Fréttablaðið - 19.02.2005, Page 39
LAUGARDAGUR 19. febrúar 2005 29
D
EL
TA
LI
G
H
T
RÝMINGARSALA
Á VÖLDUM DELTALIGHT LJÓSUM
30-50% AFSLÁTTUR
OPIÐ LAU.: 11 - 17
OPIÐ SUN.: 13 - 17
z
e
t
o
r
BREYTTUR HEIMUR
Eva María Jónsdóttir dag-
skrárgerðarkona bjó meðal
annars í eitt ár í París þar sem
fyrstu þrír mánuðirnir fóru í að
gráta og leita að íbúð.
Laugarásvegur, Reykjavík, 1971 til
1972
Foreldrar mínir voru það ungir
þegar þeir eignuðust mig, að þau
bjuggu enn í foreldrahúsum. Eftir
að ég fæddist, urðu þau því að
finna sér nýjan stað sem gæti rúm-
að þessa nýju fjölskyldu.
Rauðalækur, Reykjavík, 1972 til
1978
Það var greinilega mjög nauðsyn-
legt fyrir mig að flytjast á Rauða-
læk, því ég kynntist þarna einni af
mínum bestu vinkonum, Mörtu
Nordal, sem ég á að enn þann dag í
dag. Hún var þriggja ára og ég
tveggja ára. Hún átti ekki heima í
þessu hverfi heldur var tímabund-
ið í pössun í götunni þannig að það
var algjörlega tilviljunum háð að
við kynntumst og urðum svona
góðar vinkonur.
Úthlíð, Reykjavík 1978 til 87
Úthlíðin er æskugatan mín og
þarna fór ég út að leika mér og
eignaðist til viðbótar tvær góðar
vinkonur, sem eru það enn í dag,
Ilmi Stefánsdóttur og Nönnu Hlíf
Ingvadóttur. Þetta var „einu
krónu,vink vink“ gatan mín, heill
ævintýraheimur og gömlu kelling-
arnar alltaf að koma út á svalir til
þess að skammast í okkur. Við hjól-
uðum líka mikið og þá þótti aðal-
sportið að sleppa höndum. Reyndar
var allt reynt til þess að gera hlut-
ina meira spennandi.
Sjónvarpið var á þessum tíma
byrjað að sýna náttúrulífsmyndir á
daginn, en ég hneykslaðist alltaf
mjög mikið á þeim krökkum sem
stungu sér inn til þess að horfa á
þær. Sjálf stalst ég reyndar inn á
miðvikudögum og horfði þá á
teiknimyndirnar um Bleika pardus-
inn sem mér fannst mjög fyndnar.
Chancellor Drive, Winnipeg, Mani-
toba 1987 til 1988
Ég bjó hjá systur pabba og mannin-
um hennar í Kanada og var eitt ár í
menntaskóla. Ég man eftir því að
það var alveg rosalega öfgafullt
veður. Á sumrin var alveg rosalega
heitt, sem var ágætis tilbreyting
frá Íslandi. Þegar svo bar undir
gekk ég um á næstum því nærföt-
unum, stuttbuxum og ermalausum
bol. Veturinn var hins vegar það
kaldur, að það var nauðsynlegt að
vera með snýtipappír innan á trefl-
inum til þess að þurrka burt horið.
Annars hefði það frosið fast við
andlitið.
Ég man eftir því að einhverju
sinni vorum við nokkrar stelpur að
keyra um í blæjubíl og syngja The
Joker með Steve Miller Band, og
mér leið eins og ég væri stödd í
bandarísku menntaskólamyndinni
Ferris Bueller’s Day Off. Ég komst
svo auðvitað að því, að kvikmyndir
endurspegla raunveruleikann.
Þetta var gelgju- og djamm-
tímabil sem í minningunni var al-
veg rosalega skemmtilegur tími.
Blómvangur, Mosfellsbær, 1988 til
1992
Þetta var lögbýli sem stóð við götu
sem hafði ekki enn þá fengið nafn.
Ég minnist þess sem aðallega tíma
innilokunar, vegna þess að ég var
byrjuð í menntaskóla og ef ég hafði
ekki bíl, þá þurfti ég að hafa mjög
stóra tösku sem varð að rúma allt
það sem ég þurfti að nota yfir dag-
inn og fara með rútu. En þetta var
ekki eingöngu slæmur tími. Ég
kynntist meðal annars heimamenn-
ingunni, mála veggi og byrja að
elda í stað þess að borða sjoppu-
fæði. Ganga á fjöll, sem voru þarna
í næsta nágrenni og virkja náttúru-
barnið í sjálfri mér.
Rue Lamarc, París 1992 til 1993
Þarna bjó ég í Montmartre-hverf-
inu og lærði franskar bókmenntir
í háskólanum í eitt ár. Þetta var
mjög geggjaður tími og annars
konar gelgja en sú sem hafði ver-
ið í Kanada. Ég var reyndar grát-
andi fyrstu þrjá mánuðina, þekkti
engan og mér gekk ekkert að
finna íbúð. Þessi íbúð á Rue
Lamarc var því algjör himnasend-
ing. Mér virtist sem öll húsin
væru eins í París, fimm hæða há
og allar með svalir.
Á móti mér bjó mjög skemmti-
legur náungi, samkynhneigður
Frakki, sem ég átti í svalasambandi
við. Hann átti það til að sprauta með
vatnsbyssu í gegnum gluggann hjá
mér á gestina sem ég var með í
kvöldmat. Svo kom hann upp til
okkar og drakk hvítvín á svölunum.
Ég var svo heppin að hafa verið
í frönsku í menntaskóla, auk þess
að ég var í fjögurra mánaða kaþ-
ólskum tungumálaskóla í Lyon,
þannig að það tókst að komast inn í
málið þótt það hefði auðvitað verið
mjög erfitt til að byrja með.
Ásvallagata, Reykjavík 1993 til
1995
Þarna bjó ég á meðan ég var í há-
skólanum hérna heima og kynntist
manninum mínum, Óskari Jónas-
syni og hætti að reykja, en ég hafði
vanið mig á þann ósið þegar ég var
í París en þá eingöngu til þess að
kynnast fólki.
Ég var því að verða 25 ára þegar ég
loksins fluttist úr foreldrahúsum,
formlega, sem þykir væntanlega
bara gamaldags núna.
Smiðjustígur, Reykjavík 1995 til
1996
Ég myndi nú ekki kalla þetta
heimilið mitt heldur var þetta
fyrst og fremst piparsveinaíbúðin
hans Óskars. Ég þreif aldrei
þarna og því má kannski með
réttu kalla þetta hang out staðinn
minn. Ég var reyndar með tann-
burstann minn þarna en engin föt
og gekk því iðulega í fötunum og
skónum hans, sem voru alltof stór
á mig.
Kárastígur, Reykjavík, 1996 til 2004
Við áttum þarna okkar hveiti-
brauðsdaga og vorum með gríðar-
lega gott útsýni yfir flóann, Snæ-
fellsjökul, Keili og Bláfjöll. En
þegar börnin voru orðin tvö, þá
þurftum við að fara niður á jörð-
ina, enda leiðigjarnt til lengdar að
bera börnin og innkaupapokana
upp tröppurnar.
Bjarnarstígur, Reykjavík, 2004 -
Núna búum við sem sagt enn þá í
Stígahverfinu og kunnum mjög
vel við okkur hérna. Ég verð að
viðurkenna, að þetta er drauma-
húsið, því við horfðum á þetta hús
allan þann tíma sem við bjuggum
á Kárastígnum og létum okkur
dreyma um að búa þarna. Á hverj-
um einasta degi þakka ég fyrir að
þessi draumur skyldi rætast.
Þetta er kannski ekki barnvænt
hverfi, en inniheldur mjög fjöl-
breytt mannlíf. Í húsunum við
götuna býr fólk sem er frá því að
vera erlendur auðkýfingur til al-
íslensks hassræktanda sem notar
lyktsterkan þörungaráburð sem
veitir honum þó enga vörn gegn
löggunni.
EVA MARÍA JÓNSDÓTTIR Á ÆSKUGÖTUNNI ÚTHLÍÐ Ég kynntist tveimur af mínum
bestu vinkonum hérna.
HANNIBAL LECTER
Át aðrar manneskjur ekki einungis til að
seðja hungrið, heldur einnig til að öðlast
vald.
Mannát á sér langa sögu
Hvorki af
illsku né neyð
Upphaf mannáts er hvorki tengt
neyð né illsku, heldur í langflest-
um tilvikum nátengt helgiathöfn-
um sem áttu að hafa áhrif á menn-
ina, auka vald eða breyta eðli
þeirra. Það er einungis samfélag-
ið sem hefur þjálfað okkur í að
bjóða við mannáti og líta á það
sem svik við okkar eigin tegund.
Elstu menjar þess að borða
aðra manneskju eru allt að fimm
hundruð þúsund ára gamlar, en
veislugestir í hellinum Zhoukou-
dian í Kína átu merginn úr bein-
unum með því að kljúfa þau og
vísbendingar þykja benda til þess
að heilinn hafi einnig verið étinn.
Orokavaia – fólkið á Papa Nýju
Gíneu át fallna stríðsmenn, til
þess að fanga anda þeirra og Gimi
– konurnar í Nýju Gíneu, átu látna
karlmenn til þess að varðveita
frjósemina. Hua-fólkið á sömu
slóðum, át hina dánu til þess að
varðveita Nu – lífsvessana, sem
ekki var hægt að endurnýja.
Mannát í stríði var líka oft tákn-
ræn athöfn, sem merki um sigur.
Það er því sama hversu fjar-
læg þessi athöfn er fyrir nútíma-
manninn, mannát var fyrst og
fremst vel ígrunduð hugmynd
framkvæmd af hugsandi mann-
verum.
Byggt á bókinni Hugmyndir sem breyttu
heiminum sem kom nýverið út hjá Eddu.
GÖTURNAR Í LÍFI MÍNU: EVA MARÍA JÓNSDÓTTIR
Býr í draumahúsinu
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/S
TE
FÁ
N
40-41 (28-29)Helgarefni 18.2.2005 19:15 Page 3