Tíminn - 09.03.1975, Síða 27

Tíminn - 09.03.1975, Síða 27
Sumiudagur. !). marz 1975 TÍMINN 27 BURNLEY kostuðu Burnley ekki neitt, og má þar nefna nöfn eins og Kalph Coates, Ilave Thomas, Wilíie Morgan, Steve Kindon, Mártin rtobson og Geoff Nulty, svo að einhver nöfn séu nefnd, allir þessir leikmenn hafa verið seldir frá Burnley fyrir meira en 100 þús. pund. Coates var leystur undan at- vinnumennsku hjá Sunderland, áður en Burnley gerði hann að enskum landsliðsmanni. En i mai 1971 var hann seldur til Totten- ham, þá fyrir metupphæð á Bret- landseyjum — 190 þús. pund. Ralph Coates hefur verið einn bezti leikmaður Tottenham siðan. Hann lék t.d. með Tottenham á Laugardalsvellinum gegn Kefla- vik i UEFA-bikarkeppni Evrópu. Þá tryggði hann Tottenham deildarbikarinn 1973, þegar hann skoraði úrslitamarkið á Wembley gegn Norwich. Willie Morgan, nú fyrirliði Manchester United og skozkur landsliðsmaður, fundu njósnarar Burnley i skólaliði i Skotlandi. Morgan.sem er nú snjallasti leik- maður United, var seldur frá Turf Moor til Old Trafford i ágúst 1968 fyrir 110 þús. pund. Have vThomas, enskur landsliðsmaður, og Steve Kindon komu til Burnley beint úr skóla. Félagið ól þá upp, og þeir þóttu með efnilegustu leikmönnum Englands, þegar Burnley seldi þá 1972. Kindon, sem er einn mark- sæknasti leikmaður Úlfanna um þessar mundir, var seldur frá Burnley i júli 1972 til Úlfanna fyrir 100 þús. pund. Hann er aðeins 24 ára. Thomas, sem er einn af snjöllustu leikmönnum Englands, er yngsti leikmaður, sem nokkurn tima hefur leikið með aðalliði Burnley — aðeins 16 ára (og 7 mánaða). Hann var seldur til Q.P.R. fyrir 165 þús. pund i október 1972, og er það metupphæð fyrir leikmann, sem hefur verið seldur á milli 2. deild- ar liða. Geoff Nulty var seldur til New- castle i vetur fyrir 140 þús. pund, en hann var einn af aðalmarka- skorurum Burnley. Fyrsti leik- maðurinn, sem seldur var frá Burnley fyrir 50 þús. pund, var Alex Elder, sem Stoke keypti 1967. Þá var Gordon Ilarris seldur til Sunderland fyrir 70 þús. pund og Andy Lochhead til Leicester fyrir sama verð 1967. Brian O’Neil (nú Huddersfield) var seldur frá Burnley til South- ampton 1970fyrir 75 þús. pund, en hann hafði þá leikið með enska landsliðinu, skipuðu leikmönnum undir 23ja ára aldri. Þá seldi Burnley hinn snjalla markvörð, Peter Mellor.fyrir 25 þús. pund til Fulham i febrúar 1972, og annar enskur landsliðsmaður i landslið- inu undir 23ja ára, Alan West, var seldur til Luton i ágúst 1973 fyrir 80 þús. pund, en hann byrjaði að æfa hjá Burnley aðeins 14 ára gamall. Þá seldi Burnley þá Harry Wilsonog Ronnie Welshtil Brighton fyrir samtals 70 þús. pund, en þessir tveir ungu leik- menn komu til Burnley beint úr skóla. Þá er það athyglisvert, að dýr- asti leikmaðurinn, sem Burnley hefur keypt, er hinn snjalli fram- linuspilari, Paul Fletcer, sem félagið keypti fyrir aðeins 60 þús. pund. Og til gamans má geta þess, að kostnaðurinn við allt aðallið félagsins er aðeins 200 þús. pund, sem er lægra én verð á einum úrvals leikmanni á þessum siðustu og verstu timum verð- bólgunnar. Þegar þetta er skrifað, eru miklar likur á, að Burnley selji hinn snjalla lands- liðsmann frá Wales, Leighton James. Þótt hann sé aðeins 21 árs, er hann talinn einn snjallasti knattspyrnumaðurinn á Bret- landi. Hann verður örugglega keyptur frá Burnley fyrir met- upphæð, og talað er um, að hann fari á yfir 400 þús. pund. Þróunin er þannig hjá Burnley, að mönn- um leikur ávallt forvitni á, að vita, hvaða leikmaður verður næstur til að yfirgefa Turf Moor. Það virðist ekki skipta miklu máli, þvi að Burnley hefur leik- menn á sinum snærum, sem fylla ávallt þau skörð, sem höggvin eru i lið félagsins. Einn stórkostlegur leikmaður yfirgefur liðið i dag, en á morgun er ungur og efnilegur leikmaður kominn i hans stöðu. Að lokum ætlum við að stilla upp liði, sem er eingöngu skipað leikmönnum, sem Burnley hefur selt frá sér undanfarin ár verðið á þeim (pund) innan sviga): Peter Mellor, Fulham ......(25) Harry Wilson, Brighton.....(35) Ronnie Walsh, Brighton.....(35) Alan West, Luton...........(80) Brian O’Neil, Iiuddersf....(75) Steve Kindon, Wolves......(100) Willie Morgan, Man.Utd. ...(110) Martin Dobson, Evertön .... (300) Ralph Coates, Tottenh.....(190) Have Thomas, Q.P.R........(165) Geoff Nulty, Newcastle....(140) Allir þessir leikmenn eru i hópi beztu leikmanna sinna núverandi félaga, enda flestir frægir i ensku knattspyrnunni. Það væri örugg- lega gaman að sjá þá leika gegn Burnley-liðinu, eins og það er skipað nú — SOS. STEVE KINDON.... kom Burnley beint úr skóla. til UAASJÓN: Sigmundur O. Steinarsson TREVOR FRANCIS . . . byrjaði aðeins 16 ára gamall að hrella markverði. Hann skoraði 16 mörk í sinum 15 fyrstu leikjum með Birmingham. ,,Ég kem fljót lega aftur" — segir Trevor Francis, knattspyrnu- snillingurinn ungi frd Birmingham TREVOR Francis, hinn snjalli leikmaður Birmingham City, er eitt mesta efni, sem hefur komið fram I ensku knatt- spyrnunni. Hann kom fyrst fram á sjónarsviðið 1970, þá aðeins 16 ára gamall strák- hnokki. Hann vann strax hug og hjörtu áhorfenda á St. Andrews, heimavelli Birm- ingham og menn dáðust að leikni hans. ÖU stærstu félög Englands, fylgdust með þess- um unga leikmanni, sem vakti strax athygli — aöeins 8 ára gamall — I heimaborg sinni, og þau kepptust um að vinna hann i sinar raðir. Trevor Francis lét ekki gylliboð tæla sig frá heimaborg sinni, hann sá ekkert annað en Birming- ham. Þegar Francis byrjaði að leika með Birmingham-lið- inu, aðeins 16 ára, lét hann strax að sér kveða og skoraöi hvorki meira né minna en 16 mörk 115 fyrstu leikjum sinum I 2. deild. Hann lék við hliðina á Bob Latchford, sem er nú leikmaö- ur með Everton, og þessir góöu framlinumenn áttu mestan heiður að þvi, að Birmingham vann sér aftur sæti i 1. deild. Þegar Freddie Goodwin, framkvæmdastjóri Birmingham, var spurður að þvi, hvort hann vildi selja Tre- vor Francis, sagði hann fljótt og ákveðið: Selja hann? — nei, aldrei. Freddie Goodwin hefur nú haft miklar áhyggjur af meiöslum Trevor Francis, sem meiddist alvarlega i októ ber sl. Hann hefur ekki getað leikið með Birminghamliðinu siðan vegna meiðsla i hné, og það er óvist hvort hann leikur með sinu liði á næstunni. Allt frá þvi að Francis varð fyrir þessum alvarlegu meiðslum hefur Goodwin verið að leita aö góðum sóknarleikmanni I lið sitt, en þeir liggja ekki á lausu I dag. — „Ég hef enn áhuga á góöum leikmanni, ef sá rétti væri á boðstólum”, sagði Goodwin fyrir stuttu, en aðaláhugamál hans er að fá Trevor Francis i sitt fyrra form. — ,,Ef viö höldum áfram að fara svona vel út úr leikjum okkar, án þess að Francis leiki með, þá tel ég það mjög gott, þvi að Francis er búinn að vera aðal- leikmaöur liðsins undanfarin ár.” — Mér þykir þetta leiðinlegt vegna Francis, þvi að hann var orðinn svo áhugasamur og spenntur yfir þvi, að hafa verið valinn i enska landsliðs- hópinn, og hann átti mögu- leika á að leika sinn fyrsta landsleik fyrir England. En hann er aðeins 20 ára, og hann á áreiðanlega eftir að fá mörg tækifæri, að vera með i lands- leikjum i framtiðinni. Trevor Francis var kominn i mjög góða þjálfun, áður en hann meiddist. Hann var pott- urinn og pannan i góðum árangri Birmingham-liðsins i byrjun keppnistimabilsins og það var honum að þakka, að Birmingham var ofarlega á blaði i byrjun deildarinnar. Francis segir sjálfur, að um leið og hann féll i leiknum gegn Sheffield United i lok október, þá hafi hann strax gert sér grein fyrir þvi, aö meiösli hans væru alvarleg, og að tækifærið fyrir hann til aö leika fyrir England gegn Tékkóslóvakiu hefði runnið úr greipum hans. Já, þaö er kannski grátbroslegt, að þetta eru fyrstu alvarlegu meiðslin sem hann hefur fengið á knatt- spyrnuferli sinum og þau komu á hinum versta tima, — eða rétt áður en hann átti að klæðast landsliðspeysu Eng- lands. — ,,Ég hafði öðlazt mikið sjálfstraust og framtiðin virt- ist björt. En eitt spark eyði- lagði allt þetta. Ég veit að ég þarf að æfa mikið og leggja hart að mér til þess að komast aftur i fulla æfingu. En hafið þið ekki áhyggjur, — ég kem fljótlega aftur”, sagði Trevor Francis, sem er greinilega ekki búinn að leggja árar i bát.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.