Tíminn - 09.03.1975, Síða 30
30
TÍMINN
Sunnudagur 9. marz 1975
Nú-tíminn
Það eru of morqir
um kökuna
Nú-tíminn
ræðir
við
Sverri
Garðars-
son
formann
FÍH
AÐALFUNDUR
Félags islenzkra
hljómlistarmanna var
haldinn um siðustu
helgi og þvi fannst Nú-
timanum kjörið tæki-
færi til að spjalla litil-
lega við Sverri Garð-
arsson, formann fé-
lagsins. Fer hluti þess
spjalls hér á eftir.
1 upphafi spjallsins inntum
viB Sverri eftir þvi, hvort mikil
kjarabarátta væri framundan
hjá félaginu, og sagði Sverrir,
að þeir yrðu eins og aðrar stéttir
þjóðfélagsins að berjast með
hnúum og hnefum fyrir bættum
kj örum.
Nú-timinn hafði heyrt, að
meðal samþykkta sem gerðar
voru á aðalfundinum, hefði
verið ein, sem kvað á um kaup
þeirra manna, sem tiðast eru
nefndir rótarar. Við spurðum
Sverri um þessa samþykkt.
— Tillagan um þetta atriði, er
þess eðlis, að þeir sem flytja
hljóðfæri fá* greidd laun fyrir
sina vinnu úr öðrum vösum en
hljómlistarmanna. Þetta er eitt
atriði okkar kjarabaráttu, en að
öðru leyti get ég litt tjáð mig um
kröfur okkar i fyrirhuguðum
samningum, vegna þess að þær
eru aö stórum hluta ómótaðar
hjá okkur, — og þær eru svotil
ómótaðar hjá öðrum stéttum
þjóðfélagsins, þvi að það er
verið að biða eftir þvf, hvað
rikisvaldið hugsarsér að gera.
Hverning þeir ætla t.d. að taka á
skattamálum, húsnæðismálum
o.s.frv.
Hljómlistarmenn
standa höllum fæti
— Hver er staða hljómlistar-
manna miöað við aðrar stéttir,
hvað launamál áhrærir?
— Hljómlistarmenn standa
höllum fæti og það stafar mest
af þvi, að það eru of margir um
kökuna, —eins og t.d. i poppinu.
Ef að hljómlistarmenn væru
færri eða störfin fleiri, þá væri
staða þeirra miklu betri. Það er
t.d. ekki hægt að gera ráð fyrir
þvi, aö hljómlistarmaður geti lif-
að af þvi, að leika eitt til tvö
kvöld I viku hverri.
Vinsælustu popphljóm-
sveitirnar leika ekki
vinarkrusa
Nú-timinn hefur oft heyrt
popphljómlistarmenn kvarta
yfir þvi, að þær hljómsveitir
sem leggja mikið upp úr gæðum
og æfa sig gifurlega mikið fái
ekki uppskoriö eins og þeir hafi
sáð til, vegna þess aö ýmiss
konar trió hafi forgang á veit-
ingahúsunum, — þvi að I trióun-
um eru aöeins þrir hljóðfæra-
leikarar og veitingahúsaeigend-
ur þurfa þvi minna að greiða úr
pyngju sinni, heldur en ef þeir
réðu 4-5-6 manna góða popp-
hljómsveit. Við leituðum álits
Sverris á þessu atriði.
— Trióin sem þú talar um eru
hljómsveitir, sem einskoröa sig
ekki viö eina tegund tónlistar,
þeir leika allt frá gömlu dönsun-
um til nýjustu laganna.
— Finnst þér þá popphljóm-
sveitirnar ekki geta gert þaö?
— Ég er ekki að segja að þær
geti það ekki. Þú ferö ekki og
hlustar á vinsælustu popphljóm-
sveitirnar leika vinarkrusa,
marzurka og annað slikt á
skemmtunum, sem þeir
skemmta á. Þessi svokölluðu
trió starfa á allt öðrum grund-
velli, og veitingamaður sem
ræður til sin trió, gerir það til
þess að fá inn i húsið ákveðna
gesti. Ef popphljómsveit er ráð-
in er veitingamaðurinn einnig
að fá inn I húsið ákveðna gesti.
Gerum ekki hætishót
meira fyrir sinfóniu-
meðlimi en popphljóm'-
listarmenn
— Popphljómlistarmenn hafa
gagnrýnt FÍH talsvert og talið
að félagið geri litið þeim til
framdráttar. Hvað vilt þú segja
um þá gagnrýni?
— Þetta er misskilningur. Ég
get nefnt sem dæmi, að fimm
popphljómsveitir, — vinsælustu
popphljómsveitirnar að þvi er
ég hygg, — höfðu samtök og
voru meö aðstöðu i húsakynnum
FIH og hittust hér tvisvar i viku.
Þær höföu hér simaaðstöðu og
við komum til þeirra skilaboð-
um frá þeim að
ilum, sem vildu ráöa þessar
hljómsveitir. En við verðum að
lita á aðra hlið málsins, — þess-
ar hljómsveitir eru sam-
keppnisaðilar.
Þegar um ráðningar er að
ræða, og við skulum segja að
þaö sé ekki háannatími, þá er I
raun litil samvinna milli þess-
ara hljómsveita, og var I raun
merkilegt hvað sá félagsandi I
þessum litla hópi hélzt góður, og
helzt góður. Þeir, sem halda þvi
fram, að FÍH geri ekkert fyrir
þessa ungu menn, ættu að at-
huga sinn gang áður en þeir
halda þvi fram, þvi að ég veit
ekki betur en að við séum hér á
þönum fyrir popphljómsveitir
sem og aðrar.
Eins get ég nefnt, að yfir 2000
beinar ráðningar á vegum FtH
voru til popphljómlistarmanna
á s.l. ári. Hins vegar fer megnið
af ráöningunum þannig fram,
að sá aðili, sem ætlar að halda
dansleik eöa skemmtun, hringir
tilFlHogspyr hvar sé að ná
I þennan og þennan hijóðfæra-
leikara. Við gefum viðkomandi
upp simanúmer þess hljóðfæra-
leikara sem spurt er eftir, og
hann spyr gjarnan, hvort við
vitum hvort þessi hljómsveit sé
laus þetta ákveöna kvöld, — og
þá bjóðum við manninum að at-
huga það fyrir hann.
Ætla má þvi, að við höfum
ráðið á milli 4-5000 ráðningar á
siöasta ári, ef þetta væri talið
með. Popphljómlistarmenn
njóta . allra réttinda, sem eitt
stéttarfélag getur veitt varö-
andi tryggingar, sjúkra- og
styrktarsjóði, lifeyrissjóði og
annað. Ég fæ ekki séð, aö við
gerum hætishót meira fyrir
sinfóniumeðlimi heldur en
popphljómlistarmenn, — og allt
þar á milli. Við litum ekki niður
á þá, og upp til hinna. Þeir eru
félagar — þeir greiöa sin félags-
gjöld og við tökum við öllum
þeirra tillögum. Þeir eiga aðild
að stjórn félagsins og sitja I
nefndum og annað slikt.
Ég minnist t.d. aðalfundar
fyrir þremur árum, þegar popp-
hljómlistarmaður stakk upp á
sinfóniuhljómsveitarmeðlimi I
stjórn. Þaö vilja allir halda ein-
ingunni.
Hins vegar, ef stórir hópar
ganga atvinnulausir, eða hafa
litla atvinnu, hugsa menn
kannski: Þarna er ráðning-
arstofa. Ég fæ ekkert frá þess-
ari ráðningarstofu. Þetta er
samt sem áður ráðningarstofa
mins félags.
Þá kemur kannski næsta
hugsun: Félagið gerir ekkert
fyrir mig.
Þetta eru eðlileg viðbrögð
þess, sem þarna á I hlut. Hann
verður sár. Hann telur sig góðan
— og er það jafnvel. Samt hefur
hann ekkert að gera. Hann
gengur atvinnulaus.
Það er einungis svartnætti at-
vinnuleysingjans, og þaö
einskorðast ekkert við hljóð-
færaleikarastéttina.
Taxti sérhvers stéttar-
félags er það helgasta
• — Hver eru inntökuskilyrði
félagsins?
— í lögum félagsins segir:
„Félagi i FÍH getur orðið hver
sá hljómlistarmaður, sem vinn-
ur eöa vill vinna hljómlistar-
störf samkvæmt kauptöxtum,
er félagið setur eða semur um
við vinnuveitendur, enda sé
hann fullra sextán ára að aldri.
Islenzkur rfkisborgari og hafi
meðmæli þriggja fullgildra fé-
lagsmanna með inntöku I félag-
ið.
— 1 þessu sambandi langar
mig til að spyrja: Hefur það
komið fyrir að hljómsveitir hafi
leikið undir löglegum kauptöxt-
um?
• — Það er krabbamein at-
vinnuleysisins. Þetta kom fyrir
á kreppuárunum um 1930. Þá
setti Dagsbrún það sem skilyröi
að öll laun verkamanna yrðu
greidd á skrifstofu Dagsbrúnar,
og var þetta gert til þess að
koma i veg fyrir, að menn ynnu
ekki verkamannavinnu undir
taxta. Undirbyðu ekki félaga
sina. Ég heyrði þvi fleygt af mér
eldri mönnum, að sumir menn
hefðu farið og skilað atvinnu-
rekendum peningum aftur.
Við höfum eftirlit með taxta-
brotum eins og við frekast get-
um. Þaö er brottrekstrarsök hjá
félaginu að leika undir taxta.
Taxti sérhvers stéttarfélags er
það helgasta. Og það er kjarni
málsins.
Hvort reynt hafi á taxtabrot?
Ekki svo ég muni. Menn verða
að hafa jörð til að ganga á, ef
menn ætla aö væna aöra um aö
hafa brotið taxta.
,,Það er ekki hægt að gera ráð fyrir að hljóm-
listarmaður geti lifað af þvi, að leika eitt til tvö
kvöld i viku".
,,Ég minnist t.d. aðalfundar fyrir þremur ár-
um, þegar popphljómlistarmaður stakk upp á
sinfóniuhljómsveitarmeðlimi i stjórn. Það
vilja allir haida einingunni’’.
kynnir:
DAVID
BOWIE
DAVID BOWÍE fæddist I
London 8. janúar 1947. Við
skirnarathöfnina hlaut hann
þó ekki nafnið David Bowie
heldur David Robert Jones.
Þegar piltunginn var
sextán ára að aldri, hætti
hann i skóla og fór að leika á
saxófón öllum stundum,
jafnframt þvi, sem hann
sökkti sér ofan I rit um
búddisma. Þegar svona
hafði gengið um stund i lifi
hans, hætti hann skyndilega
aðieika á saxófóninn og iesa
búddismabækur. Hann sá, að
framtiðin var i auglýsinga -
teiknun. David Robert Jones
varð ekki mosavaxinn i
auglýsingateiknuninni, þvi
fljótlega sneri hann við henni
baki.
Þegar hann hafði hætt við
framtiðaráform sín, sem
auglýsingateiknari, stofnaði
hann sina fyrstu hljómsveit,
sem hann skirði „David
Jones and the Lower Third”.
Hljómsveitin var á „rythm
and blues”-linunni, og þetta
var^árið 1966.
Skömmu eftir stofnun
hljómsveitarinnar fékk
David ' Jones þá flugu i
kollinn, að viturlegast væri
að hann breytti um eftirnafn
— og var sú hugmynd grund-
völluð á þvi aö bandarisku
Apakettirnir voru mjög
vinsælir, og einn þeirra hélt
einmitt David Jones. Og
nafnið sem varö fyrir valinu
var BOWIE. En fyrst hann
var nú á annað borð byrjaður
að breyta nöfnum, var þá
ekki tilvaliö að breyta nafni
hljómsveitarinnar lika? —
Jú, jú — og það geröi hann:
„David Bowie and the Buzz”
hét hljómsveitin.
Arið 1967 leystist hljóm-
sveitin upp, og Bowie varö
einn á báti. En það var hon-
um lika fyrir beztu, —
sólóferill hans var hafinn. Og
skömmu siðar kom út LP-
platan The World Of David
Bowie — sem vakti ekki
neina sérstaka athygli.
Ári seinna komst nafn
hans á allra varir, þegar lag
hans „Space Oddity” varð
gifurlega vinsælt. Bowie
fylgdi þó ekki þessum
vinsældum eftir, heldur sneri
baki við tónlistinni og varöi
timanum til trúariðkana.
Þannig gekk I eitt ár.
Arið 1969 hefur tónlistar-
þörfin aftur náð yfirhöndinni
og Bowie gefur út plötuna
„Space Oddity” LP-plötu, en
hún vekur svo til enga eftir-
tekt. Ári siðar kemur út
platan „The Man Who Sold
The World” — hard-rokk
plata. A næstu plötu, „Hunky
Dory” hafði hann skilið viö
harða rokkið og var kominn
með sinn eigin stil, aö mestu
leyti. Þetta vakti athygli
fólksins. Bowie sló svo i gegn
með næstu plötu, „The Rise
And Fall Of Ziggy Stardust
And The Spiders From
Mars” en þar er m.a. lagiö
„Starman”.
Og Bowie er oröinn skær-
asta poppstjarna Bretlands
frá þvi aö Bitlarnir voru og
hétu. „Alladin Sane” hét
Framhald á bls. 39.