Tíminn - 09.03.1975, Page 16
16
TÍMINN
Sunnudagur. 9. marz 1975
aö nokkur fjandmaður sigri
hann....
Hér svipar orðum Jesú mjög til
þess, sem frá segir i Bibllunni. Og
jafnvel hér spáir Jesú dauða sin-
um innan skamms. Allt stendur
það heima við það, sem segir i
guöspjöllunum, sem að sjálfsögðu
undirstrikar mikilvægi orðanna.
Alltof mikill munur á frásögnun-
um heföi virzt furðulegur.
Anan málar málverk
af Jesú
En jafnframt málaði Anan
þetta málverk af Jesú, sem nú er
slikur helgigripur. Málverkið
gaf hann konúnginum, sem leit á
það sem mikla heiðursgjöf, og
siðar gerist það, að Labubna fær
þau fyrirmæli að skrásetja allt og
koma fyrir i spjaldskrám kon-
ungsins.
Okkur er meira að segja sagt
frá þvi, að Jesús gleymdi ekki lof-
orði sinu. Eftir dauða hans kom
lærisveinninn Thaddeus til Ed-
essa, þar sem hann skirði kon-
unginn og læknaði hann.
En hvað um málverkiö? bótt
það hafi einhvern tima verið til,
þarf málverkið ekki endilega að
vera það upprunalega.
Kirkjusagnfræðingurinn Eva-
grius telst hafa séð það siðastur
manna. Það var árið 545. Siðan
liða nokkrar aldir, og ekkert
heyrist af málverkinu. Nú eru
samgöngur slæmar, að það segir
svo sem ekkert þö ekkert heyrist
af þvi fyrr en árið 944.
Þetta ár leggja Múhameðstrú-
armenn nefnilega Edessa undir
sig. Þá skiptir Jesúm engu máli,
svo að þeir fallast á það að láta
málverkið af hendi til austur-
rómverska keisarans Romans
Lacapenus gegn þvi, að hann
viðurkenni hernámið og greiði
12.000 silfurdali fyrir málverkið.
Málverkið hafnar fyrst um sinn i
Konstantinópel.
Þar er það til ársins 1372, þegar
kapteinn Moltaldo frá Genúa
hrekur Tyrkina á brott. Á hann er
hlaðið dýrum gjöfum — þar á
meðal er Jesú-myndin, sem hann
siðar gefur kirkju Heilags
Bartólomeusar. Þegar hermenn
Lúðviks 12. ræna myndinni árið
1507 ris svo sterk mótmælaalda,
að koiiungurinn skilaði henni aft-
ur, og eftir það voru settir á hvelf-
inguna, þar sem hún er geymd,
sjö lásarnir i öryggisskyni, og er
öryggið slikt, að það þarf nánast
styrjöld til að granda myndinni.
Hvelfingin haggast
ekki
Það munaði mjóu i heimsstyrj-
öldinni siðari, þegar sprengja
lenti á hlaustrinu, en hvelfingin
haggaðist ekki.
Aldurinn hefur að sjálfsögðu
sett merki sin á þennan heilaga
grip. Viss litblær hefur horfið, en
rauður blær gerir það að verkum,
að hægt er að átta sig nokkurn
veginn á, hvernig það hefur verið.
Onnur verk eftir Anan eru ekki
kunn, en samtimamyndir frá
þessum timum eru unnar með
sömu litum, þannig að karlmenn
eru dökkir, konurnar ljósar yfir-
litum. Þetta er lika aðferð til að
sýna mun á kynjunum.
Hvað þvi viðvikur að þarna
bregður fyrir býsantiskum stil,
sem tiðkaðist miklu siðar, er hægt
að visa hvers konar grunsemdum
strax á bug, einnig þvi að hér sé
um eftirmynd að ræða, þvi að I
bisantiskum stil eru karlmenn
málaðir ljósari.
Allt bendir til þess, að skrif La-
bubna séu rétt. Þar fáum við
glögga sönnun fyrir tilveru Jesú
og sömuleiðis þvi, að hann vildi
alls ekki komast hjá ákæru, þvi
að allt væri fyrirfram ákveðið.
Það stendur heima viö guðspjöll
Nýja Testamentisins.
—Þýöing: BH
Tæknifræðirtgar —-
Raftæknar
Rafmagnsveita Reykjavikur óskar eftir
að ráða rafmagnstæknifræðing (sterk-
straum) og raftækna til starfa i Innlagna-
deild.
Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar
fást á skrifstofu Rafmagnsveitunnar
Hafnarhúsinu 4. hæð.
Umsóknarfrestur er til 18. marz 1975.
W\ 1RAFMAGNS
ÍM VEITA
^ 1REYKJAVÍKUR
Mosaik-mynd af Jesú i þjóðminjasafninu i Flórens.
Kaupfélag Húnvetninga
kappkostar að hafa ávallt á boðstólum allar holztu
NAUÐSYNJAVÖRUR
í verzlunum sínum — á eins hagkvæmu verði
og unnt er á hverjum tíma — ásamt ýmsum öðrum
vörum og þjónustu.
Þegar á reynir er hagur fólksins bezt tryggður með
viðskiptum við kaupfélagið.
Kaupfélag Húnvefninga
Blönduósi — Útibú á Skagaströnd
mmm®
i