Tíminn - 29.06.1975, Side 16
16
TÍMINN
Sunnudagur 29. júni 1975.
Þ.ö-Suöureyri. Sá maður, sem
hvað mestan svip hefur sett á
Suðureyri viö Súgandafjörð og
get garðinn hvað frægastan, er
tvímælalaust Sturla Jónsson
hreppstjóri. Nafn hans hefur
veriö tengt Suðureyri órofa
'böndum um rúmlega hálfrar
aldar skeið, og er liklega óhætt
að fullyrða, að flestir þeir, sem
til Suðureyrar leggja leið sina,
viti, hver Sturla er.
Hann á að baki litrikan starfs-
og æviferil og kann að segja
margt frá viðburðarrikri ævi.
Við Ólafur Þórðars., skólastjóri
gengum þvi á hans fund og
áttum við hann fræðandi og
skemmtilegt spjall um liðna
tima I Súgandafirði og sitthvað,
sem á daga hans hefur drifið.
—oOo—
— Þú fæddist hér á Suðureyri,
er ekki svo?
— Jú, rétt er það, ég er innfædd-
ur Súgfirðingur og fæddist i húsi
Kristjáns Albertssonar, afa
mfns, sem á þeirri tið var
nokkurs konar höfuðsmaður hér
á Suðureyri, rak bæði útgerð og
haföi með höndum verzlunar-
rekstur fyrir Asgeirsverzlun á
tsafirði. í húsi þessu, sem stóö
þar sem kirkjan stendur núna,
bjuggu foreldrar minir, þar til
þau reistu sitt eigið hús á Suður-
eyri.
Faöir minn var skipstjóri hér,
en kom frá Meiribakka i Skála-
vik, þaðan, sem faðir hans,
Einar Jónsson, var ættaður. Til
Suðureyrar kom hann að öllum
likindum árið 1894.
Hann réri héöan á sexæring-
um, en átti siðan ásamt
Kristjáni Albertssyni fyrsta
vélbátinn sem Súgandafjarðar
kom, en það var árið 1906. Til
gamans má svo geta þess, að
árið 1904 var fyrst sett vél i bát á
Islandi, og var sá bátur frá Isa-
firði.
Vélbátúr föður mins og
Kristjáns hélt Svanur og var
fjögur tonn.
— Fórst þú snemma að stunda
sjóinn?
— Já,ég var ekki nema 9 ára
gamall, þegar ég fór fyrst á sjó
með föður minum og gerðum
við þá út á skak, reyndar
einungis á sumrin. Við vorum
fjórir til fimm á bátnum og velt-
umst víða, út af Hornströndum,
Hælavikurbjargi og Hornbjargi,
en héldum inn á vikurnar, þegar
hvessti- Minnir mig, að við höf-
um verið um vikutima i hverj-
um túr.
Allan þann afla, sem veiddist,
söltuðum við og skiluðum
fullunnum i land að lokinni
hverri veiðiferð. Reyndar var
það svo sem ekki mikill afli,
sem við söltuðum, en þá var að-
staðan til þess að stunda
veiðarnar allt önnur en nú er,
með öllum þessum færum og
krókum, sem þeir hafa. Við
höfðum hins vegar ekki nema
einn krók á hverju færi.
Við unnum á vöktum, þannig
að tveir hvildust jafnan i' einu,
enda voru kojurnar i lúkarnum
ekki fleiri en tvær. 1 bátnum var
fjögurra hestafla Alfa-vél, og ég
held ég hafi ekki verið gamall,
þegar ég fór að fikta við að setja
hana I gang.
Það er alltaf skylda, að menn
væru komnir á dekkið á glasi,
sem kallað var, til þess að
standa sinar vaktir, en þær voru
fjórar. Fyrst var það langavakt,
frá klukkan tólf á hádegi til
klukkan sjö að kveldi. Þá
byrjaöi hundavaktin og stóð
hún til klukkan fjögur aö morgni
og þótti einna leiöinlegust.
Þristurinn var svo aftur á móti
frá klukkan fjögur til sjö að
morgni, en þá byrjaði morgun-
vaktin og stóð til hádegis. Þá
má eiginlega segja, að á þessu
vaktafyrirkomulagi hafi verið
hálfgert fornaldarform miðað
við það sem nú gerist i þessum
efnum.
Litið var róið á vetrum, en þó
voru alltaf nokkrir bátar, sem
reyndu á linu. Vegna þess, hve
atvinnulifiö var stopult yfir
vetrartimann var hér félagslif
með miklum blóma, og störfuðu
bæöi iþróttafélag og stúka, sem
stofnuð var um 1920.
— Þú varst I skólanum hjá
Friörik Hjartar?
— Já, Friðrik var skólastjóri á
Suöureyri frá 1907 til 1930, og
var ég þvi hjá honum öll min
skólaár. Hann var mikill skóla-
maöur, söngkennari og
organisti ágætur. Friðrik
tengdist mér reyndar fjöl-
skylduböndum, þvi að hann
kvæntist systur minni, sem nú
býr á Akranesi.
Daniel læknir á Dalvik var
skólafélagi minn og sessunautur
öll mln skólaár, og var vinfengi
mikið okkar i millum.
1 skólanum hjá Friðrik var
blótbindindi, og áttum við
krakkarnir að segja honum, að
það væri mene hjá þeim, sem
við heyrðum blóta.
Mér er enn I fersku minni sá
atburður er mér varð á sú mikla
synd að blóta, svo að upp komst.
Þannig stóð á, að Þóra systir
mln bað mig að fara með kaffi
upp I skóla til Friðriks, sem þar
var við vinnu eftir kennslu. En á
leiöinni slóst ég i leik með
nokkrum æskufélögum minum,
og varð mér á, einsog fyrr segir,
sú mikla synd að blóta, en þau
klöguðu mig óöara fyrir Friðrik,
og fékk ég mene fyrir.
Mér sárnaði þetta óskaplega,
ogsvo var sársauki minn mikill,
aö ég fór strax heim og grét mig
þar I svefn. En ekki kannast ég
við aö hafa mælt blótsyröi af
vörum upp frá þeirri stundu.
Sér Þorvarður á Stað fermdi
mig og voriö eftir ferminguna
boðaði hann okkur strákana út
að Stað til fundar við sig.
Hermdu sagnir, að hann ætlaði
að kanna, hvort eitthvað sæti
eftir að þeim lærdómi, sem við
námum I Helgakverinu þegar
við við gengum til spurninga hjá
honum, en ekki kvaddi hann
stúlkumar á sinn fund.
Nú, við héldum út aö Stað og
spjölluðum viö séra Þorvarð um
Helgakveriö og margt fleira.
Fengum viö þar og hinar beztu
móttökur.
Frá heimleiöinni er mér
minnisstætt atvik, sem ég seint
gleymi. Norðanstrekkingur
mikill blés á móti okkur er við
gengum yfir móana frá Stað og
niður í fjöru. Setti þvi að okkur
mikinn kuldahroll. Einn félaga
minna kom þvf með þá tillögu
að viö færum niður undir brúna
og kveiktum okkur þar i
sigarettum til þess að ylja okkur
á munninum eins og hann orðaði
það. Ég lét i þetta sinn tilleiðast,
og við kveiktum okkur i
sigarettunum, en ekki minnist
ég þess að hafa fundið ylinn,
sem hann talaöi um, enda hef ég
aldrei kveikt mér I sigarettu
siöan né notað annað tóbak,
enda var það brýnt fyrir mér i
æsku að neyta aldrei tóbaks og
áfengis, og hef ég alla mina
ævidaga af mikilli trúfestu fylgt
þvi boði.
Ég var fyrsti æðsti templar
barnastúkunnar, sem hér var
stofnuð og enn starfar, en
gæzlumaður var Gunnar M.
Magnúss . sem hingað kom
stuttu eftir fermingu. Grunar
mig, að sumir þeir, sem þá voru
i stúkunni hafi brotið þau heit,
sem þeir þá unnu.
— Fórst þú aldrei á þinum
yngri árum í atvinnuleit suður á
land, eins og svo margir gerðu?
— Til Reykjavikur fór ég að
mig minnir 1923 og ætlaði þá að
reyna að komast á togara, en
það tókst ekki, enda mikið
framboð af mönnum til þess
konar starfa og alltaf fullt i
kringum þá, sem höfðu með
plássin á togurunum að gera.
Ég fór þvi á skak með Helga
Sigurðssyni og fleirum og vann
að þvi að aka aflanum um götur
borgarinnar til fisksalanna. En
þetta var ekki nema lítinn hluta
úr vetri.
Ég fór lika á Hermóð hjá Sig-
urði Hallbjarnarsyni og var i
Sandgerðishöfn, er fárviðrið
gerði, þegar húsið fauk heima á
Suðureyri. Ofsinn i veörinu er
mér ógleymanlegur, þvi svo var
brimsortinn mikill, að ekki sást
út fyrir borðstokkinn.
Annan tima hef ég aldrei
verið vetrarlangt utan
Súgandafjarðar, nema þegar ég
var á Núpi hjá séra Sigtryggi
vini minum Guðlaugssyni, en
það var 1920 til 1922, og seinni
veturinn gerði hann mig reynd-
ar að nokkurs konar ráðsmanni
hjá sér. Milli okkar var mikil
vinátta og var ég til dæmis
skirnarvottur við skirn tveggja
sona hans, þótt litiö hafi ég
komið nálægt uppeldi þeirra að
öðru leyti.
— Hvenær ferö þú sjálfur að
stunda útgerö?
— Það var árið 1929. Þá var
smiðaður nýr bátur, sem viö
örnólfur Valdimarsson áttum i
félagi og gerðum út, en áður
hafði ég verið skipstjóri hjá
honum i þrjú eða fjögur ár á
Súganda.
Sjómannafræðin lærði ég
fjórtán eða fimmtán ára
gamall, m.a. kompásinn, sem
ég get sungið aftur á bak og
áfram, og hef ég engan fyrirhitt
sem getur leikið það eftir mér.
Stóru strikin eru tuttugu og tvö,
og ég læröi þau öll með þvi að
koma þeim undir lag, sem
passaði vel við, og hefur hann
aldrei gleymzt frá þvi er ég
lærði hann fyrst, enda er það
ódauölegt ef maður kemur
hlutunum I ljóðaform.
Ég gerði mér stundum leik að
þvi að söngla kompásinn
framan i menn, og vita þeir þá
sjaldnast, hvaöan á þá stendur
veðrið.
Útgerð stundaði ég frá 1929 til
1953, eða 1954, en skipstjóri var
ég til ársins 1934, er ég fór i
land. Þá var ég kjörinn i
hreppsnefnd og tók viö oddvita-
starfinu, sem ég gengdi I
tuttugu og fjögur ár, allt þar til
ég sagði af mér, enda þótti mér
þá tími til kominn að hleypa
yngri mönnum að, leyfa þeim að
spreyta sig við stjórnvölinn.
Hreppstjóri varð ég 1948,
þegar Friðbert heitinn
Guðmundsson sem þvi starfi
gegndi, dó, og hreppstjóra-
starfinu hef ég gegnt i 27 ár, og
sjálfsagt kominn á siðasta
skrefið. Nú skilst mér, að þeir
ætli að fara að hækka launin við
hreppstjórana, en það kemur
liklega ekki til með að koma
mér til góða, þvi að ég fer senn
að hætta I þessu. Óbilgjarnar
kaupkröfur hef ég aldrei gert á
ævinni og hefur það ætið verið
mér fjarri skapi, en hins vegar
verður manni að lærast að halda
vel á þvi sem maður hefur undir
höndum, en eyöa þvi ekki I
tóbak og brennivin og aðrar
slikar óþurftir, sem öllum eru til
skaða.
— Mér er sagt, að þú hafir verið
á tima einn stærsti framleiðandi
harðfisks hér á landi?
— Það leynistef til vill eitthvað
sannleikskorn i þvi. Þegar mest
var umleikis hjá mér i harðfisk-
verkuninn,'var ég með tuttugu
tonn af þurrkuðum fiski, og
seldi megnið af þvi til mágs
mins, Páls Hallbjörnssonar i
Haröfisksölunni.
En svo fór, að þeir hjá ísveri,
sem var frystihús hér á staðn-
um, neituðu mér um beitu,
nema ég legði aflanum upp hjá
þeim. Þá fór ég sjálfur að
frysta fisk og selja. Auk þess
gerði ég út rækiu og lét vinna
hana.
— Hvemig var hafnaraðstaða
hér I plássinu, þegar þú tókst við
oddvitastörfum?
— Þá var enginn hafnargarð-
ur á Suðureyri, þar sem hægt
var að leggjast upp að til þess að
taka á móti vöru eða koma frá
sér vöru. Þess i stað fóru allir
flutningar til og frá skipunum
fram með bátum. 1938 var byrj-
að á hafnargarðinum, og var af
honum töluverð vörn, þvl að
allir bátar lágu I legufærum i
þann tiö.
Ég byggði mér reyndar sjálf-
ur. bryggju, áður en til
byggingar hafnargarðsins kom.
Staurana keypti ég norður á
Ströndum og skrúfaði þá alla
niður með handafli.
— Hvenær var lagður vegur yfir
Botnsheiðina?
— Hann var fullgerður 1939, en
þá tókst Ásgeiri Ásgeirssyni
loks aö útvega 20 þúsund króna
lán til þess að fullgera veginn.
Vörubilar voru reyndar komnir
hingað fyrir þann tima, en minn
fyrsta bil eignaðist ég 1947. Það
var jeppi, og ég held, að ég hafi
yfirleitt alltaf átt jeppa siðan,
enda er oft eftir illfærum og lé-
legum vegum að brjótast, ætli
maður milli byggðarlaga.
— Þú ert fæddur hér og uppal-
inn, eins og fyrr hefur komið
fram. Hefur Suðureyri ekki tek-
ið miklum breytingum frá þvi,
er þú varst að alast upp? —
— Hin eiginlega Suðureyri
var, þar sem kirkjan stendur
núna og um aldamótin var þar
tvibýli, en á mölunum utan eyr-
arinnar voru aðeins þrjú litil
ibúðarhús, enda staðurinn ný-
lega löggiltur verzlunarstaður.
Eitt þessara húsa stendur enn,
Rómaborg, og hefur mig oft
undrað, hve margir bjuggu þar i
jafn litlu húsi.
En byggðin jókst svo jafnt og
þétt. Hingað komu menn frá ön-
undarfirði og Dýrafiröi til út-
róöra, þvi héðan er stutt á mið-
in. Þessir menn bjuggu i ver-
búöarhúsum, sem reist voru
fyrir aðkomumenn. Og vegna
hinnar ágætu hafnaraðstöðu,
sem hér er, myndaðist fljótt vis-
ir að byggðakjarna.
Við fyrstu götuna, sem hér
var lögð, var unnið I sjálfboða-
vinnu af félögum i iþróttahúsinu
Stefni, enda heitir gatan Stefn-
isgata. Skólagata var lögð á
sama hátt. Ég hélt nákvæma
skrá yfir þá, sem við þessa
gatnagerð unnu, og hversu mik-
ið og lengi hver og einn vann, og
á ég þessa skrá enn i fórum
mlnum.
Kirkjubyggingin er lika gott
dæmi um það, hve miklu Súg-
firðingar gátu áorkað i sam-
félagslegum grundvelli. Kirkj-
an var vigð 1. ágúst 1938, en
undirbúningur að byggingu
hennar hófst 1926 með þvi að
kjörin var nefnd til að annast
nauösynlegan undirbúning.
Fullgerð kostaði kirkjan 25.500
krónur og komum við henni upp
skuldlausri.
Kirkjusókn hefur jafnan verið
mikil á Suðureyri og nylega
settum við met i kirkjusókn hér,
en þá mættu til messu 212
manns. En I gær mættu eftir þvi
sem messuskýrslan segir 45, og
tók ég eftir þvi, aö skólastjórann
vantaði. —
— Þú hefur gegnt mörgum
trúnaðarstörfum meðal sveit-
unga þinna, er ekki svo? —
— Þaö má svo sem segja, að
ég hafi haft nóg af embættum á
minni könnu, og kannski kom-
inn timi til þess að minnka eitt-