Tíminn - 09.03.1975, Side 24

Tíminn - 09.03.1975, Side 24
24 TÍMINN Sunnutlagur 9. marz 1975 Serafía Þessa nótt heyrði Katrín ekki sama djúpa |atna andar- dráttinn og venjulega vitnaði um væran svefn Gústafs. Og meðan sonur hennar lá vakandi, gat hún ekki heldur fest blund. Morguninn eftir þurfti hún ekki að vekja hann eins og ætíð annars. Hann var kominn á fætur, er hún kom inn frá því að mjólka kúna. Hún var ekki fyrr búin að láta matinn á borðið en hann settist niður og gleypti í sig fáeina munnbita. Síðan þreif hann byssu sina og skálmaði til skógar. Hann kom ekki heim fyrr en seint um kvöldið. Katrín var fyrir löngu orðin óróleg vegna þessarar löngu f jar- veru. Ótal sinnum hafði hún skimað út um gluggann og beðizt fyrir af þeim brennandi innileik, sem mæðrum einum er gef inn. Bara að hann mæti ekki Malm og grípi til einhverra örþrifaráða í bræði sinni, núna þegar hann er með skotvopnið í höndunum, hugsaði hún. Gústaf reikaði stefnulaust fram og aftur um Suður- skóginn. Hann bar ekki við að svipast um eftir bráð, heldur þrammaði eirðarvana yfir freðnar mýrar, snævi drifin kjörr og svellaðar klappir. Einu sinni nam hann staðar, bar byssuskeptið upp að kinninni og miðaði á trjábol. Með beiskjublandinni hefndargleði reyndi hann að gera sér í hugarlund, að það væri Malm, sem hann miðaði á. En er hann stóð þarna með kalt byssuskeptið við kinnina, sýndist honum tréð breytast í raun og veru taka á sig mannsmynd. Og það voru tvær manneskjur, sem stóðu þarna — svo þétt saman, og það mátti í f yrstu ætla, að það væri aðeins ein. Sýnin óskýrðist og hann lét byssuna síga og þurrkaði með handarbakinu úr augun- um, sem fyllzt höfðu tárum. ,, Djöf ullinn", tautaði hann, reiður yfir veiklyndi sínu. Síðan arkaði hann af stað á ný. Það var orðið dimmt er hann kom heim. Hann gleypti í sig grautinn, sem Katrín hafði skammtað honum, og f lýtti sér svo að hátta og mælti ekki orð f rá vörum f rem- ur en kvöldið áður. Næstu daga hélt hann uppteknum hætti um skógar- ferðir. Svo byrjaði hann aftur að vinna. En hann fór aldrei i sparifötin né gekk niður í þorpið á kvöldin. Ef hann þurfti nauðsynlega að kaupa eitthvað, fór hann ávallt i gömlu búðina. Saga fékk að hverfa frá búðarstörfunum um stund og brá sér til Maríuhafnar með ,,Álandinu" er það fór síð- ustu hringferð sína. Pósturinn hafði þau tíðindi að segja, að Malm hefði einnig farið með skipinu. Það þurfti ekki frekar vitnanna við. Þegar báturinn kom aftur, leiddust þau líka upp bryggjuna. Og nú gátu þorpsbúar komið og óskað þeim hamingju. Saga litla var glöð og reif sem áður, en þegar hún vó eða mældi varning í búðinni eða sýslaði við bréfpokana, glampaði á gullhring á annarri hendinni. Katrin gaf sýni sínum gætur í laumi, þegar hún frétti af þessari trúlof un. Hann var orðinn ofsafenginn og við- skotaillur. ,,Það fæst ekki einu sinni brennivín á þessum hólma- skækli, svo að maður geti drukkið sig fullan, ef mann langar til", þrumaði hann einn daginn, er hann kom heim. ,,Þú gerir þig ekki nema ennþá óhamingjusamari, ef þú ferð að leggja í vana þinna að drekka", svaraði Katrín hógværlega. ,,Ennþá óhamingjusamari? Hver hefur sagt, að ég sé óhamingjusamur? Ég mundi aldrei syrgja kvenmann, — það er ekki þess vert. Upphefð og lífsþægindi er allt, sem kvenfólk girnist. Það tekur bækluðum og örvasa körlum, ef þeir hafa einhver peningaráð". ,,Vertu ekki svona gramur, góði Gústaf minn. Við er- um nú bara menn og höf um öll bæði kosti og galla. Ekki þarftu að lá Malm, þó að hann reyni að höndla þá ánægju, sem hann á kost á að veita sér". Gústaf hlóð háðslega. „Það væri aumt grey, sem ekki gleypti bita, er berst því sjálf krafa upp í ginið". Það var þó ekki langt um liðið, er Gústaf hætti að forð- ast unga fólkið. En nú var eins og kæti Gústaf s, sem áður hafði veriðsönn og innileg, hefði einhvern veginn gengið úr skorðum og fengið á sig napran og ruddalegan blæ. Hann var eirðarlaus og skapillur og bylti sér á bekknum á nóttunni. Og hann var óánægður, vanhaldinn og von- svikinn er hann kom heim frá samkvæmum og skemmt- unum. Og hann var sígráðugur. Það hungur, sem hafði verið alið upp í honum síðustu misserin, án þess að það væri satt, varð nú að nagandi græðgi, óseðjandi fíkn. Hann gat ekki fellt sig við að fara heim að sofa, þegar hann var búinn að dansa hálfa nóttina. Hann heimtaði meira. Það var eitthvað, sem vantaði á. Skraf stúlkn- anna, hvísl þeirra og hlátrar eggjaði hann nú eins og fyrir mörgum árum, er hann stóð álengdar og horfði á þær með óþreyjublandinni forvitni. En nú eggjuðu þær hann á allt annan hátt. Hann sá þrýstin brjóstin titra undir þunnum kjólnum eða blússunni, þegar þær sveifl- . Dreki spyr marga þess / sama, en enginn þykist i kannast við manninn. Ef hann er þekktur héA fréttir hann aðégleita/ hans-'- • Sunnudagur 9. marz 8.00 Morgunandakt Séra Sigurður Pálsson vigslu- biskup flytur ritningarorð og bæn. 8.15 Létt morgunlög 9.00 Fréttir.Otdráttur Ur for- ustugreinum dagblaðanna. 9.15 Morguntónleikar. (10.10 Veðurfregnir). a. Sinfónia nr. 1 i D-dúr op. 18 eftir Jo- hann Christian Bach. Kammersveitin i Stuttgart leikur, Karl Miinchinger stjórnar. b. Fiðlukonsert i Fis-dUr op. 23 eftir Heinrich Wilhelm Ernst og „Vetrar- söngur” eftir Eugéne Ysaye. Aaron Rosand og Sinfóniuhliómsveit Utvams- ins i Luxemburg leika, Louis de Froment stjómar. c. Til- brigði fyrir óbó og blásara- sveit eftir Rimsky-Korsa- koff um stef eftir Glinka. Liakhovetsky og rUssnesk lUðrasveit leika, Nikolai Nazaroff stjórnar. d. Missa Choralis eftir Franz Liszt. Kammerkór finnska Ut- varpsins flytur. Harald Andersén stj. (Hljóðritun frá finnska Utvarpinu). 11.00 Messa i Luugarneskirkju Prestur: Séra Garðar Svavarsson. Organleikari: GUstaf Jóhannesson. 12.15 Dagskráin. Tónleikar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.15 Hafréttarmálin á vett- vahgi Sameinuðu þjóðanna Gunnar G. Schram prófessor flytur fyrsta hádegiserindi sitt: Auð- lindalögsaga. 14.00 A gamalli leiklistartröð, siðari hluti Jónas Jónasson ræðir við Lárus Sigur- björnsson fyrrverandi skjalavörð. (Þátturinn var hljóðr. skömmu fyrir andlát Lárusar s.l. sumar). 15.05 Maurice Ravel, — 100 ára minning Halldór Haraldsson kynnir. Fluttir veröa þættir Ur eftirtöldum verkum: Saknaðarljóði, Ondine, Schéherazade, Hebrezkum söng, Triói fyrir fiðlu, píanó og selló, Tzigane, Pianókonsert i G- dUr og Dafnis og Klói. 16.15 Veðurfregnir. Fréttir. 16.25 Endurtekið efni a. A langri göngu Gunnar Bene- diktsson rithöfundur segir frá gönguferð frá Akureyri austur um land til Reykja- vlkur haustið 1914. (Aður Utvarpað 27. des.). b. Ljóð eftir sænska skáldið Harry Martinsson Jón Ur Vör les eigin þýðingar (Aður á dag- skrá 19. marz i fyrra). c. Máttur móðurástar GuðrUn Ásmundsdóttir leikkona les smásögu eftir Þórarin Haraldsson frá Laufási i Kelduhverfi (Aður Utv. 30. des.). 7.15 Létt tónlist Incognito Five léika. 17.40 Útvarpssaga barnanna: „Vala” eftir Ragnheiði Jónsdóttur.SigrUn Guðjóns- dóttir byrjar lesturinn. 18.00 Stundarkorn með Robert Tearsem syngur lagaflokk- inn „Liederkreis” op. 39 eft- ir Schumann. Tilkynningar. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.25 „Þekkirðu land?”Jónas Jónasson stjórnar spurn- ingaþætti um lönd og lýði. Dómari: Ólafur Hansson prófessor. Þátttakendur: Pétur Gautur Kristjánsson og Lýður Björnsson. 19.45 „Vetrarferðin”, laga- flokkur efir Franz Schubert — siðari hluti Guðmundur Jónsson syngur, Fritz Weisshappel leikur á pianó. Þórður Kristleifsson is- lenzkaði ljóðin. 20.20 Ferðir séra Egils Þór- hallssonar á GrænlendiSéra Kolbeinn Þorleifsson flytur f jórða og siðasta erindi sitt. 20.50 Kvöldtónleikar a. Kvar- tett nr. 2 i c-moll op. 4 fyrir klarinettu og strengjahljóð- færi eftir Bernhard Henrik Crusell. The Music Party leikur. b. Konsert i Es-dúr fyrir tvö pianó og hljómsveit (K365) eftir

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.