Tíminn - 09.03.1975, Side 18
18
TÍMINN
Sunnudagur 9. marz 1975
Menn og máUfni
Þótt enn sé snjór á jöröu, er svartasta skemmdegiö aö baki og sól hækkar á lofti meö hverjum degi.
Enn eru hestar loönir á belginn, en sjálfsagt eru þeir farnir aö finna á sér, aö veturinn er senn á enda.
Timamynd Gunnar.
Viðræðurnar um
kjaramálin
UNDANFARNA daga hefur
sáttasemjari haldið fundi meö
aðilum vinnumarkaðarins um
nýja kjarasamninga. Litið mun
hafa þokazt i samkomulagsátt.
Atvinnurekendur hafa lagt fram
tilboð um hækkun launajöfnunar-
bóta, en þvi munu fulltrúar
verkalýðssamtakanna hafa hafn-
að.
Eftir þetta tilboð atvinnurek-
enda mun staðan i láglaunamál-
um vera þessi:
Laun, sem námu krónum 33.000
i ágústmánuði siðastl., þegar núv.
stjórn kom til valda, hafa eftir
hækkun launajöfnunarbóta i
september, grunnkaupshækkun i
desember og tilboð um hækkun
launa jöfnunarbóta nú, hækkað
upp i krónur 41.300 eða um 25,1%.
Á sama tima hefur visitala
framfærslu hækkað úr 297 stig-
um i 372 eða um 25,3%. Miðað við
siðasta tilboð vinnuveitenda um
hækkun láglaunabóta hafa þvi
lægstu laun hækkað i réttu hlut-
falli við verðlagshækkanir. Til
viðbótar kemur svo tilboð rikis-
stjórnarinnar um skattaivilnanir,
en það hefur verið metið til 7%
kauphækkunar fyrir þá sem hafa
lægst launin. Ef á hinn bóginn er
tekið mið af þeim, sem höfðu kr.
60 þúsund i laun i ágúst, kemur i
ljós, að laun þeirra myndu sam-
kvæmt sömu viðmiöun nema kr.
65.600, en það er hækkun um 9,3%,
og er þá ekki tekið tillit til tillagna
um skattalækkun.
Eins og áður hefur verið skýrt
frá, var það ætlun rikis-
stjórnarinnar að lögfesta hækkun
láglauna.bóta fyrir 1. marz,
eins og lofað hafði verið. Sam-
kvæmt ósk aðila
vinnumarkaðarins var þessari
lögfestingu nýrra láglaunabóta
frestað, unz séð yrði, hvort þeir
gætu náð samkomulagi. bað
hlýtur að koma til athugunar
innan ekki langs tíma, hvort
rikisstjórninni sé ekki skylt að
standa við þetta fyrirheit sitt, ef
ekki næst áður samkomulag milli
aðila vinnumarkaðarins.
Tvær sjálfsagðar
kröfur
Af hálfu verkalýðssamtakanna
hafa að undanförnu verið settar
fram þrjár aðalkröfur. 1 fyrsta
lagi verði atvinnuöryggið tryggt.
I öðru lagi verði reynt að tryggja
hag láglaunafólks eftir megni. 1
þriðja lagi verði stefnt að þvi að
ná sama kaupmætti launa og var
að loknum kaupgjaldssamning-
unum i febrúar i fyrra.
Um fyrstu tvær kröfurnar er
það að segja, að þær eru eðlilegar
og sjálfsagðar. Þær eru lika i
fullu samræmi við stefnu rikis-
stjórnarinnar. Það ber að meta
og viðurkenna, að rikisstjórninni
hefur til þessa tekizt að tryggja
næga atvinnu. Þetta er meira en
hefur tekizt viða annars staðar,
þar sem vaxandi atvinnuleysi
hefur haldið innreið. Gengisfell-
ingin á dögunum var þáttur i við-
leitni rikisstjórnarinnar að
sporna gegn atvinnuleysinu. Á
sama hátt hefur rikisstjórnin
stefnt að þvi að tryggja afkomu
láglaunastéttanna. Hún er fyrsta
islenzka rikisstjórnin, sem hefur
sett lög um láglaunabætur, en það
var gert að frumkvæði Ólafs Jó-
hannessonar. 1 framhaldi af um-
ræddum lögum, sem voru sett á
siðastliðnu hausti, hugðist rikis-
stjórnin lögfesta auknar láglauna
bætur nú um mánaðamótin, en
frestaði þvi samkvæmt ósk aðila
vinnumarkaðarins. Þá hefur
rikisstjórnin boðizt til að beita sér
fyrir vissum skattalækkunum,
hvort heldur á beinum sköttum
eða óbeinum, ef það gæti orðið til
að auðvelda samninga um kjör
láglaunafólks.
Um þessar tvær aðalkröfur
verkalýðssamtakanna, að
tryggja atvinnuöryggið og hlut
láglaunastéttanna, ætti þvi að
geta náðstfullt samkomulag milli
aðila vinnumarkaðarins og rikis-
valdsins, ef ekki koma nein
annarleg sjónarmið til sögu.
Ranglátur
grundvöllur
Um þriðju kröfu verkalýðssam-
takanna, að ná verði sem fyrst
sama kaupmætti launa og i febrú-
arlok 1974, gegnir hins vegar öðru
máli. Hún er óframkvæmanleg að
óbreyttum aðstæðum af þeirri
einföldu ástæðu, að viðskipta-
kjörin út á við eru 30% lakari nú
en þá. Ef verkalýðssamtökin
reyndu að knýja þessa kröfu fram
með verkföllum, myndi uppsker-
an að óbreyttum aðstæðum ekki
geta orðið önnur en stöðvun at-
vinnurekstrarins eða stóraukin
verðbólga. Þeir, sem nú bera
fram kröfur um sama kaupmátt
launa og i febrúarlok 1974 og það
jafnt til handa láglaunastéttum
og hálaunastéttum, loka augun-
um alveg fyrir staðreyndum. Þeir
eru að gera kröfur, sem útilokað
er að fullnægja að óbreyttum
kringumstæðum.
Þá verður ekki heldur talið sann-
gjarnt eða heilbrigt, ef verkalýðs-
samtökin ætla að binda sig af-
dráttarlaust við grundvöll febrú-
arsamninganna frá 1974, þegar
þeir lægstlaunuðu fengu tiltölu-
lega minnstar bætur. Það er rétt-
lætismál, að reynt sé að draga úr
þeim ójöfnuði, sem þá átti sér
stað. Verkalýðshreyfingin á þvi
að stuðla að þvi að breyta þessum
grundvelli, en ekki hinu að reyna
að viðhalda honum óbreyttum.
Þaö neitar þvi enginn i alvöru
að þjóðin glimir nú við erfið efna-
hagsleg vandamál. 1 þeirri viður-
eign verður það að vera megin-
markmiðið að tryggja atvinnu-
öryggið og hlut láglaunastétt-
anna. Aðrir verða að sætta sig við
minni hlut meðan verið er að
sigrast á erfiðleikunum.
Stefna Eysteins
Jónssonar
1 tilefni af tilboði rikisstjórn-
arinnar til verkalýðssamtakanna
um skattalækkun, er ekki úr vegi
að rifja upp, að á timabilinu
1934-’59, þegar Eysteinn Jónsson
átti manna mestan þátt i að móta
fjármálastefnuna, var yfirleitt
fylgt þeirri reglu að undanþiggja
brýnustu nauðsynjar sköttum, en
hafa þeim mun hærri skatta á
öðrum vörum.
Siðan 1960 hefur verið horfið að
miklu leyti frá þessari stefnu og
valda þvi einkum tvær ástæður.
önnur er sú, að 1960 var lagður á
söluskattur, sem náði jafnt til
allra vara, nema nýmjólkur og
neyzluvatns. Þessi skattur var
upphaflega ekki nema 3%, en er
nú orðinn 20%. Hin ástæðan er sú,
að innflutningstollar hafa farið
lækkandi á siðari árum, m.a.
vegna fríverzlunarsamninga.
Þetta veldur þvi, að brýnustu
neyzluvörur eru nú hlutfallslega
stórum meira skattlagðar en
áður.
Af hálfu Framsóknarmanna
hefur þetta ekki verið talin æski-
leg þróun. Þvi fluttu þeir á kjör-
timabilinu 1967-1971 tillögur um
að undanþiggja ýmsar brýnustu
nauðsynjar söluskatti. 1 fram-
haldi af þvi var það eitt fyrsta
verk Halldórs E. Sigurðssonar,
þegar hann varð fjármálaráð-
herra sumarið 1971, að nota heim-
ild i söluskattslögum til að undan-
þiggja söluskatti allar mjólkur-
vörur og neyzlufisk, hitaveitu-
gjöld og oliu og rafmagn, sem
nótað er til ibúðahitunar. Afnám
söluskattsins á hitaveitugjöldum
og rafmagnsgjöldum og á oiiu til
ibúðahitunar hefur vissulega
komið almenningi vel siðustu
misserin.
Tilboð ríkis-
stjórnarinnar
í tilboði þvi, sem rikisstjórnin
hefur gert verkalýðssamtökunum
um skattalækkun, sem komi i
stað kauphækkunar, hefur þeim
verið veitt frjálst val milli lækkun
ar á beinum sköttum og óbeinum.
A þvi sést, að ekki stendur á rikis-
stjórninni að taka til athugunar
frv. frá Alþýðubandalagsmönn-
um um að undanþiggja fleiri vör-
ur söluskatti, ef verkalýðshreyf-
ingin kýs heldur lækkun óbeinna
skatta en beinna skatta.
Það er hins vegar talið nokkr-
um vanda bundið að undanþiggja
söluskatti vörur, sem seldar eru i
almennum matvöruverzlunum,
þvi að það geti auðveldað skatt-
svik. Af þeim astæðum var hætt
við sumarið 1971 að undanþiggja
kjötvörur söluskatti. Útilokað er
þó ekki að hægt sé að finna fram-
kvæmanlega leið i þessum efnum.
Fyrir dyrum stendur nú alls-
herjarathugun á öllu skattakerf-
inu. 1 sambandi við þá athugun
kemur það meira en til greina, að
aftur verði horfið til hinnar fyrri
stefnu að leggja helzt enga
skatta, eða þá mjög lága skatta á
brýnustu nauðsynjar. Það er aug-
ljós hagsbót fyrir þá, sem eru
veikastir fjárhagslega. Það má
ekki leggja óeðlilegar skattbyrð-
ar á þá og bæta þannig beint eða
óbeint hlut þeirra, sem betur
mega.
Jan AAayen
Forsætisráðherra upplýsti á
Alþingi siðastl. þriðjudag, að
ákveðið hefði verið að fiskveiði-
lögsagan yrði færð út i 200 milur á
timabilinu 10. mai til 13. nóvem-
ber i ár. Þá upplýsti forsætisráð-
herra, að sérstaklega þarf að
ræða við Dani vegna Færeyja og
Grænlands og við Norðmenn
vegna Jan Mayen áður en 200
milna fiskveiðilögsagan er til-
kynnt. Þessar viðræður við Dani
verða ekki neitt erfiðar, þvi að
nokkurn veginn er ljóst hvernig
draga eigi miðlinu milli Islands
annars vegar og Grænlands og
Færeyja hins vegar. Hins vegar
geta mörkin milli Islands og Jan
Mayen orðið deiluefni. Það er enn
alþjóðlegt deilumál, hvernig
ákveða skuli fiskveiðilögsögu eða
efnahagslögsögu eyja, sem eru
óbyggðar,eða sama og óbyggðar,
og eru ekki hluti af landgrunni
viðkomandi strandrikis. Þetta er
eitt af þeim deilumálum, sem
eftir er að ieysa á hafréttarráð-
stefnunni. Meðan þetta deilumál
er enn óleyst á alþjóðavettvangi
er eðlilegt að Islendingar áskilji
sér að sinni fyllsta rétt i þessum
efnum en endanleg niðurstaða
fari svo eftir þvi, hvaða alþjóðleg
regla skapast um eyjar eða þá
eftir sérstöku samkomulagi við
Norðmenn, sem ekki er tímabært
að gera nú. Þetta mál er mikil-
vægara en ella sökum þess, að
olia getur fundizt á hafsbotninum
einmitt þar sem deila getur risið
um mörkin milli íslands og Jan
Mayen.
Þá er eðlilegt áður en útfærslan
kemur endanlega til fram-
kvæmda, að rætt sé við þær þjóð-
ir, sem nú stunda veiðar á svæð-
inu milli 50-200 milna, því að ekki
er óeðlilegt að þær fái einhvern
umþóttunartíma. Islendingar
stefna að sjálfsögðu að þvi, að
geta framkvæmt útfærsluna með
sem beztu samkomulagi við þær
þjóðir, sem hafa stundað veiðar á
þessu svæði.
Eina þjóðin, sem
ekkert sparar
Það er dæmi um, að Islending-
ar séu ekki miklir sparnaðar-
menn, að þeir munu eina þjóðin,
þar sem ekki hefur dregið úr oliu-
notkun siðan oliuverðið hækkaði.
Þess vegna er það timabær þings-
ályktunartillaga, sem Steingrim-
ur Hermannsson og þrir aðrir
Framsóknarmenn hafa flutt þess
efnis, að rikisstjórninni verði
falið að skipa nefnd sérfróðra
manna, sem geri hið fyrsta tillög-
ur um aðgerðir til þess að draga
úr notkun á eldsneyti, einkum á
oliu og bensini.
1 greinargerð með tillögunni
segir, að þegar oliukreppan hafi
skollið á haustið 1973 hafi flestar
þjóðir gert ráðstafanir til þess að
draga úr notkun oliu og bensins.
Einstaka ráðamenn hér hafi
vakið athygli á þessu, en engar
markvissar ráðstafanir verið
gerðar. 1 framhaldi af þvi segir i
greinargerðinni: ,,Með þessum
orðum er ekki verið að draga úr
mikilvægi þess að nýta innlenda
orkugjafa i stað þeirra erlendu. Á
það ber vitanlega að leggja
höfuðáherzlu. Hins vegar er það
staðreynd, að á fjölmörgum svið-
um má spara verulega i notkun
oliu, m.a. á sviðum þar sem slikt
eldsneyti mun verða notað um
langa framtið”.
Þá vitna flutningsmenn til
skýrslunefndar, sem skipuð var
til þess að athuga notkun svart-
oliu i stað disiloliu i togurum. Sú
skýrsla segja þeir að hafi vakið
mikla og verðskuldaða athygli,
þvi að i ljós hefði komið, að með
þessari breytingu mætti spara
mjög mikið fjármagn. Ekki hefði
hins vegar verið athugað, hvaða
ganghraði togara og annarra
skipa og báta væri hagkvæmast-
ur, m.a. með tilliti til oliusparn-
aðar. Staðreyndin væri sú, að
ótrúlegt magn eldsneytis mætti
spara með réttum ganghraða
vélanna.
Siðar i greinargerðinni segir:
„Fjölmörg dæmi fleiri mætti
nefna um eldsneytissóun. Það er
t.d. athyglisvert, að i hinum nýju
togurum eru vistarverur yfirleitt
hitaðar með rafmagni, þrátt fyrir
þá staðreynd, að mikill afgangs-
hiti er ónýttur frá vélum skip-
anna. Raforkan er hins vegar
framleidd með oliu. Vafalaust má
finna mörg fleiri slik dæmi um lé-
lega nýtingu orkunnar”.
Síldveiðar og
álbræðslur
I þætti um landbúnaðarmál
eftir Pál Þorsteinsson fyrrv.
alþingismann, sem nýlega birtist
hér I blaðinu, sagði m.a.:
„Fyrir um það bil þrjátiu árum
var einn þingmaður svo ógætinn
— og óheppinn að fara i þingræðu
mjög niðrandi orðum um land-
búnaðinn, er hann bar saman
sildveiðar og landbúnað, taldi
sildveiðisjómenn máttarstólpa
atvinnulifsins, en bændur ónytj-
unga. Þeir væru að snúast kring-
um þúfnakolla með orf i höndum.
Niðurstaða þessa ógætna þing-
manns var sú, að islenzka þjóðin
myndi vera betur á vegi stödd en
raun var á, ef landið væri með
öllu gróðurlaust, — klöpp, sem
væri þó hæf sem athafnasvið við
sjávarútveg.
Málflutningur af þessum toga
er gersamlega úr lausu lofti grip-
inn. Það kennir reynslan, svo að
ekki verður um villzt. Sildveiðar
eru vissulega arðgæfar, þegar vel
gengur, en á sama tima og land-
búnaðurinn hefur blómgazt, hefur
sildveiði gersamlega brugðizt.
Og hvernig skyldi islenzka
þjóðin vera nú á vegi stödd efna-
hagslega, ef grundvöllur atvinnu-
lifsins ætti aðallega að vera sild-
veiðar. Þjóð, sem vex að mann-
fjölda og gerir kröfur um góð lifs-
kjör, þarf að hafa fjölbreytta at-
vinnuvegi, er styðja hver annan,
ef grundvöllur efnahagslifsins á
að vera traustur.
Það hefði mátt ætla, að sá lær-
dómur, sem draga má af reynsl-
unni, hefði komið til nokkurs
þroska öllum þeim, sem rita um
þjóðmál. En svo er ekki. 1 dag-
blaði, sem gefið er út i höfuðborg-
inni, er flutt sú kenning, að það
myndi verða islenzkri þjóð til
heilla að leggja landbúnaðinn
niður. í stað þess atvinnuvegar á
vist ekki að treysta á sildveiðar
einungis til öflunar verðmæta,
heldur álverksmiðjur, trúlega i
eigu erlendra auðhringa”.
Við þetta má bæta þvi, að ál-
bræðslur geta brugðizt ekki siður
en sildveiðar. Alið fellur iðulega i
verði og verður þá oft stórfelldur
samdráttur i framleiðslu
álbræðslanna. Þ.Þ.