Tíminn - 09.03.1975, Síða 32
32
TÍMINN
Sunnudagur 9. marz 1975
Hólmgangan ó Freysnesi
Gömul saga frd Noregi
Einu sinni var maður,
sem Grimúlfur hét.
Hann bjó á Freysnesi í
Noregi. Rikur var hann
og voldugur og hafði
ætið margt manna um
sig. Hann átti mörg stór-
býli. Mikið af auðæfum
sinum hafði hann eign-
azt með ójöfnuði og yfir-
gangi. Hann kom sér i
deilur við bændur. Oft-
ast voru þær deilur
jafnaðar með vopnum.
Og Grimúlfur hafði allt-
af sigur. En jarðir
þeirra og óðöl eignaði
hann sér. Grimúlfur var
svo mikill vigamaður,
að enginn þorði að
skipta höggum við hann
og enginn hafði jafn
mörgum liðsmönnum á
að skipa og hann.
í þingdeilum bar hann
alltaf hærri hlut, þvi að
lögréttumennirnir þorðu
ekki að dæma öðruvisi
en Grimúlfur vildi vera
láta. Að lokum var svo
komið, að Grimúlfur
réði einn öllu, eins og
væri hann konungur.
Hann var grimmur og
hefnigjarn, svo að eng-
inn þorði að risa á móti
valdi hans.
Einn af þeim, sem
varð að hrökkva undan
ofriki Grimúlfs, hét Þor-
leifur. Þeir voru ná-
grannar, og Grimúlfur
komst brátt i deilur við
hann. Þeim lauk svo, að
Þorleifur fór burtu með
allt sitt lausafé. Hann
fór viða um lönd og
gerðist að lokum hirð-
maður konungs. Einu
sinni særðist hann, svo
að hann fann, að til
dauða myndi draga.
Synir hans voru þá allir
vaxnir og hugdjarfir
menn. Þeir höfðu unnið
frægð og frama. Aðeins
yngsti sonurinn var enn
þá með Þorleifi. Hann
hét Gauti.
Þorleifur kallaði
Gauta fyrir sig og sagði:
,,Ég finn að ég fæ ekki
frið i haugi minum, fyrr
en ætt mín er aftur setzt
að á óðali okkar. Heit þú
mér þvi, að fara heim og
ná aftur eigum okkar úr
höndum Grimúlfs. Þú
ert að visu yngstur af
bræðrum þinum, en ég
hef gefið þér gætur og
séð að gæfan mun fylgja
þér.”
Gauti hét þvi að fara
og vinna aftur ættar-
óðalið. Siðan andast
Þorleifur faðir hans.
Gauti ferðaðist nú um
fjarlæg lönd, en aldrei
gleymdi hann heiti sinu.
Hann varð að halda orð
sin, þótt Grimúlfur væri
rikur og voldugur.
Dag einn, siðla sum-
ars, sté Gauti á land að
Freysnesi. Þar var þá
þing og glatt á hjalla.
Það hafði árað vel, og
þvi skyldi halda blót-
veizlu mikla, guðinum
Frey. Grímúlfur var
hofgoði. Þá vegsemd
hafði hann svælt undir
sig með ójöfnuði, þvi að
alls staðar vildi hann
vera fremstur.
Enginn þekkti þennan
unga, ókunna mann,
sem kominn var til
þingsins. Gauti var svo
ungur, þegar hann fór að
heiman.
Gauti var vel vopnum
búinn og hinn vigaleg-
asti. Nú sá hann aftur
æskustöðvar sinar.
Jörðin var i niðurniðslu.
Grimúlfur lét vinnufólk
sitt búa þar. Gauti sá, að
sér myndi veitast erfitt
að ná aftur óðali sínu,
þegar hann leit yfir
mannf jöldann, sem
Grimúlfur réði yfir. En
hann hét þvi að gefast
ekki upp fyrr en i fulla
hnefana.
Það leið á þingið. Lög-
réttumaðurinn spurði,
hvort nokkur hefði fleiri
mál fram að flytja. Það
var hljótt um stund. En
svo sté Gauti upp á stór-
an stein, bað sér hljóðs
og mælti:
,,Hér með stefni ég
Grimúlfi á Freysnesi
fyrir dóm þingsins og
allra góðra manna fyrir
það, að hann hefur rek-
ið föður minn, Þorleif
ívarsson, frá ættaróðali
sinu og svælt það undir
sig. nú krefst ég þess, að
hann skili i minar hend-
ur eign feðra minna og
greiði hæfilegar bætur,
að dómi lögréttu”.
Grimúlfur reis á fætur
og var reiður. Hann var
digur og mikill að
vallarsýn, svarthærður
og svartskeggjaður. Um
afl hans fóru miklar sög-
ur.
,,Hvaða væskill er
það, sem er að væla
þarna á steininum?
sagði hann hæðnislega.
Gauti stóð enn þá uppi á
steininum. Hann var hár
og grannvaxinn. Hann
var ljós yfirlitum,
,,Gauti Þorleifsson
heiti ég”, sagði hann
stillilega. „En svo virð-
ist mér, sem virðingin
fyrir helgi þings og laga
sé að þverra, úr þvi að
sá fær hæðnisorð ein,
sem hefur sakir fram að
færa. Væri þessi staður
ekki friðhelgur, gætum
:V|#v
3P\
DAN
BARRY