Tíminn - 09.03.1975, Page 33

Tíminn - 09.03.1975, Page 33
Sunnudagur 9. marz 1975 TÍMINN 33 Grimúlfur var þungur fyrir og hjó hart, en Gauti var snar I snúningum. við jafnað þessar sakir með sverðum okkar.” Grimúlfur beit i skeggið af vonzku, en þingheimur horfði hissa á Gauta. Enginn hafði áður heyrt talað svo djarflega á móti Grim- úlfi. Flestir fögnuðu, þótt þeir ekki þyrðu að láta það i ljósi. Þegar Gauti sté niður af steininum, kom til hans maður, leiddi hann afsíðis og hvislaði að honum: ,,Ég ræð þér til að komast sem skjótast á braut. Grimúlfur hlífir þér ekki, þegar þingi slítur. Þú ert ungur og óreyndur og enginn er hér, sem getur talað máli þinu”. ,,Ég er nú eldri en tvævetur”, sagði Gauti. ,,Og hérna á ég tryggan vin, sem aldrei hefur brugðizt mér”, bætti hann við um leið og hann sló á sverðið sitt. Maðurinn sá, að ekki tjáði að letja Gauta. Sleit hann þvi talinu og gekk burt. Lögréttu m ennir nir vissu ekki sitt rjúkandi ráð. Ekki gátu þeir stungið málinu undir stól. Það var fram borið löglega i áheyrn allrar alþýðu. Þeir vissu að Gauti hafði lög að mæla, en óttuðust vald Grim- úlfs svo, að þeir þorðu ekki að dæma i móti honum. Þarna sátu þeir í lögréttunni, toguðu i skeggið og horfðu i gaupnir sér. Loks reis formað- ur lögréttunnar á fætur og mælti: ,,Þetta hefur verið vandasamt mál og erfitt fyrir lög- réttuna að dæma. Grim- úlfur er rikur og frænd- margur, Gauti er djarf- ur og stórhuga. Báðir segjast eiga óðalið, sem deilt er um. Lögréttan visar þvi málinu frá sér og úrskurðar það, að málsaðilar berjist um það. Munu þá guðirnir dæma um mál þeirra. Kváðu nú við fagnaðar- óp um allt þingið. Hólm- ganga var mikill við- burður, og þvi voru allir ánægðir með þennan úr- skurð. Ef Gauti sigraði, yrðu þeir lausir við grimmdarsegginn, sem allir voru hræddir við. En bæri Grimúlfur hærri hlut, yrði hann i góðu skapi um tima. Var nú hasiaður hólm- ur á nesi einu og þangað þusti allur þingheimur. Svo var ákveðið, að þeir skyldu reyna með sér þrisvar, og hafði sá beð- ið ósigur, sem vék út i vatnið, eða út fyrir véböndin. Gauti gekk að læk ein- um, sem þar rann, en að þvi búnu gekk hann á hólminn. Var Grimúlf- ur, þar kominn og studd- ist fram á sverð sitt. „Hvar er drengsnáð- inn”, sagði hann hæðnis- lega. „Er hann flúinn strax, áður en hann hef- ur séð sverðið mitt!” „Ekki skalt þú lengi biða”, sagði Gauti og gekk fram, „hæðyrði þin getur þú sparað þér, þangað til seinna, — ef þú þá getur talað.” „Heyr á endemi,” sagði Grimúlfur. „Ég held annars, að ég sliðri sverðið og fái mér hrisluanga. Mætti þá vera, að ég gæti kennt þér að þegja, þegar full- orðnir menn tala”. Nú varð hlátur mikill, en Gauti dró sverð sitt og veifaði þvi yfir höfði sér. Grimúlfur þagnaði, þegar hann sá, hve fim- lega Gauti fór með sverðið. Báðir voru þeir vel vopnum búnir. Gauti var hærri vexti og hinn vigalegasti, breiður um herðar, og vöðvasæltur. Vigfimur var hann vel, enda hafði hann æft sig frá þvi að hann var barn að aldri. En Grimúlfur var heldur ekkert barn að leika sér við. Það vissu allir. Nú voru lesin upp hólmgöngulög. Þeir áttu að reyna með sér þrisvar, og sá er vann tvisvar hafði sigur. Særðist annar hvor, svo að úr blæddi, skyldi hólmgöngunni vera lok- ið. Enginn mátti skipta sér af bardaganum. Gauti og Grimúlfur stóðu á miðjum vellin- um og horfðust i augu. Nú var gefið merki og bardaginn byrjaði. Grimúlfur var þungur fyrir og hjó hart. Gauti var snar i snúningum. Hann lék sér i kringum Grimúlf, létt og lipurt og sneið stykki af skildi hans. Nú fóru margir að efast um úrslitin. Allt i einu hljóp Grimúlfur fram með skjöldinn fyrir sér og lagði til Gauta. Kom þetta svo óvænt, að Gauti lenti út i vatnið, þegar hann hljóp undan laginu. Gauti hafði tap- að fyrstu atrennunni. Grimúlfur brosti i kampinn. Gauti sá, að svæðið var það lítið, að hann yrði að gæta sin betur. Eftir stutta stund byrjuðu þeir aftur. Gauti hjó svo ótt og titt, að mörgum sýndust þrjú sverðin á lofti. Grimúlf- ur sá, að bezt myndi, að binda enda á leik þenn- an, fyrr en hann mædd- ist mjög. Hann æddi að Gauta og hjó til hans svo snöggt, að skjöldur Gauta klofnaði i tvennt. En Gauti setti þá fótinn fyrir Grimúlf, svo að hann hrasaði og datt. Það hefði nú verið auð- velt fyrir Gauta að vinna á fjandmanni sinum, en hann vildi ekki vega að honum þar sem hann lá. Þegar Grimúlfur komst á fætur logblæddi úr nef- inu á honum. Var hann þá allófrýnilegur. „Hann er særður. Það blæðir úr honum!” kvað við. „Það er ekki við öðru að búast, úr þvi að hann notar nefið á sér fyrir plóg”, sagði Gauti. Nú varð Grimúlfur reiður. Hann blés eins og mannýgur tarfur. Aug- un hringsnerust i hausn- um á honum og hann átti fullt i fangi með að biða, þangað til þeim var aft- ur gefið merki. Allir stóðu á öndinni. Báðir höfðu unnið einu sinni. Djúp alvara rikti yfir öllum. Ekkert heyrðist nema djúpur og þungur andardráttur þeirra, sem börðust, og hávað- inn af sverðum þeirra. Allt i einu hjó Grimúlfur til Gauta og i hjálminn. Höggið var svo hart, að hjálmurinn hraut af honum. Allir stóðu á öndinni. Nú var öll von úti, þvi að Grimúlfur kom með reitt sverðið og það var auðséð á honum, að hann taldi sér sigur- inn visan. En Gauti var ekki af baki dottinn. Fljótur eins og elding, beygði hann sig niður og lagði til Grimúlfs undir brynjuna, sverðið gekk á hol. Grimúlfur rak upp ógurlegt öskur, snerist um sjálfan sig og féll svo — og reis aldrei á fætur framar. Fagnaðarlátunum ætlaði aldrei að linna. Nú þorðu menn að sýna hve fegnir þeir voru, að losna við Grimúlf. Þeir báru Gauta á skildi til hafsins og hylltu hann. Allir lofuðu mjög hreysti hans og þetta verk. Gauti fékk nú óðal sitt aftur og stjórnaði þvi með dug og dáð. Hann lifði i friði við syni Grimúlfs, og aðra nágranna. Hann var mikils virtur og höfðingi i héraðinu alla sína ævi. (Þýtt úr norsku). Gauti sté upp á stóran stein, baö sér hijóðs. Sumarhús — Veiðihús \ iö hyHííjum of> seljuni suinarbústaói i stöóluóum stæró- um frá 24,5 l'eriii. Fast verð meö eða án uppsetningar. Fifíum einnig til lönd. F.rum sérhæfftir meft vélar til vinnu, þar sein ekki er lafnuH'n. I'egar er komin mjög góft revns.la íí okkar lnis. I Sumarhústaftaþjónustan h- Kvöldsimi S-54-4(i.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.