Tíminn - 09.03.1975, Side 29
Sunnudagur. 9. marz 1975
TÍMINN
29
UNDANFARIÐ hefur allmikið
verið um það rætt, hverrar ætt-
ar furðuhlutir þeir séu, sem á
fjörur hafa rekið i Skaftafells-
sýslu og viðar. Sýnist sitt hverj-
um, en flestir veðja þó á Riiss-
ann.
Aðalhrellingin i máli þessu
varð, þegar hylki eitt mikið, 1
1/2 tonn að þyngd, 3 metrar á
lengd og um 1 metri i þvermál,
þakið hljóðnemum, 32 stk., rak
á Austurfjöru i landareign
bæjarins Horns I Nesjahreppi,
en þar rétt hjá er radarstöð
Bandarikjamanna og nefnist á
Stokksnesi.
Tilkynning um þetta ógnandi
furðuverk barst fyrst til lög-
gæzlumanns, sem sér um
Stokksnesstööina og er starfs-
maður lögreglustjórans á
Keflavikurflug velli.
Atburðurinn varð siðla kvölds
og þegar I stað tilkynntar yfir-
völdum, jafnt heima I héraði
sem syðra. Tóku nú ærði mátt-
arvöld syðra málið I sinar hend-
ur.
Hólkurinn ógnvekjandi var
vaktaður alla nóttina, en um
hádegi daginn eftir komu
fræðingar að sunnan, jafnt Is-
lenzkir sem ameriskir, og vitið
menn! ljósmyndari frá Morgun-
blaðinu. Hvers vegna bara frá
Mogganum?
Eitt er vist, að ekki var nein-
um blaðamanni tilkynntur fund-
urinn að austan. Var nú ákveðið
að flytja hólkinn dularfulla i
varnarstöðina á Stokksnesi og
„stóð hann þar uppi” i nokkra
daga, unz hann var fluttur suður
á Keflavikurflugvöll. Þar var
allt rifið i sundur, en enginn
Rússi fannst i hylkinu, og sumir
segja hreint ekki neitt.
Nú skeður það, að bændur á
Hala i Suðursveit itreka
tilkynningar sinar um dufl, er
rekiðhafði á fjörur þeirra fyrir
10-11 mánuðum. Höfðu þeir i
Dufl og hólkar ó fjörum í
Austur-Skaftafellssýslu
upphafi talið liklegt, að hér væri
um að ræða siglingadufl frá
Vitamálaskrifstofu og tilkynnt
fundinn þangað, en þar vildi
enginn neitt við gripinn kann-
ast.
En nú voru breyttir timar, og
ekki þurfti að biða aðgerða
varðandi Haladuflið. Land-
helgisgæzlan, Landssiminn og
utanrikisráðuneytið brugðu
hart við og sendu sina menn
austur á Höfn i flugvél, og var
þaöan ekið á Hala og gripurinn
kannaður.
Ýmislegt kom úr maga Hala-
duflsins m.a. einhvers konar
simatæki. Enginn vildi þó
svara, þegar simtólinu var lyft.
Haft var við orð, að þegar búið
væri að tæma duflið, væri kom-
inn hinn ágætasti slátursuðu-
pottur. Enn er allt á huldu,
hvort I honum verður soðið slát-
ur I Suðursveit, á vitamálaskrif-
stofu, eða kannski bara pylsur
suður á „Velli”.
Þessir fljótandi furðuhlutir,
sem raunar eru nú á landi, hafa
ekki þótt nein veruleg tiðindi i
Austur-Skaftafellssýslu og hér
er mönnum alveg sama, hver
hefur varpað þeim i sjó við
strendur landsins. Menn segjast
lengi hafa vitað.um slik apparöt
við landið og telja „eigendur”
geta verið marga.
Hitt er þó að athuga, að slik
reköld halda vöku fyrir ýmsum
ábyrgum aðilum við Faxaflóa,
og er það vel. 011 tilbreyting er
góð og hreyfing hugans, ásamt
tilheyrandi brambolti i ferða-
lögum og vettvangsgöngu, eyk-
ur blóðrásina og örvar hug-
myndaflugið.
Duflað i Suðursveit. Elias varðstjóri vill fá samband.
Guðmundur Svavarsson:
Stokksnesskrimslið i fjöruborði við Kanans land.
Sendiherra Frakklands, Latour de Jean, við tvö af verkum á sýningunni LITO I.
Timamynd: Róbert
Frönsk listaverk á
Vilhjdlmur
Hjdimarsson, menntamdlardðherra:
Eftir fund
með AA-fólki
gébé—Reykjavik — A föstudag-
inn var opnuð sýning i franska
bókasafninu að Laufásvegi 12.
Nefnist sýningin LITO I, og eru
þar sýndar litógrafiur og stein-
þrykksmyndir, 49 að tölu, eftir
kunna franska listamenn frá 19.
og 20. öld. Sýningin verður opin á
hverjum degi frá kl. 17:00 til 22:00
til 23. marz.
A sýningunni eiga margir
þekktustu listamenn Frakka á
þessu sviði myndir, þar á meðal
Hans Hartung, Jean Cocteau,
Lucien Couturier, Alfred Maness-
ier og Stanley William Hayter,
sem stofnaði hið fræga L’Atelier
17 i Paris. Þrjár islenzkar lista-
konur hafa verið nemendur hans i
Paris, þær Björg Þorsteinsdóttir,
sýningu
sem sá um uppsetningu sýning-
arinnar LITO I, Ragnheiður
Jónsdóttir og Nina Tryggvadótt-
ir.
LITO I er farandsýning og
hefur farið viða, en hingað kom
hún beint frá Paris. Næsta vor er
svo væntanleg önnur frönsk
sýning, er nefnist LITO II.
Mannleg vandamál eru marg-
slungin og verkefnin, sem við er
að fást, utan enda. Sum eru al-
menns eðlis, önnur einstaklings-
bundin. Oft varða þau einkum
fjármál og athafnir og svo eru
hin, sem vita inn á við, eru hug-
læg, sálræn eða hvað menn vilja
nú nefna það.
AA-samtökin færast mikið i
fang. Vettvangur þeirra spannar
yfir öll þessi svið. Og starfsemin
beinist að þvi að efla viðnám og
byggja upp sóknarmátt hjá
einstaklingum, sem eiga örðugt
uppdráttar.
Nýlega átti ég þess kost öðru
sinni, að sitja „opinn fund” hjá
þessum samtökum. Þótti mér það
sem áður næsta lærdómsrikt og
ærið umhugsunarefni það sem
fram kom i máli manna.
Afengisbölið er ekkert orða-
tiltæki, eða óljóst hugtak heldur
ógnvekjandi veruleiki. Þrátt fyrir
vindýrkun ótrúlega mikils fjölda
manna, þá starfa nú samt i
landinu allmörg félög og félaga-
samtök, sem hafa á stefnuskrá
sinni baráttu gegn Bakkusi. Þau
eru byggð upp á ýmsa vegu. Sum
eru bindindisfélög, félagarnir
skulu allir vera bindindismenn og
leitast við með fordæmi sínu,
hvatningum og ýmiss konar
félagsstarfi að glæða áhuga fyrir
bindindi gagnvart áfengum
drykkjum. önnur vinna einkum
að björgunarstörfum á þeim
eyðisöndum mannlegrar tilveru,
þar sem skipbrotsmönnum
Bakkusar skolar löngum að
landi. — Enginn vafi er á þvi, að
þessi starfsemi margvisleg gerir
stórmikið gagn.
AA-samtökin eru byggð upp af
fólki, sem sjálft hefir kynnzt
Bakkusi meira en góðu hófi
gegnir — að eigin mati. Þetta er
fólk, sem viðurkennir, að það sé
„alkóhólistar” og hefir bundizt
samtökum um að styðja hvert
annað i baráttu fyrir breyttum og
betri háttum. Samtökin eru opin
öllum þeim, sem eiga i sams
konar erfiðleikum og sjálfir vilja
reyna að spyrna við fótum.
Allt það, sem fram kom á þess-
um fundi kom heim og saman við
þá vitneskju, er ég áður hafði
fengið, um starfsemina i heild og
um viðhorf einstaklinganna. Allir
höfðu átt i erfiðleikum, jafnvel
ratað i miklar raunir. Löngunin
að breyta til vakti undir niðri
og þar kom, einatt eftir margar
misheppnaðar tilraunir til úr-
bóta, að leitað var kjóls og
stuðnings hjá AA-samtökunum.
Þar gafst tækifæri að ræða
vandamálin, jafnvel daglega, við
annað fólk, sem skildi stöðuna og
nákvæmlega hvar skórinn
kreppti. Og enda þótt takmarkið
sé oft i fyrstu aðeins að „vera
ódrukkinn einn dag” þá hafa
margir náð undraverðum
árangri.
AA-samtökin eru ekki bundin
neinum trúfélögum. En marg-
ir þeir, sem þar starfa, telja að
og bæn hafi veitt þeim ótviræðan
styrk i striði. Þegar ég hlýddi á
mál manna á þessum fundi duttu
mér i hug hin gamalkunnu orð: I
sveita þins andlits skalt þú hrauðs
þins neyta. Ég held, að þau megi
vel heimfæra upp á viðleitni þess
fólks, sem berst hinni góðu
baráttu i AA, þvi þar er við
harðan að deila. Ög augljóst
virðist af ummælum þeirra, að
hver og einn gengur að viðreisn-
arstarfinu með einlægum ásetn-
ingi, en þó með fullri vitneskju
um það, að „veikur er viljinn”.
AA-samtökin gera litið að þvi
að auglýsa starfsemi sina. Með
þessu greinarkorni leyfi ég mér
nú samt að vekja athygli á tilvist
þeirra. Jafnframt þakka ég
ánægjulega samverustund á
dögunum. En fyrst og fremst
þakka ég AA-fólkinu fyrir þau
ræktunarstörf, sem það vinnur á
þeirri akurrein þjóðlifsins, sem
hvað vandasamast er að erja.
Vilhjálmur Hjálmarsson.
Auglýsing um skoðun ökurita
Með tilvisun til fyrri auglýsingar ráðuneytisins um skoðun ökurita i stýrishúsi í dieselbif-
reiðum yfir 5 tonn að eigin þyngd hefur ráðuneytið hlutast til um að skoðunarmenn verði
staddir á eftirtöldum stöðum og tima dagana 11.-15. mars n.k. til hagræðis fyrir viðkom-
andi bifreiðastjóra.
Þriðjudagur 11- mars kl.
Miðvikudagur 12. mars kl.
Miðvikudagur 12. mars kl.
Fimmtudagur 13. mars kl.
Föstudagur 14. mars kl.
Laugardagur 15. mars kl.
13—18 Borgarnes v/Bifreiðaeftirlit
10—12 Laugarbakka, Miðfirði
15—18 Blönduós v/Bifreiðaeftirlit
10— 14 Sauðárkrókur v/Bíiaverkst. K.S.
9—20 Akureyri v/Þórshamar
11— 16 Húsavík v/ Bílaverkst. Jóns Þorgr.
Skoðunarmaður verður ekki sendur aftur á framangreinda staði. Komi umráðamenn við-
komandi bifreiða þvi ekki við, að láta skoða ökuritana á hinum auglýstu timum verða þeir
að koma með bifreiðina eða senda ökuritann til V.D.O. verkstæðisins Suðurlandsbraut 16
Reykjavik fyrir 1. april n.k.
Fjármálaráðuneytið, 7. mars 1975.