Tíminn - 29.06.1975, Blaðsíða 12
12
TÍMINN
Sunnudagur 29. júnl 1975.
Orsakir ofnæmis eru enn ófundnar, en vísindamenn hafa náð umtals-
verðum árangri í rannsóknum á því. Taka eins blóðsýnis kemur nú i
stað 30 inngjafa með sprautu. Enginn er óhultur fyrir ofnæmis-
sjúkdómum — fimmti hver maður á Vesturlöndum getur átt von á að
fá ofnæmi. Ofnæmisvaldarnir geta verið allt frá frjódufti og dýrahári
upp í matvörur og efnaúrgang — og einstöku lyf.
Fimmti hver maður fær ofnæmi
A háskölasjúkrahúsinu i
Uppsölum hefur fundizt ný aðferð
til að rannsaka ofnæmis-
sjúklinga, svokölluð Rast-aðferð.
Þessi aðferð leysir af hölmi um-
fangsmikil ofnæmispróf á húö,
ásamt allt að 30 mismunandi
sprautum i bakið. Nú þarf aðeins
að taka eitt blóðsýni úr sjúklingn-
um.
Reiknað er með að allt að 15%
af fólki þurfi einhvern timá að
leita læknis vegna ofnæmis.
Astma er alvarlegasti ofnæmis-
sjúkdómurinn, en ofnæmi er
næstum alltaf orsök astma, eink-
um meðal barna.
Ofnæmi orsakast læknisfræði-
lega séð af ólikum ofnæmisvöld-
um — efnum i matvöru, lyfjum,
ryki eða frjódufti.
Þegar þessir ofnæmisvaldar
komast i snertingu við mótefnin,
sem eru i lungunum, nefinu eöa
húðinni, framkalla mótefnin
einkenni, sem við köllum ofnæmi.
Mótefnin, sem framkalla of-
næmið og eru kölluð IgE, eru til í
meira mæli en eðlilegt er I likama
ofnæmissjúklinga.
Þegar sjúklingur leitar læknis
vegna astma, exems eða
heymæði, hefur til þessa verið
reynt að finna ofnæmisvaldinn
fyrstog fremst með svonefndum
húðprófum. Þau fela i sér að
sjúklingurinn fær margar
sprautur með mismunandi efn-
um, sem hugsanlegt er að hann
hafi ofnæmi fyrir. Fjöldi
sprautanna er venjulega á milli
20 og 50.
Venjulega eru viðbrögö
sjúklingsins við ofnæmisvaldin-
um reynd með mismunandi
sterkum skömmtum af efninu.
Þvi minna sem þarf af ofnæmis-
valdinum til að framkalla
einkenni hjá sjúklingnum, þvi
viðkvæmari er hann.
Langar biðraðir
Þetta veldur þvi að rannsóknin
er timafrek. Húðprófin eru ekki
aðeins gerð með sprautum, held-
ur einnig eins og berklapróf,
rispu- eða stungupróf. Að lokum
eru oftgerö próf, sem fara þannig
fram, að sjúkiingurinn er látinn
anda að sér efninu, sem talið er
valda ofnæminu. Eftir u.þ.b. hálf-
tlma sést árangurinn. En læknir
verður að vera viöstaddur allan
timann.
Meö hlustunartæki er mælt, hve
fljótur sjúklingurinn er að anda
frá sér. Læknirinn heyrir einnig,
hvort aukahljóð eru I lungunum.
Ef um heymæði er að ræða, fær
sjúklingurinn dropa i nef eða
augu til að sjá, hvort þeir valda
einkennum. Þegar sjúklingur
hefur gengiö i gegnum of-
næmisprófið að fullu, getur
læknirinn sagt með vissu um
hvaöa tegund ofnæmis er að
ræöa.
Þörfin fyrir ofnæmisrannsóknir
er svo mikil, að á stórum
sjúkrahúsum i Sviþjóð er margra
mánaða biðtími. Sums staðar t.d.
i Stokkhólmi geta börn þurft að
biða heilt ár eftir ofnæmisprófi.
ódýr aðferð
Uppgötvun ónæmisefnisins
(immunglobulin) E i Uppsölum
var þvi mjög mikilvæg.
Rast-aðferðin kemur I staö
allra ofnæmisprófanna og árang-
urinn er 90-100%. Nýja aðferðin er
auk þess miklu ódýrari en sú
gamla.
Gunnar Jóhannsson dósent
vann að tilraunum og þróun Rast-
aðferðarinnar ásamtLeif Wide og
Þannig hafa ofnæmispróf veriö gerö fram til þessa. Efni, sem kunna aö valda ofnæminu hjá sjúklingunum eru sett viö húöina.
1 vissum tilfellum þarf einnig
að gera húðpróf og öndunarpróf.
Þaðgóða við Rast-aðferðina er
m.a. að það hefur ekki áhrif á
árangurinn þótt sjúklingurinn fái
meðul við ofnæmi. Og hægt er að
taka blóðsýni til rannsóknar, þótt
sjúklingurinn sé með ofnæmis-
einkenni.
Hættulaust
A háskólasjúkrahúsinu i
Uppsölum hafa menn fundið tiu
algengustu orsakavaldana. 90%
af ofnæmissjúkdómum 'eru af
þeirra völdum. Til þess að hjálpa
hinum 10% þarf mikinn fjölda of-
næmisvalda til viðbótar, kannski
50-100.
— Á siðustu árum höfum við
komizt að þvi, að Rast-aðferðin
gefur góðan árangur. Nú er um að
gera að halda áfram að rannsaka
þá þætti, sem við eigum eftir,
m.a. ofnæmi fyrir fæðutegundum.
Rast-aðferðin er alveg hættu-
laus. Aftur á móti geta húðprófin
haft hættu i för með sér, ef þau
eru gerð af öðrum en reyndum
læknum. Þau eru nefnilega vand-
meöfarin. Hætta er á að sjúkdóm-
urinn sé vanmetinn og nægrar ná-
kvæmni sé ekki gætt.
Ofnæmisvaldarnir, sem fást nú,
eru nefnilega breytilegir að gerð.
Styrkleikinn getur verið mismun-
andi, og getur munað allt að
þúsundi.
Rast-aðferðina má einnig nota
til aö staðla og greina ofnæmis-
valdana, sem notaðir eru við
húðpróf.
Sjúkdómurinn, sem hrjáði Nils
Danielsson var einmitt í frumun-
um, sem framleiða IgE, en hann
var sjálfur ekki með ofnæmi.
Arið 1967 höfðu visindamenn I
Uppsölum rannsakað nægilega
margt fólk til að geta gengið úr
skugga um að IgE er i öllum —
þótt I mjög litlum mæli sé. IgE er
i okkur öllum, ef vera kynni að
við fengjum ofnæmi. En hjá
ofnæmissjúklingum getur veriö
100 sinnum meira af þvi en eðli-
legt er talið.
— Það er spennandi að vita,
hvers vegna IgE er i likamanum.
Þaö hlýtur að hafa öðru skynsam-
legra hlutverki að gegna i
likamanum, en að valda þvi að
fólk geti fengið ofnæmi, segir
Gunnar Jóhannsson dósent.
Mikið magn af IgE i
blóðvatninu, eins og finnst i of-
næmissjúklingum, kemur lika
fyrir hjá sjúklingum með viss
snikjudýrssmit, m.a. i Afriku.
Svo virðist sem IgE gegni ein-
hverju varnarhlutverki.
— Ef við gætum komizt að þvi,
hvemig og hvers vegna aðeins
þetta IgE mólekúl festist á slim-
himnunni og veldur ofnæmi, gæt-
um við e.t.v. einnig komið i veg
fyrir það.
Enn höfum við ekki leyst gátu
ofnæmisins. Og við getum ekki
læknað ofnæmi, en verið fljótari
að greina það og gert það betur,
segir Gunnar Johansson dósent.
Tizkusjúkdómur
Ofnæmi er næstum orðið
„tizkusjúkdómur,” segja læknar.
Stöðugt fjölgar ofnæmissjúkling-
um, og það hlýtur að skrifast á
reikning hinna mörgu nýju
Gunnar Johansson ásamt aöstoöarkonu. Hann var i hópnum, sem
fann Rastaöferöina.
Hans Bennich. Lyfjafyrirtækið
Pharmacia lauk siðan við
rannsóknir á Rast-aðferðinni.
Frá þvi 1921 hafa ýmsir reynt
að einangra og framleiða i hreinu
formi efnið, sem veldur þvi að
sjúklingur fær ofnæmi. Lykillinn
að gátunni fannst I eggjahvitu-
efnunum i blóðinu.
Arið 1965 fannst af tilviljun i
Uppsölum nýtt onæmisefni, IgE, i
blóöi sænsks bónda, Nils Daniels-
son. Visindamönnum tókst að
framleiða mótefni, og þar meö
var grundvöllurinn fyrir að-
feröinni fundinn.
Rast-aðferðin felst i þvi, að litill
bréfmiði, smurður ofnæmisvaldi,
er settur i tilraunaglas. Siðan er
dropi af blóðvatni (úr blóðsýninu)
settur i hvert tilraunaglas.
Ef sjúklingurinn hefur IgE-
mótefni gegn t.d. hesti, þá festist
þaö strax við bréfmiða, sem hafa
ofnæmisvald úr hesti á.
Notaðir eru yfir 50 bréfmiðar
með ofnæmisvöldum. Eitt
blóösýni nægir til að prófa þá alla.
Sjúklingurinn getur komið og
látið taka blóðsýni, og i næsta
skipti, sem hann kemur til
læknisins, fær hann að vita, fyrir
hverju hann hefur ofnæmi.