti hafa opið allan sólarhring- inn.“ Verslun Magna er athvarf frí- merkja- og myntsafnara og Magni leggur mikla rækt við fastakúnna sína, sem eru fjöl- margir. Laugardagsmorgna helg- ar hann söfnurum og býður upp á kaffi. Hann segir þó að nýliðunin í hópi safnara sé því miður ekki mikil. „Þetta breyttist allt þegar tölvan kom. Ef ég býð barnabörn- unum mynt eða frímerki svara þau að það hafi verið að koma út nýr tölvuleikur.“ Magni er þó bjartsýnn á framtíð Laugavegar- ins og segir síðasta sumar hafa verið það besta í langan tíma. „Útlendingarnir munu alltaf koma á Laugaveginn því þeir eiga nóg af Kringlum og Smárum heima hjá sér.“ 40 ár eru langur tími í verslun- arrekstri en Magni gefur ekki mikið fyrir það. „Ég á langt í að slá metið hans tengdapabba, Guð- laugs Pálssonar á Eyrarbakka, sem var með verslun þangað til hann var 98 ára.“ Hann viður- kennir þó að ferill hans sé orðinn lengri en hjá mörgum. „Galdur- inn við að tóra svona lengi er að eiga góða konu sem stendur með manni, eiga skemmtilega og vin- sæla búð og hafa húmor. Ef það er rólegt að gera þýðir ekkert að gráta, það verður kannski meira að gera á morgun.“ bergsteinn@frettabladid.is „Þetta var ágæt vika og frekar fáir óskila- kettir hafa komið til mín síðustu daga,“ segir Sigríður Heiðberg í Kattholti. Stundum koma átta kettir á dag til hennar en fyrir hverja átta ketti sem koma fara að jafnaði tveir heim. Það eru ójöfn hlutföll. Nokkrir kettir komust í hendur eigenda sinna á ný í liðinni viku. „Annars eru nýju kattareglurnar fullsmíð- aðar og nú er bara að sjá hvernig þær virka,“ segir Sigríður. Hún er ekki að fullu sátt við gang mála og segir óráð að reglurnar séu mismunandi eftir sveitar- félögum. „Það er ekkert samræmi í þessu. Svo hefði ég viljað fá að koma meira að þessu sjálf, ég veit nefnilega ekki hversu mikið þetta fólk er inni í málefnum katta,“ segir Sigríður og á þar við fólkið sem sér um regluverk hins op- inbera. Ágæt kattavika HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? SIGRÍÐUR Í KATTHOLTI Magni hættir í haust FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N STEINUNN OG MAGNI Hjónin hafa staðið saman í gegnum súrt og sætt í rúmlega 40 ár og Magni þakkar henni hversu lengi hann hefur enst í starfi. 10-11 (24 klst) 18.2.2005 19:03 Page 2

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.